Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 11
FRÉTTIR
Ríkisendurskoðun skoðar
rekstur sjö sjúkrahúsa
ÚTTEKT Ríkisendurskoðunar á
rekstri sjö sjúkrahúsa á lands-
byggðinni sýnir að talsverður mis-
munur er á kostnaði við rekstur
þeirra. Stofnunin telur að upplýs-
ingarnar bendi eindregið til þess
að með breyttu skipulagi geti náðst
verulegur sparnaður í heilbrigðisút-
gjöldum og hvetur heilbrigðisyfir-
völd til að vinna skipulega að því
að greina ástæður fyrir mismun-
andi kostnaði þessara einstöku
þátta heilbrigðiskerfisins með það
í huga að ná fram sparnaði með
breyttu verklagi.
Sjúkrahúsin sjö eru í Keflavík,
ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík,
Neskaupstað, Selfossi og Vest-
mannaeyjum. Öll sjúkrahúsin voru
rekin með tapi á árinu 1994 nema
sjúkrahúsið á Sauðárkróki sem skil-
aði rúmlega 4 milljóna króna tekju-
afgangi. Stærð og umfang þeirrar
þjónustu sem sjúkrahúsin veita er
nokkuð mismunandi. Ríkisendur-
skoðun segir ljóst að rekstur minni
sjúkrahúsanna sé eðli málsins sam-
kvæmt óhagkvæmur. Því minna
sem sjúkrahúsið’ sé því verr nýtist
Hægt að ná
sparnaði með
betra skipulagi
fjármunirnir og það starfsfólk sem
það hafi yfir að ráða. Minni sjúkra-
húsin þjóni hins vegar í talsverðum
mæli sjúklingum úr öðrum byggð-
arlögum.
Framkvæmdir utan
fjárheimilda
Heildarkostnaður við heilbrigðis-
þjónustu á hvern íbúa er lægstur á
sjúkrahúsinu í Keflavík 75 þúsund
krónur. Næst á eftir kemur Selfoss
með 78 þúsund, þá Vestmannaeyjar
og Ísafjörður með 100 þúsund,
Sauðárkrókur með 101 þúsund,
Húsavík með 107 og hæstur er
kostnaðurinn á sjúkrahúsinu á Nes-
kaupstað eða rúmlega 114 þúsund
á íbúa. Vert er að geta þess að ald-
ursdreifing íbúa á þessum stöðum
er mismunandi og eins sækja sjúkl-
ingar úr nágrannahéruðum í mun
meira mæli þjónustu til minni
sjúkrahúsanna en til sjúkrahúsanna
á Selfossi og í Keflavík.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
stjórnendur sjúkrahúsanna í skýrslu
sinni fyrir að hefja framkvæmdir
sem ekki séu fjárheimildir fyrir.
Framkvæmdirnar séu fjármagnað-
ar af almennu rekstrarfé sjúkrahús-
anna. Þetta sé ámælisvert því að
þar með séu sjúkrahúsin að ganga
á almennt rekstrarfé og þar með
að skerða þá þjónustu sem þau eigi
að veita. Stofnunin gagnrýnir þetta
ekki síst í ljósi slæms fjárhags
sjúkrahúsanna.
Ríkisendurskoðun segir að þrátt
fyrir að kenna megi ómarkvissri
stjórnun og ónógri aðhaldssemi að
einhverju leyti um slæma afkomu
sjúkrahúsanna vegi þau atriði ekki
það þungt að þau skýri allan halla-
rekstur sjúkrahusanna. Stofnunin
teiur tímabært að stjórnvöld horfist
í augu við það hvað kostar að reka
slíka starfsemi sem veitt er á
sjúkrahúsum á landsbyggðinni eða
taki þá ákvörðun að þessari þjón-
ustu sé betur fyrir komið annars
staðar eða með öðrum hætti.
Sértilboð til Kanarí
um páskana
.,,59.832
Aðeins
6 íbúðir
3. apríl -18 n»tur
Við bjóðum nú einstakt tilboð um páskana á
einn okkar vinsælasta gististað, Los Salmones,
sem er frábærlega staðsettur í hjarta ensku
strandarinnar. Kanaríeyjar eru vinsælasti
áfangastaður íslendinga um páskana vegna hins frábæra veðurfars og
þjónustu íslenskra fararstjóra okkar meðan á dvöl þinni stendur.
Falleg smáhýsi eða fbúðir með einu svefnherbergi, baði, eldhúsi, stofu
og svölum - móttaka og veitingastaður í hótelinu.
Bókaðu strax - síðustu sætin
13. mars
- síðustu sætin
Verð kr. 49.930
M.v. hjón með 2 böm,
13. mars, 3 vikur.
Verð kr. 59.960
M.v. 2 fullorðna í húsi,
13. mars, 3 vikur.
Skattar inrtifaldir, ekki
foifallagjald kr. 1.200
cq
Aðeins kr. %✓ S 9 %/ Étá
Hjón með 2 böm, Sonnenland. 3. apríl. Verð með sköttum.
69.960
Kr.
2 í íbúð, Los Salmones. -3. aprfl.
Verð með sköttum.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Léttar og skemmtilegar
Macintosh - eins og hugur mannsl
é.Apple-umboðiö
Skipholti 21 • Sítni 511 5111
Heimasíðan: bttp://www. apple. is