Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirmaður flugslysarannsókna um snertilendingu á vatni Stórháskalegt og óskiljanlegt athæfi SKÚLI Jón Sigurðarson, yfirmaður flugslysarannsóknadeildar Flug- málastjórnar, segir að það athæfi að láta hjól landflugvélar snerta vatnsflöt sé stórháskalegt og það sé óskiljanlegt að nokkur maður skuli láta sér detta slíka ósvinnu í hng- Flugmennirnir Orn Johnson og Magnús Víkingur hafa verið sviptir flugleyfi fyrir að reyna þetta og hefur Héraðsdómur staðfest svipt- inguna. Skúli Jón vísaði þeim um- mælum þeirra, að ekki væri um hættulegt athæfi að ræða, alger- lega á bug, en þau ummæli koma fram í Morgunblaðinu í gær. Sagði hann að ábyrgð þessara flugmanna væri mikil að hafa þennan leik fyr- ir ungum og óreyndum fiugmönn- um, því þetta gæti aðeins endað á einn veg eða þann að það yrði ein- hveijum að fjörtjóni. Ekkert mætti út af bera til þess að illa færi. Skúli Jón sagðist ekki þekkja þau eðlisfræðilegu lögmál sem flug- mennimir vísuðu til þeirri fullyrð- ingu til stuðnings að ekki væri um hættulegt athæfí að ræða. Hitt væri víst að þeir sem yrðu fyrir því að þurfa að nauðlenda á vatni gerðu það á eins litlum hraða og þeir mögulega gætu ef nauðlending reyndist óhjákvæmileg og jafnvel sá slinkur sem óhjákvæmilega kæmi á flugvélina þegar hún sting- ist í vatnið hefði orðið mörgum manninum að fjörtjóni. „Eg þekki ekki þær eðlisfræðilegu reglur sem valda því að það er hættulaust að gera þetta. Eg veit auðvitað að mönnum getur tekist að láta vélar fleyta kerlingar á sléttu vatni, en guð hjálpi þeim ef eitthvað ber út af,“ sagði Skúli Jón ennfremur. Hann sagði að til viðbótar gætti misskilnings hjá þeim varðandi þá viðmiðunarformúlu sem þeir vitn- uðu til. Þar væri vísað til viðmiðun- arformúlu varðandi vatnsfleytingu á flugbrautum, en þar væri um allt aðra hluti að ræða. Það ætti ekkert skylt við það að flugvélar flytu á vatni og það væri með ólíkindum að sjá það haft eftir öðrum flug- manninum á prenti að hann teldi öruggara að lenda á 100 mílna hraða á vatnsfleti og færa sig síðan nær landi, en lenda á eins litlum hraða og mögulegt væri. Þetta lýsti ótrúlegri vanþekkingu og skorti á dómgreind. Skúli Jón sagðist sjálfur óvænt hafa orðið vitni að slíkri snertilendingu þessa flugmanns á Þingvallavatni í fyrrahaust ásamt hundruðum annarra og hefði að sínu mati ekki munað nema hárs- breidd að flugvélin steyptist fram yfir sig í vatnið. Nauðsynlegt að grípa í taumana Skúli Jón sagðist ekkert botna í flugmönnunum að hafa gert sig seka um þetta athæfi og verst væri að þeir væru að hafa þetta fyrir yngri mönnum. Hættan væri sú að þeir reyndu að leika þetta eftir. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa í taumana. „Ef menn hafa ekki vit fyrir sjálfum sér, verður einhver að hafa vit fyrir þeim að þessu leyti. Þetta er stórhættulegur leikur og ábyrgð þessara manna verður mikil að standa frammi fyrir aðstandend- um þeirra sem kynnu að slasa sig eða láta lífið við að reyna þetta,“ sagði Skúli Jón að lokum. Björn Jónsson tamningamaður um umfjöllun í sænsku tímariti Hrossið aldrei beitt harðræði BJÖRN Jónsson tamningamaður í Fagranesi í Skarðshreppi, sem sást eiga við fjögurra vetra fola í danskri mynd sem sýnd var í sjónvarpi í Svíþjóð um áramótin, segir að um- rætt hross hafi aldrei verið beitt harðræði af sinni hálfu. Hann segir að skrif sem birtust um atvikið í sænska blaðinu Ridsport nýlega og greint var frá í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag, séu