Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell MENN fylgdust grannt með framvindunni á hafnarvoginni í Sandgerði enda var í fyrstu lítið vitað um afdrif skipsins í tólf vindstigum og allt að 16 metra ölduhæð úti af Reykjanesi. Þeir vörpuðu öndinni léttar þegar stutt tilkynning barst úr farsíma Dagfara rétt fyrir kl. 9 að skipið væri enn ofansjáfar. FRÉTTIR DAGFARIGK 70 er 299 brúttórúmlesta stálskip, smiðað í Þýskalandi 1967. Dagfari GK 70 fékk á sig brotsjó út af Reykjanesi með fullfermi af loðnu Óvirk siglinga- tæki í haugasjó DAGFARI GK 70, um 300 tonna loðnuskip sem gert er út frá Sand- gerði, fékk á sig brot um kl. 8 í gærmorgun í haugasjó og tólf vind- stigum út af Stafnesi. Gluggar í brú brotnuðu og siglingatæki urðu óvirk en báturinn gekk fyrir eigin vélar- afli. Einn skipverji slasaðist lítil- lega, fékk hnykk á háls og bak þegar brotið reið yfir. Óttast var um tíma að nót skipsins, sem fór að hluta til í sjóinn, flæktist í skrúf- unni, en skipverjar náðu henni um borð aftur. Talstöðvar- og símasambands- laust var að mestu við skipið í rúm- lega þrjár klukkustundir. ðttast var um afdrif skipsins í fyrstu en um níuleytið barst stutt tilkynning í gegnum farsíma frá Dagfara að hann hefði fengið á sig brot undan Sandvík og öll siglingatæki væru óvirk en aðalvél og stýri í lagi. Varð- skipið Týr, sem var statt skammt undan Garðskaga, hélt af stað til aðstoðar skipveijum og sömuleiðis var TF-LÍF, þyrla Landshelgisgæsl- unnar, kvödd út. Samband rofnaði skyndilega Dagfari var á heimleið eftir loðnu- túr og var skipið með fullfermi, um 500 tonn. Veður var með alversta móti , ölduhæð allt að 16 metrar og vindur yfir 12 vindstig á köflum. Útgerðarmaður skipsins hafði IHafnir Sandvíkur Önglabrjótsnef' Reykjanestá Dagfari GK-70 fékk á sig brotsjó á siglingaleið vestur um í Reykjanesröst Garöskagi %Garður Sandgerði g vík j10km 1 5sjómilur verið í sambandi við skipið en allt samband rofnaði skyndilega um kl. 8. Hafði útgerðarmaðurinn þá sam- band við Slysavarnafélagið. Loft- skeytastöðin í Gufunesi kallaði til allra skipa á svæðinu og bað þau að reyna að hafa samband við Dag- fara. Loftskeytastöðin hafði einnig samband við Hákon ÞH sem var sunnan við Reykjanes, ufh klukku- tíma siglingu á eftir Dagfara. Þau skilaboð bárust frá Hákoni að ekki sæist til Dagfara á ratsjá. Slysa- varnafélagið kallaði þá út allar sínar sveitir á svæðinu sem voru til taks. TF-LÍF í loftið Engin skip komust út frá Sand- gerðishöfn vegna brims. Um kl. 8.40 lagði varðskipið Týr af stað áleiðis að Sandvík og um svipað leyti var Hákon ÞH kominn á þá slóð sem Dagfari hafði verið þegar síðast spurðist til hans. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, fór í loftið um kl. 9. Um svipað leyti tilkynnti skipstjórinn á togaran- um Víði EA, sem var staddur grunnt út af Reykjanesi, að hann teldi var- hugavert að reyna að sigla að Dag- fara vegna illskuveðurs og ákvað að lóna upp í veðrið og bíða átekta. Kl. 9.25 var TF-LÍF yfir Dagfara um 2,4 sjómílur norðvestur af Öngla- bijótsnefí. Gekk þá á með dimmum éljum og yfir tólf vindstig voru að vestan. Brúargluggar bakborðsmegin voru brotnir og einhveijar skemmdir voru á framþilfari. Hluti loðnunótar Dagfara ásamt tógi var komið í sjó- inn stjórnborðsmegin á skut. Skip- veijar voru komnir í flotgalla og voru í framhluta skipsins. Kl. 10.26 náðist