Morgunblaðið - 16.02.1996, Side 35

Morgunblaðið - 16.02.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 35 MINNINGAR LARA GUÐBJORG KRISTJÁNSDÓTTIR + Lára Guðbjörg Kristjánsdóttir, Mávcikletti 12, Borgarnesi, fædd- ist að Gerðubergi í Eyjahreppi 13. september 1915. Hún lést 5. febrúar síðastliðinn í sjúkrahúsinu á Akranesi. Foreldr- ar hennar voru iijónin Kristján Lárusson, bóndi, Miklaholtsseli, Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, fæddur 10. janúar 1879, dáinn 18. febrúar 1955, og kona hans, Þóra Björnsdóttir, fædd 12. september 1888, dáin 2. janúar 1968, og áttu þau sjö börn og eina uppeldisdóttur, Jóhönnu Emilsdóttur, og var Lára fjórða í röðinni. Hin eru Jóhanna Ingveldur, fædd 27. nóvember 1908, dáin í september 1919; Alexander, fæddur 11. september 1910, d. 31. janúar 1949; Inga Sig- ríður, fædd 30. júní 1919, Björn Kristján, fæddur 27. október 1923, Halldóra, fædd 23. maí 1929, dáin 2. desember 1990. Lára giftist 1. ágúst 1943 eftirlifandi manni sínum, Þór- arni Sigurvin Steingrímssyni, f. 25. september 1909. Foreldr- ar hans voru Steingrímur Andrésson, f. 7. september 1874, dáinn 7. júlí 1916, og kona hans, Sigurborg Þórar- Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, siðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Kæra systir og mágkona. Okkur hjónin langar til að minn- ast þín fyrir ánægjulegar stundir sem þú veittir okkur. Þá voru rif- jaðar upp margar endurminningar allt frá bernskuárunum. Fljótlega koma upp í hugann búskaparár að Hólslandi í Eyja- hreppi 1944, þar sem þið bjugguð fyrst. Stutt var á milli bæja að Seli, þar sem foreldrar og systkini áttu heima, systir þín minnist barnsburðar fyrsta barns ykkar, sem kom í heiminn heima hjá for- eldrum þínum, síðan var farið með barnið heim að Hólslandi með lýs- andi kertaljósi. Mér, mági þínum, borgarbami og fleirum er þetta mjög í minni. Giftingardagur ykkar þegar séra Þorsteinn Lúter Jónsson gaf ykkur saman og skírði son ykkar, Kristján, og barn Þuríðar Briem, Kristin Guðmundsson. Þetta var heilladagur í lífi ykkar, sem entist ykkur Tóta ævilangt og aldrei bar skugga á. Þórarinn var mikill og góður smiður, sem var oft að heiman, þá sýndi Lára dugnað sinn við að ala upp börnin ykkar þegar bóndi hennar var við byggingafram- kvæmdir víða í héraðinu. Þau hjónin fluttu árið 1955 að Gljúfurá í Borgarfirði, sem var í eigu Fossbergs, þar var gott að koma til þeirra, en áður. var Gljúf- urá í eigu föður Þórarins og þótti insdóttir, f. 12. des- ember 1868, dáin 25. apríl 1936. Barnabörn þeirra eru átján. Börn Láru og Þórarins eru: Steingrímur, f. 1. ágúst 1939. Fyrri kona hans var Ingi- björg Óskarsdóttir, f. 21. febrúar 1946, og eiga þau fimm börn, síðari kona hans er Fríða Magnúsdóttir, f. 28. september 1941. Kristján, fæddur 22. mai 1943, kona hans er Hrafnhildur Est- er Guðjónsdóttir, f. 16. júní 1948, og eiga þau fjögur börn. Sigurborg, fædd 28. júní 1945, og á hún einn son með Jóhann- esi Jóhannessyni. Þóra, fædd 20. marz 1948, maður hennar Friðjón Gíslason, f. 24. marz 1928, og eiga þau tvö börn, en fyrir átti Þóra tvö börn. Jó- hannes, f. 20. marz 1948, kona hans Veronika Kristín Guð- bjartsdóttir, fædd 11. desem- ber 1957, og eiga þau tvö börn. Jóhanna, fædd 30. ágúst 1949, maður hennar Jón Kristmund- ur Halldórsson, fæddur 24. júlí 1948, og eiga þau þrjú börn. Kolfinna, fædd 28. janúar 1951, maður hennar Þorsteinn