Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR Aðför að Námsfiokkum Reykjavíkur, fullorðinsfræðslu og Miðbæjarskólanum „Sjö - eða eitt- hvað svo- leiðis“ ÞEGAR við sem störfum við Námsflokka Reykjavíkur heyrðum fyrst að ætlunin væri að leggja Miðbæjarskólann, þar sem náms- flokkarnir eru til húsa, undir skrif- stofur hristum við höfuðið, brost- um góðlátlega og sögðum: Það getur ekki verið, það gera þær ekki, það er ekki hægt! Svo urðum við að rífa upp augun — þetta ólík- indamál er staðreynd. Það er raun- verulega fyrirhugað að safna sam- an hinum ýmsu skrifstofum um skólamál í borginni og setja þær í Miðbæjarskólann. Þá brá okkur í brún. Hvað yrði um hinn stóra nemendahóp námsflokkanna sem sækir þangað fræðslu, tómstunda- gaman og líkamlega þjálfun? Og hvað með Miðbæjarskólann sem verður 100 ára sem skólahúsnæði eftir aðeins tvö ár? Hugmyndin að þessum fárán- leika er runnin undan rifjum svo- kallaðrar verkefnisstjórnar sem borgarstjóri skipaði sl. sumar undir forystu Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa. Það sem verkefnis- stjórnin hefur hingað til sagt um málið sýnir í fyrsta lagi að meðlim- ir hennar þekkja ekkert til starfs Námsflokka Reykjavíkur og í öðru lagi skiptir 100 ára gamalt skóla- húsnæði þá engu máli. Sigrún Magnúsdóttir hamrar látlaust á því að þessi aldna skólabyggihg yrði verðugur rammi utan um skrifstof- ur um skólamál. Það má vel vera — ef svo vildi ekki til að húsnæðið er nú þegar verðugur rammi um enn mikilvægara verkefni — skóla- starf, þar sem hátt á annað þúsund nemendur á önn sækja fræðslu á mörgum sviðum. Þessi hópur er á vegum námsflokkanna, en hluti húsnæðisins er einnig notaður af öðrum skólum svo heildarfjöldi þeirra nemenda sem nota skólann er miklu hærri. Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir 1939 og hefur starfsemin aukist ár frá ári. Af því fjölbreytta námi sem þar er hægt að leggja stund á má t.d. nefna almenna flokka af ýmsu tagi, þar sem fólk stundar frístunda- nám sér til andlegrar og líkamlegrar upp- byggingar. Þar er einnig prófadeild bæði fyrir eldri bekki grunn- skóla og á framhalds- skólastigi. í náms- flokkunum læra út- lendingar íslensku. í námsflokkunum eru námskeið fyrir ófag- lærða í umönnunar- störfum í samvinnu við starfsmannafélagið Sókn. Þessi upptalning er þó langt frá því að vera fullnægjandi listi yfir það fjölþætta námsframboð sem fer fram á vegum Námsflokka Reykjavíkur. I tillögum svokallaðrar verk- efnisstjórnar hefur komið fram að það eigi alls ekki að skerða starf námsflokkanna — bara flytja það út í hverfin. Þeir sem láta slíkt út úr sér upplýsa það enn betur að þeir vita ekki hvað námsflokkarnir eru. Námsflokkarnir eru mennta- stofnun eins og hver annar skóli. Það er ekki hægt að leysa náms- flokkana upp í einhverjar tilbúnar frumeiningar og drita þeim út um alla borgina frekar en að tæta sundur hvern annan grunnskóla eða framhaldsskóla. Námsflokk- arnir eru vinnustaður nemenda og kennara. Þar ríkir samfélag — skólasamfélag sem á sér sennilega fáar, ef nokkrar, hliðstæður í ís- lensku skólakerfi. Sú hlýja nánd sem Guðrún Halldórsdóttir skóla- stjóri hefur skapað í námsflokkun- um ásamt sínum nánasta sam- starfsmanni, Þorbjörgu Jónsdóttur kennara og skrifstofustjóra, er ein- stök í stofnun á íslandi. Það væri gott ef svo vel væri að námsflokkunum búið að þeir gætu rekið útibú sem víðast um borgina. Slík útibú geta þó aldrei komið í stað þess starfs sem núna á sér stað í Mið- bæjarskólanum. Þess misskilnings virðist gæta hjá verkefnis- stjórninni