Morgunblaðið - 08.03.1996, Side 42

Morgunblaðið - 08.03.1996, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ HANNES og Agdestein tefla. Morgunblaðið/Ásdís. Hannes stöðvaði Agdestein SKAK Skákmidstöðin Faxafcni 12. REYKJAVÍKURSKÁK- MÓTIÐ 2.-10. MARS Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgang- ur ókeypis fyrir áhorfendur. NORÐMENN vaða uppi í íslenskri skáklögsögu. Hannes Hlífar varð að vísu fyrstur til að ná jafntefli við Simen Agde- stein, en það dugði skammt því Jonathan Tisdall vann landa sinn Rune Djurhuus og eru því tveir Norðmenn jafnir og efstir. Það eina sem bjargar er að þegar Norðmennirnir tefla innbyrðis fá þeir ekki nema einn vinning til samans. Helgi Áss Grétarsson vann góðan sigur á enska stórmeist- aranum Stuart Conquest og deilir nú þriðja sætinu með þeim Hannesi og Predrag Ni- kolic, sem er stigahæstur kepp- enda. Eldri deild íslenskra stór- meistara kemur þar næst á eftir í stórum hópi keppenda. Helstu úrslit 5. umferðar: Agdestein — Hannes 'A-’A Djurhuus — Tisdall 0-1 Benedikt — Nikolic 0-1 Rosentalis — Helgi Ól. 'A- 'A Conquest — Helgi Áss 0-1 Gulko — Gausel ’/a-'A Van der Sterren — E. Berg 'A-'A Yoos — Curt Hansen 0-1 Margeir — Sævar 1-0 Jón Viktor — Jóhann 0-1 Hector — Jón Garðar 16-0 Þröstur — Magnús Örn 1-0 Guðm. Gíslas. — Bronstein 0-1 Staðan eftir 5. umferð: 1—2. Simen Agdestein og Jonathan Tisdall Noregi 4 'A v. 3.-5. Hannes Hlífar Stefánsson, Predrag Nikolic, Bosníu og Helgi Áss Grétarsson 4 v. 6.-18. Jóhann HjartarSon, Mar- geir Pétursson, Þröstur Þórhallsson, Helgi Ólafsson, Rune Djurhuus, Nor- egi, Paul Van der Sterren, Hollandi, Eduardas Rosentalis, Litháen, Curt Hansen, Danmörku, Boris Gulko, Bandaríkjunum, Einar Gausel, Nor- egi, Jonny Hector, Patrick Lyrberg og Emanuel Berg, allir Svíþjóð 3 'A v. 19.-24. Benedikt Jónasson, Andri Áss Grétarsson, Stuart Conquest, Englandi, Heini Olsen, Færeyjum, Davíð Bronstein, Rússlandi og Ni- kolaj Borge, Danmörku 3 v. 25.-40. Sævar Bjamason, Jón yiktor Gunnarsson, Magnús Öm Úlfarsson, Jón Garðar Viðarsson, Ólafur B. Þórsson, Einar Hjalti .Jens- son, Bergsteinn Einarsson, Áskeli Öm Kárason, Bragi Halldórsson, Bjöm Freyr Bjömsson, Heimir Ás- geirsson, Áiexander Raetsky, Rúss- Iandi, Esther de Kieuver og Mark Van der Werf, bæði Holiandi, John Yoos og Anna Aksharumova Gulko, bæði Bandaríkjunum 2‘A v. o.s.frv. Helgi Áss vann Conquest Yngstu íslensku stórmeistar- amir hafa náð sér vel á strik á mótinu. Helgi Áss hefur sýnt mikil tilþrif og í gær vann hann Conquest örugglega: Hvítt: Stuart Conquest Svart: Helgi Áss Grétarsson Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - d6 5. c3 - Bd7 6. d4 - Rge7 7. Ra3 - Rg6 8. h4 - Be7 9. h5 — Rh4 10. Rxh4 — Bxh4 11. d5 - Rb8 12. Bc2 - Bg5 13. Rc4 - Bxcl 14. Dxcl - a5 15. Dd2 - h6 16. 