Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Ekkí Hvalfjarðargöng! A MEÐAN allt var á frumstigi hér á landi sáu íslenskir hug- sjónamenn hve mikil nauðsyn var á bættum samgöngum á láði og legi. Hvalfjörðurinn var farartálmi og illur yfirferðar. Til marks um það segir ungur piltur að norðan: „... að þar séu hrösul- legir vegir, eða nánast engir vegir, en þegar best lætur fjárgötur og troðningar." Var- anleg vegagerð vaf því nauðsynleg. Þjóðin tæknivæddist á flestum sviðum og bílafloti landsmanna stækkaði. Margt var gert til hagsbóta á þeim tíma og hugsjónamenn höfðu áhuga á ferjum yfir Hvalfjörð, eins og svo víða tíðkaðist erlendis með góðum árangri. En engir peningar voru til í verkið og það kom ekki til greina að sökkva þjóðinni í eitt- hvert skuldafen, eins og nú þykir meira en sjálfsagt (og nú nefnd arðsemi). Fýsilegasti kosturinn Árið 1972 var stofnuð Hval- fjarðarnefnd, sem skilaði mjög merkilegu áliti. Nefndin áleit að fýsilegasti kosturinn í bættum samgöngum væri að hækka upp þjóðveginn, malbika og stytta með brúargerð yfir ár og voga. Enn sem fyrr var þetta dýr framkvæmd og margt annað talið meira aðkall- andi. En árið 1987 var ákveðið að kosta einni milljón til athugun- ar á hvaða kostur væri hagstæð- astur. Nú komu sérfræðingar til sögunnar og gömlu hugsjóna- mennirnir lagðir til hliðar, því nú þurfti að hugsa meira og dýpra, helst niður í neðstu jarðlög lands- ins. Olafur Tr. Elíasson. Vegagerðin renndi hýru auga til frænda okkar Norðmanna, vegna jarðganga- gerða þeirra. En vitn- isburður Norðmanna og hvatning til okkar um að gera slíkt hið sama sannar hið forn- kveðna, að „frændur eru frændum verstir". Verkfræðingurinn Ólafur Björnsson (hjá verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen) lagði fram tillögur, annars vegar brú yfir fjörðinn, ekki ósvipuð Borgarfjarðarbrúnni, og hins veg- ar steyptan vegarstokk, 8 metra í' þvermál, lagður á botninn og varinn með grjótfyllingum og mal- arlagi. Ólafur taldi stokkinn væn- legri kost og áætlaði að hann myndi kosta 2 milljarða. Vegagerðarmenn urðu nú rök- sýnir með afbrigðum (og hafa verðið þannig síðan) og fengu nú mikinn liðsauka því forráðamenn Málmblendiverksmiðjunnar, full- trúar Akraneskaupstaðar og Se- mentsverksmiðjunnar hf. fengu ótrúlega mikinn áhuga á verkinu enda vanir „stórtöpum" í rekstri. Sérfræðingar lærðu af Norðmönn- um hvernig fjármagna ætti verkið, þ.e.a.s. gefa einkaaðilum, lífeyris- sjóðum og fyrirtækjum kost á að fjármagna, ýmist einum eða í sam- vinnu við hið opinbera. Því með þeim hætti ættu jarðgöng undir Hvalfjörð eða önnur mannvirki ekki að taka fé frá öðrum fram- kvæmdum í landinu. Frændur vor- ir Norðmenn „vita nú sínu viti" þegar þeir eru að plata „mörland- ann" upp úr skónum. Árið 1990 eru gerðar frumrann- sóknir á botnlagi Hvalfjarðar Og 25. janúar 1991 er fyrirtækið Ósennilegt er, segir Olafur Tr. Elíasson, að milljarður verði loka- punktur fyrir skatt- greiðendur. Spölur hf. stofnað, nánast févana. Árið 1992 var endanleg ákvörðun tekinn um að Hnausaskersleið yrði fyrir valinu fyrir jarðgöng undir Hvalfjörð. Mikil leynd hvíldi yfir samningi Spalar hf. við Vegagerð ríkisins um viðhald og vegagerð í Hvalfirði. Það var þó ljóst að ekki mætti mikið gera við veginn