Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GISLIAGUST GUNNLA UGSSON + Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í Hafn- arfirði, 3. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. febrúar. GÍSLI Ágúst Gunn- laugsson var í senn öðlingur og höfðingi. Ég held að engum. sem kynntist honum hafi dulist hvílíkur mann- kostamaður hann var. Hann var bráðgreindur, vel menntaður en umfram allt drengur góður. Hann var hógvær og alþýðlegur í fasi en þó bráðskemmtilegur á góðri stundu og hvers manns hugljúfi. Það er mikill harmur þegar slíkir menn eru hrifsaðir á brott í blóma lífsins. Leiðir okkar Gísla lágu snemma saman í gegnum íþróttirnar hjá FH Qg þá sérstaklega handboltann í yngri flokkunum. Síðar átti ég eftir að kynnast Gísla mun betur. Sér- staklega er mér minnistætt þegar ég tók hús á Gísla og ljölskyldu þegar þau bjuggu í Stokkhólmi. Gísli stundaði þá framhaldsnám í sagnfræði við Háskólann í Uppsöl- um en Uppsalir er vinabær Hafnar- fjarðar. Ég hafði þá nýlega tekið sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Gísla fannst því kjörið að taka mig með í dagsferð um Uppsali. Hann sýndi mér borgina og fræddi mig um sögu hennar og mannlíf. Hvar sem við komum kynnti hann mig sem fulltrúa Hafnarfjarðar í heim- sókn í vinabæ sinn en sjálfur væri hann þar sérlegur umboðsmaður minn í Uppsala borg. Þetta var ein- staklega skemmtileg ferð. Eftir að_ Gísli og fjölskylda fluttu aftur til íslands áttu leiðir okkar eftir að liggja meira saman. Sonur minn, Hörður, og sonur hans, Ás- geir, sem eru á svipuðu reki, urðu miklir og góðir félagar og vinir. Ekki var laust við að afar þeirra og nafnar, sem eru aldavinir, litu til vináttu drengjanna með stolti og gleði í hjarta. Gísli var jafnaðarmaður að upp- lagi. Eftir að hann kom frá Svíþjóð fór hann fljótiega að starfa fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var formaður skólanefndar á hinum mikla uppgangstíma í Hafnarfirði, kjörtímabilið 1990-94. Á því tíma- bili var lyft grettistaki í skólamálum í Hafnarfirði. Gárungarnir höfðu á orði að það væri byggður skóli á ári. Lét það nærri. Þessari uppbygg- ingu í skólamálum stýrði Gísli af dugnaði og festu enda gerði hann sér vel grein fyrir mikilvægi uppeld- is- og fræðslumála. Gísli var líka einstaklega lipur í mannlegum samskiptum, rökfastur og fylginn sér. Ávallt reyndist hann ' <góður félagi og vinur og gott að leita ráða hjá honum. Ég minnist þess ekki að upp hafi risið pólitísk- ar væringar vegna starfa Gísla fyr- ir Alþýðuflokkinn. Kalla Hafnfirð- ingar þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Jafr.aðarhugsjón Gísla má einnig sjá í fræðistörfum hans. Hann gerði sér far um að kynna sér, rannsaka og skrifa um kjör alþýðunnar hér á landi, en hún hefur lengst af ver- ið afskipt á spjöldum sögunnar. Gísli átti við erfiðan sjúkdóm að stríða sem nú hefur dregið hann til dauða. En þótt líkaminn hrörnaði var hugsun hans ávallt skýr. Dáðist maður oft að andlegri atorku Gísla löngu eftir að hinn líkamlegi þróttur hans fór þverrandi. Það er ekki ofsagt að hann hafi unnið fram í rauðan dauðann, þótt hann hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir sjúk- *vdómi sínum að lokum. Þótt Gísli sé allur mun minningin um einstaklega _ góðan dreng lifa. Ég og fjöl- skylda mín sendum fjölskyldu Gísla, Berg- lindi, Ásgeiri, Sigrúnu og Sæunni, foreldrum Gísla og systkinum, tengdaforeldrum hans og öðrum vandamönn- um okkar dýpstu