Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NorcSfirciingar Árhátíð félagsins verður haldin í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 9. mars. Forsala aðgöngumiða á sama stað fimmtudaginn 7. mars frá kl. 17-19. Miðaverð aðeins kr. 2.900,Vísa og Euro. Upplýsingar í síma 565 8121 og 554 4453. Stjórnin. IDAG AÐALFUNDUR ARÐBORANA Hl borana hf. miðvikudaginn 20. mars 1996 íÞingstofu A, HótelSögu, og hefst kl. 16.00 , Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 2. tl4. gr. ¦ samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlega tillögur og reikningar félagsins munu Mggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Grensásvegi 11,2. hæð, frá og með 13. mars, fram að hádegi fundardags. #/## Stjórn Jarðborana hf. JABÐBORANIR Hf Au glýsing um framlagningu skattskrár 1995 og vi r ðisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1994 í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. í samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, um virðisaukaskatt, er hér með auglýst að virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 1994 liggur frammi, en í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers skattskylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar fram í öllum skatta- umdæmum miðvikudaginn 6. mars 1995 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra fyrir hvert sveitarfélag dagana 6. til 19. mars að báðum dögum meðtöldum. 6.marsl996 Skattstjórinn íReykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórínn í Vesturlandsumdœmi. Stefán Skjaldarson. Slcattstjórínn í Vestfjarðaumdœmi. Pétur Olafsson. Skattstjórínn í Norðurlandsumdœmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórínn í Norðurlandsumdæmi eystra. Gunnar Karlsson. Skattstjórínn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórínn í Suðurlandsumdœmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórínn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is íslandsmótið í knattspyrnu 1912 ÁRIÐ 1912 var háð fyrsta íslandsmót í knattspyrnu. Aðeins tvö lið kepptu, KR og lið Vestmannaeyinga. Frímann Helgason íþrótta- fréttaritari Þjóðviljans til margra ára, hafði eitt sinn viðtal við Ársæl Sveinsson útgerðarmann í Vest- mannaeyjum um íslands- mótið 1912. Getur nokkur upplýst mig um, í hvaða tölublaði Þjóðviljans þetta var. Leifur Sveinsson, sími 5513224 Tjarnargötu 36, Rvík. Ný silkihúfa í Garðabæ BÆJARSTJÓRN hefur leigt til 10 ára 1300 fm gamalt timburhús, áður Sjöfn, undir bílaverkstæði og sumrstöð, aðeins 18 metra frá næstu íbúðar- húsum. Er það framtíðin að setja slíka starfsemi inn í íbúðarhverfi? ¦Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, vildi setjja bensínstöð í Silf- urtún þegar hann ríkti, en íbúarnir mótmælu því með látum og kröfugöngum. Nú ætlar bæjarstjórn að taka upp sömu stefnu og Ólafur G. forðum. Þeir sem sinna umhverfismálum ættu að skoða þetta. B.Á. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU í gylltri um- gjörð fundust fyrir utan Kolaportið sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 555-4979. Veski tapaðist HVÍTT seðlaveski merkt Landsbankanum tapaðist í vagni 140 á leiðinni frá Lækjartorgi inn í Garðabæ sl. föstudag á milli kl. 19 og 19.30. 1 veskinu voru skilríki og kort, persónu- legir munir og töluvert af peningum. Sá sem veit um veskið er vinsamlega beð- inn að hringja í síma 565-6526. Fundarlaun. Taska fannst í Breiðholti BLEIK leikskólataska með úlpu, pollagalla og fleiru fannst í Seljahverfi sl. sunnudag. Eigandi getur vitjað hennar í síma 567-0956. Myndir töpuðust MYNDIR töpuðust töluvert fyrir síðustu jól, líklega á göngu í Fossvoginum. Ef einhver hefur fundið mynd- irnar er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 568-9195. Veski tapaðist SÓLVEIG Gunnarsdóttir hringdi og sagðist hafa orðið fyrir því óláni að tapa brúna seðlaveskinu sínu, sem rríerkt er nafninu hennar, sl. sunnudagskvöld í Sóltúni 3. í veskinu eru skilríki ýmisskonar sem hún þarf nauðsynlega að fá og biður skilvísan finnanda að hafa samband í síma 553-0673 og heitir fundariaunum. Þá vildi Sólveig koma á framfæri að um miðjan júnímánuð hefði hún tapað gullarm- bandi með