Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Stolin samtímalist gerð upptæk í Marseille Listþjófnaður hreyfir við hlut- um og eigendum Lögregluaðgerðir á nútímalistasafninu í Marseille voru vatn á myllu franskra fjöl- miðla í liðinni viku. Þjófnaður yfír og allt um kring og siðferði í listum vakti líka for- vitni Þórunnar Þórsdóttur. ALLT sem ég hef stolið frá ykkur, heitir verk ungs listamanns, Hervé Paraponaris, sem ært hefur óstöðug- an í Frakklandi undanfama daga. Af hafa hlotist alvarleg skoðanaskipti um siðferði í listum og fangelsisvist listamannsins og forstöðumanns nú- tímalistasafnsins í Marseille. Þar í anddyrinu sýnir Paraponaris 42 muni sem hann hefur stolið frá vinum sín- um, fyrirtækjum og stofnunum. Grip- unum er raðað á glaðlega lit borð og hver þeirra merktur þjófnaðardegi og „fórnarlambi". Meðal gripanna er sælgætispoki, hattur sem notaður var á kjötkveðju- hátíð, rauð karfa, sokkaviðgerðar- kúla, gleraugu gamallar konu og lít- ill minnislisti hennar, mjög viðar stuttbuxur og siitnir skór númer 46 sem teknir voru af hóteli á Græn- höfðaeyjum. Listamaðurinn segist vilja endur- skoða tengslin milli hlutar og eig- anda. „Þjófnaðurinn er aðeins til- færsla,“ segir hann „og eðli hlutar breytist með nýjum húsbónda." Þeim sem Paraponaris stal frá var boðið á sýninguna og því lýst yfir að ekk- ert mælti á móti því að fólk endur- heimti eigur sínar. Margir brugðust hinir hressustu við og hlógu að öllu saman og einstaka bragðarefur end- urtók leikinn. Þannig hurfu þrír hlutar verksins fyrstu sýningardagana; sokkavið- gerðarkúlan, vlnflaska og sýningar- skrá nýlistasafnsins Witte de Whith í Rotterdam, sem ólíklegt er að fínni fyrri eigendur af því þeir voru ferða- menn í heimsókn á safnið. „Listin er síkvik," segir Philippe Vergne, forstöðumaður safnsins í Marseille, um þessar breytingar. Honum þótti minna til um viðbrögð forkólfa Brouillard Précis, vinnustofu listamanna sem notast við tölvur, myndbönd og aðra tækni. í ársbyijun 1995 hafði Paraponaris sjónvarpstæki á brott úr þessari vinnustofu og kom því tólf mánuðum seinna fyrir á sýn- ingunni. „Við ákváðum að endur- heimta eign okkar,“ segir Marlene Puccini, stofnandi vinnustofunnar, „og kvikmynda í listrænum tilgangi stuld þess stolna. Þegar safnverðir hugðust koma í veg fyrir þjófnaðinn skarst lögregla í leikinn." Til að útkljá málið var „allt sem ég hef stolið frá ykkur“ gert upp- tækt og Paraponaris handtekinn ásamt Vergne. Þeir eyddu einni nótt bak við lás og slá og sagði Vergne fjölmiðlum morguninn eftir að þarna hefði meðalmennska tæknilistafólks- ins orðið ofan á. „Tækisfjári er allt sem þau misstu," sagði hann, „en umbreyt- ingin sem hann tekur í meðförum Paraponaris er hluti af list nútím- ans. Ekki hvatning til spillingar held- ur gagnrýnin skoðun á margs konar þjófnaði í samfélagi okkar.“ Fyrri forstöðumaður nútímalista- safnsins í Marseille, Bemard Blist- ene, segir nöturlegt að listamenn ráðist á starfsbróður með fulltingi lögreglu. Hann hefur mælt með „öllu sem ég hef stolið frá ykkur“ við inn- kaupanefnd Pompidou-safnsins í París og styður meðmælin þannig að verkið birti sérstaklega næma sýn á samtíðina. Dómarar í bæjarþingi Marseille hafa lýst því yfir að þeir geti ekki tekið þátt í þessum leik. Listamaður- inn hafí fengið sólarhrings íhugunar- tíma í fangelsi og meira geti þeir ekki fyrir hann gert. Lögreglan sleppur ékki jafn billega; hennar bíða heimsóknir 42 fómarlamba listarinn- ar sem hugsanlega vilja vitja blárra sokkabuxna; sælgætispoka, gler- augna og minnisblaðs, svo eitthvað sé nefnt. Spuming hvort afturhvarf gripanna til lögmætra eiganda breyti eðli þeirra til fyrra horfs eða ein- hvers annars og hvort dýrleiki þeirra hafí jafnvel vaxið og dafnað af vist- inni í anddyri safnsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sápan sopin LEIKLIST Lcikfclag Mcnnta- skólans aö Laugarvatni ÉG VIL AUÐGA MITT LAND Asna- og viskustykki í þremur þátt- um eftir Þórð Breiðfjörð (Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þór- arin Eldjám). Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjóm og leikmynd: Brynja Benediktsdóttir. Tónlistar- stjóm: Hilmar Öm Agnarsson. mjómlistarstjóm: Hjörtur B. Hjart- arson. Leikendur og aðrir smiðir sýningarinnar: Fjölmargir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni. Sýnt í Loftkastalanum, Reylgavík, 3. mars. STRAX í undirtitli þessarar sápuóperu örlar á þeirri kímnigáfu sem sækir næringu sína í orðaleiki og óvænta hópun óskyldra hluta og var eitt af einkennum Matthild- inga. Nokkuð ber á skopi af þessu taginu í Ég vil auðga mitt land og er það yfirleitt græskulaust og fyndið. Þó mun þetta tiltekna visku- stykki seint teljast til andlegra af- reksverka þeirra fjölhæfu þremenn- inga; Davíðs, Hrafns og Þórarins, þrátt fyrir góða spretti. Til þess er verkið of blandað í stíl og efnistök- um. Revía, söngleikur, farsi, sápa. Það má finna sitt af hveiju í þess- ari súpu og jafnvel hárlokk úr eld- húsi fáránleikans líka þegar jóla- sveinn nokkur flækist inn í tilveru leiksins um hásumar og vill fyrir engan mun ve'ra annar en hann sjálfur. í leikritinu er gengdarlaust hagsmunapot gírugra einstaklinga í skjóli klíkusamtryggingar afhjúp- að og spottað en í ákafa sínum gleyma höfundar því sem kalla mætti mótvægi dyggðarinnar gegn löstunum, en það mótvægi er nauð- synlegt til að persónur ávinni sér a.m.k. snefil af samúð áhorfenda og verði þar með trúverðugar. Skúrkarnir eru einum of hreinrækt- aðir, konurnar of ljóshærðar og jafnvel gamli karlinn, sem íklæddur gömlu hreppstjóralörfunum, virðist eiga að vera eini fulltrúi siðferðis- legra og íhaldssamra gilda á svið- inu, reynist allra manna hallastur undir Mammon þegar til kastanna kemur. En leikstjórinn, Brynja Bene- diktsdóttir, kryddar í pottinrt svo úr verður vel unnin og skemmtileg afþreying. Ég hef hamrað á því áður í þessum pistlum að það sé áhugaleikhópum, ekki síst í skólum, beinlínis lífsnauðsynlegt að fá til liðs við sig fólk sem kann til verka. Annars er hætt við andvana fæð- ingu á frumsýningarkvöldi. Brynja ljær þessari sýningu samræmdan heildarblæ með kunnáttu sinni og listfengi og fær að auki unga ML- inga til að sýna hvað í þeim býr svo þeir búa yfír meiru á eftir. Þar ber fyrst að nefna ágæta framsögn. Stundum hverfur viðvaningum svo kjarkur á sviðinu að þeir missa text- ann ofan á bringu eins og unga- barn slef í smekkinn. Þetta er ósköp skiljanlegt því þótt áhorfendur í áhugaleikhúsi séu allra manna vel- viljaðastir vakir í þeim eftirvænt- ingin eftir mistökum og spennir upp augnlokin á við besta vökustaur. En Brynja hefur eflt með leikurun- um sjálfstraustið sem er fylgifiskur aukinnar getu og reyndar öflugasta keyri hennar og því tekst þeim flest- um að skila frá sér textanum með þeirri áferð sem við á hveiju sinni; reiði, myndugleik, kímni, sút. Það eitt er vel af sér vikið. í leikritinu mæðir einna mest á Evu Dögg Þorsteinsdóttur í hlutverki Rakelar Vídalín. Hún stendur sig með ágæt- um og uppskar margan hláturinn fyrir fjölbreytt og óþvinguð svip- brigði. Sama má reyndar segja um fleiri nemendur sem sýndu góð leik- ræn tilþrif. Það sýnir hins vegar þroska leikstjórans og yfirvegað mat að etja ekki þessu unga fólki út í eitthvað sem yrði því ofviða. Leikmynd var einkar vel unnin. Ljúf, prófessjónel tónlist Atla Heim- is fór blíðlega um hlustir. Guðbrandur Gíslason Löngun en lítil geta KVIKMYNPIR lláskólabíó SVÍTA 16 („Suite 16“) ★ ★'/2 Leikstjóri Dominique Deruddere. Handritshöfundur Charles Higson, Lise Meyer. Kvikmyndatökustjóri Jean-Francois Robin. Tónlist Walter Hus. Aðalleikendur Pcte Postlethwa- it, Antonie Kamerling, Geraldine Pailhas. Belgísk/bresk. 