Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg REYKJAVIKURBORG hefur hleypt af stokkunum vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í borginni. Stefrit er að því að 14 vinnuhópar í tengslum við ákveð- ið framlag til ferðaþjónustu skili niðurstöðum til verkefnisstjórnar í lok ársins. Með því móti hafi verkefnisstjórnin fengið nægileg . gögn í hendurnar til að vinna úr og skila af sér niðurstöðu haustið 1997. Verkefnið hefur hlotið vinnuheitið „Stefnumót 2002". Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, rakti aðdraganda verkefnisins á blaðamannafundi á þriðjudag. Hún sagði að umræðan um nauðsyn stefnu í ferðaþjón- ustunni í borginni hefði hafist innan ferðamálanefndar Reykja- víkurborgar í mars sl. Eftir að Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar hefði verið sett á laggirnar og ferðamálafull- trúi ráðinn til sterfa hefði svo eiginlegur undirbúningur hafist, t.d hefði Anna Margrét Guðjóns- dóttir ferðamálafulltrúi farið til írlands til að kynna uppbyggingu ferðaþjónustu í Dublin og Cork í sumar. Borgarráð samþykkti að hafin yrði vinna við stefnumótun i ferðaþjónustu samkvæmt drögum frá AFR á fundi sínum 21. desem- ber. Formaður var skipaður Þór- ólfur Árnason, framkvæmdnstjóri JJ Stefnumót 2002" markaðssviðs Olíufélagsins hf. ESSO, og verkefniss^jóri Anna Margrét Guðjónsdóttir ferða- málafulltrúi. Verkcfnisstjórn er skipuð blöndu af fagfólki í ferða- þjónustu og fólki með reynslu af öðrum sviðum þjóðlífsins, t.d. verslun, mcnningu og fjölmiðlum. Stjórnarmenn eru ekki fulltrúar ákveðinna hagsmunahópa heldur var leitað eftir ólíkum sjónarmið- um við stef numörkunina. Um leið er hvatt til að nálgast viðfangs- efnið á óhefðbundinn hátt. Ahugi í borgarstofnunum Þórólfur Árnason sagði að ákveðið hefði verið að nota hefð- bundnar aðferðir í stefnumótun- arvinnu. Með því að greina styrk- leika og veikleika, ógnir og tæki- færi væri sköpuð f6tfesta til úr- bóta. „í vinnu af því tagi hefur komið á óvart að það sem virðist veikleiki eða ógnun við fyrstu sýn reynist oft fela í sér mUdl sóknar- tækifæri. Oft er t.d. talað um smæð þjóðarinnar og einangrun en í smæðinni felast ýmis tækfæri enda er enginn hræddur við okk- ur og við höfum hraðari og styttri boðleiðir. Einangrunin gefur okk- ur náttúruperlu hér í miðju Atl- antshafinu," sagði hann. Þórólfur tók fram að af því að stefnumótun á vegum félagasam- taka/bæjaryfirvalda væri oft frá- brugðin stefnumótun fyrirtækja þar sem gerandinn væri ekki jafn skilgrciudur væri mjög mikilvægt að virkja sem flesta í verkefninu á vinnslutímanum. Verkefnis- stjórnin hefði því ákveðið að mynda 14 vinnuhópa utan um til- tekið framlag í ferðaþjónustunni. Þóróifur vakti t.d. athygli á vinnuhóp vegna borgarstofnana og sagði að mikili áhugi væri hjá ýmsum borgarstofnunum, t.d. raf- magnsveitu, vatnsveitu og höfn- inni, fyrir verkefninu. Af öðrum vinnuhópum má nefna vinnuhóp i tengslum við skóla/námskeið, umhverfi, íþróttir, menningu, at- vinnulíf, samgöngur, nýsköpun o.fl. Stefnt er að því að hóparnir hafi lokið störfum í lok þess árs og verkefnisstjórn hafi þá nægi- lega mikið efni til að vinna úr og ' móta stefnu sem síðan yrði lögð fram haustið 1997. Góð reynsla á Irlandi Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi greindi frá ferð sinni til Irlands á fundinum. Hún sagði að íslendingar gætu ýmis- legt lært af írum í ferðamanna- þjónustu og eðlUegra virtist vera að sækja fyrirmyndir til Cork/Keyrry héraðs en Dublinar. I héraðinu var hafist handa við uppbyggingu ferðamannaþjón- ustu fyrir fjármuni frá Evrópu- sambandinu árið 1987.1 kjölfarið fjölgaði ferðamönnum töluvert, t.d. varð 50% fjölgun