Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR KRISTINN FRIÐÞJÓFSSON + Kristinn Frið- þjófsson fædd- ist á Vatneyri við Patreksfjörð 24. október 1933. Hann lést í Landspítalan- um 25. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hansvoru hjónin Jó- hanna C. Jóhann- esson, fædd Svens- son, frá Flensburg í Þýskalandi og Friðþjófur Ó. Jó- hannesson, fram- kvæmdastjóri á Vatneyri. Systur Kristins eru Unnur, gift Eyjólfi K. Sigurjónssyni, Kolbrún, gift Jóhanni Þorsteinssyni, og Bryndís Margrét. Kristinn kvæntist Elínu Oddsdóttur frá Akureyri. Þau eignuðust fjórar dætur. Þær eru: Sólrún Björg, gift Guðna Jónssyni og eiga þau fjögnr börn; Hauður, gift Magnúsi Alfonssyni, þau eiga þrjá syni; Þóra Sjöfn; og yngst Anna Margrét, hennar maður er Gísli Þ. Reynisson og eiga þau tvo syni. Elín og Kristinn skildu 1987. Undanfarin ár var Kristinn í sambúð með Sólveigu Jóns- dóttur, en hún lést 19.júní 1995.Krist- inn stundaði nám yið Verslunarskóla íslands. Hann fór til Kanada að námi Ipknu, ásamt Helga Árnasyni og vann við uppsetningu fiskimjölsverk- smiðju í Halifax. Síðan starfaði hann við útgerðarfyrir- tæki Ludwig Janss- en & Co. I Brem- erhaven um skeið. Eftir heim- komuna starfaði hann við Vatn- eyrarfyrirtækin, við verslun- ina, skipaafgreiðsluna og Skelj- ung. Hann átti tvo flutningabíla og vann við almennan akstur, bæði með flutninga út um sveit- ir og fyrir Patrekshrepp. Und- anfarin 26 ár starfrækti hann fiskúnjölsverksmiðjuna Sval- barða. Kristinn var ræðismaður Þýskalands á Patreksfirði. Útför Kristins fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. ELSKU pabbi minn. Það eru ótal minningar sem hrannast upp þegar ég hugsa til þín. Þær sterkustu sem ég fæ tengjast þó músík og þínum húmor sem þú hafðir við hinar ótrú- legustu stundir. Mér verður hugsað til allra strausssvalsanna, þýsku slagaranna og hversu fær þú varst á píanóið þegar þú settist niður við ^það. Þá virtust lögin sem þú spilað- ir renna fyrirhafnarlaust frá þínum fingrum. Eg hugsa einnig um allar þær stundir sem við áttum saman, í vörubílnum, í pakkhúsinu, í olíuút- keyrslunni, vinnuna við útskipan- irnar og í verksmiðjunni ásamt öll- um þeim stundum þegar þú komst í borgina. Ég vil þakka þér fyrir allar þess- ar stundir og ég geymi þær ásamt Öllum hinum í hjarta mínu. Guð geymi þig. Ég mun sakna þín ætíð. Þín Þóra Sjöfn. Okkur langar að skrifa örfá kveðjuorð um Kristin bróður okk- ar. Hann sem var svo stór og sterk- ur, að sú hugsun var víðsfjarri að brátt væri hans tími kominn að leggja í sína hinstu för. í minning- unni leiftrar mynd hans, hann er glaður í bragði, hress og sístarf- andi, að gera við bíl, heimilisvél eða gamlan grip, lagfæra og prýða. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON járnsmiður, Hæðargarði 20, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. mars kl. 15.00. Ásta Hjálmtýsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Hjálmtýr Axel GuðmundssorGuðrún Tómasdóttir, barnabörn og bamabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNAÁRNADÓTTIR frá Stóra-Hrauni, Mánagötu 16, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Árni Pálsson, Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Bjarni Pálsson, Valborg Þorleif