Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 29
AÐSENDAR GREINAR
i .
Framtíð náms í sjávar-
útvegsfræðum?
EFTIR að hafa lesið Morgunblað-
ið 26. janúar get ég vart orða bund-
ist lengur. Nú stefnir Háskóli ís-
lands að því að fá Reykjavíkurborg
til liðs við sig í hefndarskyni við
ákvörðun ráðherra um stofnun mat-
vælasviðs við Háskólann á Akur-
eyri. Nú skal stöðvuð þessi óheilla-
þróun sem á sér stað norðan heiða.
Þetta á að gera með því að byggja
Sjávarútvegs- og matvælag'arð við
Sjávarútvegshúsið og koma þar af
stað námi í þeim fræðum, væntan-
lega eitthvað meira framboð á þessu
sviði en nú þegar stendur til boða
hjá HÍ. Þetta væri í raun hin besta
hugmynd ef forsendurnar fyrir
þessu væru þær að ekkert nám
væri til staðar í þessum fræðum
annars staðar á landinu-. Er ekki
kominn tími til að staldra aðeins
við og skoða hvert stefnir?
Við skulum aðeins rekja söguna:
Þegar Háskólanum á Akureyri var
komið á laggirnar var stofnuð við
hann sjávarútvegsdeild, sem kynnt
var sem stolt skólans, enda hafði
ekkert sambærilegt nám verið fyrir
hendi á íslandi fyrr. Áður þótti í
lagi að senda þá sem vildu læra eitt-
hvað um okkar undirstöðuatvinnu-
grein til „frænda okkar“ í Noregi,
en þar hefur nám í þessari grein
staðið til boða í áravís. Þegar ísinn
var loksins brotinn og sjávarútvegs-
deildinni var komið á fót á Akureyri
virtist sem Háskóli íslands færi að
skjálfa.
Áður en Háskólinn á Akureyri
kom til sögunnar virtist engin knýj-
andi þörf á námi í sjávarútvegsfræð-
um á íslandi. Tækniskóli íslands
bauð reyndar upp á tveggja ára
braut tengda rekstrarfræðideild
sinni, en eins og áður sagði var ekk-
ert annað sambærilegt nám á þessu
sviði í boði hér á íslandi. Hins vegar
eftir að Háskólinn á Akureyri er
orðinn að veruleika er eins og aðrir
vakni upp og stefni á sömu mið og
hann, mið sem ekki
þola nema takmarkaða
sókn.
Á Akureyri eru sjáv-
arútvegsfræðingar út-
skrifaðir eftir fjögurra
ára nám við skólann og
120 einingar í fögum
sem tengjast greininni,
s.s. örverufræði, fiski-
fræði, fiskihagfræði,
vinnslutækni, stjórnun,
efnafræði, veiðitækni,
haffræði, markaðs-
fræði, reikningshaldi
o.fl. Námið er svokallað
„þverfaglegt nám“,
sem segir að farið sé
inn á flesta þætti sem
mögulega tengjast greininni án þess
þó að sokkið sé djúpt í eitthvert
ákveðið afmarkað efni. Nemendur
við deildina eru um 60 alls og nýlið-
Yandamálið er sú
sundrung, segir Stein-
dór Sigurgeirsson,
sem er að verða í námi
í sjávarútvegsfræðum.
litlar deildir hér og þar
sem allar ætla sér að
vinna að sama mark-
miði, þó án þess að tala
hver við aðra. Sífellt
fleiri skólar hyggjast
bjóða upp á menntun
fyrir fólk til stjórnunar-
starfa innan sjávarút-
vegsins án þess þó að
líklegt sé að nokkur
þeirra geti gert það
með sæmilegri reisn.
Hagsmunir þeirra nem-
enda sem þarna eiga
væntanlega að vera eru
ekki í fyrirrúmi, heldur
virðist hugsunin snúast
um það að stækka
un er sveiflukennd ennþá, sem er
nokkuð eðlilegt, enda deildin hvorki
stór né gömul. Nú þegar eru útskri-
faðir 16 sjávarútvegsfræðingar og
eru þeir við margvísleg störf innan
útvegsins.
Þó að þetta ágæta nám sé í boði
í dag hlýtur spurningin að vera hvort
það geti lifað af ef gamla gullgrafa-
rastemmningin er að koma upp í
menntageiranum.
Vandamálið sem nú stefnir í er
sú sundrung sem er að verða á námi
í sjávarútvegsfræðum, og er grein-
inni alls ekki til framdráttar. Það
virðist sem nú séu að spretta upp
Steindór
Sigurgeirsson
báknið sama hvað það kostar.
Það sem við þurfum í dag er einn
öflugur skóli sem einbeitir sér að sjáv-
arútvegsfræðum og hefur nægilegt
fjármagn til þess að sinna því vel.