ferðamanna í héraðinu á árunum 1989 og 1990. I Cork tókust sambönd við Frank Donaldsson, aðstoðar- ferðamálastjóra í héraðinu, en hann hefur unnið við stefnumótun í ferðaþjónustu í 25 ár, bæði á írlandi og víðs vegar í Evrópu á vegum Evrópusambandsins. Hann hefur verið faglegur ráðgjafi Reykjavíkurborgar frá því verk- efnið hófst. HELGI Pétursson formaður ferðamálanefndar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri, Þórólfur Árnason formaður verkefnisins og Anna Margrét Guðjónsdóttir kynna verkefnið. Morgunblaðið/Þorkell Sakar formann P.í. um að vega að biskupi Þátturí valdabaráttu innanþjóð- kirkjunnar RAGNAR Aðalsteinsson, lögmað- ur biskups íslands, segir að drög að ályktun, sem Geir Waage, for- maður Prestafélags íslands, lagði fram á stjórnarfundi í fyrradag hafi haft þann eina tilgang að vega að biskupnum. Þetta sé liður í valdabaráttu innan kirkjunnar. Oánægja er innan stjórnar Pre- stafélagsins með drögin og vinnu- brögð Geirs Waage. „Skjalið hefur alveg augljós- lega aðeins einn tilgang, að vega að biskupi íslands. Ég tel að sú tilraun, sem þarna var gerð, sé þáttur í valdabaráttu innan kirkj- unnar og komi máli Sigrúnar Pálínu ekkert við," sagði Ragnar Aðalsteinsson. Ragnar sagði að málsmeðferð formanns Prestafélagsins og efni tillögunnar séu brot á siðareglum Prestafélagsins og öllum eðlileg- um samskiptareglum. Aðspurður hvort þetta kallaði á einhver við- brögð af hálfu biskupsins sagði Ragnar að, að sínu mati kallaði þetta fyrst og fremst _á viðbrögð stjórnar Prestafélags íslands. Sr. Geir Waage vildi ekki tjá sig um gagnrýni Ragnars Aðal- steinssonar þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær. Ólgu gætir innan stjórnar Pre- stafélagsins vegna þessa máls. Prestar, sem sæti eiga í stjórn- inni, sögðu í samtali við Morgun- blaðið í gær að trúnáðarbrestur hefði orðið innan stjórnarinnar og hún yrði að taka málið til umfjöll- unar á næsta fundi. Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, gaf skýrslu um þær ásak- anir sem á hann hafa verið born- ar í jupphafi prófastafundar í gær. í kjölfarið urðu umræður um málið. Von er á ályktun frá fundinum um málið í dag eða á morgun. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins gagnrýnir formann Almannavarnaráðs GUÐJÓN Petersen bæjarstjóri í Snæfellsbæ og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins segist ekki hafa haft svigrúm til þess að sinna starfi sínu og þess vegna sagt því lausu. Þetta kemur , fram í viðtali Þorsteins Erlingssonar við Guðjón í tímaritinu Mannlífi sem kom út í gær. Guðjón segir í viðtal- inu að starfið hafi „aftur og aftur valdið árekstrum og látum" milli sín og Hafsteins Hafsteinssonar for- stjóra Landhelgisgæslunnar og for- manns Almannavarnaráðs og að lokum hafi samskiptin verið orðin þannig að „ekki gekk á öðru en skömmum". Hafsteinn vildi ekki tjá sig um gagnrýni Guðjóns í samtali við Morgunblaðið. Arið 1979 var lögum um al- mannavarnir breytt á þann hátt að gera Almannavarnaráð að stjórn Almannavarna, stofna embætti framkvæmdastjóra, sem Guðjón gegndi fyrstur manna, og að lög- skipa forstjóra Landhelgisgæslunn- ar í ráðið. Hafsteinn Hafsteinsson var skipaður formaður Almanna- varnaráðs árið 1993. Segir Guðjón það hafa á sínum tíma „þótt skrýtið að skipa nýráðinn forstjóra Land- helgisgæslunnar strax formann Al- mannavarnaráðs, algerlega án þess að hafa nokkra reynslu eða yfirsýn yfir störf Almannavarnaráðs". Jafn- framt segir hann það hafa tíðkast að íormaður ráðsins og fram- Ekkert svigrúm, skammir og einelti kvæmdastjóri Almannavarna sæktu báðir fundi með dómsmálaráðherra þegar þurft hafi að koma málum varðandi starfsemina á framfæri