Sigursteinsson, f. 18. septem- ber 1950, og eiga þau fimm böni. Útför Láru fór fram frá Borgarneskirkju 13. febrúar. honum sem hann væri að flytja aftur heim. Þar bjuggu þau í mörg ár með stóran barnahóp. Eitt árið komum við hjónin til þeirra á vörubíl og þótti þeim báðum að bíllinn gæti komið sér vel að eignast hann til flutninga fyrir búið og varð það úr, við hjónin fórum heim með rútu. Þau hjónin höfðu áhuga á að byggja sér hús á jörðinni Gljúfurá, vegna þess að gamla húsið var að niðurlotum komið. Voru þau komin af stað með grunninn, en því mið- ur gekk það dæmi ekki upp við eigendur Gljúfurár. Að Langárfossi flytjast þau árið 1964, þar byggði Þórarinn upp hlöðu og fjós og undu þau hag sínum þar vel en brugðu búi árið 1976 og fluttu til Borgamess þar sem þau leigðu húsnæði um tíma, en ekki leið langur tími þar til þau fengu lóð á Mávakletti 12 og byij- að var að hefjast handa við bygg- ingu íbúðarhúss og bflskúrs af sama áhuga og fýrr. Mikið var gaman að ganga með Lára út í garðinn þeirra og hlusta á, þegar hún talaði við blómin sín, eins og gerðist í sveitinni forðum, þar sem hún talaði við dýrin sín. Hún átti svo mikinn hlýleik og nærgætni við náungann sem hún sýndi okkur í verki, eins og mörg böm, sem dvöldu hjá þeim á sumrin, geta borið vitni um. Erfiðleikar hafa sótt þau heim vegna heilsubrests og báru þau hann vel. Dóttir þeirra, Sigurborg, hefur hugsað um þau af kærleik og dugnaði og öll þeirra börn stutt þau í hvívetna. Lára dvaldi í sjúkrahúsi síðustu daga lífsins, þar sem bóndi hennar og börn önnuðust hana. Kæri Þórarinn og böm. Við vitum að söknuður ykkar er sár við fráfall konu þinnar, en minningin um góða konu og móður mun lifa í hjörtum ykkar. Við biðjum Guð að blessa þig, börn þín og tengdabörn, barnaböm og bamabarnabörn. Nú er hún laus við þrautir og biðjum við henni Guðs blessunar. Við sendum Þórami, börnum þeirra, tengdabörnum, bamabörn- um og öðrum skyldmennum samúðarkveðjur. Það er vissa okk- ar að hún Lára Guðbjörg er á góð- um stað, þar sem henni mun líða vel. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allt sem þú gafst okkur í lífi þínu. Einnig kveður Björn bróðir þig og einnig okkar börn og þeirra fjöl skyldur. Far þú í friði og Guð geymi þig. Inga og Guðmundur, börn þeirra og fjölskyldur. ALDARMINNING + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug víð andlát og útför sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BERGS HJARTARSONAR, Álfaskeiði 94, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fá séra Kristján Einar Þorvarðarson og hesta- mannafélagið Sörli. Rannveig Wormsdóttir, Hrafnhildur Bergsdóttir, Þröstur Júlíusson, Sveinbjörg Bergsdóttir, Egill Strange, Halldóra Bergsdóttir, Hafsteinn Sævarsson, barnabörn og systkini hins látna. Í Innilegar þakkir fyrir auðsýnd samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, AUÐAR KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Höfðagrund 8, Akranesi. Fyrir hönd annarra vandamanna, Þorbergur Guðjónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vcra vcl frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprcntuninni. Auðveldust cr móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- akrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns, KRISTJÁNS ODDSSONAR, Víðivöllum 2, Selfossi. Sérstakar þakkir vil ég færa flugklúbb- um Vestmannaeyja og Selfoss. UNA PÉTURSDÓTTIR + Una Péturs- dóttir fæddist á Sauðanesi