Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 19
LISTIR
Það sem
eitt sinn var
ÞRJÚ verk eftir Öldu Sigurðardóttur.
Morgunblaðið/Ásdís
MYNDLIST
Nýlistasafnið/
Mokka
BLÖNDUÐ TÆKNI
Alda Sigurðardóttir/Steinunn Helga
Sigurðardóttir/Öm Karlsson/Hlyn-
ur Hallsson
Nýlistasafnið: Opið alla daga kl.
14-18 til 10. mars.
Mokka: Opið alla daga til 9. mars.
Aðgangur ókeypis.
ÞVI verður seint’ haldið fram,
að ungt listafólk hafi í gegnum tíð-
ina gert mikið af því að rækta sög-
una og leita þar fanga fyrir list-
sköpun sína: fremur hitt, að hafna
því liðna og leita frelsunar í nýju
brumi, sem átti eftir að sanna gildi
sitt.
Mikil breyting hefur orðið á
þessu hvað varðar íslenska mynd-
list á fáum árum, og heill hópur
listafólks er tekinn að leita á „forn“
mið. Menn eins og Hannes Lárus-
son hafa leitað í handverkið og
hetjudýrkun listasögunnar, og
Birgir Andrésson hefur ótrauður
unnið að listsköpun úr lítt ásjáleg-
um efnivið utangarðsfólks, upp-
graftar og ullarvinnslu; val hans
sem fulltrúa íslands á Feneyja-tví-
æringnum á síðasta ári var stað-
festing þeirra breyttu viðhorfa, sem
má merkja í þessari þróun.
Nú hittir þannig á, að allir þeir
sem fylla sali Nýlistasafnsins (og
MYNPLIST
Listhorn Sævars
K a r I s
MYNDVERK
Kristján Guðmundsson. Opið rúm-
helga daga á verzlunartíma. Til 13.
marz. Aðgangur ókeypis.
KRISTJÁN Guðmundsson heldur
áfram að vinna í verkum, sem telja
má hámark hugmyndafræði í ein-
faldleika sínum. í þetta sinn sýnir
hann ljóð, sem byggjast á mörkuðum
talnaleik sem skarar mismunandi
verð á ýmsum nafngreindum hlutum
í næsta nágrenni, svo sem skyrtum,
sokkum, frökkum, buxum, kápum,
peysum, jökkum, hönskum og trefl-
um.
Þessu fylgir Kristján úr hlaði með
eftirfarandi hugleiðingu: „Þó ljóðin
séu bundin stað og tíma, þriggja
mánaða gömul, kannski aðeins byij-
uð að skrökva, vona ég að stöðug-
leiki íslenzku krónunnar sé það
mikill að þau verði ekki vænd um
stórlygar. Þegar þau voru ort sögðu
þau satt. Annars þarf ég líklega
ekki að hafa áhyggjur af þessu, því
Sævar er sjálfsagt nú þegar búinn
að selja allt yrkisefnið „á réttu
ljóðaverði". Og þá skrökvar enginn
neinu að neinum. En hvert svo sem
sannleiksgildi ljóðanna er, þá
standa litirnir fyrir sínu. Þeir eru
dæmdir til sannsögli og eru því látn-
ir liggja á milli hluta hér.“
Af þessu má eðlilega álykta, að
hugmyndin að ljóðunum sé komin
frá verðmiðum á klæðnaði í verzlun
Sævars Karls. Sjálf ljóðin sem vísa
til verðmunar á sömu vörunni eru
svo í formi mjórra og láréttra línu-
búta, sem ganga hringinn í kringum
veggi listhornsins í nákvæmt af-
markaðri og hnitmiðaðri hæð.
Þannig verður úr innsetningunni
sjónræn opinberun í ætt við tímalín-
ur listamannsins. Ennfremur þá
veggi Mokka) eru í verkum sínum
að líta til baka til þess sem eitt
sinn var, hver út frá sínum persónu-
lega sjónarhól. Slíkur samhljómur
er óvenjulegur, en gengur vel upp
hér.
Alda Sigurðardóttir
Alda var m.a. önnur aðaldriffjöðr-
in að „Gullkistunni" á Laugarvatni
síðasta sumar, en hún hefur einkum
unnið smágerð sauma-, hekl- eða
pijónaverk út frá ýmsum skemmti-
legum hugmyndum.
Svo er einnig hér. Sýninguna
nefnir hún „Undan rekkjuvoðunum"
- sem er vissulega orðaleikur í
sjálfu sér - og felst hún í fjórum
myndum úr rauðu bómullarefni,
sem er fest á tréramma og saumað
og heklað í. Um framkvæmdina
segir í sýningarskrá:
„Þetta eru myndir af niðjum íjög-
urra hjóna sem eru langömmur
mínar og langafar. Ég raða þeim
kerfisbundið réttsælis á ósýnilega
hringi. Einn hringur fyrir hveija
kynslóð, eins og hringir á sléttu
vatni sem gárast þegar dropi fellur
á það.“ - í miðju er listakonan sjálf,
og ísaumurinn kemur saman í þeim
punkti.
