Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR moRgunblaðið t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN JÓNSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Reynimel 94, Reykjavík, lést í Landspítalanum 21. febrúar. Magnea Haraldsdóttir, Jón G. Baldvinsson, Elín Möller, Baldvin Baldvinsson, Ása Hildur Baldvinsdóttir, Vagn Boysen, Sigrún Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, KARL SÆMUNDARSON, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 20. febrúar. Irma Geirsson, Ragna Freyja Karlsdóttir, Fanney Magna Karlsdóttir, Særún Æsa Karlsdóttir, Maria Valgerður Karlsdóttir, Jón Óttarr Karlsson. t Ástkær dóttir mín, sambýliskona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN RUT JÓNSDÓTTIR, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 20. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Guðjón Ármann Guðjónsson, Hafsteinn og Arnar Freyr Ólafssynir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARlA KRISTJÁNSDÓTTIR, síðast til heimilis i Furugerði 1, lést í Landakotsspítala 9. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 2A, Landakotsspítala. Ragnhildur Stefánsdóttir, Oddur J. Oddsson, Sigurjón Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARKÚSÍNA SIGRÍÐUR MARKÚSDÓTTIR (áður Hjarðarhaga 44) lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðviku- daginn 14. febrúar 1996. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir. Guðmundur R. Karlsson, Guðbjörg Hannesdóttir, Ólafur R. Karlsson, Fríða Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, BALDURS HELGASONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Hrönn Baldursdóttir, Sigri'ður H. Baldursdóttir og fjölskyldur. GÍSLIÁGÚST GUNNLA UGSSON + Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist i Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heiniili sinu, Ölduslóð 43 í Hafnarfirði, 3. febrúar síðastliðinn og fór út- förin fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. febrúar. Vinarkveðja Kæri vinur. Nú þegar þú ert allur, þá er svo margt sem flýgur gegnum hugann. Aragrúi minninga allt frá barnæsku þegar við lékum okkur saman fyrst. Síðan tóku við unglingsárin og allar okkar stundir saman þá, bæði í skóla, íþróttum og vinnu. Og ég held Gísli minn að það hafi alltaf verið sólskin þá, að minnsta kosti eru minningamar um þig allar umvafðar sólskini, birtu og hlýju. Síðan þegar fullorðinsárin tóku við minnkaði nokkuð samgangurinn enda lágu brautimar hvor í sína áttina og báðir höfðum við meira en nóg að gera. Samt var það allt- af þannig þegar við hittumst, að við gátum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og haldið áfram, rétt eins og við hefðum síðast hist í gær. Þannig var alltaf mjög nota- legt að hitta ykkur Berglindi og alltaf voram við hjónin velkomin. Þótt dugnaður þinn og atorka í starfi hafi alla tíð verið svo mikil að eftir því var tekið, þá var það fýrst hin síðustu ár sem þú sýndir hvað raunveralega í þér bjó. Marg- ir hefðu gefist upp en það er ótrú- legt Gísli, hveiju þú fékkst áorkað. Kraftur þinn og þrek var slíkt í baráttunni við þennan erfiða og langvinna sjúkdóm að það gat ekki annað en vakið aðdáun þeirra sem til sáu. Þú vannst fram á síðasta dag og varst alltaf að. Þörf þín og löngun til að miðla fróðleik og þekk- ingu þinni var svo heit að hún lét engan ósnortinn. Þú hefur líklega brennt minninguna um þig svo sterkt í huga þeirra yngri og verð- andi fræðimanna sem þú hefur kennt síðustu árin að hún verður