sam- úðarkveðjur á sorgar- stund. Minningin um góðan dreng tendrar Ijós í huga okkar allra á stund söknuðar og trega. Það er svo margs að minn- ast og þakka. Tryggvi Harðarson. Það er gömul kenning að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Gísli Ágúst Gunnlaugsson var einn þeirra, því hann lést langt fyrir ald- ur fram, eftir harða orrustu við ólæknandi sjúkdóm. Þrátt fyrir að Gísli vissi fyrir nokkrum árum hvert stefndi tók hann örlögum sínum með mikilli karlmennsu og hélt ró sinni og vann öll sín verk af kost- gæfni til dauðadags. Fagmennska, dugnaður og vinnusemi einkenndu Gísla alia tíð og sem fræðimaður í grein sinni, sagnfræðinni, var hann einstakur. Eftir hann liggja svo mörg ritverk, bækur og greinar að með óíkindum þykir. Þrátt fyrir alla sína fötlun, sem var orðin mikil undir lokin, kenndi hann fulla kennslu við Háskóla íslands og skrifaði af krafti. Slíkt er einungis á færi afburðamanna. Gísli var einstakur persónuleiki, skarpgreindur og hafði alls staðar mikil áhrif hvar sem hann fór. Hann var einstaklega skemmtilegur og bjó yfir meiri gáfum, viljastyrk og mannkærleik en flestir aðrir. Sem félagi og vinur -var hann engum líkur. Ætíð er eitthvað á bjátaði var Gísli reiðubúinn að hjálpa og láta gott af sér leiða. Hann var hann hrókur alls fagnað- ar, jákvæður og fljótur að komast að kjarna málsins. Ræðumaður var hann snjall, hagyrtur mjög, og sá ætíð það skoplega í málum. Ekkert virtist honum óviðkom- andi, áhugamálin mörg og mismun- andi og alls staðar var hann vel heima. Mikið dálæti hafði hann á íþróttum og var Gísli mikill FH-ing- ur. Hann var keppnismaður í hand- bolta fram á fullorðinsár með FH og HK og knattspyrnu æfði hann og keppti með yngri flokkum FH. Alla tíð var áhugi hans mikill fyrir boltanum og fram á síðasta dag horfði hann á ensku knattspyrnuna og spurðist fyrir um það sem var að gerast hjá félaginu sínu, FH. Þó Gísli kæmist ekkert án hjóla- stólsins hin síðari ár var hann fasta- gestur á heimaleikjum FH. Við Gísli þekktumst frá bernsku, vorum í sama barna- og unglinga- skóla. Vinskapur okkar Gísla hófst þó fyrst fyrir alvöru er við bjuggum saman í Stokkhólmi, þar sem hann var við framhaldsnám og kennslu. Við vorum þarna nokkrir Hafnfirð- ingar, allt gamlir vinir og félagar. Þessi timi var stórkostlegur, áttum við saman einstakar stundir og var margt brallað. Við stofnuðum nokk- ur félög á þessiim árum, s.s. Knatt- spyrnufélagið ís United og Tipsför- eningen sem er félagsskapur sem enn lifir. Gísli var mikill gæfumaður í einkalífi. Konu sinni, Berglindi Ás- geirsdóttur, kynntist hann á menntaskólaárum. Voru þau alla tíð einstaklega samrýnd og eignuð- ust þrjú mannvænleg börn. Heimili þeirra stóð okkur ætíð opið og var gestrisni þeirra einstök. í veikindum Gísla studdi fjöl- skyldan hann einhuga og gerði hon- um kleift að_ vera heima þangað til yfir lauk. í þessari baráttu var Berglind sá klettur sem ekkert fékk haggað, þrátt fyrir stórt heimili og kreijandi vinnu. Foreldrar og tengdaforeldrar Gísla gerðu allt til að létta undir og má nefna að Gunnlaugur faðir hans var ætíð til staðar. Ásgeir sonur hans vann mikið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Framlag Ólaf- ar Garðarsdóttur, aðstoðarkennara Gísla, var mikið og óeigingjarnt. Elsku Berglind og börn, Guð styrki ykkur í sorginni og megi minningin um góðan dreng lifa. Þórir Jónsson. Vinur minn og samverkamaður, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, átti