Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 2
- 2 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vikuleg krabbameinsleit að líkindum lögð af á Akureyri 1. júlí Vantar skýrari reglur um ábyrgð og kostnað GUÐMUNDUR Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri, segir að heilbrigð- isráðuneytið þurfí að setja skýrari reglur um skiptingu íjárhagslegar og faglegrar ábyrgðar vegna krabba- meinsleitar um landið. Búið er að segja upp þremur starfsmönnum hjá heilsugæslustöðinni, sem annast slíka leit, til að spara 1,2 milljónir árlega og er miðað við að þær taki gildi 1. júlí. Segir Guðmundur, sem ennfremur er formaður Landssam- bands heilsugæslustöðva, að mis- munandi skoðanir hafí verið á því hjá Krabbameinsfélagi íslands (KÍ) og stjómendum heilsugæslustöðva á landsbyggðinni hver ætti að greiða aukakostnað vegna skoðunarferða félagsins um landið. Árið 1988 var gerður verktaka- samningur milli heilbrigðisráðuneytis og Krabbameinsfélagsins um krabbameinsskoðun, sem síðan var endumýjaður árið 1992. Árlegur kostnaður er 130 milljónir, tekjur Leitarstöðvar KÍ af skoðunargjöldum em 35 milljónir og ríkið greiðir af- ganginn, 95 milljónir. Kristján Sigurðsson, yfírlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags ís- iands, segir að kveðið sé á um í samn- ingnum að félagið beri ábyrgð á öll- um verkþáttum krabbameinsleitar og skipulagi skoðunar, sem ekki fari fram í húsnæði félagsins, í samvinnu við héraðslækna og ábyrga staðar- lækna sem skipaðir eru af stjómum heilsugæslustöðva. Krabbameinsfélaginu beri að sjá til þess að leit fari fram innan venju- legs vinnutíma eftir því sem við verði komið. Sé yfírvinna fyrirsjáanleg skuli hún samþykkt af stjóm viðkom- andi heilsugæslustöðvar. Læknar og röntgentæknar sem starfa við skipu- lega leit í heilsugæslustöðvum séu starfsmenn félagsins, það leggi tíl tilteknar vömr og áhöld en heilsu- gæslustöðvar greiði annan kostnað við framkvæmd leitar. KÍ sendir reikningar Guðmundur segist þeirrar skoðun- ar að það vanti inn í samninginn hvemig fara beri með kostnað heilsu- gæslustöðva. „Það segir sig sjálft að fyrst þessi starfsemi fer fram innan heilsugæslustöðvanna utan höfuð- borgarsvæðisins þurfa menn þar að hafa eitthvað um hana að segja. Heilsugæslustöðvar em á föstum fjárlögum og þurfa að velta hverri krónu fyrir sér.“ Hann segir jafn- framt að sérstaklega sé tekið fram í samningnum frá 1992 að hann taki ekki til kostnaðar heilsugæslustöðva vegna leitarinnar. Kostnaðurinn, 1,2 milljónir, sem hlýst af krabbameinsleitinni á Akur- eyri, er að mestu leyti launakostnað- ur að Guðmundar sögn og síðan bætast við stórir útgjaldaliðir eins og þvottur á sloppum sem konumar þurfa að klæðast. Hann segir að reynt hafí verið fyrir tveimur eða þremur ámm hjá einhveijum heilsu- gæslustöðvum að senda krabba- meinsfélaginu reikninga vegna yfír- vinnu en þeir hafí ekki fengist greiddir. „Ég hef bréf frá ráðuneyt- inu sem segir að stöðvarnar séu ekki skyldugar að skaffa yfirvinnu og að hún skuli samþykkt fyrirfram í stjóm hverrar stöðvar.“ Hann segir aðspurður hvort ekki komi til greina að sinna eftirlitinu á Akureyri með skoðunarferðum líkt og annars staðar að ef svo eigi að vera þurfí stjórn heilsugæslustöðvar- innar að vita nákvæmlega fyrirfram hver kostnaðurinn muni verða. „Staðreyndin er sú að það vantar peninga og að svo komnu máli hætt- um við þessu. Við emm ekki aðilar að neinum samningi. Hann er á milli ráðuneýtisins og Krabbameins- félagsins." Kristján Sigurðsson segir betri mætingu í krabbameinsskoðun á Húsavík, í reglubundnum skoðunar- ferðum, en á Akureyri þar sem sinnt er leit einn dag í viku. Á það hafí verið bent ítrekað og óskað eftir því að aðrar leiðir væm reyndar til að auka aðsókn. Forsvarsmenn KI séu reiðubúnir að ræða breytingar á fyr- irkomulagi skoðunar sem dregið gæti úr kostnaði án þess að það bitni á þjónustu sem búið er að semja um milli ráðuneytis og stjómar KI. Það verði tekið upp við héraðslækni og eftirlitsmann heilbrigðisráðuneytis með framkvæmd samningsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorverk > ímars VEL viðrar