Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aðalsteinn og Pétur leituðu eftir viðbrögðum nokkurra aðila við handritinu, meðal annarra Maríu Siguijónsdóttur geðlæknis og séra Pálma Matthíassonar, sem gáfu þeim góðar ábendingar. „Sjálfsvíg er röng ákvörðun og ekki lausn á neinum vanda. Okkur var í mun að undirstrika þá staðreynd í verk- inu. Þess vegna var ráðgjöf þessara aðila vel þegin,“ segir Pétur. Aðalsteinn segir að Ekki svona! eigi sennilega brýnast erindi við ungt fólk á aldrinum 13-20 ára „en ég held engu að síður að allir for- eldrar hefðu gagn og gaman af því að sjá verkið“. Aðalpersóna leiksins, Skúli, er leikin af 24 ára gömlum leikara, Jóhanni G. Jóhannssyni. Kveðst hann kunna ágætlega við sig í hlut- verki unglingsins. „Ég er í góðri aðstöðu til að takast þetta hlutverk á hendur enda vinn ég í félagsmið- stöð, þar sem ég er í mjög nánum tengslum við unglinga dags dag- lega. Þetta er harður heimur enda verður lífið til muna flóknara þegar maður vaknar upp við það einn daginn að hlutir eru ekki annað- hvort réttir eða rangir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru unglingar á hinn bóginn afskaplega líkir okkur hinum,“ segir Jóhann. Hreyfanleg sýning Aðrir leikendur í sýningunni eru Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvars- son, Björn Jr. Friðbjörnsson, Einar Rafn Guðbrandsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Erla Ruth Harðardótt- ir, Ingrid Jónsdóttir og Óskar Ögri Birgisson. Leikmyndin er eftir Jón Þórisson en við uppsetningu Ekki svona! var tekið mið af því að hægt sé að sýna verkið víðar en í Möguleikhúsinu, til dæmis í skólum sem hafa yfir að ráða góðri aðstöðu til leiksýn- inga. Auk þess sem sýningin er hreyfanleg hvert á land sem er, eins og Aðalsteinn kemst að orði. Þá kemur til greina að bjóða upp á umræður að sýningu lokinni. Unglingar hafa til þessa ekki verið fyrirferðamikill hópur í ís- lenskum leikhúsum, þótt söngleikir á borð við Hárið, Súperstar og Rocky Horror hafi tvímælalaust höfðað til þeirra. En betur má ef duga skal, að mati Péturs. „Það er ekki gert nógu mikið af því að tala við þennan aldurshóp í fullri alvöru, hvorki í leikhúsi né annars staðar. Vissulega hafa þessir söngleikir margt til síns ágætis en þeir rista ekki djúpt frekar en kvikmyndirn- ar. Vonandi á Ekki svona! eftir að skilja eitthvað eftir sig, þótt verkið vekji eflaust upp fleiri spurningar en svör — enda eru þau ef til vill ekki til. Markmiðið er að ýta við fólki." Morgunblaðið/Halldór VINIRNIR Skúli (Jóhann G. Jóhannsson) og Gummi Palli (Einar Rafn Guð- brandsson) hafa fjarlægst enda er sá síðarnefndi kominn á fast. BJÖRN Jr. Friðbjörnsson fer með hlutverk hljóm- sveitartöffarans Svenna, auk þess að semja alla tón- listina sem flutt er í Ekki svona! SJÁLFSVÍG ungmenna hafa verið nokkuð til umræðu á íslandi hin síðari misseri. Nýjasta innleggið í þá umræðu er leikritið Ekki svona! eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz. Sýningin er sam- vinnuverkefni Möguleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur, auk þess sem hún nýtur stuðnings Mennta- málaráðuneytisins og Landlæknis- embættisins. Hugmyndin að verkinu kviknaði fyrir tveimur árum þegar Aðal- steinn og Pétur voru staddir á nám- skeiði í Óðinsvéum í Danmörku. Var þeim falið að skila verkefni um viðkvæmt efni og völdu sjálfsvíg. „Útgangspunkturinn var eiginlega sá að okkur langaði að skrifa um eitthvað sem yrði vandasamt að skrifa út frá,“ segir Aðalsteinn og bætir við að þrátt fyrir að sjálfsvíg sé viðkvæmt viðfangsefni eigi um- ræðan brýnt erindi við almenning. Pétur tekur i sama streng: „Fólk veit ekki hvernig það á að taka á sjálfsvígum og er fyrir vikið hrætt við að tala um þau. Ég hef þekkt unglinga sem hafa fyrirfarið sér og veit að umræðan er mikilvæg.