Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/María Björk Gunnarsdóttir KRISTÍN Erla 11 ára var arabi, Fríða Björk 11 ára var hesta- kona og Guðrún 11 ára var nom. Þær eru allar í Hofstaðaskóla. TRÚÐARNIR heita Stella 5 ára, Grænuborg, Vilfríður 8 ára, ísasskóla og Sara 7 ára, Æfingaskóla Kennaraháskólans. GUÐRÚN 11 ára, Hvassaleitisskóla var randafluga, Saga Dögg 3 ára, leikskólanum Austurborg var trúður og Helga 12 ára, Hvassaleitisskóla var skvísa. Krakkar í furðu- fötum í TILEFNI öskudagsins brugðu þær María Björk Gunnarsdóttir og Anna Sig- ríður Bragadóttir, sér í hlut- verk blaðamanns og ljós- myndara og fóru fyrir blað- ið í Kringluna. Þær eru nemendur í 10. bekk Lauga- landsskóla í Holtum í Rang- árvallasýslu og voru í gær í starfskynningu á Morgun- blaðinu, Fjöldi krakka I öskudags- búningingum hafði flykkst þangað úr óveðrinu og víða var hátíðarhöldum frestað eða þau flutt inn. í Kringl- unni var mikið af alls konar furðuverum t.d. risaeðlum, beinagrindum, álfadrottn- ingum og líka eitthvað af trúðum, skvísum, bófum, læknum og froskum sem skemmtu afgreiðslufólki með söng. ALDA 7 ára var Lína langsokkur og Melkorka 7 ára var kínversk prinsessa. Þær eru báðar í Landakotsskóla. Sprengja úr flugeldum í Leifsstöð SPRENGJA fannst á salerni í biðsal í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kvaddir til en sprengjan reyndist heimagerð og hráefnið var úr flugeldum. Ræstingamaður í Leifsstöð fann sprengjuna í rusla- dalli inni á salerni um kl. 9 í gærmorgun. Að sögn Óskars Þórmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavík- urflugvelli, var sprengjan gerð úr fimm púðurhólkum úr flugeldum. Hólkarnir höfðu verið festir saman með einangrunarlímbandi. Kveikiþráður stóð upp úr hólkunum. Kom ekki fram á vopnaleitartækjum Óskar sagði að sprengjan hefði getað valdið tölu- verðum usla í flugstöðinni hefði hún sprungið. Sþrengj- usérfræðingar skoðuðu sprengjuna í gegnumlýsingar- tæki áður en þeir opnuðu hana. Sprengjan kom ekki fram á vopnaleitartækjum því enginn málmur er í henni. Lögreglan telur að sprengjan hefði getað vald- ið töluverðri hættu hefði hún sprungið um borð í flug- vél. „Sprengjunni hefur verið komið fyrir þama í morg- un því dallarnir eru tæmdir á hverju kvöldi. Land- helgisgæslan kannast við handbragðið á þessu og segir að þetta sé íslensk heimasmíði," sag'ði Óskar í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/Þorkell. ÓSKAR Þórmundsson yfirlögregluþjónn með sprengjuna sem fannst í Leifsstöð og hefði get- að valdið töluverðu tjóni. Rekstur Yíkinga- lottós hugsan- lega skattlagður TIL þess getur komið að rekstur Víkingalottós verði skattlagður hér á landi, að sögn Friðriks Sophusson- ar fjármálaráðherra. Friðrik sagði á Alþingi í gær, að hann hefði á sínum tíma rætt við þá sem stæðu að Víkingalottóinu og þeim væri Ijóst, að það gæti brugðið til þess hvenær sem væri, að skattur yrði tekinn af því. Engar ákvarðanir hefðu þó verið teknar í því sambandi. Friðrik sagði einnig, að það hlyti að reka að því að íslensk stjórnvöld yrðu að gera það upp við sig hvort hér á landi yrði komið upp spilavít- um til að örva ferðamannaiðnaðinn. Almenningsheill Margrét Frimannsdóttir þing- maður Alþýðubandalags spurði Friðrik Sophusson um þær reglur, sem giltu um skattlagningu happ- drætta hér á landi, m.a. í ljósi þess að vinningar í Víkingalottói eru skattlagðir að hluta á öðrum Norð- urlöndum en ekki hér á landi. Friðrik sagði að þeir aðilar sem verðu hagnaði sínum einungis til almenningsheilla væru undanþegnir skattskyldu. Rekstur happdrætta, sem ekki uppfylltu þetta ákvæði, væri að fullu skattlagður. Friðrik sagði að svipaðar reglur giltu á Norðurlöndunum. Friðrik sagði að hér á landi væri rekstur Lottós og Víkingalottós ekki skattskyldur þar sem hagnaði væri varið til almenningsheilla, en rekstraraðilinn er íslensk getspá, sem er í eigu Öryrkjabandalagsins og íþróttahreyfingarinnar. Þá væru vinningar undanþegnir skattskyldu hér á landi, samkvæmt lögum um talnagetraunir. Á hinum Norðurlöndunum væru fyrirtæki í ríkiseign rekstraraðili Víkingalottósins. í Noregi væri ekki greiddur skattur af sölu og vinning- um, í Svíþjóð væri 35% skattur af hagnaði en enginn á vinningum, í Danmörku er 15% skattur af öllum vinningum en enginn skattur af rekstrinum og í Finnlandi væru vinningar skattfrjálsir en enginn skattur af sölu, i [ i i \ \ i I í i I I 1 I I l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.