Þessi áhugi á ættfræðinni endur-
speglar virðingu listakonunnar fyrir
lífsbaráttu þess fólks, sern hún get-
ur þakkað tilveru sína. í skránni
má sjá fæðingardaga allra þeirra
sem tengjast þessu ferli, sem kemur
saman, í henni sjálfri, en ráða þó
stefnu í listinni að notast við stafi
og tölur í ákveðnum stígandi, með
vísunum til einhvers í næsta ná-
grenni, stöðugleika eða breytinga í
gangverki tímans og mannlegum
athöfnum.
Ljiastúdíurnar eru svo í formi
heftaðrar bókar í líkingu við það
er menn sjá í verzlunum sem selja
liti eða efni, eru tærir, mattir og
þekjandi.
Á þennan hátt vísar listamaður-
inn með sínu lagi á veruleikann á
bak við verzlunina, athafnir eigand-
ans og starfsfólks hans, gerist um
leið virkur í umhverfinu og stafræn-
um framningi dagsins.
Bragi Ásgeirsson
engu um örlög hennar; þau verður
hver að móta fyrir sig.
Steinunn Helga Sigurðardóttir
Steinunn Helga hefur áður unnið
út frá fornum minnum (m.a. má
nefna einkasýningu í Við Hamarinn
og framlag hennar á sýningunni
„Eins konar hversdagsrómantík" á
Kjarvalsstöðum á síðasta ári) og
gjarna fest á léreft með nýstárleg-
um hætti. Hér er listakonan á sömu
braut með einfaldri uppsetningu á
nokkrum myndum úr íslensku
teiknibókinni, sem er safn teikninga
eftir íjóra listamenn frá 14. og 15.
öld, varðveitt í Safni Árna Magnús-
sonar. Um framlag sitt segir hún:
„Ég vil með þessari sýningu tjá
virðingu mína fyrir sögunni - minni
sögu, okkar sögu - og þakka for-
feðrum mínum lán á myndunum.“
Olíkt teiknibókinni eru eftirmynd-
ir Steinunnar Helgu afar forgengi-
legar - unnar með vatnslitum beint
á hvíta veggina - og mynda þannig
hæfilegt endurvarp Við fyrirmynd-
irnar; samtíminn getur aðeins skap-
Tímarit
• TÍMARIT Máls og menningar,
1. hefti 1996, er komið út. Efni
þess er að mestu skáldskapur, sög-
ur, leikrit og ljóð eftir íslenska og
erlenda höfunda sem langflestir eiga
það sameiginlegt að vera eyja-
skeggjar: frá Íslandi, írlandi, úr
gríska eyjahafinu eða frá eynni
Martinique í Karíbahafi.
Ljóðskáld sem birta efni í TMM
nú eru Nóbelsskáldið Seamus Hean-
ey, Gabriel Rosenstock, Gróa Finns-
dóttir, Anna Lára Steindal, Margrét
Lóa Jónsdóttir, Ingibjörg M. Alfreðs-
dóttir, Jóhann Árelíuz, Desmond
O’Grady og Cees Nooteboom, en
þeir tveir síðastnefndu voru meðal
gesta bókmenntahátíðar í septem-
bermánuði 1995.
að dauft endurskin þess sem eitt
sinn var.
Þessi hógværa framsetning er að
nokkru ólík því sem listakonan hef-
ur áður sýnt, en ber réttilega með
sér þá hugsun að fyrirmyndin skuli
ráða viðhorfinu. Hver eftirmynd
þeirra trúarlegu mynda sem hér er
fengist við hlýtur að verða fátækleg
í samanburðinum, og því kýs Stein-
unn Helga að leggja áherslu á gildi
þeirra með sem einföldustum hætti.
Ræktun þess sem eitt sinn var er
kjarni þess að geta lært að þekkja
samtímann.
Orn Karlsson
í setustofu safnsins eru uppi
nokkur verk eftir Örn Karlsson, sem
mun sjálfmenntaður í listinni, en
hefur sýnt verk sín af og til í um
tvo áratugi. Þetta eru klippimyndir,
sem helst má tengja við persónuleg-
ar ferðasögur um heiminn; skipti-
miðar, kort, aðgöngumiðar og
merkimiðar tepoka fylla verkin.
