Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • L AGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLl • FRÉTTIR • JMwgwiMiútíb Prentsmiðja Morgunblaðsins Fðstudagur 1. marz 1996 Blað Ð Stimpilgjald og fleiri gjöld Kostnaður eins og stimpilgjald, þinglýsingarkostnaður og lán- tökukostnaður skipta verulegu máli, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. Það þarf því að gera ráð fyrir þessum kostnaði fyrir- fram. / 2 ? Kostir grunnvatnsins Undir hinum nýja flugvelli í Gardermoen við Osló er mesti forði Noregs af grunnvatni, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson í þættinum Lagna- fréttir. Það verður m. a. notað til þess að hita upp flugvallar- byggingarnar. / 26 ? Ú T T E K T Islendingar byggja ÞAÐ er ekki oft, sem ís- lenzk byggingafyrir- tæki hasla sér völl er- lendis. Fyrir tveimur árum hóf byggingafyrirtækið Ger. hf., sem er í eigu Islenzkra Aðal- verktaka og Armannsfells, smfði á Permaformíbúðum í grennd við Stuttgart í Þýzka- landi. í fyrstu voru byggðar fjórar íbúðir, sem seldust strax, en síðan var byrjað á tveimur húsum með tíu íbúð- um hvort og af þeim er tæpur helmingurinn seldur. Þetta kemur m. a. fram í viðtalsgrein við Ármann Örn Armannsson hér í blaðinu í dag, en hann er nýkominn heim eftir nær tveggja ára dvöl sem framkvæmdastjdri Gers hf. í Þýzkalandi. Þar kemur líka fram, að verðlagning á íbúðum í Þýzka- landi er með allt öðrum hætti en hér. f fyrsta lagi eru lóðir þar í landi miklu dýrarí. Til viðbótar er mun dýrara að byggja í Þýskalandi. Þar eru m. a. gerðar kröfur uiu 40% meiri járnabindingar en hjá okkur, enda þótt hér á landi séu samt gerðar ftrustu kröfur á því sviði vegna jarðskjálfta- hættu. Laun eru líka miklu hærri í Þýzkalandi en hér. — Astæðan fyrir því, að ákveðið var að byggja Permaformíbúðir, var fyrst og fremst sú, að þessar íbúðir höfðu vegna lágs verðs og margvíslegra kosta hlotið frá- bærar mtíttökur hér heima, segir Ármann Örn. /16 ? Greiddar vaxtabætur fara hækkandi GREIDDAR vaxtabætur hækk- uðu talsvert á síðasta ári miðað við árið þar á undan eða úr rúmum 2,7 milljörðum í rúml. 3 milljarða kr. eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, en hún sýnir yfirlit yfir þróun vaxtabóta og húsnæðisbóta frá árinu 1990. Á milli áranna 1994 og 1995 hækkuðu meðal vaxtabæt- ur yfír landið um 5.057 kr. Húsnæðisbætur voru afnumdar frá og með árinu 1993 og vaxtabæt- ur tóku þá alfarið við. Skýringin á hækkandi vaxtabótum felst m. a. væntanlega í því, að þeir, sem elleg- ar hefðu hagnýtt sér húsnæðis- bótakerfið, væri það enn við lýði, fá nú vaxtabætur. Þannig fjölgaði þeim úr 43.876, sem fengu vaxtabætur við álagn- ingu 1994, í 48.679 árið 1995. Sú regla, að 10% skyldu dragast frá þeim vaxtagjöldum, sem mynduðu vaxtabótastomirin, var einnig af- numin. Þá hafa hækkanir á vísitölu einnig einhver áhrif til hækkunar á vaxtabótum milli ára. Vaxtabætur ættu að sveifiast eitthvað eftir því, hvort vextir fara hækkandi eða lækkandi í landinu. Vaxtalækkanir hafa þó sennilega ekki mikil áhrif á vaxtabætur, sök- um þess að margir íbúðarkaupend- ur og íbúðarbyggjendur eru það skuldugir, að vaxtagjöld þeirra ná áfram því hámarki, sem þarf til þess að fá fullar vaxtabætur. Vaxtabætur skipta því miklu máli fyrir þá, sem eru að kaupa eða byggja, en allir þeir, sem eiga íbúð- arhúsnæði til eigin nota, eiga rétt á vaxtabótum og sama á við þá, sem keypt hafa eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð. Með eigin nötum er átt við, að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eig- anda þess sjálfum. Rétturinn stofnast á því ári, sem íbúð eða eignarhluti er keyptur eða bygging hafin. Vaxtabætur eru ákvarðaðar samkvæmt upplýsing- um á skattframtali og eru greidd- ar út í einu lagi eftir álagningu skatta. Vaxta- og húsnæðisbætur 1990-95 (skv. álagningu, allt landið) Húsnæðisbætur 3.041 2.812 3.023 milljónir kr. 1.429 1.757 614 2.198 549 2.493 2.756 QC CQ 5fc 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuld- breyta eða stœkka viðþig Bs, Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Rtstcignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: * Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. . Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. • Þásemeigalítiðvcðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðarlegar afborganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fartir(%) Wár 15ár 2Sár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miöaö cr viö jafngreiðslulán. •Auk veröbóta Sendu inn umsókn eðafáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. Skandia FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ SKANDIA HF,. LAUGAVEGI 17Q 1Q5 REYKJAVÍK. SlMI 56 19 7 00., FAX 55 26 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.