Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 25
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 25 num frá eftir 13 ára valdasetu omin iiinum u John Howards vann a. Karl Blondal greinir erjar eru framtíðarhorf- iðviðvöldí 13 ár. Norrænu ráðherrarnir kynna stefnu fyrir ríkjaráðstefnu ESB rsta blaðamannafundi sínum eftir sigur bandalags n haldnar voru á laugardag. hafa til dæmis þegar lýst yfir því að þeir muni leggjast gegn því að ástr- alski síminn, Telstra Corp., verði einkavæddur að hluta. Þrautseigja Howards Howard hefur reynst mjög lífseig- ur í áströlskum stjórnmálum. Hann hefur orðið fyrir mörgum áföllum, en alltaf risið á ný. Hann er sagður mjög þrjóskur, en konu hans, Jan- ette, er einnig eignaður heiður af velgengni hans. Howard er úr Frjálslynda flokkn- um og varð leiðtogi stjórnarandstöð- unnar 1985. Hann var í forystu í kosningabaráttunni gegn Verka- mannaflokknum með Bob Hawke, þáverandi forsætisráðherra, í broddi fylkingar og tapaði. Flokkurinn ákvað að láta Howard róa • og hann féll í ónáð. Frjáls- lyndir virtu hann ekki einu sinni viðlits þegar útlitið var hvað svartast. Þrauta- göngu Howards lauk í jan- úar árið 1995 þegar Alex- ander Downer sagði af sér ""~"¦ forystu í flokknum eftir að hafa að- eins gegnt formennsku í átta mánuði og hann tók við. Sagt er að kona hans hafi hvatt hann til dáða og aldr- ei misst sjónar á forsætisráðherrabú- staðnum í Canberra. Howard er nú að velja ráðherra. Hann hefur ekki sagt mikið um vænt- anlega ráðherra, utan hvað Tim Fischer, leiðtogi Þjóðarflokksins, verður aðstoðarforsætis- og við- skiptaráðherra og Peter Costello, varaformaður Frjálslynda flokksins, fjármálaráðherra. Talið er að Alex- ander Downer verði utanríkisráð- herra. Ætlunin er að William Deane, landstjóri og fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar, láti nýju stjórnina sverja embættiseið á föstudag. Mesti ósigur Verkamanna- flokksins frá stríði Þetta er sagður mesti ósigur Verkamannaflokksins frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Verkamannaflokkurinn er hvergi í stjórn í Ástralíu nema í Nýju Suður- Wales og hefur hann ekki staðið verr að vígi frá árinu 1970 þegar hann var í stjórnarandstöðu á þingi og í öllum ríkjum Ástralíu. Á síðasta ára- tug virtist hins vegar fátt geta hrund- ið veldi Verka- mannaflokksins. Flokkurinn komst til valda í kjölfar samdráttar í efna- hagsmálum árin 1982-83 ogkreppan 1991-92 varð hon- um að falli. í Ástral- íu velta menn nú vöngum yfir því hvort Verkamanna- flokkurinn þurfi að ganga í gegnum alls- herjar endurhæf- ingu, eða geti skrifað tapið á reikning per- sónulegs stíls Keat- ings í embætti. Keating tók við embætti forsætis- ráðherra árið 1992 af Bob Hawke, en hafði áhrif á allar veigamiklar ákvarð- anir, sem teknar voru í 13 ára valda- tíð flokksins. Keat- ing hefur engar yfir- lýsingar gefið um það hvort hann hyggist taka sæti á þingi þegar það kemur saman eftir páska, en kunnugir sögðu engan vafa leika á því að hann hygðist draga sig í hlé. Óviss framtíð Stjórnmálaskýr- endur telja nánast fullvíst að Verka- mannaflokkurinn verði minnst tvö kjör- tímabil frá völdum. Hann hefur misst nánast helming þing- sæta og að minnsta kosti níu ráðherr- ar féllu af þingi. Leitt hefur verið getum að því að Kim Beazley, fráfar- andi aðstoðarforsætisráðherra, verði næsti leiðtogi flokksins, en enn er ekki víst að hann hafi náð kjöri. Flokk- urinn hefur verið þurrkaður út í sveit- um landsins og talið er að hann muni eiga mjög erfitt með að vinna aftur mörg þeirra sæta, sem hann hefur misst. Flokkurinn hefur til þessa get- að bætt við meirihluta sinn með þing- mönnum í einmenningskjördæmum, sem hafa notið