Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna MIKIL tímamót verða þann 23. febr- úar nk. þegar Ráð- gjafarstofa um fjár- mál heimilanna tékur til starfa. Ráðgjafar- stofan er tilrauna- verkefni til tveggja ára með þátttöku 16 aðila undir forystu fé- lagsmálaráðuneytis- ins. Ráðgjafarstof- unni er ekki ætlað að leysa af hólmi það mikilvæga ráðgjafar- starf sem lánastofn- anir og aðrir inna af hendi með ágætum. Viðfangsefni Ráðgjafarstofunnar er fyrst og fremst endurgjaldslaus ráðgjöf fyrir fólk sem á í veruleg- um greiðsluerfiðleikum og komið er í þrot með ijármál sín, fólk sem þarf handleiðslu við að fá yfirsýn yfir stöðu mála, hjálp við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og semja við lánardrottna. Á vegum Ráðgjafarstofu verður einnig unn- ið að fræðslu um málefni sem snerta flármál héimilanna. með greiðslukortum og þrautin þyngri að falla ekki fyrir öllum gylliboðum um lán og fyrirgreiðslu. Fjár- málamarkaður er flóknari og erfitt get- ur reynst að þekkja kostnaðinn af lántök- um þegar umbúðimar eru margs konar. Skuldir og útgjöld dreifast á marga aðila. Talið er að fimmta hvern dag gjaldfalli reikningar meðalfjöl- Ingi Valur skyldunnar. Skuldir Jóhannsson heimilanna hafa stór- lega aukist á síðustu árum. Sú þróun hefur verið einkennandi víð- ast á Vesturlöndum. Því er haldið fram að nútímafjölskyldan sé vegna meiri skulda berskjaldaðri gagnvart breytingum á afkomu en fyrri kynslóðir. Ráðgjöf verður opin öllum þeim, segir Víðtæk samvinna um aðgerðir Tngl' Vallir JÓhannS- í september sl. leitaði félags- málaráðherra, Páll Pétursson, eftir viðræðum við fjölmarga aðila um samstarf um aðgerðir til að að- stoða þá sem verst eru settir í fjár- málum og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Málaleitan félagsmála- ráðherra var vel tekið og var und- irbúningsnefnd sett á laggimar til að vinna að útfærslu hugmynda og undirbúa framkvæmd málsins. Þann 2. febrúar síðastliðinn undir- rituðu 16 aðilar samkomulag um starfrækslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Aðilar að Ráð- gjafarstofunni era félagsmála- ráðuneyti, Húsnæðisstofnun ríkis- ins, Búnaðarbanki íslands, Is- landsbanki, Landsbanki íslands, Samband íslenskra sparisjóða, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtökin, Neytendasam- tökin, Þjóðkirkjan, Landssamband lífeyrissjóða, Samband almennra lífeyrissjóða, Stofniánadeild land- búnaðarins, ASÍ, BSRB og Reykjavíkurborg. Lánastofnanir hafa á undan- förnum árum aukið stórlega ráð- gjafarstarf, boðið nýja þjónustu við greiðsludreifingu og hafa við- skiptavinir nýtt sér þá þjónustu í auknum mæli. Húsnæðisstofnun hefur nú í rúmlega tíu ár unnið mikilvægt starf við að leysa greiðsluvanda fólks vegna öflunar íbúðarhúsnæðis. Reykjavíkurborg hóf í fyrra skipulagða ráðgjafar- starfsemi fyrir skjólstæðinga Fé- lagsmálastofnunar og á vegum Þjóðkirkjunnar er starfandi sér- stök fjölskylduþjónusta. Þá hafa Neytendasamtökin sinnt ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna. Fleira mætti nefna sem vel er gert. Jákvæð viðbrögð við málaleitan félagsmálaráðherra era sérstakt ánægjuefni sem sýna bæði sterkan vilja til að leysa úr vandamálum þeirra sem verst eru settir og sækja fram til betri lausna. Fjármál heimilanna í nýju umhverfi Orsakir og afleiðingar greiðslu- vanda fólks eru aðrar í dag en fyrir 10 áram. Stórkostlegar breytingar hafa orðið á því fjár- málaumhverfi sem fjölskyldan býr við, svo og öðrum ytri aðstæðum. í árdaga ráðgjafarstarfsemi Hús- næðisstofnunar var helsta vanda- málið skortur á langtímalánum. Nú er þessu öðruvísi farið. Dagleg neysla er gjarnan tekin að láni son, sem hafa ekki önnur úrræði. Miklar skuldir krefjast stöðug- leika í launamálum. Á síðastliðn- um áram höfum við fengið að kynnast atvinnuleysi í fyrsta sinn í langan tíma. í landi þar sem meirihluti þjóðarinnar býr í eigin húsnæði verður að sínu leyti erfið- ara að kljást við vanda sem hlýst af lækkun tekna og atvinnuleysi. Samkomulag um skuld- breytingar og