sdóttir, Bergur Pétur Jónsson og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SIGURÐARDÓTTUR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Sigurður Loftsson, Esther RagnarsdóttirPáll Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hann bar mikla virðingu fyrir gömlum og góðum gildum og reyndi eftir bestu getu að viðhalda þeim hlutum sem í hans umsjá voru. Tónlist skipaði háan sess hjá honum, sérstaklega Vínartónlist. Sjálfur lék hann á píanó og þegar hann var yngri á harmoniku fyrir dansi. Það er bjart yfir æskuminn- ingunum. Ramminn er æskuheimil- ið og æskustöðvarnar. Lýðveldið nýtt og skrúðgöngur, ættjarðarljóð og fánar, nýbyggingar og allt á uppleið, krakkar í útileikjum, dorg á bryggjunni eða á skektu. Minn- ingarnar eigum við svo innra með okkur ailt lífið. Kiddi átti heima í þorpinu okkar álla sína ævi. Þau Ella eignuðust fjórar bráðvel gerðar stúlkur, sem voru stolt foreldranna og eiga þær nú hóp yndislegra barna. Leiðir Kidda og Ellu skildi eftir 30 ára hjónaband. Síðustu árunum deildi Kiddi með Sólveigu Jónsdóttur og áttu þau góðan tíma saman, en hún lést í fyrrasumar. Kiddi veiktist alvarlega í nóvem- ber og var þá hætt kominn. Honum var ráðlagt að vera frá vinnu a.m.k. í tvo mánuði og brá hann þá á það ráð að heimsækja dætur sínar sem búsettar voru í Finnlandi og Eng- landi. Hann naut þessa tíma til fulls í samvistum við þær og fjölskyld- urnar, ekki síst barnabörnin. Við systurnar þökkum elsku %-óður okkar fyrir samfylgdina og biðjum góðan Guð að blessa hann og veita dætrum hans og ástvinum styrk í sorginni. Unnur, Kolbrún og Bryndís. Hann afi er dáinn. Við vissum að hann var veikur en samt hvarfl- aði það ekki að okkur að við ættum ekki eftir að njóta hans lengur en raun bar vitni. Hann afi veiktist seint á síðasta ári og var þá tvísýnt um líf hans, en hann náði sér á strik og kom þá og heimsótti okkur og mömmu og pabba til Finnlands. Hjá okkur var afí í sex dásamlegar vikur. Okkur er hann sérstaklega minnisstæður vegna gönguferða okkar afa, sérstaklega yfir jólin. Hann var svo athugull og eftirtekt- arsamúr og ræddi ávallt við okkur eins og hann væri að tala við full- orðna menn. Tíminn leið og alltaf var afi hressari og styrkari að því sem virtist. Eftir heimsókn til okkar fór afi til Sólrúnar og hennar fjölskyldu í Englandi og dvaldi hjá þeim í nokkr- ar vikur. Afí var því búinn að vera frá íslandi í tvo og hálfan mánuð og var farinn að hlakka til að fara heim og vestur til Patreksfjarðar til að taka til í fyrirtæki sínu þar. En það átti ekki að verða. í flugvél- inni á leið til íslands verður afi aft- ur veikur og skömmu seinna er hann dáinn. Eftir sitja tveir hnuggnir afa- strákar í Finnlandi, fullir af sökn- uði en samt þakklátir fyrir þann tíma sem við gátum átt með afa. Þær minningar munum við geyma. Guð blessi minninguna um hann afa okkar. Gabríel og Benjamín, Finnlandi. Afi okkar, Kristinn Friðþjófsson, hefur nú kvatt þennan heim eftir stutta banalegu. Okkur afabörnin langar til að minnast hans hér með fáeinum orðum, því að hann skipaði ávallt háan sess í huga okkar. Hann var ákaflega dugnaðarsamur og verklaginn við alla hluti, hvort held- ur var við eldavélar, ísskápa eða bíla og sneri ekki frá fyrr en hann hafði komið þeim