frumkvæði að fyrsta fundi okkar. Það mun hafa verið veturinn 1979-80 að hann boðaði mig niður í Útvarpshús til að spjalla við sig og Brodda Broddason um félagssögu í dagskrárþætti sem þeir félagar önnuðust í sameiningu. Eftir á hefur mér þótt þetta táknrænt fyrir Gísla Ágúst: þegar á unga aldri hóf hann að stefna mönnum saman til skrafs og ráðagerða um sameiginleg hugð- arefni í fræðunum. Sagnfræðinni - og þá einkum félagssögunni - átti hann eftir að helga líf sitt af ástríðu- fullum áhuga og elju. Ég var svo lánsamur að fá að vinna með honum að mörgum verkefnum á þessu sviði. Ljúfari samverkamann get ég ekki hugsað mér. Það var ekki nema vonlegt að menn löðuðust að Gísla Ágúst; því olli hrífandi persónuleiki hans, leik- andi létt lund og leiftrandi gáfur. Sama hver vettvangurinn var, á íslandi eða erlendis: Gísli var óðar orðinn miðdepill í neti samskipta þar sem hann blandaði saman gamni og alvöru með nánast list- rænum hætti. Þetta samskiptanet Gísla Ágústs þekkti engin landa- mæri; það teygði sig orðið um víðan völl austan hafs og vestan. Félagslyndi Gísla hélst í hendur við örlæti hans sem var einstakt. Ekkert var honum íjær skapi en að umgangast rannsóknarefni sín sem einkaeign. Honum var það ljúf nauðsyn að deila þeim með öðrum, fá aðra til þess að varpa á þau sínu ljósi - síns lands, síns sjónarhóls eða kenningar. Þannig iðkaði hann fræði sín: í stöðugri samræðu og samneyti við það samfélag sem hann átti sjálfur svo mikinn þátt í að efla. Gísli Ágúst var hafinn hátt yfir allan einræningshátt sem hefur stundum viljað loða við fræðaiðkan- ir á Islandi. Gísli Ágúst var fádæma frjór og afkastamikill fræðimaður. Á ferli sínum lagði hann undir plóginn hvetja spilduna á fætur annarri á víðu akurlendi félagssögunnar, allt frá fátækraframfærslu gegnum ijölskyldu- og byggðasögu til fé- lagslegra frávika, stöðu barna, kvenna og aldraðra. í miðdepli var saga ijölskyldunnar - þessa tengi- liðar milli æviferla einstaklinga og samfélagsgerðar. Á ýmsum þessara sviða var Gísli Ágúst sannkallaður brautryðjandi í íslenskri sagnfræði. Fyrir brátt sex árum, þegar við vorum saman á ráðstefnu í Belgíu, tjáði vinur minn mér að hann gengi ekki heill til skógar. Mig óraði þá ekki fyrir því að hann ætti svo skamma ævi ólifaða sem raun ber nú vitni. En í stað þess að hægja á sér sneri Gísli Ágúst vörn í sókn; hann jók enn afköst sín og fræðileg umsvif, skipulagði samstarfsverk- efni, lagði fram hvetja skýrsluna á fætur annarri á rannsóknarmótum og fékk þær síðan birtar í virtum tímaritum. Þegar líkamskraftar hans tóku að þverra að marki^ var hann svo gæfusamur að fá Ólöfu Garðarsdóttur sagnfræðing fyrir aðstoðar- og samstarfsmann. Auk hans nánustu gerði hún Gísla kleift að halda sínu striki. Á þessum síðustu sex árum unn- um við Gísli náið saman í fræðunum og inn í þá samvinnu kom svo Ólöf þegar á leið. Samleið áttum við þtjú síðastliðið haust á heimsþing sagnfræðinga í Montreal. Ég mun ætíð dást að því andlega þreki sem Gísli sýndi, jafn líkamlega vanheill og hann var þá orðinn, með því að sækja þetta þing. Með þrautseigju sinni og óslökkvandi áhuga fékk hann mann til að trúa því að hann ætti enn starfsöm ár í vændum. Nokkrum rannsóknarverkefnum var ólokið og önnur ný voru á ptjón- unum. M.a. vorum við Gísli nýbúnir að skipuleggja viðamikið rannsókn- arverkefni sem við ætluðum að sinna á næstu misserum. Dánar- fregnin kom eins og reiðarslag Með Gísla Ágúst