0-0-0 - Dg5 17. Re3 - a4 18. g3 - Ra6 19. Hdfl - Rc5 20. f4 - De7 21. Hel - 0-0 22. Rdl - Hfe8 23. Rf2 - c6 24. Hhgl - Df6 25. Rd3 - a3 26. b3 - Rxd3+ 27. Dxd3 - cxd5 28. exd5 28. — e4! 29. De3 — Hac8 30. Kd2 - Bg4 31. b4 - b5 32. Bb3 - Df5 33. Dd4 - Dxh5 34. Hg2 - Bf3 35. Hf2 - Dg4 36. Hffl - Dxg3 37. De3 - Dh4 38. Bc2 - f5 39. Hgl - Dh2+ 40. Kcl - Hc4 41. Kbl - Hec8 42. Da7 - Bg4 og hvítur gafst upp. Margeir Pétursson skák gamanið búið og röðin kom- in að Jóhanni: 32. — Hxg2+! og hvítur gafst upp, því eftir 33. Kxg2 — Dh3+ blasir mátið við. John C. Yoos kemur alla leið frá Minne- sotaríki ásamt fé- laga sínum Dale Gustafsson. Þeir eru komir vegna kynna sinna af Benedikt Jónas- syni, sem dvaldi um árabil í St. Paul, Minnesota og sigraði m.a. á meistaramóti ríkis- ins. Það er annars einkennandi fyrir « » Reykjavíkurskák- mótið að auk atvinnumanna sem sækja okkur heim í von um verðlaun þá hafa komið margir áhugamenn sem eru forvitnir um íslenskt skáklíf og hefur dreymt um að koma hingað allt frá heims- meistaraeinvíginu 1972. Sjöunda umferð Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag í Skákmið- stöðinni Faxafeni 12 og hefst taflið kl. 17. Umsjón Margcir Pctursson • b c d • l Svartur mátar í fjórða leik. STAÐAN kom upp í þriðju umferð Reykjavíkurskák- mótsins. Bandaríkjamaður- inn John C. Yoos (2.345) var með hvítt, en Jóhann Hjartarson (2.570), stór- meistari, var með svart og átti leik. Yoos beitti kóngs- bragði og fékk skemmtilega stöðu án þess að ná að færa sér það í nyt. En nú var Með morgunkaffinu Ást er... að bjóða þeim á uppáhalds veitingastaðinn. TM Bog U.8. P«t 0tl. — aU righta rosarvod (c) 1996 Loa Angotos Timea Syndicats HVERJU áttirðu von á? Kennarinn er samvisku- samur og ég er trassi. . OG ef ykkur er annt um umhverfið, er hér bíll HVERNIG gekk hjá skatt- sem gengur án bensins. stjóra, elskan? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Kveðja úr Skagafirði Hleypti öliu í brand og bál bölvað lygaþvaður. Flókið er þetta „Flókamál", Flóki er góður maður. Gömul kona úr Skagafirði Gæludýr Kettlingur ÞRIGGJA mánaða svart- og brúnbröndóttur kettlingur með hvítar loppur og bringu fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 552-3824. HOGNIHREKKVÍSI j> þefSÖ maúctr- í&ikh/é ér öll Ctó ■fam. ör böndum ! " VILTU hitta dóttur mína? Skóflan er laus! Víkveiji skrifar... VETURINN hefur verið fá- dæmamildur það sem af er. Það var nánast barnaleikur að þreyja þorrann og góuna þetta árið. Þá er eftir að sjá hvern veg einmán- uður leikur okkur. Jafnvel þótt hann skarti hríð og hregg, sem hér skal engu spáð um, má ekki gleyma heiti hans; einmánuður! Það er sum sé aðeins einn mánuður, að gömlu tímatali, til hörpu, vormánaðarins, sem hefst á þeim gamalgróna „þjóð- hátíðardegi" íslendinga, sumardeg- inum fyrsta, sem ber upp á 25. apríl í ár. Þessa séríslenzka hátíðisdags er getið í elztu heimildum okkar. „Heiti hans er þegar bókfest í Grá- gás og Jónsbók,“ segir í Sögu- dag- anna eftir Árna Björnsson. Enn þann dag í dag á hann háan heiðurs- sess í huga flestra landsmanna sem boðberi komandi vors og betri tíðar með blóm í haga. Ur því sem komið er verður hvorki hægt að tala um langan né strangan vetur þetta Drottins árið. En mikil lifandis skelfingar ósköp hlakkar Víkverji samt sem áður til vorsins! XXX FJÁRLÖG líðandi árs eru for- vitnileg. Helzta breytingin frá fjárlögum í fyrra er 19% raunsam- dráttur fjárfestinga og viðhalds; lækkun sem samsvarar þremur milljörðum króna. Þessi útgjalda- þáttur hefur ekki verið lægri síðast- liðin tíu ár, samkvæmt febrúarhefti Hagtalna mánaðarins. Lækkun þessi telst heppileg með hliðsjón af aukningu annarra fram- kvæmda, utan fjárlaga, m.a.ý vett- vangi orkufreks iðnaðar. Á hinn bóginn er vafasamt að hægt sé að halda svo lágu framkvæmdastigi til langframa. Þar að auki getur van- ræksla í viðhaldi opinberra eigna og endurnýjun nauðsynlegs tækja- kosts í hátækni- og heilbrigðisþjón- ustu endað í „útgjaldasprengingu" fyrr en síðar. XXX KKERT er svo með öllu illt, að ekki fylgi eitthvað gott, stendur þar. Þessari orðspeki má snúa við. Ekkert er svo með öllu gott, að ekki séu hnökrar á. í byij- andi uppsveiflu í þjóðarbúskapnum er á nýjan leik reiknað með halla í viðskiptum við útlönd á líðandi ári, eftir hagstæðan viðskiptajöfnuð sl. þrjú ár. Meginástæða viðskiptahalla á þessu ári verður þó ekki hefðbundin útgjaldaþensla, heldur mikil fjár- festing atvinnuvega. Framkvæmd- ir, sem tengjast stækkun álversins í Straumsvík, leiða til verulegs inn- flutnings. I „Þjóðarbúskapnum, framvinda 1995 og horfur 1996“ segir að þær framkvæmdir „hafi í för með sér að vöruskiptajöfnuður- inn vernsi um sem nemur 4 til 5 milljörðum króna á þessu og næsta ári.“ Framleiðsluaukning, sem í kjölfarið fylgir, réttir væntanlega hallann af er fram líða stundir. Hagstæður viðskiptajöfnuður síðustu þriggja ára leiddi til nokk- urrar lækkunar erlendra skulda þjóðarbúsins, sem voru úr hófi mikl- ar. Þessar skuldir námu 54% af landsframleiðslu 1993 en 49,6% 1995. XXX HVAÐA batatákn eru helzt á lofti í þjóðarbúskapnum? Vík- veiji tínir til fáein: 1) Vöxtur er í útflutningsframleiðslu (án sjávaraf- urða og stóriðju). 2) Stækkun ísals leiðir til fjárfestinga, meiri útflut- ings og hagvaxtar. 3) Þótt þorsk- afli aukizt lítið fram til aldamóta, mun afli á sóknareiningu og hagn- aður af veiðunum aukast. Til lengri tíma litið, tíu til fimmtán ára, má á hinn bóginn reikna með 250 til 300 þúsund tonna þorskafla á ári. 4) Batahorfur i efnahagsmálum umheimsins hafa og jákvæð áhrif hér næstu árin, ef tekst að varð- veita stöðugleikann í efnahagslífinu og hemja verðþenslu áfram. Máski er hvað mikilvægast, ef varðveita á stöðugleikann, að ríki og sveitarfélög gæti strangrar að- haldsstefnu í útgjöldum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.