Einn sjávarútvegsskóli sem hefur
innan sinna veggja fiest ef ekki allt
það nám sem tengist sjávarútvegi
hvort sem það er á háskólastigi eða
ekki. Það er t.d. ekki víst að erlendum
námsmönnum þyki fýsilegt að velja
á milli þriggja til fjögurra skóla á
íslandi eftir nokkur ár, fjársveltra
skóla, með það eitt að markmiði að
þjóna duttlungum byggðapólitíkur.
Það má ekki missa sjónar á meginvið-
fangsefninu, að veita menntuninni
forgang. Augljóst er að við erum
ekki búin að marka okkur skynsama
heildarstefnu varðandi nám af þessu
tagi. Sú stefna hlýtur að miða að því
að{ einn öflugur skóli sinni þessum
geira og geri það með sóma. Við
erum ekki stórþjóð og við höfum
ekki efni á því að standa í hlutum á
borð við það sem er að gerast í skóla-
kerfínu. Sjávarútvegurinn hefur ekki
efni á því heldur.
Höfundur er 3. árs nemi sjávnrút-
vegsdeildnr HA.
*
Ohollusta
mjólkur vegna
vinnslu á henni
ÖLL sú vinnsla, sem
er gerð á mjólkurvörum,
eyðileggur næring-
argildi hennar. Þetta
má sjá í fjölmörgum
rannsóknum, einnig má
horfa á þá staðreynd að
þeir hrörnunarsjúkdóm-
ar í beinunum, sem
mjólkin á að hafa góð
áhrif á, verða alltaf út-
breiddari í þjóðfélögum,
bæði í austri og vestri.
Besta dæmið sem hægt
er að hugsa sér er að
fylgjast með kálfum,
þeim sem skaparinn
hefur ætlað mjólkina til
þess að stækka og vaxa.
Þegar kálfum er gefín gerilsneydd
og fitusprengd mjólk þá hafa fjölda-
margar rannsóknir sýnt að þeir drep-
ast innan sextíu daga, en þeir sem
fá ógerilsneydda mjólk lifa góðu lífi.
Bændur gefa kálfum eingöngu
ógerilsneydda mjólk vegna þess að
þeir vita þetta. Þessar niðurstöður
ættu að duga til þess að sannfæra
fólk um að vinnslan getur ekki gert
mjólkina hollari fyrir okkur ef hún
er slæm fyrir kálfa þá sem skaparinn
hefur ætlast til að nærðust á henni
sér til lífsviðurværis.
Aðrar rannsóknir hafa verið gerðar
á dýrum sem sýna svipaða niðurstöðu
en frægust þeirra er svokölluð Preis
og Pottinger-tilraun sem gerð var á
900 köttum. Hún tók yfir meira en
tíu ár í framkvæmd og var fylgst
með köttunum í meira en flóra ættliði.
Þeir sem sitja í manneldisráði Ís-
lands ættu að lesa niðurstöður þess-
ara rannsókna og íhuga þær og bera
þær saman við heilsufar íslensku
þjóðarinnar í dag og sjá hverju kenna
megi um þann gífurlega aukna
kostnað sem átt hefur
sér stað í heilbrigðis-
þjónustunni á síðustu
árum.
Því við vitum öll að
orðatiltækin „matur er •
mannsins megin" og
„við erum það sem við
etum“ eru sönn og rétt.
Niðurstöður Pottingers
sýndu það að kettir, sem
fengu ógerilsneydda
mjólk, hrátt kjöt og þor-
skalýsi, voru fullkom-
lega heilbrigðir meðan á
tilrauninni stóð. í kött-
rr unum, sem fengu geril-
HallgnmurÞ. gneydda ^ Bsoðið
Magnusson kjöt og þorskalýsi, var
hægt að finna alla þá sjúkdóma sem
hijá mannfólkið í dag, t.d. ýmsa bein-
sjúkdóma, sýkingar, ofnæmi og lið-
Skattskylda og skattfrelsi
4
AÐ undanförnu hafa
landsmenn yfirfarið
tekjur sínar og gjöld á
liðnu ári og skilað
skýrslu sinni um út-
komu og árangur til
skattyfirvalda. Að
mörgu er að hyggja og
til þess að gera þegnun-
um þessi störf léttari
sendir ríkisskattstjóri
öllum skattþegnum
leiðbeiningar og dæmi.
Þetta er mjög þakkar-
vert framtak, því án
þess kynnum við ýmsu
að gleyma. Með þetta í
höndunum getur hinn
almenni launamaður
auðveldlega gengið frá skattframtali
sínu án þess að kaupa sér aðstoð
sérfræðinga.