múrsteina- munstri í austurbænum um miðjan janúarmánuð og biður sömuleiðis skilvísan finnanda að hringja í sama síma. Gæludýr Týndur köttur KOLSVARTUR fresskött- ur fór að heiman frá sér sl. laugardagskvöld, frá Eggertsgötu 22, og síðan hefur ekkert til hans spurst. Hann er ekki vanur að vera úti. Hafí einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 561-6788. SKAK Umsjón Margelr Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í ann- arri umferð Reykjavíkur- skákmótsins. Sigurður Daði Sigfússon (2.245) var með hvítt, en Olafur B. Þórsson (2.160) var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 32. Dfl-dl? í erfíðri stöðu, en betra var 32. Dal. 32. - Dc2! 33. Bb3 (Eða 33. Dxc2 - Hel+ 334. Kf2 - Hfl mát) 33. - Dxdl+ 34. Bxdl — Hel+ og hvít- ur gafst upp því hann er óverj- andi mát í næsta leik. Fimmta um- ferð Reykjavík- urskákmótsins er tefld í dag í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12 og hefst taflið klukk- » " an 17. Tefldar eru níu umferðir á mótinu og hefjast þær allar á sama tíma, nema síðasta umferð- in á sunnudaginn, en þá er byrjað klukkan 13. Að- gangur er ókeypis fyrir áhorfendur, í dag í boði Flugleiða, innanlands. HOGNIHREKKVISI EIHKA- LB\FÁ- SKfciFrroft uþö het\ir U&o& mcirga, C&faþutirm'cr!" Víkverji skrifar... ANÆGJULEGT er að fylgjast með velgengni íslenskra kvikmynda á erlendri grund umi þessar mundir. Fyrir skömmu völdu áhorfendur á kvikmyndahá- tíðinni í Gautaborg Tár úr steini bestu kvikmynd hátíðarinnar. Kvikmyndin Ágnes fékk góðar undirtektir á kvikmyndahátíðinni í Berlín og nú um helgina bárust þær fregnir frá Rússlandi að ís- lensk kvikmyndahátíð í tveimur borgum rússneskum, Moskvu og Pétursborg, hefði kallað fram glæsilegar viðtökur. Þar eru sýnd- ar sex íslenskar kvikmyndir, nýjar og gamlar, Tár úr steini eftir Hilm- ar Oddsson, Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson, Veggfóður, Á köldum klaka, Sódóma Reykja- vík og Hrafninn flýgur. Það er Rússneska kvikmyndaráðið í sam- vinnu við sendiráð íslands í Moskvu sem stendur fyrir þessari kvik- myndahátíð. Loks hafa borist hing- að til lands þau tíðindi að framleið- endur kvikmyndarinnar Á köldum klaka, með Friðrik Þór í farar- broddi, hafi náð sýningarsamningi við um fimmtíu kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Allt eru þetta ótví- ræð merki um að íslensk kvik- myndargerðarlist standi nú með miklum blóma. Mikilvægt er því að hvika í engu af markaðri braut og halda áfram því metnaðarfulla starfi við framleiðslu íslenskra kvikmynda, sem óneitanlega stóð með hvað mestum blóma á liðnu ári. EN LISTALÍFIÐ er blómlegt hér á landi á fleiri sviðum en kvikmyndagerðarinnar. Flestir landsmenn hafa sjálfsagt fyllst miklu stolti yfir frammistöðu Sin- fóníuhljómsveitar íslands í jómfr- úrferð hennar til Bandaríkjanna. Hljómsveitin kom hingað til lands eftir frægðarför snemma í morgun og ugglaust hefur henni verið fagnað á viðeigandi hátt við kom- una til landsins. Árangur hennar vár auðvitað stórglæsilegur og dómurinn sem Alex Ross, tónlistar- gagnrýnandi bandaríska stórblaðs- ins The New York Times, ritaði í blaðið eftir að hafa hlýtt á tónleika hljómsveitarinnar fyrir réttri viku í Carnegie Hall verður ugglaust lengi í minnum hafður, enda kom það fram hér í blaðinu í gær, haft eftir Helgu Hauksdóttur tónleika- stjóra Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, að hljómsveitin hefði leikið fyrir fullu húsi í Daytona Beach, eða um tvöþúsund manns um helg- ina og að dómsins hefði verið getið í frétt á forsíðu eins dagblaðanna þar í borg. xxx ÞAÐ ÞARF svo sem ekki að fara út fyrir landsteinana, til þess að verða var við gróskuna í íslensku tónlistarlífi. Glæsilegir fulltrúar íslensks tónlistarlífs, eins- konar ný kynslóð óperusöngvara, leiddu saman hesta sína á fjölum Borgarleikhússins í gærkveldi, við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar píanóleikara. Þetta voru Hanna DóraSturludóttir sópran, Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir mezzósópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bassabaritón. Ugglaust hefur þar verið boðið upp á enn eina tónlist- arveisluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.