“ Margt ber að hafa í huga þegar jafn viðkvæmt viðfangsefni og sjálfsvíg er annars vegar. Við gerð Ékki svona! segjast félagamir eink- um hafa kostað kapps um tvennt; að gera afarkostinn, sjálfsvígið, Sjálfsvíg er röng ákvörðnn! Mögnleikhúsið frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt ——— — leikrít, Ekki svona!, eftir Aðalstein Asberg Sigurðsson og Pétur Eggerz, sem jafnframt er leikstjóri. Er kastljósinu þar meðal annars beint að eldfímu efni - sjálfsvígum ung- menna, eins og Orri Páll Ormarsson komst að þegar hann brá sér á æfíngu. ekki aðlaðandi og að láta verkið ekki einkennast af þunglyndi frá upphafi til enda. Raunsæ mynd „Markmiðið var að draga upp raunsæja mynd af daglegu lífi ungl- ingsins og þótt fjallað sé um alvar- leg má! á borð við sjálfsvíg er leik- ritið á léttum nótum,“ segir Aðal- steinn og nefnir tónlistina, sem gegnir veigamiklu hlutverki í sýn- ingunni, sérstaklega í þessu sam- hengi. Er hún frumsamin af Birni Jr. Friðbjörnssyni. Ár er síðan ákveðið var að færa verkið upp í Möguleikhúsinu. Um líkt leyti hófst handritsvinnan af fullum krafti. „Við byijuðum eigin- lega á bakgrunninum og persónun- um og unnum okkur síðan inn i söguþráðinn. í upphafi vissum við ekki hvernig sagan myndi enda — og vitum það í raun ekki ennþá," segir Aðalsteinn. Að sögn höfundanna kom grund- vallarspurningin, „hvers vegna íhugar unglingur að fyrirfara sér?“, ítrekað upp á yfirborðið. Sakir þess hafi þeir gert sér aðalpersónuna strax í hugarlund. Ákveðið var að hún skyldi vera venjulegur strákur sem býr við venjulegar aðstæður. „Við vildum kynnast aðalpersón- unni áður en við fórum að skrifa — setja okkur inn í hennar heim,“ segir Aðalsteinn, „auk þess sem maður skilgreinir persónu ef til vill betur þegar tveir höfundar þurfa að þekkja hana.“ Leituðu til prests og geðlæknis Umræðan um vímuefnaneyslu unglinga hefur verið ofarlega á baugi síðasta kastið. Eiturlyf eru hins vegar ekki í brennidepli í Ekki svona!. „Eiturlyfjaumræðuna bar vissulega á góma á æfingaferlinu," segir Aðalsteinn. „Við ákváðum hins vegar að halda okkar striki og búa ekki til einn sökudólg enda erum við fyrst og fremst að fjalla um sígilt efni — sálarlíf — og fyrir vikið hefði sagan alveg eins getað gerst fyrir tuttugu eða þijátíu árum, þótt umgjörðin sé nútím- inn.“ Ást og ástleysi TONLIST Borgarlcikhúsinu SÖNGVA-OG SÖGUKVÖLD Arnar Jónsson, Kristinn Sigmunds- son og Jónas Ingimundarson fluttu söguna um Magelónu fögru, eftir Ludwig Tieck, í styttri útgáfu, sem tekin var saman og þýdd af Reyni Axelssyni. Inn í sögnna voru flétt- aðir söngvar eftir Brahms. Þriðju- dagurinn 20. febrúar, 1996. JOHANNES Brahms samdi í raun aðeins tvo lagaflokka, þ.e. Magelónu söngvana og Vier ernste Gesánge. í frumútgáfunni af Mag- elónu söngvunum, var yfirskriftin „Romanzen aus L. Tiecks Magel- one fúr eine Singstimme mit Pianoforte" og þar er greint frá því, að fyrstu sex söngvarnir séu samdir 1865 en lokið við níu til viðbótar íjórum árum síðar. Brahms, sem alinn var upp í hóru- húsi í Hamborg, mun aldrei hafa komist yfir fyrirlitningu sína á kvenfólki og ástin var honum Ijar- læg, þó hann reyndi að yfirvinna kvenhatur sitt og ætti nokkrar konur að vinum. I tónlist meistarans býr mikið þunglyndi og sorg, sem hann reyndi að sefa með trúarlegri til- beiðslu. Þrátt fyrir mikla tónræna fegurð Magelónu söngvanna, vantar í þá ástríðuna og því hent- uðu ljóðin eftir Tieck hugmyndum Brahms um þá ást, sem hann gat lofað og var klædd í blómskrýdda náttúrufegurð, grát og eilífa tryggð. Hjá Brahms hlaut hin sanna ást að vera himneskrar ættar, sem vakti aftur á móti upp hlátursviðbrögð hjá áheyrendum í Borgarleikhúsinu. Magelónu söngvarnir eru tölu- vert unnir sem tilbrigði og því stíl- lega mjög heilsteyptir og jafnvel á köflum einlitir. Þeir nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru gefnir út, en hafa líklega fallið úr tísku vegna þess, að þá var ekki hlegið að háleitri tilfinningasemi og ástin ekki samofin kynlífsfræðslu, eins og nú gerist að vera. Sögubrotið, sem Arnar las fal- lega, tilheyrir glötuðu fagurmati, svo að söngvarnir eftir Brahms eru íklæddir gleymsku þeirra sem hafa hafnað fegurð ástarinnar. Söngur Kristins var glæsilegur og leikur Jónasar oft ótrúlega falleg- ur, þó á stundum brigði fyrir atrið- um, sem minna voru unnin en æskilegt hefði verið, eins og t.d. í tíunda laginu, sem í efnisskrá er nefnt Örvænting. Þetta eru smáatriði og í heild var flutningurinn frábær eins t.d. í lokalaginu, sem ber yfirskriftina Trúföst ást varir lengi. Það var í raun undarlegt að upplifa þær gleymdu tilfmningar, sem birtast Ijóslifandi í góðri þýðingu Reynis Axelssonar og að heyra hlustendur hlæja þessar tilfinningar frá sér, eins og krakkar sem ekki hafa lært að kyssa. Enn og aftur er rétt að leggja áherslu á glæsilegan flutning Kristins og Jónasar og innilegan lestur Arnars, sem vel mætti end- urtaka, því hér var um að ræða listviðburð, er getur leitt fólk til þeirrar fortíðar, sem varpað gæti nýjum lit á kaldlitaðan samtíma harðneskju og ástleysis. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.