Þessar ferðasögur eru lítt áhuga-
verðar sem slíkar - efni af þessu
Enn annar höfundur hátíðarinnar,
skáldsagnahöfundurinn Patrick
Chamoiseau frá Martinique í Karabí-
hafi frumbirtir grein um eyjamenn-
ingu þar sem hann ber m.a. annars
saman viðhorf íbúa Karíbahafsins
og íslendinga til þess að vera ey-
búi. Chamoiseau þykir með athyglis-
verðustu höfundum franskrartungu
og hlaut m.a. Goncourtverðlaun fyr-
ir skáldsöguna Texaco árið 1992.
Aðrar greinar í TMM eru kynning
Martins Regal lektors í ensku við
H.í. á Seamus Heaney, kynning á
gríska'rithöfundinum Alexander
Papadíuamandis, hugleiðing Milans
Kundera um listmálara frá Mart-
inique og höfund málverks á forsíð-
unni, Ernest Breleur, grein eftir
Egil Helgason um kanadískan tón-
listarmann sem dvaldist á íslandi
um skeið, grein eftir Erling E. Hall-
tagi hefur fyllt sýningar í áratugi.
Hins vegar er tengingin við aðrar
sýningar í húsinu athyglisverð, því
hér er tekin til meðferðar endur-
minningin, líkt og gerist hjá öðrum
sýnendum; þannig verður þetta
framlag virkur hluti af þeirri heild,
sem fyllir safnið.
Hlynur Hallsson
Hlynur leitar einnig til persónu-
legra minninga, en hann sýnir sam-
tímis á palli og í Súm-saí Nýlista-
safnsins og í Mokka. Á fyrri staðn-
,um hefur hann sett upp verk sem
hann nefnir „Átta götumyndir frá
Akureyri". Þetta eru bókverk og
teikningar sem byggja á þeim stöð-
um, sem hann tengist ríkulegum
böndum; gatan sem hann bjó við,
gatan sem var gengin í skólann, þar
sem borin voru út blöð o.s.frv.
Þau einföldu strik sem Hlynur
setur á blað öðlast þannig ríkulegt
líf fyrir tilstilli minninganna, sem
vísindaleg greining á hæð, lengd og
hlutföllum getur aldrei komið í stað-
inn fyrir.
En Hlynur kemur víðar við; á
Mokka er að finna beint framhald
af sýningu, sem hann hélt á Café
Karólínu á Akureyri fyrir tveimur
árum, og sama viðfangsefrii fylgt
fram í tímann.
Hér hanga úr lofti rúmlega fimm-
tíu kaffibollar, sem listamaðurinn
hefur tekið traustataki á ferðum sín-
um vitt og breitt um heiminn, og
síðan dýft í vax og „húðað“ fyrir
nýja tilveru sem listaverk. Þessum
minningum fylgja í hveiju tilviki
lykilorð, sem væntanlega tengjast
ferðinni hjá listamanninum, en geta
einnig kveikt nýjar og skemmtilegar
sögur hjá sýningargestum.
Oft hefur verið minnst á slakan
(eða engan) frágang á sýningar-
skrám hjá Nýlistasafninu, og því er
rétt að hrósa því sem vel er gert:
Að þessu sinni eru þau mál í ein-
földu en þægilega samræmdu horfí,
og verður vonandi framhald á slíku.
Eiríkur Þorláksson
dórsson um það að þýða Rabelais,
og loks ádrepur eftir rithöfundana
Geirlaug Magnússon og Þorgeir
Þorgeirsson.
Þrír höfundar birta smásögur í
þessu fyrsta hefti ársins, þau Anton
Helgi Jónsson, Elísabet Kristín Jök-
ulsdóttir og ungverski höfundurinn
István Örker.ý.
Loks er í tímaritinu frumbirtur
nýr einþáttungur eftir Hrafnhildi
Hagalín Guðmundsdóttur, en hún
vakti athygli fyrir leikritið Ég er
meistarinn sem var frumsýnt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur 1990.
Tímarit Máls og menningar, 1.
hefsti 1996, er 120 bls. TMM kemur
út fjórum sinnum á ári og kostar
ársáskrift 3300 kr., auk þess sem
það er selt í lausasölu í öllum bóka-
verslunum. Ritstjóri TMM er Friðrik
Rafnsson.
248
VINNINGAR
Auk þess eru dregnar út
þrjár utanlandsferðir fyrir
tvo á hverjum
miðvikudegi í mars.
Aðeins dregið úr
greiddum miðum. Fylgstu
með í Sjónvarpinu!
Þú vinnur hvernig
sem á það er litið!
Vinningar að verðmæti yfir!
35 milljónir
yiö drögum
11 nriÞví fyrr sem greitt er
wPl ■ 11 V 181 þess meiri möguleikar.
alla miðvikudaga í mars.
Ép Happdrætti
Slysavarnarfélags Íslands
Talnaljóð og litir