að hver nem- andi námsflokkanna sé aðeins í einu fagi. Stór hópur nemenda sækir tíma í mörgum fögum — bæði í frístundanámi og prófadeild — og oft gerist það að nemandi byijar í tómstunda- námi og reynir sig í því áður en hann stígur skrefið til fulls og tekst á við nám í prófadeild. Hvernig á slíkt að vera mögulegt ef skólastarfið er í smábitum út um allan bæ? Enn er eitt ótalið sem gerir Námsflokka Reykjavíkur einstaka. Þörfin fyrir fullorðins- fræðslu fer sívaxandi. Jórunn Sörensen segir það skammsýni að borgaryfirvöld skerði starfsemi Náms- flokka Reykjavíkur. Það er hinn fjölbreytti nemendahóp- ur sem stundar þar nám. í náms- flokkunum stunda nám hópar og einstaklingar sem eru ólíkir bæði að menningarlegum og félagslegum uppruna, ólíkir að getu, þroska og aídri. í námsflokkunum hittast allir þessir einstaklingar, þeir ganga inn um sömu dyr, sitja saman í litlu nemendakaffistofunni og spjalla. í námsflokkunum eru menn á jafn- stöðugrunni. Sá sem ekki sér mikil- vægi þessa á ekki að koma nálægt Jórunn Sörensen skólamálum — eða borgarmálum yfirleitt. Námsflokkar Reykjavíkur eru ekki hús, en þeir þurfa hús. Náms- flokka Reykjavíkur er hægt að reka í hvaða stóru skólahúsnæði sem er — svo fremi að þar sé nóg af góðum kennslustofum fyrir bóknám, smíðastofa fyrir hinar ýmsu verk- legu greinar, eldhús fyrir mat- reiðslunám, leikfímisalur og sturtur fyrir upphitun, teygjur og inniþjálf- un í tengslum við skokkið. Miðbæj- arskólinn hefur allt þetta. Eftir aðeins tvö ár hefur verið skóli í þessu húsi í 100 ár. Stór hluti húss- ins er enn í upprunalegri mynd. Það yrði alvarlegt menningarsögulegt slys ef þessu húsi yrði breytt í skrif- stofur. Engin skrifstofa er sett upp nú án gífurlegs tölvu- og fjarskipta- búnaðar og annars er nauðsynlegt er talið fyrir nútíma skrifstofuhald. Þá hef ég ekki enn minnst á þann ómælda kostnað sem það hefði í för með sér að breyta húsnæði Miðbæj- arskólans í skrifstofur. Það er nóg af tómu skrifstofuhúsnæði í borg- inni. Þær stofnanir sem samkvæmt hugmyndum verkefnisstjórnarinnar eiga að fá inni í Miðbæjarskólanum eru nú þegar í ágætu húsnæði — mörgu hveiju nýuppgerðu. Já, það er til nóg af skrifstofuhúsnæði en það er bara til einn Miðbæjarskóli. Ef hann verður eyðilagður verður það ekki aftur tekið. Sem skólahúsnæði nýtist Mið- bæjarskólinn ekki lengur sem grunnskóli. Hverfið í kringum skól- ann er ekki lengur fullt af barn- mörgum fjölskyldum, en því betur nýtist hann til fullorðinsfræðslu. Þörfin fyrir fullorðinsfræðslu fer sívaxandi. Því er það ótrúleg skammsýni ef núverandi borgaryf- irvöld ætla sér — nú á ári símennt- unar í Evrópu — að skerða þá mikil- vægu fullorðinsfræðslu sem Náms- flokkar Reykjavíkur reka. Höfundur er kennari og nemandi í Námsflokkum Reykjavíkur. VEGNA framgöngu Seðlabanka- manna í vaxtaumræðu síðustu daga, er ástæða til að vekja sér- staka athygli á eftirfarandi úr grein Finns Sveinbjörnssonar í Morgun- blaðinu í gær: „í lokin er rétt að ítreka að vaxta- hækkanir banka og sparisjóða má annars vegar rekja til aðgerða Seðlabankans í peningamálum sem hafa miðað að því að hækka vexti á skammtímamarkaði í því skyni að draga úr gjaldeyrisútstreymi og slá á þenslueinkenni og hins vegar til tímabundinnar hækkunar verð- bólgu sem stafar af almennum launahækkunum um siðustu ára- mót. Vaxtahækkanir banka og sparisjóða eiga sér því eðlilegar efnahagslegar skýringar." Nú er það auðvitað vinsælt mál að halda því að fólki að hægt sé að lækka vexti og mannlegt kannski að pólitíkusar reyni að slá slíkar