talstöðvarsamband við skipið og var skipveijum gert aðvart um að loðnu- nótin væri í sjó og tókst þeim að ná henni inn. TF- LÍF fylgdist með Dag- fara þar til varðskipið Týr kom á vettvang um kl. 11. Hafði þá frekar bætt í vindinn ef eitthvað var og héldu skipin sjó út af Reykjanesi um miðjan dag í gær. VARÐSKIPIÐ Týr. Ögmundur Jónasson gagnrýndi Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á Alþingi Reynt að kæfa umræðu um afleiðingar niðurskurðar Ráðherra segir tollverði hafa viðhaft óviðeigandi ummæli FJÁRMÁLARÁÐHERRA var á Al- þingi í gær sakaður um að reyna að kæfa eðlilega umræðu um niður- skurð á fjárframlögum til tollgæslu og þar með minni möguleika toll- yfirvalda á að koma í veg fyrir smygl á fíkniefnum til landsins. Ogmundur Jónasson þingmaður Alþýðubandalags og óháðra spurði fjármálaráðherra á Alþingi í gær hvort það. hefði verið ætlun hans að áminna tollverði fyrir að vekja athygli á að efla þurfi tollgæslu. Ástæðan var sú að tollverðir, sem í viðtali við DV um fíkniefnavand- ann lýstu áhyggjum sínum af niður- skurði á fjárframlögum til tollgæsl- unnar, voru kallaðir fyrir tollstjóra. i DV kom fram að þeim var sagt að samkvæmt fyrirmælum fjár- málaráðherra væri í ráði að veita þeim skriflega áminningu. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að af hálfu fjármála- ráðuneytisins hefði tollstjóra verið falið bréflega að kynna starfsmönn- um sínum þær reglur sem giltu um samskipti við fjölmiðla. Friðrik sagði að þær reglur, sem gefnar voru út 1960 kvæðu ótvírætt á um að starfsmönnum væri óheimilt að upplýsa íjölmiðla um það sem væri á þeirra starfssviði. Friðrik sagði að í bréfinu til toll- stjóra hefði einnig komið fram að fjármálaráðherra þætti orð tollvarð- anna óviðeigandi og teldi að þeir hefðu farið út fyrir verksvið sitt. Þessi afstaða hefði verið kynnt starfsmönnunum og afskiptum fjár- málaráðherra af málinu væri lokið. Til greina hefði komið að veita toll- vörðunum skriflega áminningu en af því varð ekki. Óviðeigandi ummæli Ögmundur Jónasson sagði þetta sýna að fjármálaráðherra hefði reynt að kæfa niður eðlilega opin- bera umræðu um mjög alvarlegt mál. Hann sagðist minnast þess að lögreglumenn í Reykjavík hefðu margoft vakið athygli á því að ekki séu nægilega margir lögreglumenn í bænum til að halda uppi eðlilegri gæslu. „Er það umræða af þessu tagi sem á að þurrka út?“ spurði Ögmundur og spurði hvaða um- mæli tollvarðanna hefðu verið svona óviðeigandi. Friðrik sagði að sér fyndist ekki viðeigandi, þegar haft væri eftir einkennisklæddum tollverði á for- síðu DV, að það séu ótakmarkaðir möguleikar á eiturlyfjasmygli. „Ef menn þurfa að kvarta undan því að það vanti íjármuni þá snúa menn sér til yfirmannanná. Ef blaðamenn þurfa að tala við tollinn eiga þeir að snúa sér til yfirmann- anna og ef það er verið að kvarta um fjármuni þá á það að fara rétt- ar boðleiðir. Það getur vel verið að ýmsum finnist það vera sniðugt í sinni kjarabaráttu, til að fá aukna vinnu fyrir sig, að fara með þessi viðkvæmu mál í fjölmiðla með þessum hætti. En ég bið menn um að íhuga það hvort þeir eru að gera æsku landsins gagn með því að gefa svona yfirlýsingar eða hvort það sé ekki betra fyrir alla aðila að menn ræði þessi mál inni á sinni stofnun áður en birtar eru fréttir á borð við þetta,“ sagði Frið- rik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.