svo hann yrði ekki samkeppnisfær við jarðgöngin væntanlegu. En ef þjóðvegur nr. eitt yrði lagður fyrir sunnan Akrafjall yrði það eitt það versta sem komið gæti fyrir Akur- nesinga og eru mörg rök fyrir því. I fyrsta lagi er það mengun, í öðru lagi yrði Garðalandið okkar síðar meir sundurskorið með þjóð- vegi og í þriðja lagi að fá þrjú þúsund bíla umferð á sólarhring rétt fyrir ofan Akranes djöfulleg tilhugsun. Hugmyndin hjá Spalar- mönnum var að afla 20% kostnað- ar með sölu hlutafjár í Speli hf., þ.e. 700 milljónir króna, en fá af- ganginn að láni hjá erlendum aðil- um. Áætlaður kostnaður við verk- ið var 3,4 milljarðar, en það átti að taka fjögur ár. Umdeild tillaga Árið 1995 samþykkti Alþingi mjög umdeilda tillögu um ríkis- ábyrgð fyrir allt að/einum millj- arði króna. Mér þykir mjög ósennilegt að einn milljarður í tengslum við Hvalfjarðargöng verði lokapunktur fyrir okkur skattgreiðendur. Miðað við reynslu okkar íslendinga og ann- arra þjóða af jarðgangagerð, þá dettur engum óvitlausum manni í hug, að verkið gangi vandræða- laust. Þess vegna er líklegt að allar þessar tölur eigi eftir að margfaldast þegar upp er staðið, það er reynsla Dana og Breta og sjálf- sagt fleiri þjóða. Göng undir Stórabelti Hinn 1. júní var Sigrún Helga- dóttir byggingafræðingur hér á Akranesi með fyrirlestur, sem var mjög athyglisverður. Hún hefur starfað í 24 ár hjá stóru verk- fræðifyrirtæki í Danmörku. Þetta fyrirtæki hefur einkum fengist við brúargerð og hún tók fram að gangagerð væri ekki þeirra sterkasta hlið. En það var leitað ráða hjá færustu sérfræðingum, fjármagn kom alls staðar að, svo ekki skorti lánsfé. Hún rakti síðan sögu gangagerðar undir Stóra- belti. Milli eyjunnar Sprogo og Halsskov eru göngin 8 kílómetra löng og ætluð fyrir járnbraut. Hún taldi þetta dæmi „algjört rugl" og verkið var þremur árum á eftir áætlun. Á sama stað var líka áætlað að leggja brú. I upp- hafi áttu göngin að vera tilbúin þremur árum á undan brúnni, sem var lögð 60 metrum fyrir ofan sjávarmál með fjórum akreinum, allar kostnaðaráætlanir og verká- ætlanir við brúargerðina stóðust fullkomlega. Áhugaverðar brúarbyggingar Áætlaður kostnaður jarðgang- anna var 3,1 milljarður danskra króna en fór í röska 5 milljarða. Danska ríkið tók á sig 1 milljarð, fyrirtækið tapaði 1 milljarði og framleiðandi vélanna fór gjörsam- lega á hausinn. Frásögn Sigrúnar af stóru brúnum sem Danir eru að byggja eru mjög áhugaverðar, en þar eru 1,6 kílómetrar á milli brúarstöpla. Jafnframt sagði Sig- rún að Japanir væru að byggja brú, þar sem 2 km væru á milli stöpla. Vegatollur Jón Sigurðsson í Grundartanga heldur því einarðlega fram að brúargerð sé slæmur kostur í Hvalfirði vegna slæms veðurlags. Hann vitnar til þess að hafa séð 100 metra ölduhæð, hvorki meira né minna, þó hefur ölduhæð við ísland aldrei verið mæld hærri en 20 metrar við dufl, svo það stenst nú ekki frekar en annað sem sagt er í þessu Hvalfjarðagangamáli. Ef rætt er um veðurlág þá er fokhætta mjög mikil undir Hafnarfjalli í norðan- og austan- átt, eins er töluverð hætta við Ós í Skilmannahreppi og svo við Gerði í Innri-Akraneshreppi, síð- an á Kjalarnesi og alla leið í Breið- holt. Og ef menn eiga erindi í vitlausu veðri fyrir fjörð, þá held ég að ekki sé meiri