Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens TiW ST&iÞUR AD eiNHVBJSN" -/ TÍMANN MONISOUN BPÉNN/ I upp o<3 pí!anbtan z>ey?A/ S/BTT FLDiV/Ðl A HANA ? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang:lauga@mbl.is Neyðarsímsvörun Frá Vernharði Guðnasyni: í ÞESSU orði felst margt. Fyrst og fremst þó það að í neyðarsímann 112 hringir fólk í neyð. Að vera í neyð og hjálpar þurfí er eitthvað sem eng- inn vill lenda í. Þó kemur það fyrir hjá öllum einhvern daginn að standa frammi fyrir neyð af einhverju tagi. Það gæti verið þú sjálfur, einhver þér nákominn eða einhver samferða- maður, þ.e. hver sem er. Segjum að einhver þér nákominn fái skyndilegt hjartaáfall, hnígur nið- ur, hættir að anda og hjartað slær ekki. Eða að barnið þitt verði lífs- hættulega veikt. Þú sjokkerast. Hvað á ég að gera? Þú manst eftir neyðarnúmerinu 112 og hringir í ofboði. Hver kemur til með að vera hinum megin á lín- unni? Er það einhver sem hefur enga reynslu af tilfellum sem þessum og þar með litla möguleika á að hjálpa þér á annan hátt en að koma boðum til réttra aðila sem senda sjúkrabíl á vettvang, þar sem um borð eru ágætlega menntaðir sjúkraflutn- ingamenn með langa reynslu af til- fellum sem þessum, sums staðar ásamt lækni? Eða svarar þér lögreglu- eða slökkviliðsmaður með menntun og reynslu sem þekkir þína neyð og getur leiðbeint þér strax um það sem þú getur gert til bjargar þar til sjúkrabíll kemur? Verður það maður með áralanga reynslu af vinnu á vettvangi eða einhver sem fær hrað- soðna málamyndunarþjálfun með enga reynslu af vettvangi? Ættir þú val, hvorn kostinn myndir þú velja fyrir þig og þína? Þekking eða öllu heldur þekking- arleysi þeirra manna er að Neyðarl- ínunni hf. standa er hreint með ólík- indum. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunn- ar hf. sagði stoltur frá því að gengið hefði verið frá ráðningu m.a. „sjúkra- liða" sem starfað hefði sem „hjúkr- unarfræðingur" úti á landi. Hvað er maðurinn að fara? Eða myndi hann ráða hjúkrunarfræðing í stöðu lækn- is úti á landi? . Ekki eru þessi orð framkvæmda- stjórans til þess fallin að auka h'kur á að faglega verði að neyðarsímsvör- un staðið af hálfu Neyðarlínunnar hf. Þau skrif sem átt hafa sér stað milli tveggja verkalýðsforystumanna í dagblöðum að undanförnu undir- strika enn frekar þá vanþekkingu sem virðist vera á því í hverju neyðar- símsvörun er fólgin. Að bregðast við neyð fólks er ekki skrifstofustarf né heldur starf ör- yggisvarða vaktfyrirtækja. Hér á landi hefur það í áratugi verið hlutverk lögreglu og slökkvi- liðs, þar sem reynslan af vettvangi og fagþekking er og mun verða til staðar. Þetta er verið að brjóta niður, hugsanlega með alvarlegum afleið- ingum. Hverra hagsmuna er verið að gæta í þessu máli öllu? Varla fólksins í landinu því það nýja fyrirkomulag sem stefnt er að hefur í för með sér mun lakari þjón- ustu við hinn almenna borgara og kostnaður skattborgaranna mun aukast. Getur verið að hér sé að birtast okkur einkavinavæðing í öllu sínu veldi? Eða hvaða fyrirtæki eru það sem hagnast á þessu nýja fyrirkomu- lagi? Hvað verður næst? Næst þegar þú þarft á lögreglu, slökkvi- eða sjúkrabíl að halda, verð- ur hann þá mannaður öryggisvörðum vaktfyrirtækis eða jafnvel „sjúkral- iða sem starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur úti á landi"? F.h. fulltrúa starfsmanna í Slökkviliði Reykjavíkur. VERNHARÐUR GUÐNASON, slökkviliðsmaður, Úthlíð 9, Reykjavík. Kennaradeild Háskólans á Akureyri Frá Huldu Svanbergsdóttur: ÁSTÆÐAN fyrir því að ég sest nið- ur og skrifa þessar línur er sú að morguninn 29. febrúar sl. hlustaði ég á Rás 2, þar sem útvarpsmaður- inn talaði yið skólastjórann í Grunn- skóla Patreksfjarðar. í þessi viðtali kom fram hjá skólastjóranum (sem ég náði ekki nafninu á) að 124 kenn- aranemar væru að útskrifast frá Kennaraskóla íslands (KHÍ) í vor og hann ætlaði sér að kynna skólann fyrir þessum kennaraefnum. Mér finnst þetta góð hugmynd hjá honum og ættu aðrir skólastjórar úti á landi að taka hann sér til fyrir- myndar. Það hlýtur að vera keppi- kefli sveitarfélaganna að hafa rétt- indakennara í skólum sínum og því ein lausn að leita til fólks sem er að útskrifast með kennarapróf (B.Ed.). Ég og 23 aðrir nemar erum að útskrifast með B.Ed. próf í vor, en við erum ekki í KHÍ. I Háskólanum á Akureyri er starfrækt kennaradeild og erum við fyrsti kennarahópurinn sem útskrifast úr deildinni. Mér fínnst að á þessum 3 árum síðan deildin byrjaði höfum við varla kom- ist inn á landakort menntastofnana og þá á ég aðallega við okkur í kenn- aradeildinni. Þetta kom bersýnilega í ljós í áðurnefndu útvarpsviðtali þar sem bæði skólastjórinn og útvarps- maðurinn gerðu ráð fyrir að væntan- leg kennaraefni yæru einungis að útskrifast frá KHÍ en ekki héðan að norðan. Það má benda á það að einn af aðalþáttum deildarinnar er að fræða nemendur um aðstæður í dreifbýlis- skólum og ég tel að það ætti að vekja áhuga skólastjóra á lansbyggðinni. Ég vona að með þessum skrifum mínum hafi ég minnt á tilveru og tilverurétt okkar hér fyrir norðan. HULDA SVANBERGSDÓTTIR, nemi á 3. ári í kennaradeild H.A. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.