Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kvikmyndahátíð Sambíóanna Bréfberinn og fleiri gullmolar Gullmolar er heitið á fyrstu kvikmyndahátíð Sambíóanna sem hefst nú á fímmtudafflnn. Bjöm Ingi Hrafnsson kynnir myndimar á hátíðinni, sem vakið hafí athygli víða um heim, þeirra mest ítalska kvikmyndin II Postino, eða Bréfberinn, sem tilnefnd var á dögunum til fímm Oskarsverðlauna. GULLMOLAR er heitið á fyrstu kvikmyndahátíð Sambíóanna sem hefst í dag, fímmtudag. Á há- tíðinni verða sýndar margar nýjar og nýlegar myndir, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa vakið at- hygli og umtal þar sem þær hafa verið sýndar. Þetta eru myndir frá ólíkum löndum, gerðar af fólki af ólíkum uppruna og á mismunandi forsendum, en allar eiga þær það eitt sameiginlegt að vera á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmynda- listarinnar; máli sem allir skilja og hafa fallið fyrir í heila öld hvar sem þeir hafa verið í sveit settir. Alls verða tíu kvikmyndir teknar til sýninga á hátíðinni og eru þær frá sex þjóðlöndum; Englandi, Skot- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu Bandaríkjunum og á þremur tungu- málum. Bréfberi og heimsmaður Bréfberinn, opnunarmynd hátíð- arinnar, er ein umtalaðasta kvik- mynd Evrópu á seinni árum. Hún hefur vakið gríðarlega hrifningu þar sem hún hefur verið tekin til sýn- inga og hafa gagnrýnendur keppst um að lofa þessa ljúfu og mannlegu gamanmynd. Bréfberinn segir af hinu stórkost- lega ljóðskáldi og Nóbelsverðlauna- hafa, Pablo Neruda, sem hverfur í útlegð frá heimalandinu Chile árið 1951 í kjölfar pólítískra ofsókna. ítölsk stjómvöld veita skáldinu hæli og sest hann að í smábæ einum undan ströndum Napolí. Þar iðkar hann list sína, á milli þess sem hann fer yfír gríðarlegan ljölda aðsendra bréfa hvaðanæva úr heiminum. Bréfafjöldi þessi er póstyfirvöld- um mikið áhyggjuefni, enda þau allsendis óvön svona örtröð í smábæ þar sem læsi er nánast óþekkt fyrir- bæri, og til bragðs er tekið að ráða fískimanninn Mario Ruoppolo í tíma- bundna stöðu bréfbera, með aðalá- herslu á ljóðskáldið og pennavini hans. Þar sem bréfberinn verður fljótt fastagestur á heimili skáldsins tekst á með þeim kunningsskapur og sam- band þeirra tekur á sig mynd læri- meistarans og nemans. Leikstjóri myndarinnar er Eng- lendingurinn Michael Radford. Hann er viðurkenndur leikstjóri í heima- landi sínu en utan þess er hann kannski þekktastur fyrir myndimar 1984 og White Michief. Bréfberinn hefur lengi verið á verkefnalista Radfords en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem honum tókst að koma hugmyndinni í framkvæmd. Italski leikarinn Massimo Troisi fer með hlutverk bréfberans og þyk- ir túlka það af mikilli næmni. Hanri fær þó ekki að njóta viðurkenningar- innar fyrir þennan leiksigur sinn, því aðeins einum degi eftir að tökum lauk varð Troisi bráðkvaddur. Sá sem leikur ljóðskáldið Pablo Nerada er hins vegar betur þekktur; Frakk- inn Philippe Noiret hefur leikið í mörgum frábæram kvikmyndum á sinni tíð. Vesalingar í breyttri mynd En það era fleiri stórvirki sem á hátíðinni standa okkur íslendingum til boða. Vesalingamir, eftir franska rithöfundinn Victor Hugo, er eitt- hvert þekktasta verk bókmennt- anna og hafa ótal útgáfur verið gerðar af sögunni, bæði í formi leik- verka og kvikmynda. En nú kemur franski leikstjórinn og Óskarsverð- launahafinn, Claude Lelouch, með útgáfu