í fullnaðarlag. Afi var oft á ferðinni um sveitir Barðastrandarsýslu við útréttingar og fengum við barnabörnin þá stundum að ferðast og fylgjast með, en sérstaklega voru minnis- stæðar ferðirnar með stóra olíubíln- um til Tálknafjarðar og Bíldudals. Nú er þessum yndislegu heimsókn- um til afa og ömmu lokið og það eitt eftir að þakka fyrir sig. Jón, Kristinn, Elín og Sigrún. ARI AGNARSSON + Ari Agnarsson, Skipholti 26, Reykjavík, fæddist 12. nóvember 1916 á Fremsta Gili í Langadal, Austur- Húnavatnssýslu. Hann lést 27. febr- úar síðastliðinn. Faðir hans var Agn- ar Bragi Guðmunds- son bóndi. Móðir hans var Guðrún Sigurðardóttir. Ari var félagi í Þrótti frá 1942. Hann vann áður algenga verka- mannavinnu í Reykjavík frá því hann fluttist suður 1933. Hann hætti akstri 1978 og vann síðan hjá Pósti og síma. Hann var 18 ÞAÐ ER sárt að hugsa til þess að þú sért farinn burt úr þessu lífi. Þó veit ég og hugga mig við að vita að loks hittir þú Rögnu ömmu og son þinn, Sverri, sem þú hefur lengi saknað. Þegar ég hugsa um allar okkar samverustundir er mér efst í huga hve hlýr og góður þú varst alltaf og hve mikið þér þótti vænt um dætur mínar tvær. Einnig minnist ég þess er yngri dóttir mín var skírð og þú heyrðir að hún ætti að heita Ragna í höfuðið á ömmu, þá komst þú með tárin í augunum, kysstir mig og þakkaðir mér fyrir. Það var gaman að koma heim til þín, þar sást svo vel hve snyrtilegur og vel skipulagður þú varst. Heimil- ið þitt var svo fallegt og hreint og bílskúrinn þinn var hreint einstakur, þar var allt til og átti hver einasti hlutur sinn ákveðna stað. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín sárt, en ég veit að þú ert á góðum stað hjá góðu fólki og seinna munum við aftur hittast því það er víst gang- ur lífsins. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. Þín (Vald. Briem.) Aðalheiður Rúnarsdóttir. Ari Agnarsson kom inn í líf okk- ar bræðra 1978, en þá höfðu þau kynnst, skömmu áður, hann og móðir okkar, Guðbjörg Ingimundar- dóttir. Hann var ekkill, hún ekkja. Það var ánægjulegt að kynnast þessum mikla sómamanni. Frá fyrsta augnabliki varð okkur Ijóst að í Ara Agnarssyni höfðum við eignast náinn og traustan vin. Eftir að Ari og móðir okkar hófu sam- band skömmu síðar treystust þessi bönd 'og Ari varð hluti af fjölskyld- unni. Allir sem til þekktu sáu að þau komu sem sólargeisli í líf hvors annars. Við bræður urðum vitni að samheldni og hamingju þeirra beggja. Á þessum árum var Ari um það bil að Ijúka ævistarfi sínu sem vörubílstjóri á Þrótti. í því starfi var hann beinn þátttakandi í þeim miklu þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað hér á landi með seinni heimsstyrjöldinni. Vinnudagurinn langur, enda Ari harðduglegur og fylginn sér alla tíð. Síðar lauk hann starfsævi sinni hjá Pósti og síma sem starfsmaður birgðastöðvarinn- ar á Jörfa. Ari tók starfslokum vel og gaf sér nú tíma fyrir ýmis hugð- arefni, gjarnan í bílskúrnum sínum, en þar var hann á heimavelli og þar naut sín eðlislæg snyrtimennska hans. Börnin okkar hændust að Ara, enda var hann með afbrigðum barn- góður, hlýr og glettinn og fylgdist vel með hverju þeirra. Alltaf vildi hann fullvissa sig um að öllum liði vel hverju sinni. Fráfall móður okkar árið 1985 