Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 7 FRETTIR Innheimta STEFgjalda Samtök iðnaðar- ins ætla í prófmál SAMTÖK iðnaðarins ætla að láta reyna á innheimtu STEFgjalda hjá hárgreiðslustofu fyrir dómi með því að taka til varna. Ólafur Helgi Árnason, lögmaður Samtaka iðnaðarins, segir að nokkr- ar hárgreiðslustofur hafi fengið inn- heimtubréf vegna STEFgjalda og verði ein þeirra tekin út úr og málið rekið sem nokkurs konar prófmál. Ólafur segir að það sé skýrt og skorinoít í lögum að greiða þurfi STEFgjöld ef tónlist er útvarpað á almannafæri og um það efist enginn. Útvarp á almannafæri „Spurningin snýst fremur um það hvað sé útvarp á almannafæri. Sum- a.r hárgreiðslustofur eru kannski með marga hátalara og með útvarpsspil- un sem lið í sinni þjónustu en svo eru kannski aðrar ef til vill aðeins með venjulegt útvarpstæki eins og margir hafa hjá sér í vinnunni. Ég er á því að það sé fullangt gengið að innheimta STEFgjöld vegna slíkr- ar notkunar," sagði Ólafur. Ólafur bendir á að skylduáskrift sé að útvarpi og því hafi allir útvarps- eigendur greitt STEFgjöld af að minnsta kostí einu viðtæki. „Flestir sem koma inn á hárgreiðslustofur hafa greitt afnotagjöld eða þá ein- hver úr fjölskyldunni. STEFgjöldin eru greidd með afnotagjöldum og spurningin er hvort hægt er að rukka menn oft um sömu gjöldin." ? ? ? Aðstaða í kerskála verði rann- sökuð STJÓRN verkamannafélagsins Hlíf- ar hefur farið þess á leit að Vinnueft- irlit ríkisins láti fara fram rannsókn- ir á vinnuaðstöðu starfsmanna í eldri kerskála íslenska álfélagsins hf. í bréfí stjórnar Hlífar til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins segir að mikil mengun og óeðlilega hæg loftskipti séu í kerskálanum og við ákveðin veðurskilyrði sé vinnuaðstaða í skál- anum mjög slæm og heilsuspillandi að mati margra starfsmanna sem þar vinni. Þess er óskað að í rann- sóknum Vinnueftirlitsins verði lögð áhersla á að kanna sem best and- rúmsloft í skálanum við breytilegar veðuraðstæður. Rannsóknunum verði flýtt eins og mögulegt sé og breytingar gerðar á loftræstibúnaði skálans reynist þeirra þörf. í bréfinu segir að „þær rannsókn- ir á mengun í andrúmslofti og vinnu- aðstöðu í kerskálum ÍSAL, sem stjórn Hlífar og starfsmenn kerskála eiga aðgang að, eru framkvæmdai af fyrirtækinu sjálfu og hljóta þvi að teljast vafasamar og jafnvel hlut- drægar". Ennfremur segir: „Stjórn Hlífar efast ekki um að Vinnueftirlit ríkis- ins hafi 'fylgst vel með þeim breyting- um, sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum á tækjum og loft- hreinsibúnaði í kerskálum ÍSAL og þeim breyttu vinnuaðstæðum, sem fylgt hafa í kjölfar þess, bæði í and- rúmslofti og á öðrum sviðum. Þess vegna óskar stjórn Hlífar eftir að fá að sjá niðurstöðu þeirra rannsókna, sem Vinnueftirlit ríkisins hlýtur að hafa gert áður en endanlegt leyfi fyrir núverandi lofthreinsibúnaði var veitt fyrirtækinu." Að loknum útdrætti á miðvikudagskvöld verður aukaútdráttur í Víkingalottóinu þar sem dreginn verður út einn vinningur að upphæð 57 milljónir. Sami miðinn gildir í báðum útdráttum svo að þátttakendur fá tvö tækifæri til að vinna á sama miðann. 1 ^^^' liiU MILL Ni Fyrri útdrátturinn verður með hefðbundnu sniði. Þar verður dreginn út 1. vinningur sem er áætlaður 100 milljónir króna. 57 MILU IIR Vinnufélagar, starfsmannafélög og vinahópar! Munið eftir kerfisseðlunum. I seinni útdrættinum verður dreginn út einn vinningur, að upphæð 57 milljónir króna. Þessi vinningur er sameiginlegt framlag norrænu fyrirtækjanna sem standa að Víkingalottóinu. Til þess að hljóta hann þarf að hafa sex tölur réttar. Hver röð kostar aðeins 20 kr. c co -a Nú er lag! Tvö tœkifærí á hvern nuða. -og Kínó í kaupbœti Þeir sem kaupa 10 raða miða í Víkingalottóinu dagana 4., 5. og 6. ____________ mars nk. milli kl. 9.00 og 19.00 (nema miðvikudag til kl. 17.00) fá sex talna Kínó-miða að andvirði 50 kr. í kaupbæti. Kínó-miðinn gildir samdægurs. soo 1 ^kinn^isins V I K I N G Til mikils að vinna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.