líklega aldrei máð út. Enda á svo að vera. Minningin um slíkan dreng sem þig á að lifa. Sigrún og Gunnlaugur. Söknuð- urinn er sár. En við verðum að muna að í lífi sínu, sem var aiit of stutt, þá gaf Gísli okkur öllum svo mikið og svo gott að minningarnar eru umvafðar birtu og hlýju. Við Halla Björg vottum ykkur, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum Drottin að veita ykkur styrk og þrek. Að lokum viljum við biðja góðan Guð að geyma_ þig, Berglind, og bömin ykkar Ásgeir, Sigrúnu og Sæunni, og megi Hann veita ykkur styrk og þrek í framtíðinni. Magnús Páll. Gísli Ágúst Gunnlaugsson var heiðursmaður og góður drengur í hvívetna. Það var eitt sinn þegar starfið kallaði mig á fund í Norðurlanda- verkefni að Ársæll, minn góði mág- ur, laumaði að mér að ég ætti að líta inn hjá Gísla og Berglindi. Það átti eftir að verða góð hugmynd. Sjálfur fyrrverandi Svíþjóðarbúi hafði ég alltaf gaman af að koma „heim“. Annar gamall félagi, Rún- ar, hafði skotið yfir mig skjólshúsi á Lappis. Ég hringdi af rælni í Gísla og Berglindi, ég þekkti þau ekkert en vildi svona fyrir kurteisis sakir heilsa uppá. Gísli tók vel á móti, eftir nokkrar vandræðamínútur yfir dáyndis kaffi og meððí, fundum við tóninn, þ.e. músíkina. Hann leiddi mig inn í prívatið, skrifstofuna, og sýndi mér stoltur kjörgrip einn sen hann höndlaði af varkárni, þetta var fiðla, sem hann lék á nokkra áhugaverða tóna. Gísli hafði gaman af tónlist hvort sem það var Kinks, Elgar sellókonsertinn eða Mahler, en það var þarna að Gísli kynnti mig fyrir tónlist Gustafs Mahlers, í formi fímmtu synfóníunnar, adagi- ettóinn eða var það áttunda? Upp frá þessu var ég frelsaður Mahler aðdáandi. Eftir að Gísli og Berglind fluttu heim kynntist ég Gísla við hina reglubundnu „tipsföreningen" fundi. „Tipsföreningen" er klúbbur áhugamanna um fótbolta sem hafa búið í Svíþjóð eða hafa tengst því gengi. Gísli var einn af frumkvöðlum „tipsföreningen", hann var sjálf- kjörinn menntamálaráðherra fé- lagsins. Gísli samdi fjölda ljóða við sönglög „tipsföreningen", sem era sungin á hveijum félagsfundi og era sönglög þessi hornsteinn félags- ins. Við munum sakna Gísla á kom- andi fundum. Elsku Gísli, góði vinur, hvíl í friði. Berglindi og fjölskyldu votta ég samúð við fráfall góðs drengs. Snæbjörn Krisljánsson. Kveðja frá Fróða, félagi sagnfræðinema við Háskóla Islands Gísli Ágúst var vinsæll meðal nemenda sinna og kom þeim alltaf fyrir sjónir sem dugmikill og áhuga- samur kennari. Félagssaga var hon- um hugleiknust þó að hann hafi einnig gefíð sig að öðram sviðum sagnfræðinnar. í félagssögunni liggja eftir hann merkar rannsóknir og þar vann hann brautryðjenda- starf sem kemur að ómældu gagni fyrir sagnfræðinga og aðra áhuga- menn um söguleg efni. Það er mjög lýsandi um áhuga Gísla og metnað að jafnvel þótt hann berðist við erfið veikindi sótti hann vinnu sína í Árnagarði allt fram á síðustu stundu og lét fjötra sjúkdómsins ekki aftra sér frá rannsóknum óg kennslu. Þar naut hann mikils stuðnings .