er genginn ein- stakur mannkostamaður. Samfélag sagnfræðinga hefur misst einn af sínum bestu liðsmönnum. Með verk- um sínum hefur hann skilið eftir arf sem ég er fullviss að margir munu á ókomnum árum leggja rækt við og ávaxta, hver með sínum hætti. Við Hanna Kristín vottum Berg- lind, börnum og ættingjum dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lýsa þeim fram á veg. Loftur Guttormsson. Kveðja frá Sagnfræðistofnun Gísli Ágúst Gunnlaugsson, dós- ent í sagnfræði, er látinn langt um aldur fram. Gísli Ágúst var óvenju víðmennt- aður sagnfræðingur. Eftir stúdents- próf hélt hann til Englands til náms við háskólann í East Anglia, þar sem hann lagði stund á sagnfræði sem aðalgrein og bókmenntafræði sem aukagrein. Þaðan lauk hann BA-Honours-prófi árið 1976 og kom þá heim til íslands til að full- nema sig í íslandssögu. Árið 1979 lauk hann kandídatsprófi í sagn- fræði við Háskóla íslands með glæsilegum árangri. Síðar flutti hann til Svíþjóðar með Berglindi konu sinni, sem skipuð hafði verið sendiráðunautur við íslenska sendi- ráðið í Stokkhólmi. í Svíþjóð hóf hann doktorsnám við Uppsalahá- skóla árið 1984 og varði þar ritgerð sína 1988. Þessi fjölbreytta mennt- un hans á Englandi, á íslandi og í Svíþjóð hefur eflaust stuðlað að því hve mikla áherslu Gísli Ágúst lagði á það að bera saman íslenskar og erlendar sagnfræðirannsóknir. Slík vinnubrögð eru oft ftjó og geta vakið nýjar rannsóknarspurningar. Gísli Ágúst var snemma áhlaupa- maður til verka. Hann var aðeins 25 ára að aldri þegar fyrsta fræði- lega ritgerðin hans birtist í Sögu og tæplega þrítugur þegar fyrsta frumsamda fræðirit hans, Ómagar og utangarðsfólk, kom út, en það var brautryðjandaverk um fátækra- mál Reykjavíkur á tímabilinu 1786- 1807. Sama ár birtist fyrsta grein hans af mörgum á alþjóðavettvangi í Scandmavian Journal of History. Gísli Ágúst var ótrúlega afkasta- mikill fræðimaður. Rannsóknarfer- ill hans var ekki langur mældur í árum en ritaskrá hans spannar átta þéttskrifaðar síður. Þar er að finna sex frumsamdar bækur, yfir fjöru- tíu fræðilegar greinar og bókar- kafla ásamt fjölda ritdóma sem birt- ust aðallega í tímaritinu Sögu og Morgunblaðinu. Var hann snemma mjög virkur í innlendum og erlend- um rannsóknarverkefnum og lagði grunn að mörgum þeirra. Má þar nefna norræna verkefnið um fjöl- skyldu og heimili í sjávarbyggðum, sem var nú á lokastigi. Gísli Ágúst hafði áhuga á flestum sviðum sagnfræðinnar. Hann skildi eftir sig ritverk í atvinnu- og hag- sögu, á sviði fólksfjölda- og byggða- þróunar, stjórnmálasögu, sögu milliríkjasamskipta og síðast en ekki síst félagssögu. Gísli Ágúst einskorðaði sig ekki við þröngt tímabil því rannsóknir hans spönn- uðu þrjár aldir, frá 18. öld fram á þá tuttugustu. Hann rannsakaði fólksflótta úr Vestur-Skaftafells- sýslu í kjölfar Skaftárelda og við- brögð danskra stjórnvalda við þeim á 18. öld, hann kafaði djúpt í fá- tækraframfærslu og stjórn fá- tækramála á 18. og 19. öld, rann- sakaði fiskveiðideilur Islendinga og Breta undir Iok nítjándu aldar og skrifaði greinar um Keflavíkurstöð- ina og nasismann á 20. öld, svo fáein dæmi séu nefnd um fjölbreytt val hans á viðfangsefnum. Aðalrannsóknarsvið hans var þó félagssaga íslands á 19. og 20 öld. Doktorsritgerð Gísla, Family and Household in Iceland 1801-1930^ var frumlegt brautryðjandaverk. I henni tengdi Gísli Ágúst saman á nýstárlegan hátt fólksfjöldaþróun, félagsmálalöggjöf og fjölskyldu- gerð, eins