gjörólíka öllum öðrum og niðurstaðan er kvikmynd sem farið hefur sigurför um heiminn og m.a. hlaut hún hin eftirsóttu Golden Globe verðlaun sem besta erlenda kvikmynd ársins 1995. Lelouch teflir í þessari útgáfu fram leikaranum franska Jean-Paul Belmondo og fer hann með hlutverk einfeldingsins Henri Fortin, sem á stuttu skeiði gengur í gegnum mannraunir og gífurlegar hetjudáð- ir er hann tekur á sig óvænt ferða- lag. Eins og gengur gerist hann sekur um misjafnt athæfi og í bar- áttunni á milli góðs og ills endur- speglast átökin sem sögupersónan Jean Valjean gekk í gegnum í hinni upprunalegu sögu Hugos. Á ferðalagi Fortins kynnist hann þremur meðlimum Ziman gyðinga- fjölskyldunnar, sem eru á flótta undan helför Nasista í hinu hem- umda Frakklandi árið 1939. Fyrir tilstilli þeirra kynnist hann sögunni um Vesalingana eftir Hugo og með því að rýna í innihald sögunnar tekst Fortin að finna lífinu tilgang og um leið aðferð til að koma litlu fjölskyldunni til bjargar. Besta myndin í Brussel Menn eru annaðhvort fyndnir eða ekki. Hinir sönnu grínistar eru bein- línis fyndnir á meðan hinir eru sí- fellt að reyna með æði misjöfnum árangri. Það fer eftir brandaranum hvort þú hlærð en að fæddum grín- istum ertu byijaður að hlæja jafn- vel áður en þeir opna munninn. Tommy Hawkes, aðalpersóna ensku gamanmyndarinnar Háðfugl- ar, er hvorugt. Og það er ekkert sérstaklega heppilegt þegar haft er í huga að hann iðkar uppistand og reynir að draga fram lífíð á af- rakstri þess. Þetta er hreinræktuð ensk gam- anmynd og kersknin er á stundum hreint með ólíkindum. í helstu hlut- verkum era margir af frægustu leikurum enska leikhússins, svo sem þeir Ian McNeice, Richard Griffiths og Oliver Reed auk Bandaríkja- mannanna Oliver Platt og svo auð- vitað grínfuglsins sjálfs, Jerry Lew- is, sem leikur hér í sinni fyrstu kvikmynd í áraraðir. Leikstjórinn, Peter Chelsom og hlaut hann nú í janúar viðurkenn- ingu á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Brussel sem besti leikstjórinn árið 1995 og á sömu hátíð varð kvikmyndin um Háðfuglana fyrir valinu sem besta kvikmyndin. Skoskur sannleikur í gegnum tíðina hafa kvikmyndir frá Skotlandi verið heldur fágæt fyrirbæri og sjaldan hafa þarlendar kvikmyndir komist í kvikmyndahús utan Bretlandseyja. Eins og fjölmargir aðrir gullmol- ar hátíðarinnar hefur myndin verið að sópa að sér viðurkenningum að undanfömu og má þar nefna Mich- ael Powell verðlaunin fyrir bestu bresku myndina árið 1995 á kvik- myndahátíðinni í Edinborg svo og Tígurinn, sem besta mynd, á Rott- erdamhátíðinni 3. febrúar sl. Sögusvið myndarinnar er Glasgow árið 1968. Ólíkt mörgum öðram borgum á þessum tíma fer lítið fyrir bítlum og blómabörnum og baráttan fyrir brauðinu er frekar í fyrirrúmi hjá venjulegu fólki. Aðalpersónurnar eru þrír bræð- ur, þeir Bobby, Alan og Lex en einn- ig mamma þeirra drengja, ekkjan Loma, og síðast en ekki síst hin sextán ára gamla Joanne, sífellt bitbein bræðranna þriggja sem allir elska hana á sinn hátt. I öllum hlut- verkunum eru óþekktir skoskir leik- arar, sumir lærðir, aðrir leikir. Smágerð andlit kemur beint hingað til lands frá kvikmyndahá- tíðinni í Gautaborg þar sem hún vakti verðskuldaða athygli. Svo mikla reyndar að nú hefur alþjóð- lega kvikmyndafyrirtækið Warner Brothers tekið hana upp á sína arma og hyggst dreifa henni um víða veröld. Valdatafl í Versölum Margot drottning er