Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Embætti sýslu- mannsins Auglýst laust til umsóknar EMBÆTTI sýslumannsins á Ak- ureyri hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrest- ur til 18. mars nk. Elías I. Elíasson, núverandi sýslumaður lætur af störfum inn- an tíðar vegna aldurs. Hann verð- ur sjötugur þann 10. apríl nk. og samkvæmt reglum þarf hann að láta af embætti í kringum þau tímamót. Elías hefur starfað við embættið á Akureyri frá 15. ág- úst 1980 en áður var hann bæjar- fógeti á Siglufirði í tæp 14 ár. Morgunblaðið/Kristján Kjarasamningar í Slippstöðinni Odda hf. felldir Allir hópar samþykktu nema málmiðnaðarmenn KJARASAMNINGUR Slippstöðv- arinnar Odda hf. og starfsmanna fyrirtækisins, sem undirritaður var sl. föstudag, var felldur í atkvæða- greiðslu starfsmanna í gærmorgun. Aðeins félagsmenn í Félagi málmiðn- aðarmanna felldu samninginn en það þýðir að hann mun ekki taka gildi. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda hf. sagði í samtali við Morgunblaðið, að með þessum nýja samningi hafi verið gerð tilraun til að breyta ýmsu í þeim samningi sem er í gildi. „Til- gangurinn var að gera fyrirtækið samkeppnishæfara en einnig voru í samningnum kjarabætur fyrir starfs- menn. Þessu hefur verið hafnað þannig að áfram verður unnið sam- kvæmt þeim samningi sem fyrir var." Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar stóðu að samningnum að verkstjór- um undanskildum og greiddi hver hópur starfsmanna atkvæði fyrir sig, þ.e. málmiðnaðarmenn, bygginga- menn, rafvirkjar, verslunarmenn og verkamenn. Allir hóparnir þurftu að samþykkja samninginn til að hann tæki gildi. Aðrir en málmiðnaðar- menn samþykktu samninginn en hjá málmiðnðarmönnum voru 29 á móti, 25 með samningnum og 1 skilaði auðu. Allir 35 félagsmenn Einingar sem greiddu atkvæði samþykktu samn- inginn og einnig þeir 3 rafvirkjar sem greiddu atkvæði, svo og 4 bygginga- menn. 6 verslunarmenn samþykktu samninginn en 3 skiluðu auðu. Alls greiddu 106 starfsmenn atkvæði, 73 samþykktu samninginn, 29 voru á móti og 4 skiluðu auðu. Breytingar á vaktavinnu- fyrirkomulagi stóðu í mönnum í samningnum var m.a. verið að gera breytingar á vaktavinnufyrir- komulagi en jjreitt var 40% álag á allar vaktir. I'nýja samningum var vaktavinnuálag á dagvinnutímabili fellt út, álag á kvöldvakt fór í 35% og álag á næturvakt í 55%. Þá var samið um 4% kauphækkun frá und- irritun samningsins og 2% til viðbót- ar frá 1. janúar 1997 og er þessi hækkun umfram það sem samið var um á almennum markaði. Jóhann Bjarni Júlíusson, trúnað- armaður málmiðnaðarmanna, sem jafnframt átti sæti í samninganefnd, sagði að fyrirhugaðar breytingar á vaktavinnuálagi hafi helst staðið í málmiðnaðarmönnum. „Ég vissi að atkvæðagreiðslan yrði tvísýn en átti von á að samningurinn yrði sam- þykktur. Við munum nú hugsa málið í rólegheitunum og leita leiða til breytinga," sagði Jóhann Bjarni. Skipulagsnefnd Endurbætur á göngugötu en umferð ekki leyfð SKIPULAGSDEILD Akureyrarbæj- ar leggur til að göngugatan í Hafn- arstræti verði áfram göngugata en gerðar verði á henni nokkrar endur- bætur. Verslunareigendur og hags- munaaðilar í miðbænum fóru fram á það síðasta sumar að akstur yrði leyfður um götuna í