Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ GÍTW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsöiustaðir: Bensínstöðvar og helstu ----- byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. Tilbúinn stíflu eyðir AÐSEiMDAR GREINAR V0KVABÚNADUR IVINNUVÉLAR VOKVAMOTORAR DÆLUR PVG 5AMSVARANDI STJORNLOKAR OG FJARSTYRINGAR GÍRAR OG BREMSUR GOTT VERÐ ■ GÓÐ ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = * I VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Miskunnsami Samverjinn I PISTLI sínum um heilbrigðismál í Morg- unblaðinu hinn 20. 12. s.l. ræðir séra Hjálmar Jónsson alþingismað- ur um heilbrigðismál og m.a. forgangsröð- un í heilbrigðisþjón- ustu. Þar stendur: „M.a. er fjallað um það (þ.e. í heilbrigð- isumræðunni), hvort hægt sé að krefjast þess af samfélaginu, að sá, sem sem gerir allt til að eyðileggja heilsu sina, fái full- komnustu heilbrigðis- þjónustu". Orð þingmannsins verða vart skilin á annan veg en þannig, að hann telji það fyllilega koma til greina, að þeir, „sem gera allt til að eyðileggja heilsu“ sína skuli fá lakari heilbrigðisþjónustu en aðrir. Þetta er nýstárleg hugmynd og ekki geðfelld. Hér er um alþingis- mann að ræða. Er þetta hans priv- atskoðun eða stefna flokksins? Um hvaða^ fólk er þingmaðurinn að tala? Ég þekki engan mann, sem gerir allt til að eyðileggja heilsu sína. Hins vegar er sá hópur all- stór, sem segja má, að eigi nokkra sök á sinni vanheilsu, og sá hópur Guðmundur Helgi Þórðarson er svo stór, að hinir eru færri, sem eiga þar enga sök. Tæpur þriðjungur íslendinga reykir, og um það bil 300-manns deyja hér árlega af völdum reykinga. Þús- undir reykingafólks þjást af reykingasjúk- dómum. Telur séra Hjálmar, að þetta fólk eigi ekki að fá „full- komnustu heilbrigðis- þjónustu"? Margir úr þessum hópi þurfa að gangast undir aðgerð- ir m.a. vegna lungna- krabbameins og kransæðasjúk- dóms. Er það þetta fólk, sem hann er að tala um? Þúsundir íslendinga þjást af dryklqusýki og margir deyja af hennar völdum. Á að setja áfengis- sjúklinga hjá í heilbrigðiskerfinu enn frekar en nú er gert? Vímulyfjaneysla er hratt vax- andi vandamál í dag. Á að draga úr þjónustu við vímulyfjasjúklinga og þá hvað mikið? Svona mætti lengi halda áfram. Við gætum nefnt offitu, sem staf- ar af því að menn borða of mikið eða ofnotkun einkabílsins með til- heyrandi slysum og kyrrsetu- vandamálum o.s.frv. Hver einasti Oft eiga stjórnmála- menn sökina, segir Guðmundur Helgi Þórðarson, með heilsuspillandi stjórn- valdsaðgerðum. sjúkdómur er afleiðing margra samverkandi þátta, og býsna oft eigum við þar sjálf einhveija sök, ef málið er gaumgæft. Oft á líka samfélagið sök, t.d. stjórnmála- menn með heilsuspillandi stjórn- valdsaðgerðum. Þetta hygg ég að sé flestum ljóst, sem íhuga heilbrigðismál að einhveiju marki. Hins vegar er þetta í fyrsta skiptið, sem ég sé þeirri hugmynd hreyft, að einhver tiltekinn hópur sjúklinga sé gerð- ur ábyrgur fyrir sjúkdómi sínum og skuli þar með sæta lakari meðferð en almennt gerist. Ég held líka, að ef út í það væri far- ið, þá gæti sá hópur orðið nokkuð stór, sem sætti þessari lakari meðferð. Þessi aðferð myndi sjálf- sagt létta á ríkissjóði, en mig grunar, að fólk