en slíkt hafi lagst af þegar Hafsteinn Hafsteinsson tók við. Stefnumarkandi ákvarðanir ekki til umræðu Guðjón segir formann Almanna- varnaráðs „hafa mikið með það að segja hvaða málefni eru tekin fyrir, í hvaða röð og hvenær og stýra umræðu". Síðan sé það fram- kvæmdastjórans að taka þau að sér og sjá um að af framkvæmdum verði og koma með hugmyndir og tillögur sem ráðið geti breytt, staðfest eða hafnað. Segist hann hafa hitt dóms- málaráðherra þrisvar til að greina honum frá áhyggjum yfir því að „hlutirnir hafi ekki verið eins og hann vildi". „Þessi nýi formaður ráðsins hefur verið gjörsamlega upptekinn af smá- málum, sem eru í raun ekki Al- mannavarnaráðs að skipta sér af, og hefur það verið á kostnað aðalatr- iðanna. Hinar stóru og stefnumark- andi ákvarðanir hafa hreinlega ekki verið til umræðu," segir hann. Guð- jót) segir einnig að nýr formaður Almannavarnaráðs hafi tekið að sér daglega stjórn án þess að kalla ráð- ið til, sem ekki samrýmist lögum. Bendir hann ennfremur á að flutningiir höfuðstöðva Almanna- varna ríkisins að Seljavegi hafi ver- ið keyrður í gegnum ráðið því sem næst án umræðu. Hagsýslustofnun hafði reiknast til að flutningskostn- aður yrði 320.000 krónur en starfs- menn Almannavarna hafi talið að mikill kostnaður myndi hljótast af því að flytja í mikla fjarlægð frá stjórnstöðinni við Hverfisgötu og virðist endanleg útgjöld verða um sjö milljónir króna. „Það tekur Almannavarnir ríkis- ins tólf til fimmtán ár að komast aftur á fjárhagslegan byrjunarreit ef því verður fylgt eftir sem Hag- sýslustofnun lagði til ... rekstrar- kostnaður kemur til með að aukast töluvert," segir Guðjón og nefnir sem dæmi dýrara símkerfi og bens- ínkostnað vegna vegalengdar frá stjórnstöð og tíðra ferða starfs- manna á milli. „En það má reikna með um sex kílómetra ferðalagi fyr- ir hvert viðvik sem þarf að fram- kvæma í stjórnstöðinni," segir hann. Guðjón segir auk þess að „skorið hafi verið á" alþjóðlegt samstarf og Almannavarnir ríkisins ekki getað sinnt því vegna stefnu formanns Almannávarnaráðs. „Flestum virðist vera Ijóst að áhugi hans hafí ekki verið mikill á þessu starfi," segir hann. „Ástæðan fyrir því að ég segi upp núna er að mér fannst þróunin í almannavörnum landsins vera farin að verða allt öðruvísi en ég vildi sjá hana. Ég gat hreinlega ekki hugsað mér að vinna við þetta áfram miðað við þá einangrunarstefnu sem komin var upp, ekki bara varðandi þessi alþjóðasamskipti ... heldur það að ég þurfti nánast alltaf að gera grein fyrir því við hvaða innlenda aðila ég talaði, hvenær og hvers vegna. Þá er náttúrlega farið að setja manni slíkar skorður að það var orðið lítið svigrúm til að vinna sína vinnu. Þegar ég var farinn að reka mig á það dag eftir dag að hið dag- lega starf olli árekstrum og jafnvel látum ákvað ég að slá striki yfir það í eitt skipti fyrir öll ... Staðan milli mín og formanns Almannavarna- ráðs var orðin þannig að það gekk ekki á öðru en hreinum skömmum ... Hann átti það til að hella' sér yfir mig í tíma og ótíma ef hann vissi að ég hefði talað við einhvern málsmetandi einhvers staðar og það má hreinlega líkja þessu við einelti svo furðulega sem það kann að hljóma í þessu sambandi. Ég var einfaldlega búinn að fá alveg nóg af þessu ... Það var orðið alveg óbærilegt fyrir mig að vinna við þessar aðstæður." Loks segir Guðjón að vinnuandi stofnunarinnar hafi verið orðinn lé- legur. Starfsmenn hafi séð að ékki var hægt að koma nokkru í verk sem hafí haft niðurdrepandi áhrif. Starfsandi hafi verið góður og styst- ur starfsaldur verið tíu ár, sem segi nokkuð, en nú tali starfsmennirnir um að hætta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.