hætta að fara yfir fjögurra akreina brú heldur en á þeim stöðum sem ég hef nefnt hér á undan. Þægilegast er að ferðast með Akraborginni í misjöfnum veðrum, enda nýtir fólk sér það. Á árinu 1995 fóru 63 þúsund bílar og 200 þúsund farþegar með Akraborg og væri hægt að gera betur með því að lækka verð. Áætlað er að vegar- tollur gegn um göngin verði 800-900 kr. pr. bíl og keyrsla 40 km til viðbótar frá Akranesi aðra leiðina kostar ekki undir 2000 kr. á dag báðar leiðir. Miðað við kostnað í 21 virkan dag eru það röskar 40.000 kr á mánuði. Þann- ig að þeir sem stunda vinnu í Reykjavík frá Akranesi þurfa al- deilis að hafa gott kaup til þess að það borgi sig. Að lokum vil ég segja, að mín skoðun er sú, að besti, ódýrasti og öruggasti kosturinn sé brú yfir Hvalfjörð, frá Grundartanga yfir í Hvaleyri að sunnanverðu (1,8 km). Höfundur er fiskvinnslumaður. MYNDASTYTTUR eru oftast reistar sem minnisvarðar eftir látna merkismenn til að sýna þeim virðingu. En í raun geta þær jafnframt því gegnt öðru hlutverki. Að vera okkur, sem fram hjá þeim ganga, eins kon- ar áminning. Að standa fyrir framan slíka styttu getur verið líkt og að horfast í augu við fortíðina. Eða réttara sagt: við getum ímyndað okkur að styttan horfi á okkur og segi: Ég átti mér draum um framtíð þjóðar minnar. Hvernig hefur sá draumur ræst? Eruð þið sú þjóð sem mig dreymdi um? Þessar hugleiðingar vöknuðu við lestur ljóðabókarinnar Eldhylur (1993) eftir Hann- es Pétursson. í upphafsljóði bókarinnar lætur skáldið Jónas Hallgrímsson stíga út úr koparstyttu af sjálfum sér einn fagran dag í júní 1944 og ávarpa ungan pilt sem situr þar hjá í grasbrekku. Táknræn merk- ing þessara aðstæðna í ljóðinu er augljós: listaskáldið góða hefur staðið óhagganlegur og 'fylgst með þjóð sinni. Á frelsisdegi henn- ar, þeim degi er skáldið barðist fyrir í ljóð- ' um sínum, stígur hann fram og ávarpar hið unga ísland, sem skapa á nýfengnu frelsi tilveru og framtíð. Og það er enginn fagnaðarboðskapur, sem hann mælirtil hins unga pilts. Svo að vægt sé tekið til orða, þá telur hann að hugsjónir frelsisbaráttunn- ar hafi þegar dofnað á degi hins nýfengna frelsis. En hann ber einnig fram brýningar- orð sem eru í því fólgin, að enn sé tæki- færi til fagurs mannlífs. Gengið fyrir auglit Við gætum auðvitað haldið þessum leik áfram og fært hann til dagsins í dag. Hvaða boðskap skyldi Jónas vilja flytja okkur nú? Og við þurfum ekki að einskorða okkur við hann. Við gætum gengið fyrir stytturnar eina af annarri, gengið fyrir auglit þeirra. Ingólfur stendur á Arnarhóli og horfir kyrr- um augum yfir byggð sína. Jón Sigurðsson starir á alþingishúsið. Hannes Hafstein horfir líkt og út um gluggann á stjórnarráðs- " húsinu. Einar Benediktsson snýr baki við STYTTUR BÆJARINS Meðal annarra orða Ég átti mér draum um framtíð þjóðar minnar. Hvernig hefur sá draumur ræst? Eruð þið sú þjóð sem mig dreymdi um? Njörður P. Njarðvík -_______skrifar um myndastyttur. umferðinni um Miklubraut og beinir sjónum til Kjarvalsstaða. Allir einbeittu þessir menn sér af alefli að velferð þjóðar sinnar og fram- tíð hennar. ímyndum okkur svo að þeir hafi staðið þarna alla tíð og fylgst með fram- vindu tímans - og mættu nú mæla. Hvað skyldu þeir segja við okkur? Það vitum við að