Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ONA-rannsókn FBI lokið - Ég hef verið misnotaður . . . Grænmeti hækkaði um 5,1% að meðaltali milli janúar og febrúar Grænmeti ekki jafn- dýrt í febrúar frá 1988 Verðþróun á grænmeti 1992 tilfeb. 1996 Vísitölur, maí 1988 = 100 306,0 Vísitala 300 GRÆNMETISLIÐUR vísitölu neysluverðs hækkaði um 5,1% milli janúar og febrúar og olli það eitt sér 0,12% hækkun vísitölunnar. Þar veldur mestu 76% hækkun á agúrkum, en einnig hækkuðu gul- rætur um 27,2% milli mánaða og vó það upp 26,8% lækkun á tómöt- um á sama tímabili. Grænmetisliður vísitölunnar hefur ekki verið jafnhár í febrúar- mánuði og nú, þótt farið sé allt aftur til ársins 1988. Vísitalan fyr- ir grænmeti í heild er 145,7, en komst næst því i febrúar 1993 er vísitalan var 134,3. Grænmetislið vísitölunnar er skipt í tvennt. Annars vegar er um að ræða gulrætur og ýmsar kálteg- undir svo sem kínakál, hvítkál og blómkál og hins vegar annað ferskt grænmeti svo sem tómata, gúrkur, papriku og fleira. Það er einkum fyrrnefndi liðurinn, kál og gulræt- ur, sem er mjög hár og raunar hefur þessi liður ekki mælst jafn hár og nú ef undan er skilinn ág- ústmánuður í fyrra, en grænmeti hefur ekki áður orðið jafn dýrt og það varð þá, ef litið er allt aftur Olli miklu tjóni í innbroti ÖLVAÐUR maður braust inn í bak- arí í Grindavík í fyrrinótt. Hann var handtekinn á staðnum. Maðurinn olli verulegum skemmd- um í bakaríinu. Hann braut m.a. tvær stórar rúður og gler í af- greiðsluborði, henti sjóðsvél á gólfið, eyðilagði posa-vél og eitthvað af kökum, þar sem glerbrot stráðist yfir þær. Að sögn lögreglu gat maðurinn enga skýringu gefið á framferði sínu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hann hefur ekki komið við sögu slíkra mála áður. til ársins 1988, en Morgunblaðið hefur ekki undir höndum upplýs- ingar um verðlag grænmetis fyrir þann tíma. Gúrkur hækkuðu um 76% Hagstofan mælir meðalverð á gúrkum í febrúar 413 kr., sem er 76% hækkun eins og fyrr sagði. Hækkunin stafar meðal annars af því að íslenskar gúrkur, sem rækt- aðar eru við raflýsingu, eru nú á markaði hér í fyrsta skipti svo snemma árs. Verðið er tæpar 500 krónur kílóið. Einnig er hægt að fá hér innfluttar gúrkur fyrir veru- lega lægra verð allt niður í 200-300 krónur kílóið, en samkvæmt EES- samningnum er heimilt að flytja inn inniræktað grænmeti án tolla til 15. mars næstkomandi. Aðrar reglur gilda um útiræktað grænmeti. Það er ekki heimilt að flytja inn til landsins nema með magn- og verðtollum samkvæmt GATT-samningunum á meðan ís- lensk framleiðsla er á markaði og annar eftirspurn. Þannig er ekki heimilt að flytja inn gulrætur nema með 136 kr. magntolli sem leggst á hvert kíló, auk 30% verðtolls. Gulrætur eru uppurnar hjá mörg- um framleiðendum og hefur land- búnaðarráðuneytið gefið út reglu- gerð, þar sem magntollur er felldur niður frá og með næstkomandi mánudegi, þar sem ekki sé til nægilegt magn innanlands til að anna eftirspurn. Þá eru enn eftir tvær tegundir útiræktaðs grænmetis sem magn- tollar leggjast á við innflutning, hvítkál og gulrófur. Ekki er heim- ilt að flytja inn hvítkál nema á leggist 79 kr. magntollur á hvert kíló og 30% verðtollur og sama gildir um gulrófurnar, nema magn- tollurinn í því tilviki er 136 kr. eins og þegar um gulrætur er að ræða. Hins vegar voru magntollar felldir niður af kínakáli 22. janúar síðastliðinn. Þrátt fyrir það hækk- aði verð á kínakáli milli janúar og febrúar úr tæpum 230 kr. kílóið að meðaltali á markaði hér í 248 krónur. Elsta starfandi félag landsins Biblían komin út á konsó-máli Sigurður Pálsson IKONSÓ-héraði í suður- hluta Eþíópíu hefur ís- lenska Kristniboðs- sambandið stundað trú- boðsstarf í rúm 40 ár með þeim árangri að nú hafa um 10% íbúa Konsó tekið kristna trú, en íbúatalan þar er litlu minni en ís- lands. í trúboðsstarfi víða um heim skortir oft tilfinn- anlega ritninguna á máli innfæddra. Með dyggri að- stoð Hins íslenska Biblíufé- lags á liðnum árum við þýðingu Nýja testamentis- ins á amharísku undir for- ystu finnskra aðila, hefur nú verið gefin út í fyrsta sinn Biblía á konsó-máli. Félagið stóð jafnframt alfarið undir kostnapi við prentun Biblíunnar. Útgáf- an er á vegum Biblíufélagsins í Eþíópíu sem hefur aðsetur sitt í höfuðborginni Addis Ababa. í til- efni af útkomu Biblíunnar var haldin hátíð meðal