Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forn norræn bæjarrúst grafin upp í Vestri byggð á Grænlandi Hefur mikla þýðingu fyrir fornleifarann- sóknir á Islandi RANNSÓKN á'fornri norrænni bæjarrúst, sem grafin hefur verið fram innst í Ameralikfirði (Lýsu- firði) á vesturströnd Grænlands, þykir hafa mikla þýðingu fyrir Islendinga þar sem margt sem í rústunum hefur fundist er hægt að nota til að túlka fornleifar hér á landi sem nú eru horfnar. Bær- inn sem um ræðir er talinn hafa verið í byggð á tímabilinu frá ár- inu 1000 fram á 14. öld og hefur rannsóknin á rústunum staðið yfir í fjögur sumur og er fyrirhugað að reyna að ljúka henni næsta siimar. Bærinn Nuuk stendur við mynni Ameralikfjarðar, sem kallast Lýsufjörður í norrænum heimild- um, en bæjarrústin er innst í firð- inum. Að ranhsókninni standa Þjóðminjasafn Grænlands í sam- vinnu við Þjóðminjasafn Dan- merkur og fulltrúa frá í slandi, Kanada og Bretlandi. Fulltrúi ís- lendinga í verkefninu er Guð- mundur Ólafsson fornleifafræð- ingur og segir hann rannsóknina vera eina þá merkustu sem unnin hefur verið á norðurhveli við Atl- _antshafið. „Þarna eru alveg einstök varð- veisluskilyrði en hlutirnir hafa varðveist í sífrera. Þegar við gröf- um þetta upp og frostið fer úr jörðinni koma hlutirnir eins og þeir séu nýir nánast. Þarna eru lífrænar leifar, plðntur, skordýr og fræ, og lambaspðrðin liggja eins og ný á gólfinu," sagði Guð- mundur. Kapphlaup við tímann Aðeins hefur verið hægt að vinna að uppgreftrinum í einn mánuð á hverju sumri áður en vorflóð hefjast um miðjan júlí í kjölfar leysinga á Grænlandsjökli, en þá færir öflug jökulá rústina í kaf. Að sögn Guðmundar er því um kapphlaup við tímann að ræða þar sem áin er að brjóta rústina niður. Guðmundur sagði að þeir sem að rannsókninni stæðu væru nú að vinna að grein sem birtast mun í bandarísku mannfræðitímariti og í Arbók hins íslenska fornleifa- félags. „Við höfum verið að vinna úr þessu og reyna að gera okkur grein fyrir byggingarsögu og þró- un bæjarins þarna. Það eru gífur- legar upplýsingar sem hafa komið í ljós við þessa rannsókn, en þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem við höfum getað beitt nútímarann- Ameratik:£==^'-vr''v Kangeriuarsofe^f'* '"-< Morgunblaðið/Guðmundur Ólafsson YFIRLITSMYND frá 1993 yfir hluta af rústasvæðinu. Bærinn er sá stærsti sem fundist hefur á Grænlandi, um 15-20 m x 60 m í þvermál. Veggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti eins og íslensk- ir bæir. Jökuláin, sem er að brjóta framan af bænum, er til hægri á myndinni. sóknaraðferðum á Grænlandi og grafið alveg í botn." ¦ Guðmundur sagði rannsóknina í Ameralikfirði hafa mikla þýð- ingu fyrir íslendinga þar sem menn héðan hefðu sest þarna að og öll þeirra menning hefði verið norræn. Vegna varðveisluskilyrð- anna væri h ægt að nota margt af því sem fundist hefði í bæjar- rústunum til að túlka fornleifar hér á landi sem væru horfnar. „Þegar við verðum búnir að vinna úr þessu þá geri ég ráð fyrir að þetta verði nokkur tímamótarann- sókn," sagði hann. Sennilegt þykir að byggð í Lýsufirði hafi farið í