til útiverka og geta borgarstarfsmenn stundað vor- verkin þessa dagana. Starfs- menn Vatnsveitu Reykjavíkur voru í gær að vinna við eina af elstu vatnsleiðslum bæjarins, í skurði í Vesturgötu. Lítið var um krana á lögnunum hér áður fyrr og er smám saman verið að bæta úr því. Veðurstofan spáir stinningskalda og rign- ingu í dag á höfuðborgarsvæð- inu í dag. Hitinn verður fjögur til sjö stig. Alls hafa 69 einstaklingar greinst með salmonellusmit Salmonellan líklega úr rjómabollum RJÓMABOLLUR þykja líklegastar til að hafa borið salmonellusmit sem sýkt hefur a.m.k. 69 einstaklinga, þar af 65 sem tengjast Ríkisspítölum. Við samanburð á listum yfír mat- væli, sem hinir sýktu höfðu borðað, kom í ljós að allir höfðu gætt sér á ijómabollum frá Samsölubakaríi á bolludag. Jón Gíslason, forstöðumaður mat- væla- og heilbrigðissviðs Hollustu- vemdar ríkisins, segir að ekki sé búið að staðfesta hver uppruni salm- onellusmitsins sé. Á vegum Hollustu- vemdar og embættis yfírdýralæknis er búið að rannsaka um 200 sýni úr matvælum frá eldhúsum Ríkisspít- ala, matvælafyrirtækjum sem skipta við spítalana og hráefnum sem notuð eru í tilbúna rétti án þess að smit hafí fundist. Því er ekki ljóst hvort sýkillinn barst úr rjómanum, bökun- arhráefnum eða á annan hátt. Ekkert smit fannst hjá framleiðanda Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri, staðfesti í samtali við blaðið í gærkvöldi að ijómabollumar hefðu komið frá Samsölubakaríinu. Hann sagði að strax hafí verið farið yfir alla framleiðsluþætti í samvinnu við heilbrigðisyfírvöld, og til þessa hafí ekki nein sýni reynst smituð. Von er á síðustu ræktun í dag. At- hyglin beindist ekki síst að eggjum en sýni úr þeim reyndust ekki heldur smituð. Þá voru tekin sýni hjá birgj- um bakarísins án þess að þar fyndist neitt athugavert, að sögn Erlends. Engir afgangar af bollum eru til að skoða og varan ekki lengur á mark- aði. Að sögn Jóns Gíslasonar mun rúm- lega þriðjungur framleiðslunnar hafa farið á Ríkisspítala og voru það allt bollur með ijóma. Tæplega tveimur þriðju var meðal annars dreift í fyrir- tæki. Munu tveir hinna Qögurra, sem ekki tengjast Ríkisspítölum, hafa gætt sér á rjómabollum á vinnustöð- um sínum og einn keypt ijómabollu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er að kanna hvort sýkingar hafa komið fram víðar þar sem bollum frá þess- um framleiðanda var dreift. Starfsaðferðir endurskoðaðar Ólíklegt er talið að smit hafi bor- ist í bollumar i eldhúsi Ríkisspítala. Karl G. Kristinsson, sérfræðingur í sýklafræði á sýklafræðideild Land- spítala, segir ekki unnt að svara því með nákvæmni hvort hægt sé að auka eftiriit með þeim aðilum sem selja Ríkisspítölum tilbúið hráefni. „Við höfum lagt mesta áherslu á að komast nær orsökum sýkingar- innar en að því loknu þurfum við að athuga hvaða lærdóm má draga af málinu. Gríðarlega mikilvægt er að sýking sem þessi komi aldrei upp aftur, allra síst á sjúkrahúsum lands- ins,“ segir Karl. Oddur Rúnar Hjartarson, for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði mesta vandann í tilviki sem þessu að rekja sýkinguna til uppruna síns. Því hafi mesta kapp- ið verið lagt á að finna orsökina, þótt óvíst sé að það takist nokkurn tímann. Hermann Sveinbjörnsson, for- stöðumaður Hollustuverndar rikisins, segir ljóst að í framhaldi af salmon- ellusýkingunni verði að endurskoða ýmsar starfsaðferðir, sérstaklega gagnvart fyrirtækjum sem matreiða fyrir mjög stóra hópa eins og reynd- in er með Ríkisspítala. Aukið eftirlit með söluaðilum komi því til greina. Hópsýking líklega yfirstaðin Hollustuvemd segir allt benda til að hópsýking sé afstaðin, en ljóst sé að þetta sé ein umfangsmesta sýking af völdum salmoneilu sem orðið hef- ur hér á landi. Fleiri kunni þó enn að greinast með smit. Mælst er til þess að fólk sem er mikið veikt og hefur niðurgang hafí samband við heilsugæslu og láti taka sýni til sýklaræktunar. Stjórnarandstæðingar á Alþingi stóryrtir Hörð gagnrýni á lækk- un umönnunarbóta Heimilisuppbót og frekari uppbætur til elli- og örorkulífeyrisþega lækkuðu 1. mars s.l. Hámarksuppbót var fyrir eftir var kr. á