keilur, þótt þeim farist það misjafn- lega, sem engum árangri hafa náð í fjármálum og peningamálum hins opinbera, nema stóraukinni skulda- söfnun. En Steingrímur Hermannsson, bankastjóri Seðlabankans, á ekki lengur heima í'þeim hópij nema hann sé líka í atkvæðaleit? I viðtali við Bylgjuna spurði Helgi Már, fréttamaður, Steingrím hvaða með- alvexti hann teldi að verðtryggð lán ættu að bera. Og Seðlabankastjór- inn var ekki lengi að komast að vísindalegri niðurstöðu; „... ég teldi kannski í kringum sjö eða eitthvað svoleiðis gæti verið miklu eðli- legra“! (en 9%). Vafalaust á banka- málaráðherrann eftir að gera þessi orð gamla foringjans að sínum. Eins og fram hefur komið stend- ur til að leggja skatt á sparnað í bönkum, sem aðallega mun bitna á öldruðum. Sú skattlagning mun óhjákvæmilega leiða til samsvar- andi vaxtahækkunar. Og upplagt að kenna bönkum um, eins og fyrri daginn. Sverrir Hermannsson formaður St.Rv., hefur margítrekað að hún hafi ekki orðið vör við neina óánægju innan félagsins og viti ekki til þess að neitt sé að. En ýmislegt er að og margt þarf að bæta. Við þurfum að hverfa frá því að það séu örfáir stjórnarmenn sem taka ákvarðanir fyrir alla félagana yfir í það að ákvarðanir komi frá félögunum. Þannig gerum við félag- ið lýðræðislegra og fáum traustari undirstöður fyrir stefnu og fram- kvæmdir þess. Við þurfum að gera deildirnar virkari þannig að upplýs- ingastreymið virki bæði frá félög- unum til stjórnar og frá stjórn til félaganna. En til þess að ná fram breytingum þurfa stjórnarmenn og sérstaklega formaður að hafa frum- kvæði. Formaður félagsins verður að heimsækja félagana og trúnað- armennina á vinnustaðina til að skapa þau tengsl og þann trúnað sem þarf að vera á milli deildanna í félaginu og stjórnar. Þegar trúnað- armenn deilda koma saman til fund- ar þá eru þeir fulltrúar í fulltrúa- ráði sem er, ásamt stjórn, æðsta ákvörðunarvald félagsins milli aðal- funda. Ekki á að segja fulltrúum deildanna að eitt sé lagt til, eða annað sé ákveðið, forræðishyggj- unni verður að linna. Fulltrúarnir verða að fá tækifæri til að koma undirbúnir til funda og taka þátt í ákvörðunum á jafnréttisgrundvelli. Við þurfum að gera nefndirnar öflugri og sérstaklega þá nefnd sem sér um kjaramál. Þar þarf að vinna virkilega vel þann undirbúning sem til þarf og hafa allt til tímanlega fyrir næstu kjarasamninga. Það er eina leiðin til að auka tiltrú al- mennra félagsmanna en ekkert vinnst án þess. Það er umhugsunarvert að horfa fram á það að þær deildir sem hafa gengið úr okkar röðum hafa gert betri samninga en við. Við þurfum einnig að vera viðbúin og vera vak- andi yfír því að láta í okkur heyra ef ráðist er á einhveija félagsmenn, samanber eins og nú, þegar ráðist er á þá sem komnir eru á eftirlaun. Ég og stuðningsmenn mínir hafa ekki kosningaskrifstofu en heimili mitt stendur stuðningsmönnum mínum sem öðrum félagsmönnum opið á meðan á kosningaslagnum stendur. Höfundur er formannsefni upp- stillingarnefndar. LAUGAVEGI 20 • SÍIVII 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEGI 10 • VESTIVl • SÍMI 481-3373 LÆKJARGÓTU 30 HAFNARF. • S. 5655230 \^jpsérvaldir Valentinoréttir alla helgina! atseðill Grilluð Hámeri á salalbeði meö bindbcrjavínagrette Kálfasneið meö túnfisksósu „Al Tonno" Gufusoðin krceklingur t hvítvíni með estragonsmjöri Basilktj’dduð kjúklingabringa í dökkri sftrussósu með gratineraðri grcenmetis polenta Bláberjafs fpönnuköku með bláberjasósu Matur án drykkjar kr. 2,980.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.