eyði áður en eskimóar fluttust þangað, en þeir tóku sér bólfestu við fjarðarmynn- ið til að geta stundað þaðan sel- veiðar. Guðmundur sagði ekki merki um að til árekstra milli þessara kynstofna hef ði komið þarna, og flest benti til þess að byggðin hef ði verið yfirgefin vegna breytinga á náttúrufari. Þannig væru vísbendingar um að uppblástur lands hefði verið að hefjast, en auk þess hefði veðurfar á þessum tíma farið kólnandi. „Einmitt þessi uppblástursein- kenni gætu bent til þess að íbúarn- ir hafi verið búnir að beita upp sín landgæði þarna. Þá hefur jök- uláin verið að breyta farvegi sín- um á þessum tíma og grafið burt allar engjarnar, en þarna hefur verið flatur dalur þar sem nú er einungis sandauðn. Við teljum líka að þarna hafi verið stöðuvatn fyr- ir framan byggðina og þegar áin fór í það hafi menn misst neyslu- vatnið," sagði Guðmundur. HURÐ, sem var við enda bæjarganganna, hafði fallið niður eftir að bærinn var yfirgefinn og fannst hún á stofugólfinu. Lamirnar voru búnar til úr hreindýrshorni. ÞESSI mynd var tekin um miðjan júlí 1995, en þá hafði áin brotist gégnum varnargarða og flætt yfir rústirnar. Nýjar gerð- ir bíla á sýn- ingu í Genf Genf. Morgúnblaðið. MEÐAL nýjunga á alþjóðlegu bíla- sýningunni í Genf, sem opnuð verður á fímmtudag, eru Saxo, sem er nýr smábíll frá Citroén, ný gerð af Honda Legend, nýr Hyundai Coupe, fjölnotabíll frá Mercedes Benz, V-línan, nýjar langbaksútgáfur í C- og E-línunni frá Benz, Ope'l Sintra átta manna fjölnotabíll og ný langbaksútgáfa af Suzuki Baleno með aldrifi. Alls eru sýndir bílar og tæki frá 1.041 framleiðanda frá 36 löndum á 90 þús. m2 sýningarsvæði. Þá er hér að finna allmargar gerðir sem sýndar eru í fyrsta sinn í Evrópu, svo sem Jeep Wrangler frá Chrysler sem fengið hefur fólksbílaútlit hið innra, Vectra- langbakur frá Opel, Toyota Starlet og Carina E, sem þegar hefur verið sýndur á íslandi, Honda Accord langbakur og Renault Megane sem taka á við af Ren- ault 19. Á síðasta ári vöru framleiddar um 52 milljónir bíla í heiminum og er það 3,4% aukning frá 1994. Alls voru framleiddar 36 milljónir fólksbíla, 13,5 millj. sendi- og vörubíla af minni gerðunum og 2,5 millj. vöru- og hópferðabíla en þeim fækkaði milli ára. Fram- leiðsla jókst í Vestur-Evrópu um 5% og í Bandaríkjunum um 4%, hún dróst saman um 3% í Japan en jókst um 12% í S-Kóreu. I nýrri sýningarhöll, sem opnuð var að hluta í fyrra en er nú öll komin í notkun, getur að líta 350 fornbíla og eru tvær sérsýningar" settar upp i tengslum við bílasýn- inguna. Önnur fjallar um leigubíla í 100 ár og hin um herbíla frá mörgum löndum. Forsætis- ráðherra vottar Isra- elum samúð DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra vottaði í gær ísraelsku þjóðinni og fjölskyldum þeirra, sem fallið hafa í hryðjuverkum undanfarna daga, samúð sína í bréfi til Shimon Peres forsætisráð- herra ísraelsríkis. í erindi sínu ítrekaði hann einnig stuðning ríkisstjórnarinnar við áframhald friðarumleit- ana fyrir botni Miðjarðarhafs. Deilur í borgarráði um kostnað við breytingar á Miðbæjarskólanum í Fræðslumiðstöð borgarinnar í BÓKUN borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði vegna mótmæla við breytingúm á Miðbæj- arskólanum f Fræðslumiðstöð kem- ur fram að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé 70 milljónir króna. í svari Reykjavíkurlistans segir,að það sé ekki rétt. Köstnaður vegna breytinga sé áætlaður 30 milljónir króna en annar kostnaðUr við breyt- ingar á skólanum sé 40 milljónir króna. Breytingarnar lúti að aukn- um brunavörnum og aðgengi fatl- aðra, sem þyrfti að framkvæma óháð nýtingu hússins. Á fundi borgarráðs í gær voru lagðir fram undirskriftalistar, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á Miðbæjarskólanum. Áfram nýtt sem skóli Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins ítrekuðu fyrri afstöðu um að Miðbæjarskólinn yrði áfram nýttur sem skólahúsnæði fyrir þær Ósammála um skipt- ingu 70 milljóna kr. fjórar skólastofnanir, sem þar hafa: aðstöðu. Fram kemíir að þegar kosta skal yfír 70 millj. til að gera Miðbæjarskólann að skrifstofu eins og tillaga R-lista geri ráð fyrir, beri að hafa í huga að um alla borg, meðal annars í miðbænum, standi autt sérhannað skrifstofuhúsnæði, sem tilbúið sé til notkunar án um- talsverðs kostnaðar, þar á meðal húsnæði í eigu borgarinnar. Þá seg- ir: „Mikilvægt er að R-listinn leggi af hugmyndir sínar um breytingar á Miðbæjarskólanum því óvissa um framtíðarhúsnæði skólanna fjög- urra erþegar farin að hafa heikvæð áhrif á. undirbúning skólastarfsins fyrir næsta haúst." Ekkert autt húsnæði í bókun Reykjavíkurlistans segir að Reykjavikurborg eigi ekkert autt skrifstofuhúsnæði sem hýst gæti starfsemi Fræðslumiðstöðvar borg- arinnar. Þá segir að rangfærslur séu í bókun D-listans, sem nauðsyn- legt sé að leiðrétta. Kostnaður vegna breytinga á Miðbæjarskólan- um, ef af flutningi Fræðslumið- stöðvar verður, væri áætlaður 30 miilj. en annar kostnaður við breyt- ingar á skólanum væri áætlaður 40 millj. Breytingarnar varði meðal annars auknar brunavarnir og að- gengi fatlaðra og þyrfti að fram- kvæma óháð því hvort til flutnings kæmi eða núverandi starfsemi yrði þar áfram. Reykjavíkurborg hafí ekkert skrifstofuhúsnæði, sem standi autt og hýst gæti starfsemi Fræðslumið- stöðvarinnar. Kostnaður við kaup á viðun^ndi húsnæði fyrir Fræðslu- miðstöðina yrði tæpast undir 100 míllj. og því yrði um verulegan kostnaðarauka að ræða. Meðal ann- ars þess vegna sé flutningur Fræðslumiðstöðvarinnar talinn hagkvæmasti kosturinn. Upþlýsingar frá byggin&ardeild ¦ í svarbókun sjálfstæðismanna segir að upplýsingar um 70 millj. lágmarkskostnað við að gera skrif- stofuhúsnæði úr Miðbæjarskólan- um komi frá byggingardeild borgar- verkfræðings. Ekki hafí verið fyrir- hugaðar neinar breytingar á Mið- bæjarskólanum á þessu ári hefðu áform R-listans ekki komið til. í áætlun byggingardeildar sé ekki gert ráð fyrir breytingum á kjallara eða kaupum á búnaði. Loks segir: „Þá er það staðreynd að hluti skrif- stofuhúsnæðis sem borgin á að Aðalstræti 6 er ónotaður og að okkar mati kemur núverandi hús- næði Skólaskrifstofu Reykjavíkur vel til greina áfram."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.