kr. á mán. mismunur í l.mars 1. mars mán. eftir 1. mars kr. á mán. Lífeyrisþegi í hjúskap eða U / sambúð 100% 90% 13.373 12.036 1.337 | Lífeyrisþegi býreinnogfær heimilisuppbot 80% 70% 10.698 9.361 1.337 Lffeyrisþegi einhleypur og fær ummönnun 140% 120% 18.722 16.048 2.674 f f Lífeyrisþegi sem fær sérstaka heimilisuppbót 40% 35% 5.349 4.681 668 RÍKISSTJÓRNIN var í gær gagn- rýnd harðlega á Alþingi af stjómar- andstæðingum fyrir að lækka umönnunarbætur og heimilisuppbót lífeyrisþega um síðustu mánaðamót. Var lækkunin sögð siðlaus og stjóm- völd veruleikafirrt. En heilbrigðisráðherra sagði að í undirbúningi væru aðgerðir til að lækka lyfja- og lækniskostnað lífeyr- isþega og bammargra fjölskyldna sem myndu meira en vega upp á móti þessari lækkun. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka tók málið upp utan dagskrár og sagði að 1. mars hafí ein siðlausasta atlaga ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar að lítil- magnanum í þjóðfélaginu hafíst með lækkun hámarksuppbótar á lífeyri frá_ Tryggingastofnun. Ásta sagði um að ræða viðbót við grunnlífeyri og tekjutryggingu sem er greidd ef sýnt er að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án hennar. Hámarksuppbót er greidd sam- kvæmt vottorði frá lækni um mikla umönnunarþörf á heimili, lyfjakostn- að, sjúkrakostnað o.s.frv. Þessi upp- bót var að hámarki tæpar 19 þúsund krónur en það þak lækkar um 2.700 krónur. Heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót, sem eru lægri upp- hæðir, lækka einnig. Fram kom að við þetta sparast um 24 milljónir á ári. „Það eru mikið sjúkir, og mikið fatíaðir einstaklingar, og jafnvel deyjandi fólk, sem verður fyrir þess- ari kjaraskerðingu ríkisstjórnarinn- ar. 1.800 einstaklingar sem svona er komið fyrir verða nú að komast af í veikindum sínum af mun lægri fjár- hæð til framfærslu en áður,“ sagði Ásta Ragnheiður og spurði hvort hægt væri að leggjast lægra í sparn- aðinum. Bætur hafa hækkað Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að þrátt fyrir um- rædda lækkun hefðu hámarksbætur Tryggingastofnunar hækkað í ráð- herratíð sinni. Hún sagði að þama væri um að ræða nokkurskonar fé- lagsmálahlutverk Tryggingastofnun- ar en féla^sleg framfærsla einstakl- inga væn skilgreind sem verkefni sveitarfélaga. Eðlilegt væri að ráðstafa þeim fjármunum sem tryggingakerfíð hefði yfír að ráða til almennra úr- ræða sem kæmu efnalitlu fólki vel. Því hefði verið ákveðið að veita tekju- lágum einstaklingum og barnmörg- um fjölskyldum aukinn rétt til endur- greiðslu á læknis- og lyfjakostnaði. Verið væri að Ijúka við að endur- skoða reglur um endurgreiðslur um- talsverðs læknis- og lyfjakostnaðar sem myndi gera meira en vega upp á móti þeirri lækkun sem væri til umræðu. Sagði heilbrigðisráðherra að þessum endurgreiðslum yrði einn- ig fjölgað og myndi breytingin taka gildi fyrir næstu mánaðamót. Ranglátt og siðlaust Stjómarandstöðuþingmenn voru mjög þungorðir í garð heilbrigðisráð- herra og ríkisstjómarinnar. Ögmund- ur Jónasson þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra sagði um að ræða rangláta og siðlausa ákvörðun sem þjóðin væri andvíg, hvar í flokki sem menn stæðu. Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðuflokks sagðist for- dæma skammarlega framkomu ríkis- stjórnarflokkanna við aldraða. Og Kristín Halldórsdóttir þingmaður Kvennalista spurði hvers konar veru- leikafírring væri ríkjandi í heilbrigð- isráðuneyti og huga ráðherrans að láta sér til hugar koma að plokka peninga af fólki sem gæti ekki fram- fleytt sér án þeirra. Hörð en holl umræða Ingibjörg sagði í lok umræðunnar að hún hefði verið hörð en holl. Hún sagði að ekki færi nægilegt fjármagn til heilbrigðis- og tryggingamála og það hlyti að vera til endurskoðunar. Hún spurði hvort þingmenn þyrftu ekki einnig að horfast í augu við það hvort þeír gætu ekki þrengt að sér með eitthvað. „Við alþingismenn er- um nýkomnir af árshátíð. Við borg- uðum ekki krónu á þá árshátíð. Við sýndum ef til vill fagurt fordæmi með því að greiða inn á þá skemmt- un,“ sagði Iiigibjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.