Þegar við flettum leiðbeiningum
ríkisskattstjóra lesum við gjarnan
okkur til fróðleiks ýmsar þær upplýs-
ingar, sem snerta framtalsvinnu
okkar ekki sérstaklega. Á blaðsíðu
34 í þessu riti stendur til dæmis:
„Gjafir: Allar aðrar gjafir en tæki-
færisgjafir, að verðmæti ekki meira
en gerist almennt um slíkar gjafir,
eru skattskyldar tekjur og færist í
7.3 í ótölusettan reit.“
Ég staldra hér við. Þetta minnir
mig á grein eftir Sverri Hermanns-
son, bankastjóra, í Morgunblaðinu
18. janúar sl. Þar ræðir bankastjór-
inn um sölu á Síldarverksmiðjum
ríkisins síðla árs 1994. Ríkið hafði
rekið þetta fyrirtæki í yfír sextíu ár
þegar ákveðið var að selja það.
Rekstur þess hafði að jafnaði verið
með mesta myndarbrag og gefur það
augaleið að á þessum langa tíma
Vilhjálmur
Jónsson
söluverðið
„Söluverð
hafa margar verðmæt-
ar eignir þess verið af-
skrifaðar samkvæmt
réttum bókhaldsregl-
um. Um verðmæti iyr-
irtækisins á sölutíma,
sem nú heitir SR-mjöl,
segir bankastjórinn:
„Á þessum tíma var
bankanum hins vegar
fullkunnugt um að eigið
fé fyrirtækisins var að
lágmarki talið yfir
1.300.000.000 - þrett-
án hundruð milljónir
króna.“ Samkvæmt
uppgjöri var eigið fé
SR-mjöls 31.12. 1993
kr. 1.311.755.000. Um
segið bankastjórinn:
hlutafjár félagsins var
hinsvegar 725 milljónir króna. Frá
því má draga kr. 65 milljónir vegna
arðs, sem hluthafar greiddu sjálfum
sér úr fyrirtækinu, þannig að nettó
greiddu nýju kaupendurnir 660 millj-
ónir króna fyrir hlutabréfin eða
nokkurn veginn hálfvirði miðað við
eigið fé fyrirtækisins."
Til frekari rökstuðnings bendir
hann á að í hlutafjár útboðslýsingu
í október—nóvember 1995, rúmu ári
eftir sölu, hafi eigið fé fyrirtækisins
verið talið nema kr. 1.475.000.000
— fjórtánhundruð sjötíu og fimm
milljónum króna. Þá leiðir hann get-
um að því að verksmiðju félagsins
á Seyðisfirði megi endurmeta á eitt
þúsund milljónir króna.
Að öllu þessu athuguðu er ljóst
að það eru engir smápeningar, sem
hér hafa verið afhentir frá ríkinu til
nokkurra eignamanna, og er hér
aðeins eitt dæmið rakið. Ekki verður
Það virðist afar fortaks-
laust, segir Vilhjálmur
Jónsson, að hagnaður
skattaðila skuli
skattlagður.
hjá því komist að benda á leiðbein-
ingu ríkisskattstjóra: Allar aðrar
gjafir en tækifærisgjafir eru skatt-
skyidar. í þessu sambandi má einnig
benda á lög um tekjuskatt og eignar-
skatt, en upphaf 7. gr. hljóðar svo:
„Skattskyldar tekjur teljast með
þeim undantekningum og takmörk-
unum, er síðar geinir, hvers konar
gæði, arður, laun og hagnaður, sem
skattaðila hlotnast og metin verða
til peningaverðs og skiptir ekki máli
hvaðan þær stafa eða í hvaða formi
þær eru.“
Það virðist afar fortakslaust að
sérhver hagnaður sem skattaðila
hlotnast skuli skattlagður og skiptir
ekki hvaðan hann kemur.
Manni er sagt að allir eigi að vera
jafnir fyrir lögunum og á það auðvit-
að við um skattalög sem önnur lög.
Fyrir stuttu sendu lögmenn Al-
þingi bænaskrá þar sem þeir í auð-
mýkt báðu Alþingi að leiða í lög
ákvæði, sem heimiluðu þeim sem
orðið hefðu fyrir slysum og misst
starfsorku að fá fullar bætur ef þeir
ættu bótarétt svo sem tíðkast í öllum
nálægum löndum. Þetta minnir okk-
ur á réttarfar fyrri alda þegar þegn-
arnir sendu konungum bænaskrár.