greiðslufrest Samhliða samkomulagi 16 aðila um starfrækslu Ráðgjafarstofu var undirritað nýtt samkomulag um aðgerðir til að leysa greiðslu- vanda fólks milli félagsmálaráðu- neytis, Húsnæðisstofnunar og lánastofnana í samvinnu við sam- tök lífeyrissjóða og Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Sam- komulagið er yfirlýsing um sam- ræmdar aðgerðir sem geta falið í sér skuldbreytingar vanskila og/eða frestun greiðslna þegar vanskil stafa af tekjulækkun vegna langvarandi veikinda, at- vinnuleysi eða af öðrum óviðráðan- legum ástæðum. Umsækjandi skal snúa sér til þeirrar lánastofnunar þar sem al- menn viðskipti hans og vanskil era mest. Sú lánastofnun skal reikna út greiðslubyrði lána, greiðslugetu og kanna til hvaða ráða þarf að grípa til að draga úr greiðslubyrði og koma í veg fyrir greiðsluvanda. Húsnæðisstofnun hefur á þess- um forsendum heimild skv. nýsett- um lögum (nr. 150/1995) til að veita skuldbreytingalán til allt að 15 ára og að fresta greiðslum í allt að þijú ár. Rétt er að vekja sérstaka athygli á fyrirbyggjandi aðgerðum, sem felast í því að hægt er að óska eftir frestun á greiðslum áður en til vanskila kemur ef sýnt þykir að í óefni stefni verði ekkert að gert. Starfsemi Ráðgjafarstofunnar Aðgangur að ráðgjöf verður opinn öllum þeim sem hafa ekki önnur úrræði, svo sem að leita ráðgjafar hjá viðskiptabanka sín- um, Húsnæðisstofnun ríkisins eða öðram þeim aðilum sem að Ráð- gjafarstofunni standa. Ráðgjafar- stofan mun leitast við í starfi sínu að tryggja jafna möguleika lands- manna til að leita aðstoðar. Erfiðleikar í fjármálum geta átt rætur í margs konar vandamálum og aðstæðum sem fólk býr við. Vandamálin eru oft flókin, sam- tvinnuð ólíkum þáttum og geta leitt af sér félagslega kreppu og sálarháska. Vandamálin eiga sér fortíð og framtíð sem þarf að koma böndum á. Því er gagnlegt að koma á samstarfí margra aðila til að reyna að leita lausna á þeim. Leiðarljós Ráðgjafarstofunnar er að vinna með fólki að lausn mála og veita því hjálp til sjálfshjálpar. Rík áhersla er lögð á að hjón eða sambúðarfólk komi saman til að leita ráða. Opnun Ráðgjafarstofunnar eru tímamót og framfaraspor í ráðgjöf um íjármál heimilanna. Ráðgjafar- stofan verður til húsa í Lækjar- götu 4 og tekur til starfa föstudag- inn 23. febrúar 1996. Höfundur er deildarstjóri í félag-s- málaráðuneytinu og formaður nefndar sem undirbjó starfrækslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- Miðbæjarskóli - skóli eða skrifstofur NU NYLEGA kom sú frétt í dagblöðun- um að til stæði að breyta Miðbæjarskó- lanum í Reykja,vík í fræðslu- o g skóla- skrifstofu fyrir borg- ina. Tillagan kom frá nefnd sem vann undir forystu Sigrúnar Magnúsdóttur borg- arfulltrúa R-listans. Við fyrstu athugun lætur þessi tillaga ekki mikið yfir sér og gæti jafnvel talist Guðmundur skynsamleg ef engin Pétursson starfsem: væri nú í Miðbæjarskól- anum. En málið er ekki svo einfalt. í dag hýsir þetta gamla skólahús Námsflokka Reykjavíkur og Mið- skólann, sem er einkaskóli á grunnskólastigi, rekinn með skólahúsnæði og hefja þar skrifstofuhald í staðinn? Reykj avíkurborg hefur skyldur við þá starfsemi sem fer fram í Miðbæjarskó- lanum í dag og hafa menn velt því fyrir sér hvernig beri að standa við þær ef af þessu verður. Er ekki verið að leysa eitt vandamál og búa til fjögur? Spyr sá sem ekki veit. Og eitthvað hlýtur Reykj avíkurborg hefur skyldur við þá starfsemi, segir Guð- mundur Pétursson, sem fram fer í Mið- bæjarskólanum. stuðningi Reykjavíkurborgar, auk þess sem Tjarnarskólinn og Kvennaskólinn, sem staðsettir era í næsta nágrenni, nýta húsnæði skólans, s.s. leikfímisal o.fl. Með öðrum orðum, þessi elsti barnaskóli Reykjavíkur, sem tek- inn var í notkun árið 1897 og á því hundrað ára afmæli á næsta ári, þjónar enn upphaflegu hlut- verki sínu sem skólahús og ætti það að vera íbúum Reykjavíkur ánægjuefni, bæði frá menningar- sögulegu sjónarhorni og hagnýtu. En nú á sem sagt að breyta þessu, ef fyrrgreind tillaga nær fram að gánga. Ekki