þar persónufylgis. Nú hefur það dæmi snúist við og það er segin saga að erfitt er að fella sitj- andi þingmann. Verkamannaflokkurinn hefur marga hæfileikamenn á sínum snær- um, en spyrja má hvort þeir þoli að vera í pólitískri útlegð næstu kjörtímabil. Ef margir eru kallaðir gæti einnig komið til lýjandi innbyrðis átaka um for- ystu. Sú tilhugsun hlýtur að vekja hroll hjá stuðn- """"¦-¦"~" ingsmönnum Verka- mannaflokksins því að valdabarátta innan raða hægri manna átti snaran þátt í að pólitísk útlegð þeirra stóð í þrettán ár. Þeir skiptu tíu sinnum um leiðtoga á árunum 1983 til 1993 og í hvert skipti tröllriðu vangaveltur um klofning meðal þeirra pólitískri umfjöllun fjölmiðla. Heimildir: The International Herald Tríb- une, Reuter og The Sydney Morning Herald. Reuter Vill skýran mælikvarða á frammi- stöðu stjórn arinnar Halldór Ásgrímsson Poul Nyrup Rasmussen Paavo Lipponen Ingvar Carlsson Gro Harlem Brundtland íslensk áhersla á samstarf Evrópu og Bandaríkjanna Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði meirí áherslu á tengsl Evrópu og Bandaríkj- anna en forsætisráðherrar hinnar Norðurland- anna í ákvarpi á Evrópuráðstefnu Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn í gær. Sigrún Davlðsdóttir fylgist með ráðstefnunni. ÞAÐ KOM í hlut Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra að flytja íslenska áyarpið, þegar norrænu forsætisráðherrarnir ávörpuðu Evr- ópuráðstefnu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í gær, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra var fjarverandi vegna veikinda. Halldóri varð tíðrætt um öryggis- og varnar- samstarf í Evrópu og lagði meiri áherslu á tengsl Evrópu og Banda- ríkjanna, en norrænu forsætiráð- herrarnir gerðu. í orði skortir ekki á að norrænu forsætisráðherrarnir lofi norræna samvinnu og gildi hennar. Á borði hafa hins vegar norrænu aðildar- löndin þrjú valið að fara hvert sína leið í undirbúningi fyrir ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins, sem hefst í lok mánaðarins. í krafti al- menningsviðhorfsins í Finnlandi, sem er mun jákvæðara í garð ESB en í bæði Danmörku og Svíþjóð, voru Finnar áberandi minnst hikandi í afstöðu sinni til ESB, enda ganga þeir lengst á viðkvæmum sviðum eins og sameiginlegri utanríkis- og varnarstefnu ESB. Stækkun ESB þýðir stækkun innri markaðarins Halldór hóf ræðu sína á að hnykkja á mikilvægi ríkjaráðstefn- unnar, því þar yrði tekin stefna, sem ekki yrði auðvelt að hverfa frá síð- ar. Hann minnti á umbyltingar í Evrópu undanfarin ár og alþjóða- væðingu, sem gæfi forsendu fyrir áður óþekktum stöðugleika í Evrópu og þar sem evrópskar -------------------------- stofnanir hefðu mikil- Stækkun ESB vægu hlutverki að gegna. hef ánrif á Evropusambandið væn í«|« h" ein þeirra og ísland væri bundið því með EES- samningnum. Fyrir ríkjaráðstefn- una væri stækkun ESB efst á blaði og stækkunin hefði líka í för með sér breytingar fyrir íslendinga, þar sem þær fælu í sérstækkun innri markaðarins, sem þeir væru aðilar að með EES-samningnum. Hvað öryggis- og varnarmál snerti sagði Halldór að í Vestur-Evr- ópu hefði sú skoðun löngum átt hljómgrunn að hún ætti að öðlast „svokallað sjálfstæði gagnvart Bandaríkjunum", einkum hvað varð- aði stefnu í öryggismálum. Halldór minnti á að Atlantshafsbandalagið hefði tryggt frið í Evrópu í hálfa öld og í skjóli tengsla yfir Atlants- hafið hefði bandalagið sigrað í kalda stríðinu. Til að viðhalda þessum tengslum væri mikilvægt að sam- band Vestur-Evrópusambandsins og ESB drægi ekki úr áhrifum Banda- ríkjanna á evrópska öryggisstefnu. Nú þegar bæði Mið- og Austur-Evr- ópulöndin stefndu á aðild að ESB og Atlantshafsbandalaginu væri