sjálfsögðu ekki. Svörin við því fáum við aldrei. Enda er það nú einu sinni svo, að það eru ekki ævinlega svörin sem skipta mestu, heldur spurningarnar. Um leið og við stöndum frammi fyrir styttunum og vörpum fram þessari spurningu: hvað vilt þú við mig mæla? - þá erum við að knýja okkur sjálf til svara. Þá erum við með ein- hverjum hætti að leitast við að horfa á okkur sjálf með annarra augum til þess að reyna að öðlast hlutlægt mat. Mér er það minnisstætt alla tíð, að Þórar- inn Björnsson skólameistari vék að þessu í skilnaðarræðu, þegar árgangur minn út- skrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri: „Mitt í þjónustu vorri og trúnaði við sjálfa oss og aðra verðum vér stundum að geta eins og horfið úr sjálfum oss, ef svo má segja, séð sjálfa oss eins og aðra veru, orð- ið algerlega óháðir og hlutlausir, eins og almættið sjálft. Hafið það til marks, að ef þið getið þetta, eruð þið andlega frjáls." Og þetta er þjóðum hollt ekki síður en ein- staklingum. Slíku hlutverki gætu stytturnar gegnt. Þjónustumenn einhvers æðra Ef við lítum af sanngirni yfir farinn veg, frá því að Jónas steig út úr styttunni 1944, þá hljótum við að komast að þeirri niður- stöðu, að margt hafi áunnist jafnt í efna- hags- og menningarmálum. Okkur hefur að ýmsu leyti beinlínis fleygt fram. En um leið er eins og nýferigin velmegun hafi sljóvgað okkur. Við tökum eftir því, að nú er eins og allt þyki sjálfsagt og eigi að fást fyrirhafnarlaust. Frá því er skýrt í fréttum að ungt fólksteypi sér í miklar skuldir án þess að gera sér grein fyrir hvernig úr muni rætast. Sumir vilja meira að segja ganga svo langt að kalla þetta beina heimtufrekju. Ekki veit ég hvort það er alls kostar rétt. Ef til vill væri réttara að skilja það svo, að menn átti sig ekki alls kostar á því að velmegunartímar eru ekki stöðugir. Hugsað um heildina En við fínnum einnig til þess.'að samtími okkar virðist ekki vera hallkvæmur hugsjón- um. Kannski er það þannig sem velmegunin hefur sljóvgað okkur. Þjónusta og fórnfýsi eru ekki einkunnarorð samtímans. Þar ber meira á sjálfhverfu, svo að ekki sé nefnt orðið eigingirni. Þetta er umhugsunarvert fyrir fámenna þjóð. Hugsjónamaður hugsar um heildina, ekki sjálfan sig. Hugsjónamað- ur hugsar til framtíðar og er reiðubúinn til að leggja mikið í sölurnar þótt hann viti að hann fái ekki að njóta árangursins sjálfur. Sá maður er jafnframt andlega frjáls, af því að hann gerir ekki eigingjarnar kröfur. Ég hef einhvers staðar áður sagt: Sá sem hefur sjálfan sig að hugsjón, getur ekki þjónað öðrum. I raun er hann auðvitað hugsjónalaus. Og sá sem er hugsjónalaus, hugsar ekki til framtíðar, heldur til þess eins sem hann getur notið sjálfur. Þess háttar maður er ekki beinlínis líklegur til að vinna þjóð sinni vel. í ræðunni sem skólameistari flutti yfir okkur vorið 1955, sagði hann að lokum: „Og ég á enga betri ósk að færa ykkur að skiln- aði en þá, að þið megið verða þjónustumenn einhvers, sem er meira en þið sjáíf, og þó jafnframt andlega frjálsir." Ég vona, að við munum það og getum hugsanlega deilt því með öðrum. Kannski geta styttur bæjarins minnt okkur á það. Höfundur er prófessor í íslenskum bók- meantum við Háskóla íslands og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.