Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 17
Reuter
Þingmenn
í verkfalli
ÞINGMENN Shinshinto, helsta
stjórnarandstöðuflokksins í Jap-
an, hafa verið í setuverkfalli í
þinghúsinu í tvo daga til að mót-
mæla umdeildu stjórnarfrum-
varpi. Samkvæmt því mun ríkið
eða skattgreiðendur í landinu
koma illa stöddum lánastofnun-
um til hjálpar með gífurlegu fjár-
framlagi. I gær var reynt að
finna einhverja málamiðlun í
deilunni.
The New York Times
Hermenn
Bosníustjórnar
þjálfaðir í íran
New York. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Bosníu hefur sent
ijölda hermanna til þjálfunar í íran
til að efla her sinn, samkvæmt
heimildum bandaríska dagblaðsins
The New York Times.
Blaðið hefur eftir tveimur
ónafngreindum embættismönn-
um Bosníustjórnar að bcjsnískir
hermenn séu í þjálfun í íran en
þeir neituðu að greina frá því
hversu margir hefðu verið sendir
þangað og hvenær.
Að mati erindreka Evrópuríkja
með sendiráð í íran, sem New
York Times ræddi við hafa „nokk-
ur hundruð" Bosníumenn verið
við þjálfun í íran eða eru enn.
Haft er eftir háttsettum evr-
ópskum hernaðarsérfræðingi í
Vín að utanríkisráðuneyti hans
hafí borist stöðugar fregnir af
Bosníumönnum á leið til Iran til
þjálfunar án þess þó að áþreifan-
legar tölur hafi verið nefndar.
„Það sem veldur okkur áhyggj-
um er ekki sú hernaðarlega þjálf-
un sem þessir menn fá í íran
heldur sú innræting af íslamskri
hugmyndafræði sem er jafnframt
hluti þjálfunarinnar,“ sagði emb-
ættismaðurinn.
Að auki er talið að allt að 200
íranska hermenn sé að finna í
sjálfri Bosníu. Erlendir hermenn
voru skyldaðir til að yfirgefa
Bosníu samkvæmt Dayton-sam-
komulaginu.
Vera bosnískra hermanna í
íran er hins vegar ekki brot á
friðarsamkomulaginu en gæti að
mati blaðsins orðið til að torvelda
samskipti Bosníu- og Bandaríkja-
stjórnar.
Blaðið hefur heimildir fyrir því
að bandarískir embættismenn hafí
varað Bosníustjórn við því að
hverfí hermenn frá ríkjum
múhameðstrúarmanna ekki á
brott frá Bosníu gæti það stefnt
áformum Bandaríkjastjórnar um
hemaðaraðstoð við Bosníu í hættu.
Vísað á bug
íranska dagblaðið Tehran Tim-
es hafði í gær eftir „upplýstum
heimildarmanni" í íranska utan-
ríkisráðuneytinu að frétt New
York Times ætti ekki við nein rök
að styðjast. Meginmarkmið
„ástæðulausrar áróðursherferð-
ar“ Bandaríkjanna gegn íran
væri að draga úr mannúðarstuðn-
ingi landsins við Bosníu.
Einnig var haft eftir Omer
Behmen, sendiherra Bosníu í
íran: „Eftir því sem ég veit best
eru engir bosnískir hermenn í
íran.“
Tölvuþjálfun
Windows • Word • Excel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast
grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjarfestu í framtíðinnil
Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 567 1466
FLUGLEIDIR
Aðalfundur Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða hf. verðurhaldinnfimmtudaginn
14. mars 1996 íEfriþingsölum Scandic Hótels Lofileiða og
hefstkl 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimiid til
stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur ffá hluthöfum, 'sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera
komnar í hendur stjómarinnar eigi síöar en 7 dögum fyrir
aðalfund.
Tævanssljórn mótmælir aðgerðum stjórnvalda í Peking
Eldflaugatilraunir sagð-
ar „óþolandi ögrun“
Taipei, Pekinff. Reuter.
STJORNVOLD á Tævan mótmæltu
í gær kröftuglega fyrirhugðum eld-
flaugaskotum Kínverja á hafsvæði
í grennd við eyríkið dagana 8. til
15. mars. Ljóst þykir að eldflauga-
tilraununum sé ætlað að hræða
Tævanbúa sem kjósa sér forseta
23. mars. Stjórnarandstæðingar á
Tævan saka Lee Teng-hui forseta
um að eiga sök á deilunum með
stefnu sinni en röksemdirnar fyrir
þeim ásökunum eru ólíkar.
Áætlaður lendingarstaður sumra
eldflauganna er aðeins um 20 kíló-
metra frá strönd Tævans og ekki
bætir úr skák að oft hafa orðið slys
í tengslum við tilraunir Kínveija.