1995. ÆTLI það sé ekki getuleysi, öðru fremur, sem kallar fram hverskyns óeðli og afbrigðilegheit hjá mannskepnunni? Öfugugga- háttur auðkýfingsins Glovers (Pete Postlethwait) á altént rætur sínar að rekja til slyss sem batt hann við hjólastólinn. Nú má þessi fyrrum kvenna- og lífsnautnamað- ur láta sér nægja að finna reykinn. af réttunum þar sem hann býr í einsemd á hótelsvítu á Rivíerunni. Finnst því sem hann hafi himin höndum tekið er á fjörur hans rekur hrappinn Chris (Antonie Kamerling). Myndarlegan pörupilt sem lifir á smáglæpum, tælir m.a. giftar konur til amorsbragða uppá hótelherbergjum sínum. Þær eiga ekki gott með að kæra kauða eft- ir hann tekur til í hirslum þeirra eftir bólfarirnar. Allt gengur að óskum uns eitt fórnarlambið liggur í blóði sínu eftir viðskiptin og er árásarmannsins leitað á hótelinu. Chris flýr inn um opnar dyr og lendir í klóm Glovers - sem hygg- ur gott til glóðarinnar er hann kemst að vandræðum stráks. Næstu daga eru borin í hann veisluföng hverskonar og portkon- ur á færibandi - sá fatlaði fylgist með atganginum með myndbands- tökuvél. Oeðlið magnast, Chris ánetjast spilltu hóglífínu óg Glover verður æ kröfuharðari. Að lokum býður hann Chris gull og græna skóga ef hann tekur að sér skuggalegt „lokaverkefni", þar sem við sögu kemur þriðja persón- an, stúlkan Helen (Geraldine Pail- has), og leikurinn æsist til muna. Myndir um manneskjur í sið- ferðislegum (og kynferðislegum) kröggum stinga upp kollinum ann- að slagið, en eru oftar en ekki fljót- gleymdar. Til undantekninga má þó nefna Bitter Moon eftir Roman Polanski, að maður tali ekki um Blue Velvet, þar sem David Lynch tók eftirminnilega á skuggahliðum sálarinnar. Belgíski leikstjórinn Dominique Deruddere, sem m.a. á að baki Crazy Love, hressilega mynd gerða eftir sögu sukkarans Char- les Bukowski (sýnd hérlendis á Kvikmyndahátíð), gerir margt vel. Þeir verða óneitanlega báðir for- vitnilegar persónur Chris og Glo- ver og lengi vel á afbrigðileg hegð- un þeirra vissar skýringar. Chris er til sölu og Glover stjórnar hon- um einsog strengjabrúðu. Myndin rennur lengst af bærilega hjá, eða þar til kemur að hugarfarsbreyt- ingum götustráksins, sem eru harla ótrúlegar. Allt er falt er mottó þessarar myrku gaman- myndar, lok hennar ekki í sam- ræmi við það sem á hefur gengið. Breski stórleikarinn Pete Postlet- hwait fer á kostum sem perrinn Glover, það er einstök upplifun að fylgjast með því hvernig hann breytir smám saman leikaðferðun- um í viðskiptum sínum við Chris. Úr allt að því bijóstumkennanleg- um einfara til að byija með í sí- fellt kröfuharðari öfugugga sem svífst einskis til að fá óeðli sínu fullnægt. Hollendingurinn Antonie Kamerling gefur honum lítið eftir í hlutverki Chris og hin gullfallega franska leikkona Geraldine Pail- has (Don Juan De Marco), er til- þrifamikil sem friðarspillirinn í afbrigðilegum heimi svítunnar nr. 16. Sæbjörn Valdimarsson Fyrirlestur um leirlist KRISTIN McKirdy heldur fyrirlestur með litskyggnum í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, Skipholti 1, 4. hæð, í dag, miðvikudag, kl. 16.30. Kristin er ges- takennari í leir- listadeild Mynd- lista- og handíða- skóla Islands og er þetta í fjórða sinn sem hún kemur hingað sem kennari við skólann. Hún starfar annars við Parsons School of Design í Paris, en hefur að auki kennt víða um heim. í fyrirlestrinum mun Kristin ræða helstu áhrifavalda og reynslu sem hefur mótað list hennar og gera grein fyrir þróun sinni sem leirlista- manns í máli og myndum. Kristin McKirdy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.