það merki um áhuga þeirra á að styrkja varnarkerfi Nató vestur um haf og kerfið væri tryggt af öflugasta Nató-landinu, Bandaríkjunum. í ljósi þessa væri nauðsynlegt að styrkja tengslin vestur um haf, ekki aðeins vegna öryggissjónarmiða, heldur einnig í ljósi sameiginlegra hagsmuna á sviði fríverslunar, innra öryggis og sameiginlegs menningar- arfs. Óp og þunglyndi Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, hélt hvatningarræðu um mikilvægi ESB og hvernig Norð- urlöndin gætu í sameiningu lagt sitt af mörkum til að þoka þróun þess í þá átt, sem þeim sýndist heppileg- ust. Löndin gætu staðið saman um að þrýsta á atvinnuskapandi aðgerð- ir ESB, en einnig til að stuðla að opnara og lýðræðislegra sambandi. Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finna, sagði að það færi ekki fram hjá sér þegar hann kæmi til Kaupmannahafnar að borgin væri ------------- evrópskasta ----------- borg Norður- landa, en hins vegar hefði sér þótt norrænn tónn í nafni strengjakvartettsins, sem spilaður var við afhendingu tónlistar- og bókmenntaverðlauna Norðurlahda- ráðs, „Óp og þunglyndi" eftir verð- launahafann Bent Sörensen. Lipp- onon sagðist geta tekið undir orð Nyrups um Norðurlönd og norræna samvinnu. Löndin hefðu svo lík sjón- armið gagnvart ESB að dugað hefði að halda eina ræðu við þetta tæki- færi fyrir hönd forsætisráðherranna fimm. Lipponen fór hins vegar fljótt*'- yfir sögu, því staðreyndin er að Finnar vilja ganga mun lengra til að styrkja ESB og færa því aukið yfirþjóðlegt vald en bæði Svíar og Danir geta hugsað sér. Lipponen undirstrikaði að nauðsynlegt væri að sýna sveigjanleika, til dæmis gagnvart þeim löndum, sem ekki uppfylla forsendur aðildar að evr- ópska myntsambandinu. Einnig minnti hann á að ríkjaráðstefnan væri mikilvægari en margir álitu, því með henni yrði slegið föstu hvert yrði valdahlutfall lítilla og stórra aðildarlanda. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía, lagði aðaláherslu á að kynna tillögur Svía fyrir ríkjaráð- stefnuna um atvinnusköpun, en það er höfuðmál þeirra. Einnig hvatti hann til að Norðurlöndin hefðu með sér samráð fyrir ráðstefnuna, þar sem fulltrúar • íslands og Noregs fylgdust með. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Norðmanna, varð tíðrætt um varnarsamstarf Evrópusam- bandsríkja, VES, rétt eins og Hall- dóri, og sagði Norðmenn fylgjast með framvindu VES af miklum áhuga. Hún kvað Norðmenn styðja þátttöku VES í friðargæslu og skyldum aðgerðum. Nató-aðild skipti Norðmenn sköpum og sömu- leiðis samvinnan vestur um haf, en um leið óskuðu Norðmenn eftir öflugri Evrópu. Öflugra samstarf um utanríkis- og öryggismál væri því óhjákvæmilegt, ef Evrópa ætti að geta axlað ábyrgð á friði og ör- yggi álfunnar. Engin norrænn kjarni gegn öðrum evrópskum kjörnum Þrátt fyrir yfirlýsingar undan- farin ár um samvinnu Norðurlanda innan ESB hafa löndin valið að leggja fram hvert sínar tillögur fyrir ríkjaráðstefnuna. Nyrup Rasmussen svaraði spurningu Morgunblaðsins í þessa veruna með því að löndin hefðu haft nána samvinnu sín á milli. Það breytir því þó ekki að engin formleg samvinna hefur verið. Meðal danskra og sænskra stjórnvalda virðist enginn áhugi á einhverjum norrænum kjárna innan ESB. Hins vegar auglýsti Ole Norr- back, norrænn samstarfsráð-herra og Evrópuráðherra Finna, eftir sterkari Evrópusamvinnu Norður- landanna. Og Gro Harlem Brundt- land sagðist ekkert sjá athugavert við norrænan kjarna, sem ýmsir álitu varhugaverða, því Frakkland og Þýskaland hefðu lagt fram sam- eiginlegar tillögur fyrir ríkjaráð- stefnuna og sama gerðu Benelux-. löndin. Enginn nor- rænn kjarni gegn öðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.