Ólafar Garðarsdóttur. Sambýliskona mín, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést- þriðjudaginn 20. febrúar. Sigurður Loftsson. t Faðir okkar og tengdafaðir, BJARNI ÞORSTEINSSON, Syðri-Brúnavöllum, Skeiðum, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14.00. Andrés Bjarnason, Inga Vigfúsdóttir, Kristi'n Bjarnadóttir, Bogi J. Melsteð, Þorsteinn Bjarnason, Guðrún Ormsdóttir. Við sendum Ijölskyldu Gísla Ágústs og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur en vonum að góðar minn- ingar veiti þeim styrk á sorgartím- um. Fyrir hönd félagsins, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Kristján Guy Burgess. Kveðja frá B-bekk, MT 1970-73 Fertugum þykir okkur ekki tíma- bært að kveðja jafnaldra og skólafé- laga. Fólk, sem fyrir andartaki, að því er virðist, lék af æskufjöri í okkar hópi og stóð kostum búið á þröskuldi bjartrar og vonarríkrar framtíðar. Hafði allt til að bera. Átti allt og gat allt. Hafnfírðingar vora nokkuð stór og áberandi hluti fyrsta nemenda- hópsins, sem hóf nám í Menntaskól- anum við Tjörnina haustið 1969 og gerðist brátt atkvæðamikill í skóla- lífinu og öllu félagsstarfi. íþrótta- menn og garpar, keppnis- og lands- liðsmenn voru í þeirra röðum. Gísli Ágúst Gunnlaugsson var framarlega í flokki Hafnfirðing- anna og varð fljótt vinsæll af okkur sem komum úr öðrum áttum og kynntumst honum fyrst í mennta- skóla. Föst deilda- og bekkjarskipan komst á eftir fyrsta veturinn og hélst óbreytt til útskriftar. B-bekk- urinn var nýmálabekkur. Fomtung- ur og fræði ekki í þungamiðju, en lifandi, hagnýt mál, saga, hug- myndir og bókmenntir samtíðarinn- ar mjög um hönd höfð. Lesið, rætt, rýnt og ekki síst samið og ort. Kennarar örfuðu þennan áhuga og studdu tilburðina. Úr þessum bekk komu rithöfundar, skáld, fræði- og blaðamenn. Gísli birti ljóð í skóla- blöðum og sat í ritnefndum. Hann fékk ljóð sín birt á viðurkenndum vettvangi m.a. í Lesbók Morgun- blaðsins, og var fyrstur allra til að gefa út bók, ljóðakver, sem kom út meðan hann var enn í mennta- skóla. Það er á ýmsan hátt dæmi- gert fyrir driftina, sem var eitt af einkennum hans. Hlutirnir áttu ekki að bíða, ef þeir vora tilbúnir á ann- að borð. Tímann þurfti að nota og koma verkum frá. Gísli kom miklu í verk og hafði mörg járn í eldinum, þegar á þessum árum. Hann var virkur í stjórnmála- starfí og einarður í skoðunum, en réttsýnn og leyfði hveijum málstað að njóta sín. Hann var íþróttamaður, kapp- samur í hverjum leik, en jafnframt prúðmenni í framgöngu, glaður og félagslyndur, hafði framúrskarandi uppörvandi návist og var í raun aldrei að flýta sér. Smáfélög virtust spretta upp í kringum hann. Lífs- listafélög af ýmsu tagi. Félag um samlokuát i hádegishléi og skálda- klúbbur á kaffihúsi svo dæmi séu nefnd. Þetta voru óformleg félög en án Gísla var ekki fundarfært. Persóna hans og glaðværð voru bindiefnið sem hélt öllu saman. Haustið 1972 kom í bekkinn Sig- ríður Berglind Ásgeirsdóttir. Þau Gísli felldu fljótt hugi saman og gengu í hjónaband nokkrum árum síðar. Þau voru um margt ólík í skoðunum, en áttu samt ótrúlega margt sameiginlegt. Bæði voru greind i betra lagi, óvenju kraftmik- il, fylgin sér, metnaðarfull og náms- hestar, sem stefndu utar og hærra. Lífsviðhorf rímuðu vel svo að úr varð einkar farsælt samband og síðar hjónaband, sem færði þeim börn og bura og margháttaða ham- ingju. Leiðir okkar bekkjarsystkina skildi eftir stúdentspróf. Gísli og Berglind og fleiri úr hópnum fóra til náms og búsetu í útlöndum eða dreifðust víða um land. Stopular spjallstundir sem tilviljunin gaf á háskólagöngum, eða förnum vegi og nokkur bekkjarsamkvæmi héldu við daufu sambandi. Sumarið 1985 dvaldi ég í Uppsöl- um. Þar hitti ég Gísla á götu og var eins og við hefðum skroppið út í frímínútur úr MT þótt við hefðum ekki sést í allmörg ár. Seinna um sumarið gisti ég hjá þeim í Stokk- hólmi. Það var góð heimsókn sem leiddi til fundar við fleiri gamla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.