og einn fræðimaður komst að orði. Þessi merka ritgerð kom út á ensku árið 1988 og vakti verðskuldaða athygli víða um heim. Ritgerðin var ekki eingöngu rit- dæmd í öllum helstu sagnfræði- tímaritum á Norðurlöndum, heldur einnig í Journal of Social History og The American Historical Review, tímaritum sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og ritdæma ein- göngu úrval sagnfræðirita. Gísli Ágúst var framúrskarandi sagnfræðingur. Hann var frumleg- ur rannsakandi, mjög vel að sér um erlendar rannsóknir á fræðasviði sínu. Hann fylgdist vel með fræði- nýjungum og notaði nýstárlegar greiningaraðferðir í rannsóknum sínum með farsælum árangri. Markmið hans var ávallt að setja niðurstöður rannsókna sinna í sam- hengi við rannsóknarniðurstöður erlendra sagnfræðinga. Ritverk hans voru byggð á traustri, ræki- legri og fjölbreyttri heimildaöflun. Þar að auki áttu skrif hans það sammerkt að veya mjög læsileg. Áhugi Gísla Ágústs beindist oft að þeim sem minna máttu sín í þjóð- félaginu: ómögum, utangarðsfólki, þurfamönnum, ekkjum og fóstur- börnum fyrr á öldum. Um lífskjör þessara þjóðfélagshópa skrifaði Gísli Ágúst fjölda greina sem birt- ust í virtustu fræðiritum félags- sagnfræðinnar, m.a. Continuity and Change, Journal of Social History, Journal of Family History eða sem bókarkaflar í ritum útgefnum af virtum, erlendum forlögum. Hann var orðinn vel þekktur á sviði fé- lagssögunnar og frægustu sagn- fræðingar á því sviði, t.d. Arthur Imhof og Peter Laslett, voru vinir hans. Hann hefur að öllum líkindum átt meira samstarf við erlenda sagnfræðinga en aðrir íslendingar. Gísli Ágúst hélt á fjórða tug fyrir- lestra, bæði hér heima og erlendis, á ráðstefnum svo og í virtum há- skólum í Bandaríkjunum og á Bret- landseyjum, m.a. í Cambridge, og í Svíþjóð var hann almennt vel þekktur meðal sagnfræðinga. Þótt ævi hans yrði ekki löng tók hann þátt í öllum þeim félagsstörf- um sem tengjast sagnfræðinni. Hann var m.a. formaður Sagnfræð- ingafélagsins 1979-1981, sat mörg ár í stjórn Sögufélags og á tímabil- inu 1990-1994 var hann ritstjóri Sögu ásamt Sigurði Ragnarssyni. Hann var forstöðumaður Sagn- fræðistofnunar á ánmum 1992- 1993 og átti sæti í Landsnefnd ís- lenskra sagnfræðinga. Gísli Ágúst gegndi einnig ýmsum trúnaðar- störfum á vegum háskólaráðs, síð- ast í hinni mikilvægu fjármála- nefnd. Hann sat í dómnefndum og var andmælandi við doktorsvörn erlendis. Árið 1991 mun Gísli Ágúst hafa greinst með sjúkdóminn MND. Ekki getur það hafa verið auðvelt fyrir mann í blóma lífsins að fá vitneskju um að vera haldinn alvarlegum sjúk- dómi. En Gísli Ágúst, þessi annálaði dugnaðarforkur, lét ekki deigan síga. Þvert á móti hafði þetta þau áhrif að andleg orka hans efldist stöðugt og afköstin jukust. Naut hann þar ómetanlegrar aðstoðar Ólafar Garðarsdóttur sagnfræðings sem af einstakri alúð og dugnaði aðstoðaði hann við rannsóknir og kennslu og gerði honum kleift að stunda vinnu sína til hinsta dags. Faðir hans, Gunnlaugur, veitti hon- um einnig ómetanlega aðstoð í veik- indunum enda orðinn mikill vinur okkar sem í Árnagarði starfa. í raun fá engin orð lýst hugrekki Gísla Ágústs og hetjuskap síðustu árin. Aldrei sást hann öðruvísi en með bros á vör, jákvæður, áhugasamur um hag annarra og þrátt fyrir sín grimmu örlög átti hann auðvelt með að samgleðjast öðrum. Gísli Ágúst var mikil félagsvera. Hann var ljúfmenni, skemmtilegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.