yrði ekki sátt við hana. Hingað til hefur þörf sjúklings- ins verið látin ráða því, hver fengi lækningu. Og ég held að sú aðferð sé farsælli. Mér dettur í hug í þessu sam- bandi dæmisagan af miskunnsama Samveijanum. Sú saga greinir frá manni, sem lá ósjálfbjarga við veginn milli Jerúsalem og Jerikó. Þar komu að tveir menn hver á eftir öðrum, fyrst prestur og síðan Levíti. Þeir gengu framhjá mann- inum, hafa sennilega hugsað sem svo, að maðurinn hafi sennilega komið sér í þetta klandur sjálfur og það sé því hans mál. Síðan kom Samveijinn. Hann virðist hafa litið svo á, að hinn slasaði ætti siðferði- lega kröfur á hendur honum, vegna þess að hann var ósjálf- bjarga. Þess er ekki getið, að hann hafi farið að grafast fyrir um það, hvort hinn slasaði ætti þarna ein- hveija sök. Og það var ekki nóg með að hann byndi um sár hans. Hann taldi sér skylt að sjá honum fyrir sjúkraflutningi og uppihaldi, meðan honum var að batna. Sá, sem sagði þessa dæmisögu, ætlaðist ekki til, að við færum að dæmi prestsins eða Levítans. Við áttum að taka Samveijann okkur til fyrirmyndar. Það er í þeim anda, sem heilbrigðiskerfið og al- mannatryggingakerfið hefur verið byggt upp og rekið. Við skulum halda áfram á þeirri braut. Höfundur er fyrrv. heilsugæslu- læknir. Málefnin skipta mestu IDAG verður geng- ið til kosninga í Há- skóla íslands. Fram- bjóðendur hafa notað síðastliðnar tvær vik- ur til kynningar á sér og málefnum sínum en hafa nú ekkert annað að gera en að bíða og vona, því í dag hefur kjósandinn orð- ið. Vaka gengur til þessa kosninga vígreif og full bjartsýni. Við höfum verið dugleg í þessari baráttu, höf- um á að skipa sterkum lista og málefnin eru okkar megin. Annar undirritaðra býður sig fram til Háskólaráðs. Þar hefur Vaka ekki setið með hendur í skauti en á þessu skólaári hafa fulltrúar fé- lagsins lagt þar fram fleiri nýjar tillögur en meirihlutinn. Vaka setur menntamál á oddinn Menntun er það sem eina sem allir nemendur Háskólans eiga sameiginlegt og því höfða mennta- mál til allra stúdenta. Vökumenn hafa skýra stefnu í þeim. Við höf- um gefið út umfangsmikla Björgvin Guðmundsson Tryggvi Björn Davíðsson menntastefnu þar sem framtíðar- sýn Vöku í þessum málaflokki er sett fram. Þar fyrir utan höfum við lagt sérstaka áherslu á nokkur menntamál sem við teljum brýnt að hrint verði í framkvæmd og komist Vaka til valda skal þeim svo sannarlega verða fylgt kröft- uglega á eftir. Vaka vill koma á fót námsneti. Á því verður komið upp heimasíð- um fyrir hvert námskeið þar sem fyrirlestrar kennara og fleira verð- ur. Þannig má minnka þá mötun sem fram fer með núverandi fyrir- Við höfum verið dugleg í þessari baráttu, segja þeir Björgvin Guð- mundsson og Tryggvi Björn Davíðsson. Við höfum á að skipa sterk- um lista og málefnin eru okkar megin. lestraformi á kennslu og auka þess í stað umræðutíma o.