Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 41 BRÉFTIL BLAÐSINS Tilvistarkreppa Tævans Frá Karli Gunnarssyni: NÚ NÝLEGA hefur kommúnista- stjórnin í Peking orðið æ háværari í kröfu sinni um sameiningu kínversku ríkjanna. Þar sem Hong Kong verður aftur hluti af Kínverska alþýðulýð- veldinu strax á næsta ári gæti þetta verið fyrsta skref Pekingstjórnarinn- ar í áframhaldandi útþenslustefnu. Það virðist sama hvað gengur á í Kína, Vesturlandabúar virðast vera tilbúnir til að horfa framhjá því, meðal annars hvernig einstaklingur- inn er troðinn ofan í svaðið. Þegar athygli Vesturlandabúa var dregin að ástandi mála í Suður-Afr- íku var ekki um athafnaleysi að ræða. Viðskiptabönn voru sett á og almenningur lýsti yfir í orði og verki vanþóknun sinni á stjórnvöldum í Suður-Afríku. Ekki ætla ég að dæma hvort það sé verra að mismuna fólki eftir litarafti eða að lýðræðislega troða alla jafnt niður í svaðið. Tævan skör lægra Staðreyndin sem blasir við núna er sú að Kínverska lýðveldið, í dag- legu tali nefnt Tævan, virðist sett skör lægra en Kínverska alþýðulýð- veldið í alþjóðasamskiptum. Nær- tækt dærni er hegðun vors ágæta forseta. í Kínaferð sinni samþykkir hún með brosi á brá í samtali við ráðamenn, kínverskan kollega sinn ef ég man rétt, að mannréttindi séu afstæð. Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við hve litla virðingu íslendingar almennt bera fyrir ein- staklingsfrelsi. Það sem mér blöskrar hinsVegar eru viðbrögð forseta okkar við frétt í tævönsku dagblaði þess efnis að hún hafi tekið vel undir hugmyndir um opinbera heimsókn forseta Tævan. Talsmenn forseta voru snöggir að afneita öllu sann- leiksgildi fréttarinnar þar sem greini- lega þótti þar á bæ að opinber heim- sókn tævanskra ráðamanna til fs- lands væri algerlega ðviðeigandi. Hættan sem steðjar að er sú að Pekingstjórnin komi vilja sínum fram án þess að hreyft verði nokkrum mótbárum á alþjóðavettvangi. Innli- mun Tævan í Kínverska alþýðulýð- veldið er ekki ásættanleg nema vilji heimamanna á Tævan sé fyrir hendi. Pekingstjórnin hefur lýst því yfir að hún vilji gera sameiningu kínversku ríkjanna að veruleika með diplóma- tískum aðferðum. Stjórnin í Peking hefur á hinn bóginn látið í það skína að ef diplómatískar leiðir verði ekki þeim í hag séu alltaf til aðrir úrkostir. Völd Bandaríkjanna Sagt hefur verið að eftir fall Sovét- ríkjanna hafi aðeins staðið eitt stór- veldi eftir, Bandaríkin. En tvö ríki eru í dag að gera sitt besta til að komast í þennan eftirsótta klúbb, Indland og að sjálfsögðu Kína. Það sem fæstir gera sér kannski grein fyrir er að völd Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi fara minnkandi í samræmi við áframhaldandi hernað- arniðurskurð. Það er hinsvegar ekki niðurskurði fyrir að fara í hernaðar- málum hjá Kínverska alþýðulýðveld- inu. Á síðustu sex árum hafa Kínveij- ar á meginlandinu notað efnahags- uppsveifluna til að auka útgjöld til heraflans um 140 prósent! Og það sem keypt hefur verið fyrir pening- ana kemur landvörnum lítið við. Sá búnaður sem alþýðuherinn hefur safnað til sín er að mestu leyti ætlað- ur til þess að gera honum mögulegt að beita sér af krafti fjær heimahög- um en honum hefur áður verið kleift. Sem dæmi má nefna að verið er að reyna að breyta flotanum úr strand- flota yfir í úthafsflota. Með þessu áframhaldi mun ekkert ríki geta staðið uppi í hárinu á Kínverska al- þýðulýðveldinu snemma á næstu öld. Þetta er það sem peningar Vestur- landabúa