kristinna í Konsó 14. janúar sl. Þetta kom m.a. fram í máli Sigurðar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Hins íslenska Bibl- íufélags, sl. sunnudag á aðalfundi félagsins. Sunnudagurinn síðasti var sömuleiðis helgaður árlegum Biblíudegi, sem markar upphaf fjársöfnunar félagsins vegna ein- hvers tiltekins verkefnis. A Biblíu- degi er vakin sérstök athygli á félaginu og starfi þess, m.a. í guðsþjónustum og á safnaðar- samkomum og tekið er við sam- skotum til verkefna þess. Hið íslenska Biblíufélag var stofnað 10. júlí 1815 og er því elsta starfandi félag á íslandi. Fyrsti forseti þess var Geir Vída- lín biskup. Frumkvöðull að stofn- un félagsins var skoskur maður, Ebenezer Henderson, sem kom hingað með fulltingi Hins breska og erlenda Biblíufélags. Hann og félagi hans, Johan Paturson, höfðu frumkvæði að stofnun Bibl- íufélaga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi og Rússlandi. Hið íslenska Biblíufé- lag er samtök fólks úr öllum kirkjudeildum og kristnum trúfé- lögum og er markmið félagsins að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Á vegum Hins íslenska Biblíu- félags og í samvinnu við Guð- fræðideild Háskóla íslands og Guðfræðistofnun er nú unnið að nýrri þýðingu Biblíunnar á ís- lensku í tilefni af 1000 ára kristni í landinu árið 2000 og eru vonir bundnar við að það verk megi takast fyrir kristnitökuafmælið. Verkið hófst árið 1988 og á þetta að vera Bibl- ía 21. aldarinnar, en þess má geta að sú þýðing, sem við nú búum við, er frá síð- ustu aldamótum. „Við væntum þess að tungutak nýju Biblíunnar verði nær því máli sem við tölum í dag, en því máli sem við töluðum um síðustu aldamót. Jafnframt hafa þýðingaraðferðir breyst í þá veru að í stað þess að þýða frá orði til orðs, er nú lögð meiri áhersla á að ná merk- ingu setninganna. Nýja Biblían ætti því að verða auðskiljanlegri. Að sögn Sigurðar, er þetta stóra verkefni félagsins, en að auki gefi félagið árlega út Biblíulestr- arskrá, sem dreift er án endur- gjalds til félaga og annarra er þess óska. Skráin er hugsuð sem aðstoð við þá, sem lesa vilja Bibl- ►Sigurður Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1936. Upphaf- lega starfaði hann sem kenn- ari, þá sem skrifstofustjóri hjá Ríkisútgáfu námsbóka og svo námssljóri í kristnum fræðum hjá menntamálaráðuneytinu. Samtímis því las hann guðfræði og uppeldisfræði við HI og lauk guðfræðiprófi 1986. Um svipað leyti gerðist hann forstöðumað- ur námsefnissviðs Námsgagna- stofnunar og var þar þangað til haustið 1990 er hann tók við framkvæmdastjórn hjá Hinu is- lenska Biblíufélagi. Eiginkona hans er Jóhanna G. Möller söng- kona og eignuðust þau tvær dætur. íuna á kerfisbundinn hátt og er tilgreindur sérstakur kafli til lestrar fyrir hvem dag ársins. Fulltrúar frá Hinu íslenska Biblíu- félagi heimsækja söfnuði og félög til kynningar á Biblíunni og starfí félagsins ef þess er óskað. Félagið tekur þátt í starfí Sam- einuðu Biblíufélaganna á alþjóða- vettvangi og stuðlar þannig að þýðingarstarfi og útbreiðslu Bibl- íunnar. Biblían eða einstök rit hennar höfðu í árslok 1994 verið þýdd á 2.092 tungumál og hafði málunum ijölgað um 74 á tveimur árum. Nú um stundir er verið að vinna að 600 þýðingum á vegum samtakanna um heim allan. Margar þeirra eru fyrstu þýðingar á Biblíunni á viðkomandi tungu- mál og í mörgum tilvikum þurfa þýðendur jafnframt að búa til rit- mál'þar sem að Biblían er oft fyrsta bókin, sem kemur út á málinu. Samtökin, sem hafa höf- uðstöðvar í Bretlandi, ákváðu að beina athyglinni að Kína á síðasta ári, en fé var sent þang- að til að prenta tíu þús- und Biblíur. Fé var einnig lagt í bamabibl- íuútgáfu í Rússlandi og miklir fjármunir hafa farið til Austur-Evrópu eftir að kommúnisminn hrundi og linað var á tökunum. Gömul bibl- íufélög og kristnir menn hafa verið að koma úr felum og hefur þar verið mikið hungur eftir Bibl- íum. í ár hefur verið ákveðið að beina sjónum að Eþíópíu með meiri þunga en verið hefur. Þar er mikill skortur á Biblíum þrátt fyrir öflugt kristniboðsstarf. Jafn- framt er vert að geta þess að Haraldur Ólafsson, sem starfað hefur sem kristniboði I mörg ár en er nú búsettur í Noregi, vinnur að þýðingu Nýja testamentisins á borana-mál, en Boranar eru þjóð- flokkur í Suður-Eþíópíu. Sjónum verð- ur nú beint að Eþíópíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.