tilraunaskyni. Starfsmannaráð Heilsugæslustöðv- arinnar mótmælti eindregið þeirri hugmynd. Miklar umræður urðu um tillögu skipulagsnefndar á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í gær. Gísli Bragi Hjartarson formaður skipulags- nefndar kynnti hugmyndir deildar- innar, sem felast m.a. í því að þrengja götuna, breyta lýsingu og hellulógn og auka gróður. Breyting- in miðaði m.a. að því að ef menn vildu síðar leyfa akstur um götuna yrði það hægt. Nefndi hann að end- Tikk takk í Deiglunni NÚ stendur yfir í Deiglunni sýning á einum hlut og þremur myndröðum eftir Jón Laxdal Halldórsson. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Tikk takk" og er eins konar tilraun um tíma. Deiglan er opin daglega milli kl. 14 og 18. Sýningunni lýkur fimmtu- daginn 14. mars næstkomandi. urbætur gætu kostað um 8 milljónir króna. Skipulagsnefnd hefur falið skipu- lagsdeild að auglýsa eftir hugmynd- um bæjarbúa um nýtingu og út- færslu Skátagils og tengsl þess við göngugötuna og Ráðhústorgið og hefur bæjarráð óskað eftir að hug- myndum um endurbætur á götunni sem og nýtingu lóðanna Hafnar- stræti 103 og 1D5 verði hraðað. Takmörkuð umferð til reynslu Tveir bæjarfulltrúar Framsókn- arflokks, Guðmundur Stefánsson og Þórarinn E. Sveinsson, nefndu í umræðum um málið að sjálfsagt væri að taka tillit til óska verslun- areigenda.og leyfa akstur um götuna til reynslu en bæjarstjórn hefði lengi vikist undan að taka afstöðu. Ekki þyrfti að kosta miklu til í byrjun. Heimir Ingimarsson, Alþýðu- baridalagi, taldi einnig óhætt að hleypa takmarkaðri umferð um göt- una til reynslu, en betra væri að skoða aðra kosti fyrst. Ásta Sigurð- ardóttir, Pramsóknarflokki, taldi einnig heppilegt að halda opnum möguleika á bílaumferð um götuna, en hún benti á að ný hellulögn væri fokdýr aðgerð. Sigurður J. Sigurðs- son, Sjálfstæðisflokki kvaðst ekki mótfallinn því að takmörkuð umferð yrði leyfð um götuna, en gera þyrfti á henni breytingar áður. Morgunblaðið/Kristján HERMANN Sigtryggsson sýndi Eiríki Bj. Björgvinssyní, sem tekur við starfi hans, ný húsakynni við Glerárgötu. Nýr íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Bíður spenntur eftir að byrja „MÉR líst mjög vel á mig hérna og bíð spenntur eftir að hefja störf," sagði Eiríkur Bj. Björg- vinsson nýráðinn íþrótta- og æsku- lýðsf ulltrúi á Akureyri en hann kom og ræddi við Hermann Sig- tryggsson forvera sinn í starfi í vikunni og skoðaði þá jafnframt nýja skrifstofu fulltrúans við Gler- árgötu 26. Eiríkur er fæddur í Reykjavík 6. september 1966, hann er íþróttakennari frá íþróttakenn- araskólanum að Laugavatni og stundaði síðan framhaldsnám í - íþróttafræðum við íþróttaháskól- ann í Köin í Þýskalandi. Því námi lauk hann vorið 1994. Þá um sum- arið flutti hann fyrirlestra um evrópska knattspyrnu við háskól- ann í Suður-Karólína í Bandaríkj- unum í tengslum við heimsmeist- aramótið í knattspyrnu. Eiríkur hóf störf sem æskulýðs- og íþróttafulltrúi á Egilsstöðum haustið 1994 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan. Hann tekur til starfa á Akureyri um næstu mánaðamót. „Ætli megi ekki segja að ég sé alinn upp í Framheimilinu," sagði Eiríkur sem æfði ýmsar íþrótta- greinar með félaginu á yngri árum en snéri sér alfarið að knatt- spyrnunni á unglingsárum, lék m.a. 15 landsleiki með unglinga- Iandsliðinu. Þá lék hann með Völs- ungi á Húsavík á árunum 1986-'88 og einnig hefur hann leikið með Hetti á I0i>ilss(öðum. „Hermann hefur sinnt þessu starfi í áratugi og gert það vel, ég hlakka mjög til að taka við af honum," sagði Eiríkur. Hann benti á að æskulýðsmálin væru afar mikilvæg og nauðsynlegt að sinna þeim þætti af kostgæfni. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf hefði áhrif til góðs og gæti spornað gegn því að unglingar leiddust út í notkun f íkniefna. Félagsmála- nefnd Al- þingis í kynnisferð FÉLAGSMÁLANEFND Alþing- is var í kynnisferð á Akureyri í vikunni og kynntu nefndarmenn sér starfsemi bæjarins á sviði félagsmála. Einnig áttu nefnd- armenn fund með bæjarfulltrú- um, þar sem var rætt um reynslusveitarfélagsverkefnið og fleira. Listasafn Akureyrar var heimsótt, svo og vinnustofur handverkafólks og listamanna. Á myndinni sem tekin var í tóm- stundamiðstöðinni Punktinum á Gleráreyrum, sýnir Jóhanna Daðadóttir hvernig hún ber sig að á vefstólnum. F.v. Hafdís Ólafsdóttir ritari nefndarinnar, Magnús Stefánsson, Svanfríður Jónasdóttir, Kristín Ástgeirs- dóttir, Rannveig Guðmundsdótt- ir og Bryndís Hlöðversdóttir. ? ? ? Heimahjúkrun Heilsugæslunnar Engin þjónusta á kvöldin ENGIN kvöldþjónusta hefur verið veitt á vegum heimahjúkrunar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og einungi's bráðnauðsynleg þjón- usta er í boði fyrri hluta dags um helgar. Konný K. Kristjánsdóttir hjúkr- unarforstjóri Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri sagði að barist væri fyrir hverri krónu og á meðan stöðinni væri sífellt gert að spara frá ári til árs væri fyrirsjáanlegt að ekki yrði hægt að bjóða upp á kvöld- þjónustu á næstunni eða auka þjón- ustu við skjólstæðinga heimahjúkr- unar um helgar. Heilsugæslustöðinni er gert að spara 5,5 milljónir króna á þessu ári miðað við framlög ársins á undan og tók stjórnin nýverið ákvörðun um að leggja niður krabbameinsleit, hætta að dreifa flúortöflum ókeypis í ungbarnaverndinni, hætta að greiða kostnað vegna komu sérfræð- ings í heila- og taugasjúkdómum auk þess sem þrjár bifreiðar heimahjúkr- unar verða seldar. Alls hefur heimahjúkrunin yfir sjö bifreiðum að ráða og sagði Konny að nú yrðu elstu bílarnir seldir. Það skipti ekki sköpum varðandi þjón- u'stuna, brýnna væri að fá viður- kennd tvö stöðugildi til viðbótar við heimahjúkrunina til a'ð hægt yrði að sinna kvöld- og helgidagaþjón- ustu. Slík þjónusta var lögð niður í desember árið 1994 í sparnaðar- skyni. Nú eru fimm stöðugildi bjúkr- unarfræðinga og sjö stöðugildi sjúkraliða við heimahjúkrunina. ----------»-4-»--------- 011 laus sumarstörf auglýst BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að auglýsa öll laus sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá deildum og stofnunum bæjárins og munu ráðn- ingar fara fram í samráði við starfs- mannadeild. Jafnframt ákvað bæjarráð að 16 ára unglingum, fæddum 1980, verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sum- ar, 7 tíma á dag eða samtals 210 vinnustundir. Vinna 14 og 15 ára unglinga verður með sama hætti og á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.