þ.h. Vaka leggur áherslu á að komið verði á stokkakerfí í öhum deildum Háskólans. Það sparar tíma og auðveldar áætianagerð og í þeim deildum sem það er nú er almenn ánægja. Vaka leggur til að sett verði á laggirnar kennsluþróunarstofa sem hefur það hlutverk að bæta kennslu og þróa nýja kemislu- hætti. Slík starfsemi þekkist víða í háskólum erlendis og hefur gefið þar góða raun. Vaka berst fyrir því að af- greiðslutími Þjóðarbókhlöðunnar verði lengdur. Núverandi ástand er óviðunandi og því verður að breyta. Kröftugt innlegg í þá bar- áttu kom frá okkur Vökumönnum í vetur þegar við söfnuðu tæpum 2500 undirskriftum til að mót- mæla þessu fyrirkomulagi. Hér verður ekki látið staðar numið heldur barist af enn meiri krafti. Vaka mun beita sér fyrir því að tölvukostur verði efldur, tölvu- ver komi í allar byggingar og þau verði öll nettengd. Enn eru bygg- ingar þar sem nemendur hafa ekki greiðan aðgang að tölvu. Við mun- um róa að því öllum árum að úr því verði bætt. Vaka mun vinna — fyrir þig Þannig má sjá að kjósendur hafa skýra kosti í stöðunni. Vaka hefur lagt fram markvissa stefnu í menntamálum á meðan framlag meirihlutans hefur verið naumt og óljóst. Við erum tilbúin til að vinna að þessum málum af heilindum og öllum mætti. Tími breytinganna er runninn upp. Á meðan hópur fólks með ferskar hugmyndir að vopni sam- einast í félaginu Vaka eru stöðnun og þreyta skjaldmeyjar Röskvu í þessum kosningum. Gefum henni hvíld og leyfum henni að sofa. Þið munuð ekki sjá eftir því. Höfundar skipa 1. sætin á listum Vöku til Stúdentaráðs og Hiskól- aráðs . Kjósum um málefni! í DAG_ göngum við stúdentar í Háskóla íslands að kjörborðinu og veljum fulltrúa okkar í Stúdenta- ráð og Háskólaráð. Allir innritaðir stúdentar í Háskólanum hafa kosningarétt og líkt og gerist í lýðræðissamfélögum er mikilvægt að sem flestir nýti sér þennan rétt og taki afstöðu. Einungis þannig Rosenthal - pegnr |»i m’llir • Brúðkaupsgjafir • Tímamótagjafir • Verö viö allra hæfi Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. getum við haft áhrif á gang mála. Málefnin skipta mestu en það skiptir líka máli hveijir hafa þann styrk sem nauð- synlegur er til að fram- kvæma þau. Röskva hefur málefnin og styrkinn og með stuðn- ingi okkar mun hún öðlast umboð stúdenta til að nýta þennan styrk í allra þágu. Við í Röskvu erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur und- Sigtryggur anfarin ár og lítum Magnason bjartsýnum augum fram á við. undir Baráttunni verður fram haldið í betra öllum málum sem varða stúdenta. áfram Barátta Röskvu í lánasjóðsmálum, sem mun gefa af sér ný Iög innan tíðar, og Ný- sköpunarsjöður eru mál sem allir geta ver- ið stoltir af. Þessi af- rek gefa til kynna mikinn styrk Röskvu ög málefnalega af- stöðu. Þau gefa líka til kynna að Röskva er lifandi afl sem vinn- ur að hagsmunamál- um stúdenta. Stefnumál okkar eru raunhæf og þau verða framkvæmd okkar stjórn. Baráttan fyrir lífí fyrir stúdenta heldur á öllum vígstöðvum, hvort Röskva er lifandi afl, segir Sigtryggnr Magnason og vinnur að hagsmunamálum stúdenta. sem er fyrir bættum lánasjóði eða heitum mat á kaffistofum Félags- stofnunar. Röskva er tilbúin til að taka á sig þá ábyrgð sem fylgir hagsmunabaráttu stúdenta. Hún hefur sinnt þeim af kostgæfni síð- ustu ár og mun halda því áfram. Stúdentar! Það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn og tök- um málefnalega afstöðu. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur skipar 1. sæti á lista Röskvu til Háskólaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.