breytti þar engu um. Sama var að segja um trausta vináttu og ræktarsemi við okkur bræður. V ár í stjórn Þróttar, lengst af varafor- maður. Átti einnig sæti í trúnaðarráði. Ari var giftur Ólafíu Rögnu Magnúsdóttur, f. 1. október 1916 í Við- ey, d. 18. janúar 1974. Eignuðust þau þrjá syni sam- an: Benedikt, f. 26. nóvember 1939 í Reykjavík, Sverri," f. 13. febrúar 1946 í Reykjavík, d. 20. júlí 1987, Rúnar, f. 26.Janúar 1947. Útför Ara fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Við kveðjum í dag eftirminnilegan og góðan dreng. Leonhard Haraldsson, Haukur Haraldsson. Eg mun vera einn síðasti ætting- inn sem hitti föðurbróðir minn, Ara Agnarsson, áður en hann missti ráð og rænu, var hann þá að moka snjó frá dyrum sínum og nágranna síns í Skipholtinu hress og kátur að vanda. Þremur tímum síðar var mér tilkynnt að hann væri kominn rænu- laus á sjúkrahús og viku síðar, 27. febrúar sl., var hann allur. Já, hún er einkennileg þessi tilvera. Ari Agnarsson var Húnvetningur að ætt, hann var þess fullviss að Húnvetningar væru fremstir meðal jafningja, og þá sérstaklega Austur- Húnvetningar, og það fór hann ekk- ert dult með. Hann var yngstur átta systkina og ekki var á allra færi að koma upp slíkum barnahópi á önd- verðri öldinni, þá voru ekki fyrir hendi barnabætur eða neinir styrkir. Með fádæma dugnaði og hagsýni tókst foreldrum hans að koma upp barnahópnum á farsælan hátt og meira en það, Agnar mun hafa byggt eitt af fyrstu steinhúsum í Húna- þingi að Fremstagili í Langadal. Ari var uppalinn á Fremstagili og síðar á Blöndubakka í Húnaþingi. Kona Ara var Ragna Magnúsdóttir frá Viðey. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af á Laugateigi 16. Kynni okkar Ara hófust snemma, þá er ég var smá gutti. Fór ég þá að sniglast í kringum hann og að fá að sitja í bíl hjá honum, en hann vann lengst af sem vörubílstjóri hjá Þrótti. Mun þessi samvera með honum hafa kveikt í mér þá bíla- og véladellu, sem síðan hefur loðað við mig. Ég mun ekki hafa verið mjög hátt skrifaður hjá honum fyrst í stað, mun honum ekki hafa fundist ég vera nógu stefnufastur né nógu reglusam- ur, því kunni hann illa. Þeir bræður Ari og Hannes unnu mikið saman og var þeim sammerkt stök reglu- semi, snyrtimennska og að allt skyldi vera á réttum stað og að orð skyldu standa. Af þeim hefði verið margt hægt að læra, ef því hefði verið virki- lega gaumur gefinn. Á seinni árum var viðhorf hans breytt, þá var farið að leita til mín og lagt traust á mig. Hann fylgdist grannt með mínum verkum, hann kom ósjaldan til mín þá er ég fór að vinna með jarðýtum bæði við fyllingarvinnu við Kletta- garða, útí Orfirisey og víðar, honum var annt um að mér vegnaði vel. Hann var ráðhollur, velviljaður og miðlaði af reynslu sinni. Það er gott að eiga samleið með slíkum mönnum og væri holt fyrir yngri kynslóðina í dag, að taka meira mark á ráðlegg- ingum og lífsreynslu eldra fólksins sem hefur yfir dýrmætri reynslu að ráða. Ari var heilsteyptur heiðursmaður er ekki mátti vamm sitt vita. Það eru forréttindi að eiga samleið með slíkum mönnum. Ég kveð föðurbróð- ur minn með virðingu og þökk, ég óska honum velfarnaðar um hulda heima. Ómar Sigtryggsson og fjölskylda. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.