í Ásum í A-Húnavatnssýslu 16. febrúar og hefði því átt aldar- afmæli í dag ef hún hefði lifað. Hún lést í Reykjavík 23. maí 1993. Móðir hennar var Sigurlaug Jó- sefína Jósepsdóttir gullsmiðs á Akur- eyri, síðar bónda í Hamragerði í Skagafirði og víð- ar. Hann var sonur Gríms prests á Munkaþverá og Barði í Fljótum, Grímssonar græðara á Espihóli í Eyjafirði og konu hans Ingibjargar Þor- valdsdóttur, Gissurarsonar í Skjaldarvík við Eyjafjörð. Fað- ir Unu var Pétur Guðjónsson, Einarssonar bónda í Kárdals- tungu í Vatnsdal, Einarssonar í Háhamri i Eyjafirði og konu hans Guðríðar Jónsdóttur. Una var eina barn þeirra hjóna. Una ólst upp á Sauðárkróki. Hún átti tvo hálf- bræður, Kristján Benediktsson tré- smíðameistara, f. 16. nóvember 1885, og Valdimar Pét- ursson bakara- meistara, f. 10. ág- úst 1911. Þeir eru báðir látnir. Fyrri maður Unu var Benedikt Sveinsson, f. 15. september 1885, og eignuðust þau þrjár dætur, Huldu Ingi- björgu, f. 6. septem- ber 1916, Elínu Olgu, f. 16. nóvember 1918, og Unní Rögnu, f. 7. október 1922. Fyr- ir átti Benedikt einn son, Svav- ar klæðskera, tónskáld og hljómlistarmann, f. 20. maí 1912, d. 3. ágúst 1977. Seinni maður Unu var Ingþór Sigurbjörnsson málarameist- ari, f. 5. júní 1909, d. 27. apríl 1992. Sonur þeirra var Sigur- björn hljómlistarmaður, f. 17. júlí 1934, d. 6. júlí 1986. Mýktu sjúka og sára und svo ég ylinn finni. Gef þú mér nú góðan blund, guð, af miskunn þinni. (Ingþór Sigurbjömsson.) Elsku mamma. Þegar ég hugsa til þín þá finnst mér svo stutt síðan ég talaði við þig og við fórum með vísurnar eftir Ingþór. Þá varst þú 97 ára og nú tæpum þremur áram seinna hefðir þú orðið 100 ára. Þegar ég lít til baka yfir þau 70 ár sem við áttum saman þá hlýnar mér um hjartarætur. Við vorum miklar vinkonur og gerðum svo margt saman. Spiluðum á spil, sung- um falleg lög sem þú kenndir mér í æsku og alla tónlistina eftir bræð- ur mína sem við hlustuðum mikið á. Við þökkum þér, elsku mamma, umhyggju og kærleik þinn. Biðjum þann gott allt sem gefur greiða þann reikninginn. (I.S.) Það era forréttindi að alast upp á Sauðárkróki í huganum og vita um allt þetta góða fólk og mikla söngfólk sem söng í kirkjunni á Sauðárkróki fyrir 80 árum með móður minni. í minningunni frá barnsaldri er fallega útsýnið yfir fjörðinn: Drangey, Málmey, Þórðarhöfði og heyra sungið Skín við sólu Skaga- fjörður. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjömunni bli > Það hjarta sem þú átt en sem er svo langt þér frá. Þar mætat okkar augu þó ei oftar sjáumst hér ó, Guð minn ávallt gæti þín. Ég gleymi aldrei þér. (Qestur ) Hvíl í guðs friði. Þín dóttir, Unnur Ragna. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður, fósturmóður og ömmu okkar, AUÐAR H. ÍSFELD, Hrafnistu, Hafnarfirði. Haukur ísfeld, Kristin G. ísfeld, Auður Björnsdóttir, Eva Aasted, Lárus fsfeld, Jón Haukur ísfeld, Guðmundur Fjalar ísfeld. Rósanna Hjartardóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför hjónanna GUÐLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR og MARTEINS L. HELGASONAR, Austurgötu 21, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja og hjúkrun- arheimilisins í Víðihlíð, Grindavík. Einnig viljum við þakka séra Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, sóknarpresti í Grindavik, fyrir mikla hjálp og alúð. Kristín Guðmundsdóttir, Sigurgeir Líkafrónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.