frá sænskri konu sem sennilega eigi hagsmuna að gæta, en hún hafi byrjað búskap með ís- lenska hesta 1982. Björn er 27 ára gamall og hefur hann sótt námskeið í tamningum og starfað með hross frá barnsaldri, meðal annars á stærsta búgarði með íslensk hross í Danmörku. Hann seg- ir að danski þáttagerðarmaðurinn sem gerði umrædda mynd hafi gert nokkra sjónvarpsþætti um íslenskt þjóðlíf, og sjálfur hefði hann keypt tvo hesta af Birni. Hann hafi skrifað sér um bréf sænsku konunnar, sem kalli sig reiðkennara, en í því segi hún m.a. að umræddur hestur fái ekkert klapp eða knús og síðan kalli hún Björn og félaga hans heimska. „Mér finnst þetta vera kona sem sé súr yfir því að ekki hafí verið komið til hennar, en í bréfinu reynir hún að uppheija sjálfa sig. Þetta er það eina neikvæða sem komið hefur í kjölfar sýningar á myndinni. Mér finnst eftir því sem hún skrifar að hún ætti kannski að líta í eigin barm. Mér hefði fundist rétt að hún hefði talað við mig um þetta,“ sagði Björn. Átti ekki að fjalla um tamningar Hann sagði að umræddur sjón- varpsþáttur hefði ekki á neinn hátt átt að fjalla um tamningar og sjálfur hefði hann ekki viljað hafa myndina eins og hún var í endanlegri gerð þótt viðbrögð við sýningu hennar í Danmörku hefðu öll verið jákvæð. Myndin hefði hins vegar verið tekin í pörtum, en í henni virtist sem allt hefði átt sér stað á sama tíma. „Ef þetta hefði verið tekið í réttu samhengi hefði þetta verið allt í lagi. Hann var svolítið fyrir það að sýna hvað maður væri sterkur, en í þess- ari mynd er mjög harður foli og vildi hann fá_ að sýna þegar hann væri tekinn. Ég hef hins vegar aldrei lagt það í vana minn að beija hross og það var á engan hátt að hestinum væri misþyrmt eða honum ofboðið," sagði Björn. Hesturinn sem sást í myndinni hefur verið seldur til Danmerkur. Björn sagði útlendinga ekki gera sér grein fyrir að hross hér á landi gengju villt og væru oft hörð. „Ég veit að við tamningamenn vildum allir gefa miklu meiri tíma í tamning- una og kjass og kjams, en ég er hræddur um að fólkið sem við erum að temja fyrir væri ekkert ánægt að borga fyrir svoleiðis," sagði hann. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á fundi Samtaka um kvennalista um jafnréttismál ÓHÆTT er að slá því föstu að nefnd sem fjallar um fæðingarorlof á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins muni leggja til að karlmenn fái þar sérstakan rétt, að sögn Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra. Hann segist reikna með því að það muni hafa áhrif á það frumvarp sem sé til skoðun- ar í fjármálaráðuneytinu og niðurstaða úr því starfi muni fást í samráði við opinbera starfsmenn á tveimur til þremur vikum. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Hlaðvarpanum í gær, þar sem Friðrik og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, kynntu launastefnu' ríkis og borgar til jafn- réttis. Einnig flutti Þorgerður Einarsdóttur erindi með yfirskriftinni „Hvað í veröldinni tefur jafnrétti kynjanna?". Kynbundinn munur á launum karia og kvenna Friðrik greindi frá því að hann hefði skip- að starfshóp í fyrra til að fara yfir jafnréttis- mál í fjármálaráðuneytinu og stofnunum þess, m.a. hvort þar væri að finna kynbund- inn mismun í launamyndun, starfsframa, endurmenntun eða öðrum kjaratengdum þáttum starfsmanna. Starfshópurinn hefði skilað af sér skýrslu til ráðherra í lok ársins þar sem bent væri á ýmislegt sem betur mætti fara til að jafna hlut kvenna innan ráðuneytisins og stofnana þess. í könnuninni