Skotin hafa geigað og óttast því
margir að flaug gæti lent á byggð.
Tævanska utanríkisráðuneytið
sendi frá sér yfirlýsingu þar sem
tilraunirnar voru sagðar „óþolandi
ögrun“ og þjóðir heims hvattar til
að fordæma þær.
Kommúnistastjórn Kína viður-
kennir ekki rétt Tævana til að
stjórna sér sjálfir og segist
reiðubúin að beita valdi til að
hindra sjálfstæðisyfirlýsingu ef til
hennar komi. Hafa hótanirnar
ásamt eldflaugatilraununum valdið
ókyrrð á fjármálamörkuðum á
Tævan og stjórnmálaskýrendur
hafa leitt að því rök að markmið
Kínveija sé að þvinga Tævana með
þessum hætti til að hverfa endan-
lega frá öllum sjálfstæðishug-
myndum.
Er kommúnistar sigruðu í borg-
arastríðinu 1949 hrökklaðist fyrr-
verandi ríkisstjórn landsins ásamt
hluta heija sinna til Tævan sem er
að nafninu til enn hluti Kína. Li
Peng, forsætisráðherra Kína, sak-
aði í gær Bandaríkjamenn um að
hafa skaðað mjög sambúð ríkjanna
með stuðningi sínum við Tævana
en Bandaríkin hafa selt eyríkinu
nýtísku vopn af ýmsu tagi. Einnig
vakti það mikla reiði Kínvetja er
Lee Tævansforseti fékk að heim-
sækja Bandaríkin í fyrra en stjóm-
völd í Washington viðurkenna
stjórnina í Peking, ekki Tævans-
stjórn.
Chen Li-an, fyrrverandi flokksfé-
lagi Lee forseta, býður sig nú fram
gegn honum í forsetakosningunum.
Chen sagði í gær að Lee hefði hag-
að sér hvatvíslega og ögrað Kína-
stjórn á ýmsan hátt með stefnu
sinni. „Með því að styðja Lee
Teng-hui er fólk að kjósa stríð,"
sagði Chen.
Annað forsetaefni, Peng Ming-
min, sem vill sjálfstæði, sagði að
Lee og flokkur hans ættu sök á
ástandinu. Kína teldi sig geta leyft
sér allt á grundvelli þess að Tæv-
ansstjórn væri sammála Peking-
stjórninni um að eyjan væri eftir
sem áður hluti af Kína.
Dagskrá, endaniegar tillögur, svo og reikningar félagsins nrunu
liggja franinri á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum
fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða aihent á
aðalskrifstofu félagsins, Reykjavrkurflugvelii, hlutabréfadeild á
2. hæðfrá og með 8. mars M. 14:00. Dagana 11. til 13. mars verða
gögn afgreiddfrá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir
kl. 12:00 áfundardegi.
Stjónr Flugleiða hf.
★
JAMES BURN
INTERNATIONAl
Efni og tæki fyrir IMÍVQ*€l
járngorma innbindingu.
J. ÁSTVfllDSSON HF.
SKIPHOIII33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580
Stretsbuxur kr. 2.900
Konubuxur kr. 1.490
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opiö á laugardögum
<!#**/*# kæliskápar án frystis * <J#**/*#kæliskápar með frysti * <f#**/*#innbyggingarskápar * G#*wfrystiskápar * <S#M>*#frystikistur
Fullkomið pró-GRÁM:
Við bjóðum 20 gerðir
GRAM kæliskápa,
t.d. þessar 10, sem hér
eru sýndar.
€it*AAt gerð »»»>
Kælir + frystir Itr.
Br./Dýpt/Hæð í mm
Verð: Keypt m/afb.
Staðgr. -5%
KS 240 KS 300 E KS 350 E KS 400 E KF 184 KF 232 T KF 263 KF 245 E KF 355 E KF 345 E
240 + 0 271 + 0 323 +0 377 + 0 139 + 33 186 + 33 197 + 55 168 + 62 272 + 62 190+133
550/601/1265 595/601/1342 595/601/1542 595/601/1742 550/601/1065 550/601/1285 550/601/1465 595/601/1342 595/601/1742 595/601/1742
57.850,- 63.150,- 72.600,- 79.990,- 52.620,- 59.980,- • 63.150,- 66.300,- 84.200,- 92.600,-
54.960,- 59.990,- 68.970,- 75.990,- 49.990,- 56.980,- 59.990,- 62.990,- 79.990,- 87.970,-
Q#ZAA#kæliskápar ■+• H*9AJ%w frystikistur (Jjrw+r frystiskápar fyrsta flokks frá
JFQniX
HATUNI 6A
S: 552 4420