fara í þegar við verslum við markaðskommúnistana í Peking. Vonandi er ekki eina ástæðan fyr- ir því hve gjörn við erum að sjá í gegnum fingur við Kína og snið- göngum jafnframt Tævan einhverjar ranghugmyndir um vöruskiptajöfn- uð. Við virðumst tilbúin til að fyrir- gefa Peking margt meðan við sjáum meginland Kína sem ónýttan markað þegar Tævan hinsvegar er stórveldi í viðskiptum. í huga okkar virðist versti óleikur sem nokkur þjóð getur gert okkur vera að bjóða okkur vöru sem er hagkvæmara að flytja inn en framleiða heima, innflutningur er „vondur" en útflutningur „góður“. Með þessum skrifum er ég ekki að reyna að æsa upp kröfur um við- skiptabann á Kína eða aðrar slíkar refsiaðgerðir. Hinsvegar finnst mér nauðsynlegt að vekja fólk til um- hugsunar um það sem gengur á í kringum það í heiminum. Við verðum hvert og eitt að gera upp huga okk- ar um hvar við stöndum, hvert okkar hlutverk er og hvað við getum gert til að hafa áhrif á málin. KARL GUNNARSSON, Kársnesbraut 21d, Kópavogi. Fleiri hafa áhuga á tónlist en fullorðið fólk Frá Herborgu Jónasdóttur og Hörpu Berndsen: ÞAÐ vakti athygli okkar að á verðlaunaafhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna var aldurs- takmark 18 ár. Okkur finnst það mjög skrýtið vegna þess að fyrr í þessum mán- uði lágu fyrir atkvæðaseðlar í blöðum og var öllum heimilt að greiða atkvæði, sem við gerðum. Okkur fannst mjög furðulegt að okkur væri ekki heimilaður að- gangur að þessari afhendingu. Við vitum ekki betur en að það sé í flestum tilvikum fólk á okkar aldri, þ.e.a.s. unglingar, sem kaupa plöturnar og efla vinsældir þessara tónlistarmanna. Við hringdum og spurðumst fyrir um þetta og þá kom í ljós að ástæðan fyrir aldurstakmark- inu væri sú að í boði yrðu vínveit- ingar þetta kvöld: Hvernig væri þá að sleppa vínveitingunum? Okkur þætti gott að fá betri skýringu á þessu en þessa. Við vitum að í þetta sinn verður ekk- ert gert í málinu. Við skorum hins vegar á þá sem standa að þessari verðlaunaaf- hendingu að hugsa sinn gang og taka málið til athugunar fyrir næsta ár, því það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenskri tónlist en fullorðið fólk. HERBORG JÓNASDÓTTIR, HARPA BERNDSEN, 15 ára. TG-702 PM Þrekhjól m. púlsmæli * Tölvu-púlsmælir * Newton þyngdarstillir * Breitt, mjúkt sæti Verð 26.306. Nú 18.414. FEBRUARTILBOÐ TONIC þiektaki - Póstsendum um land allt TM-302 Þrekstigi Deluxe ★ Tölvumælir ★ Mjúkt, stórt, „stýri ★ Mjög stöðugur Verð 26.306. Nú 18.414. TC-1828 Klifurstigí Deluxe ★ Tölvumælir ★ Stillanleg hæð fyrir hendur ★ Mjög stöðugur Verð 31.460. Nú 22.022. Opfð laugardaga kl. 10-14 J&&LI SKEIFUNNI 11, SÍMI 588 9890. LADA getur verið raunhæfur kostur fyrir þig , ’ 'RBN>NNSlrír™4G|? B A700sm3v« Lada Sport - Öflugri og beturbúinn. Mun öflugri vél, léttara stýri, stærra farangursrými, betri sæti, ný og breytt innrétting. 989.000 kr. Lada Skutbíll - Rúmgóður og kraftmikill Hentar þeim sem þurfa talsvert farangursrými. Jafnvígur sem vinnubíll og fjölskyldubíll. 697.000 kr. Lada Samara - Lúxus án íburðar. Samara er rúmgóður, sparneytinn og ódýr bíll sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi í gegnum tíðina. 664.000 kr. Lada Safir - Ódýrasti bíllinn á íslandi. Sterkbyggður og eyðslugrannur fimm manna bíli sem hentar vel í bæjarakstri og er öruggur í langferðum. 588.000 kr. Negld vetrardekk og sumardekk fylgja. LAPA afar raunhæfur kostur ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.