kom í ljós að ákveðinn kyn- bundinn mismunur reyndist vera á heildar- launum karla og kvenna. Þannig væru konur með lægri laun með eða án tillits til menntun- ar, auk þess sem samsetning launa væri ólík eftir kynjum. Ójafnt vægi kynjanna í hópi stjórnenda virtist að nokkru leyti skýra þenn- an mismun, en jafnframt virtust karlmenn duglegri að ná sér í aukaverkefni en konur auk þess að hafa lengri vinnutíma. Tilraun með kynhlutlaust starfsmat Ingibjörg Sólrún og Friðrik voru sammáia um að það væri vel athugandi að gera til- raun með kynhlutlaust starfsmat, samkvæmt áfangaskýrslu starfshóps um starfsmat. Starfshópurinn starfaði á vegum félagsmála- ráðuneytisins og skilaði af sér í þessum mánuði. Þar er lagt til að farið verði út í tilrauna- verkefni þar sem starfsmati verði beitt í einni eða tveimur stofnunum á vegum ríkisins, að ríkja um starfsmatstilraunina. Friðrik varaði eindregið við því að menn héldu að starfsmat leysti allan vanda. Vanda- málin væru mörg. Menn hefðu mismunandi skoðanir á því hvað bæri að verðlauna í vinnu. Sumir legðu t.d. áherslu á laun fyrir mennt- un á meðan aðrir legðu áherslu á sömu laun fyrir sömu vinnu. „Það er sjálfsagt að gera tilraun með kynhlutlaust starfsmat, en öllum verður að vera ljóst áður hvað eigi að fá út úr því og til hvers eigi að gera tilraunina," sagði hann. Dagvinnulaun kvenna 92% af launum karla hjá borginni Ingibjörg Sólrún sagði að ákveðin skref hefðu verið stigin í átt til bætts starfsum- hverfis og jafnréttis í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar eftir að R-listinn hefði komist til valda. Hún nefndi sem dæmi að boð hefðu verið látin út ganga til allra forstöðumanna stofn- ana og fyrirtækja á vegum borgarinnar um að það væri stefna borgarinnar að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar. Einnig sagði hún að fjöl- margar konur hefðu verið ráðnar í stjómun- arstöður og tímabundin verkefni á vegum borgarinnar. Ingibjörg greindi frá könnun sem gerð hefði verið af Félagsvísindastofnun þar sem borin hefðu verið saman laun karla og kvenna bæði innan einstakra stofnana Reykjavíkur- borgar og á milli þeirra. Markmiðið hefði m.a. verið að fá fram hvað metið er til ábyrgð- ar í ólíkum starfsgreinum þar sem sambæri- legar kröfur eru gerðar og hvernig það kæmi fram í launum. Þar hefði komið fram að konur í fullu starfi hjá Reykjavíkurborg hefðu að meðaltali verið með 66% af launum karla í mars á þessu ári, en í október hefðu þau verið komin í 70%. Ef eingöngu væru tekin dagvinnulaun hefðu konur verið með 90% af launum karla í mars, en þau hefðu verið komin upp í 92% í október. „Launamunurinn skýrist því fyrst og fremst af aukagreiðslum, s.s. akstursgreiðsl- um og fastri unninni yfirvinnu,“ sagði hún. „Hann er ekki nema að takmörkuðu leyti að finna í taxtakaupinu eða kjarasamningum, heldur miklu frekar í ákvörðunum sem eru teknar annars staðar." einu einkafyrirtæki og einu fyrirtæki eða stofnun á vegum Reykjavíkurborgar. Til- gangur verkefnisins sé að nota kynhiutlaust starfsmatskerfi til að raða störfum innbyrðis á hverjum vinnustað. Við val á fyrirtækjum yrði hugað að fjölbreytileika starfa og því að Morgunblaðið/Ásdís á vinnustaðnum séu bæði hefðbundin kvenna- og karlastörf. Ingibjörg Sólrún sagði að fullur hugur væri á því hjá Röykjavíkurborg að taka þátt í þessari tilraun, en það væri ljóst að þátttak- an krefðist mikillar vinnu og full sátt yrði Karlmenn fái sérstakan rétt á fæðingarorlofi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.