eitthvert metnaðarfyllsta verk evrópskrar kvikmyndagerðar á seinni áram og var hvergi til sparað við gerð henn- ar. Myndin er byggð á hinni heims- þekktu sögu Alexandre Dumas og er sögusviðið Frakkland á seinni hluta sautjándu aldar sem, eins og svo oft áður, logar í illdeilum og vígaferlum. Drottningarmóðirin, Catherine de Medici, ákveður að sjá hvort sætta megi fylkingar með því að gifta dóttur sína, Marguerite frá Valois, einum helsta leiðtoga Húga- notta, byltingarmanninum Henry af Navarre. Bræður hinnar ungu brúðar og ríkisarfa, Karl, Anjou og Alencon era allir mótfallnir brúðkaupinu, enda meta þeir systur sína mikils, og svo er í raun einnig um brúðhjón- in sjálf sem talast vart við. En það era ekki aðeins systkinin og brúð- hjónin sem hafa efasemdir um ráða- haginn. Kaþólikkar mótmæla ákaft og segjast fremur fara í stríð en fá konung af mótmælendatrú. Þeir leggja á ráðin um víg Henry og BREFBERINN og Nóbelsskáldið; Massimo Troisi og Philippe Noir- et í hlutverkum sínum. V SAMEVRÓPSKT stór- virki í kvikmyndagerð; Úr Margot drottningu. þrátt fyrir að Margot fyrirlíti mann sinn, bjargar hún honum og snýst þannig í raun gegn fjölskyldu sinni og eigin trú. í helstu hlutverkum era Isabelle Adjani, Daniel Auteuil, Jean-Hugues Anglade, Vincent Perez og Barbet Schroder. Leikstjóri myndarinnar er Patrice Chéreau sem einnig skrifaði handritið ásant Daniele Thompson. Jefferson sem sendiherra Jefferson í París er nýjasta gæða- kvikmyndin úr smiðju þeirra félaga James Ivory og Ismail Merchant. Auk handritshöfundarins Ruth Prawer Jhabvala hafa þeir hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal mörg Óskarsverð- laun, og era myndir á borð við Her- bergi með útsýni, Hávarðsendi og Dreggjar dagsins löngu orðnar sí- gildar. Jefferson í París gerist á áranum 1784-1789 þegar Thomas Jefferson var sendiherra í Frakklandi. Þetta vora mótunarár í einkalífi hans og jafnframt í hinu ókunna landi þar sem bylting var í þann veginn að brjótast út. Jefferson, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna, upplifði þessi umbrotaár í Evrópu og hafði einstakt tækifæri til að fylgjast með lífsháttum ólíkra hópa. Er óhætt að segja að þetta hafí haft áhrif á skoð- anir hans og hugmyndir fyrir lífstíð. I helstu hlutverkum í myndinni era stórleikararnir Nick Nolte og Greta Scacchi. Hetjur Keaton Óvæntar hetjur er fyrsta leik- stjórnarverkefni hinnar heims- þekktu leikkonu og Óskarsverð- launahafa Diane Keaton. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu bandaríska rithöfundarins Franz Lidz sem sat lengi í efstu sætum bóksölulista og er handritið skrifað af Richard LaGravenese, þekktum handritshöfundi sem best er þekkt- ur fyrir söguna The Fisher King. Lífið leikur ekki beinlínis við hinn Léttið ykkur verkin. Spa rié ptyninga. MELISSA BMH-550 er sjálfvirk brauðbökunarvél. Hún blandar, hnoðar, lyftir og bakar, „alltaf nýbakað", brauð að eigin vali og án allra aukaefna. Með einu brauði á daa sparast ca. 30-35 búsund krónur á ári ÞÉR j HAGlli Verð kr. 21.042, eða aðeins kr. 19.990 stgr. Umboðsmenn um allt land FÁLKINN Sími 581-4670 Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans kynning a nyju fasteignasölukerfi SCANDIC HOTEL LOFTLEIÐIR Bíósalur föstudaginn 23. feb. kl. 17:30. þáttöku þarf að tilkynna í síma 565-5556. gestum er boðið að þiggja veitingar í boði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.