í sambandi við þetta mál hafa menn
með mikilli hógværð bent á að sér-
stakar reglur gilda um skattlagn-
ingu vátryggingafélaga. Þau hafa
samkvæmt 6. tl. 31. gr. skattalaga
heimild til að draga frá tekjum við
uppgjör þær upphæðir sem þau færa
í iðgjald og bótasjóði. Skattayfirvöld
virðast hafa skýrt þetta ákvæði svo
að vátryggingafélögum væri í sjálfs-
vald sett hvaða upphæðir þau færðu
I tryggingasjóði og þar af leiðandi
af hvaða upphæðum þau greiddu
árlega tekju- og eignaskatt. Sam-
kvæmt ársreikningum vátrygginga-
félaga, sem birt voru í Lögbirtinga-
blaðinu 7. september á síðasta ári,
voru hinir skattfijálsu trygginga-
sjóðir fjöggurra vátryggingafélaga í
árslok 1994 samtals 24 milljarðar
króna, en tjón ársins 1994 hjá þess-
um sömu félögum námu samtals 9,4
milljörðum króna. I grein í Morgun-
blaðinu 28. október sl. skýrir Erlend-
ur Lárusson, forstöðumaður Vá-
tryggingaeftirlitsins, frá því að af
II milljarða bótasjóði vegna bif-
reiðatrygginga séu allt að 5 milljarð-
ar „hreint álag“ þ.e.a.s. það sem
vátryggingafélögin hafa fært í hina
skattfrjálsu sjóði umfram það sem
þau áætla að greiða í tjónabætur.
Ef sama verklag hefur verið viðhaft
um aðrar tryggingar, sem ekkert
skal fullyrt um, hefur hið „hreina
álag“ í tryggingasjóðum framan-
greindra fjögurra félaga losað 10
milljarða í árslok 1994. Lífsskoðanir
manna eru auðvitað mjög mismun-
andi. Æðstu yfirvöld skattamála
virðast telja þetta eðlilegt og sjálf-
sagt. Hins vegar hafa þau lýst áhu^a
á að afnema skattfrelsi blaðburðar-
barna. Lífsviðhorf manna koma fram
í verkum þeirra.
Höfundur er fv. forstjóri.
Ný ómeðhöndluð mjólk,
segir Hallgrímur Þ.
Magnússon, hefur verið
notuð til meðhöndlunar
á ýmsum sjúkdómum.
bólgur. Þeir hættu að geta fjölgað
sér, húðútbrot, hjartasjúkdómar og
margir aðrir hrömunarsjúkdómar
voru til staðar hjá þeim, einmitt þess-
ir sömu sjúkdómar hijá mannkynið í
dag. Önnur niðurstaða, sem má lesa
úr þessum kattatilraunum, var sú að
þegar úrgangur, sem kom frá köttun-
um, var notaður sem áburður, kom í
ljós að gróður, sem óx frá úrgangi
kattanna sem drukkið höfðu ógeril-
sneyddu mjólkina og borðað hráa
kjötið, var fallegastur og jörðin gaf
mest af sér, en aftur á móti var gróð-
urinn lélegur úr úrganginum frá þeim
köttum sem dmkku gerilsneyddu
mjólkina og borðuð soðna kjötið.
Við vitum að hiti drepur lifandi
fmmur á sérhveiju stigi lífsins, t.d.
þolir maðurinn ekki suðu. Við það að
gerilsneyða mjólkina deyðist allt líf í
henni og það kemur fram á þeim sem
drekka hana, afkvæmum þeirra cg
einnig á jörðinni því úrgangurinn er
dauður og hættir þá að þjóna sem
áburður, jörðin deyr og getur ekki
viðhaldið lífinu- lengur, því eins og
segir: „Syndir feðranna koma niður
á bömunum í öðmm og þriðja ættlið".
Ný ómeðhödluð mjólk hefur verið
notuð til meðhöndlunar við ýmsum
sjúkdómum allt frá dögum Hipocr-
ateus en hann notaði slíka mjólk til
þess að meðhöndla berkla. Aðrir
sjúkdómar, sem meðhöndlaðir hafa
verið með góðum árangri með óger-
ilsneyddri mjólk, em t.d. bjúgur, of-
fita, ofnæmi, hár blóðþrýstingur,
sykursýki, sjúkdómar í blöðruháls-
kirtli, sýkingar í þvagfæmm, lungna-
sjúkdómar, æðasjúkdómar, liðabólg-
ur, magasár og fleiri mætti telja.
En þarna hefur gerilsneydd mjólk
neikvæð áhrif, mjólkin verður að
vera hrá og ógerilsneydd til þess að
hafa læknandi áhrif á allt lífríkið.
Höfundur er læknir.
Attatus
tmHsmg^anunmmg
✓ Plasthúðun
- innbinding
✓ Allur vélbúnaður
- og efni
✓ Úrvals vara
- úrvals verð
m
J. áSTVRLDSSON HF.
Skipholti 33,105 Reykjavik, simi 552 3530
J