skal dregin í efa þörf skólaskrifstofu Reykjavíkur á auknu húsnæði, en skýtur ékki skökku við að úthýsa skólum úr nú þetta að kosta. Bent hefur verið á að þar sem Reykjavíkurborg á Miðbæjarskól- ann sé þetta álitlegur kostur fjár- hagslega. Það þarf þó ekki svo að vera. Breytingar þær sem gera þarf á Miðbæjarskólanum, þannig að hann henti fyrir skrifstofuhald, hljóta að vera mjög miklar. Kunnara er en frá þurfi að segja að slíkar breytingar á gömlum húsum eru dýrar og hefur talan kr..70.000.000 verið nefnd í þessu sambandi sem algert lágmark. Það er því óhætt að fullyrða að aðrir kostir, þ.e. að byggja, kaupa eða leigja, gætu komið út betur fjárhagslega. Hafa ber í huga að framboð á atvinnuhúsnæði til leigu eða sölu hefur verið mun meira en eftir- spurn undanfarin misseri. Þess vegna er skorað á alla þá sem koma að máli þessu á vegum borgarinnar að þeir athugi nú sinn gang og rasi ekki um ráð fram í þessum efnum. Það hlýtur að vera til betri lausn á þessu máli, þó ekki væri nema vegna þeirrar staðreyndar að hér er verið að tala um að breyta skólahúsnæði í skrifstofur, sem síðan gæti leitt af sér að breyta þyrfti skrifstofuhúsnæði í skóla. Þetta vekur óneitanlega spurn- ingu um skynsemi þessarar hug- myndar svo ekki sé talað um þá óvissu sem þetta veldur þeirri starfsemi sem nú er rekin í Mið- bæjarskólanum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Er Kennarasambandið orðið okkur of dýrt? HVAÐ verður um þann pening sem tek- inn er af okkur, kenn- uram, um hver mán- aðamót? Jú, hluti fer í ríkisbáknið og fer síðan aftur í laun til okkar og er það vel. En við borgum 0,8% af launum okkar í verkfallssjóð sem við ætlum síðan að hota ef við þurfum að fara í verkfall, sem við og gerðum síðastliðið ár. Við eram líka búin að greiða ríkinu skatta af þessum pening, en viti menn nú krefja þeir okkur aftur um skatta þannig að staðan er sú að ríkið græðir heila glás á því að kennarar fari sem oftast í verkfall. Ég vil því leggja það til að við hættum að borga í verkfallssjóð í þeirri mynd sem hann er í dag, en einhvers konar sérsjóðir komi í staðinn. Gjöfin frá ríkinu Ríkið gaf okkur stórgjöf á afmæli okk- ar fyrir nokkrum árum, þ.e. kennara- húsið á Laufásvegi 81 sem var handónýtt. Einhveijir forystu- menn sögðu já takk . Ásdís _ án þess að hugsa Olafsdóttir dæmið til enda. Var það til of mikils mælst að fá húsið í þokkalegu standi? Nú þurfti að fá peninga til að endurnýja húsið og viti menn, nóg var til í verk- fallssjóði. Ekkert var til sparað, Ríkið græðir heila glás á því, segir Ásdís Ólafs- dóttir, að kennarar fari sem oftast í verkfall. minnst 50 milljónir settar í end- urnýjun og síðan þurfti að skreyta það að innan og keypt málverk; því segi ég, leggjum niður verk- fallssjóð eins og hann er í dag. Reksturinn Við kennarar borgum líka 0,2% af launum okkar í svokallaðan hússjóð og 1,4% af launum okkar í rekstur Kennarasambandsins og kostaði sá rekstur hvorki meira né minna en um 6 milljónir á mánuði árið 1993 en samþykkta nýrri ársreikninga gat ég ekki fengið þannig að þessi tala gæti verið orðin töluvert hærri og þykir mér það vera orðinn ansi dýr rekst- ur. Við eram með þó nokkuð af starfsfólki, forystu- og nefndar- fólki sem þiggur laun frá okkur, en þrátt fyrir það var ekki nægi- lega hugað að skattahlið greiðslna úr verkfallssjóði fyrr en um sein- an. Hefðum við til dæmis getað breytt lögum sjóðsins þannig að þetta væri lán sem væri greitt til baka á löngum tíma? Ég spyr: Þurfum við 5 stöðu- gildi og fleiri nefndarmenn á laun- um til þess að reka batteríið fyrir okkar stétt sem hefur um 3.500 meðlimi? Er ekki tími til kominn að skera niður um að minnsta kosti 1-1,4% af þeim 2,4 sem við borgum mánaðarlega, kennarar góðir?! Það er ekki svo lítil kjara- bót. Við skulum ekki láta okkur standa á sama, hvernig fjármun- um okkar er varið og veitum að- hald með því að fylgjast með og láta í okkur heyra, Höfundur er íþróttakcnnari við Snælandsskóla, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.