Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Áttatíu manns vantar í fiskvinnslu í Bolungarvík eftir endurbætur á frystihúsi Bakka Bolungarvík. Morgunblaðið FYRIR liggur að um 30 manns, aðal- iega fjölskyldufólk, muni flytjastl.il Bolungarvíkur í marsmánuði og tals- vert er um fyrirspurnir tíl starfsmanna Húsnæðisnefndar Bolungarvíkur þar sem fólk er að grennslast fyrir um húsnæði. Um 80 manns vantaði til starfa við fiskvinnslu eftir að frystihús Bakka í Bolungarvík tók til starfa eft- ir miklar endurbætur. 18 Pólverjar hafa verið ráðnir til fyrirtækisins á síðustu vikum, pg svo virðist sem eftir- spurn eftir atvinnu hjá fyrirtækinu fari vaxandi. Frá því um miðjan síðasta áratug hefur verið viðvarandi f ólksfækkun hér í Bolungarvík sem náði hámarki er útgerðarfyrirtæki Einars Guðfinns- sonar hf. varð gjaldþrota. Um síðustu áramót var íbúatala bæjarins komin niur í 1.077 íbúa, en var um 1.280 manns um miðjan síðasta áratug. Talsvert spurt um íbúðir Að sögn Guðrúnar Sigurbjörnsdótt- ur, starfsmanns Húsnæðisnefndar Bol- ungarvíkur, eru nú eftir 4-5 rúmgóðar raðhúsa- og blokkaríbúðir sem hægt er að ráðstafa nú þegar, en ef eftir- spurn heldur áfram að vera mikil eftir íbúðum verður farið í að staudsetja fleiri íbúðir. Guðrún sagði að talsvert væri um fyrirspurnir um íbúðir en öll vinna í þessum efnum tengist því að f'ólk hafi fengið atvinnu á staðnum, og haft hafi verið mjög gott samstarf við stjórnendur Bakka hf. í þessum efnum. Meðal þeirra sem hingað eru að flytja um þessar mundir eru tvær fjög- urra manna fjölskyldur en það eru þau Guðmundur Rúnar Rúnarsson og kona hans Kolbrún Guðjónsdóttir, ásamt tveimur börnum sínum, og vinafólk þeirra, þau Magnús Ævar Pálsson og Linda Hrönn Gylfadóttir, ásamt tveim- ur börnum sínum. Fréttaritari heimsótti þau þar sem verið var að bera inn búslóð Guðmund- ar og fjölskyldu en búslóð Magnúsar og Lindu var rétt ókomin á staðinn. 30 manns flytj- ast í bæinn á einum mánuði Morgunblaðið/Gunnar Hallsson FJÖLSKYLDURNAR tvær f.v.: Stefán, Grétar, Guðmundur og Kolbrún, Gylfi, Linda Hrönn, Alda Hrönn og Magnús. „Við félagarnir, sem höfðum verið atvinnulausir frá áramótum, vorum að glugga í Morgunblaðið er við rákumst á umfjöllun um atvinnuuppbyggingu í Bolungarvík og þar á meðal viðtal við Ágúst Oddsson, forseta bæjarsljórnar, þar sem fram k'om að í Bolungarvík væri næg atvinna og húsnæði fyrir þá sem vildu setjast hér að. Tveimur dög- um seinna var allt klappað og klárt, atvinna, húsnæði og leikskólapláss fyr- ir börnin svo það var bara að drífa sig af stað," sagði Guðmundur Rúnar. „Okkur líst bara vel á okkur hérna, svona við fyrstu sýn, það tók að vísu á móti okkur snjókoma og hríðarveður er við lögðum á Steingrímsfjarðarheið- ina en það var bara til að krydda tilver- una og þegar við renndum hér í hlað voru gámarnir okkar ekki komnir þannig að við urðum að búa fyrstu tvo sólarhringana í íbúðunum án búslóðar- innar." „Fyrstu kynni meiriháttar" „Fyrstu kynni mín af bænum og fólk- inu sem hér býr eru meiriháttar," sagði Guðmundur. „Allir sem við höfum þurft að leita til hafa verið boðnir og búnir að liðsinna okkur. Það er vissu- lega mikið átak fyrir okkur, þessar tvær fjölskyldur með börn á aldrinum 3-8 ára, að rífa okkur upp og flytja hingað. Við höfum alla tíð búið á höfúð- borgarsvæðinu en þar er erfitt um at- vinnu um þessar mundir. Hér er næg atvinna og okkur er sagt að við komum ekki til með að verða fyrir vonbrigðum með fyrirtækið Bakka hf. þar sem við Magnús erum búnir að fá vinnu," sagði Guðmundur. Eiginkonurnar fara ekki strax út á vinnumarkaðinn þar sem tíma tekur að koma sér fyrir og börnin að byrja í skóla og á leikskóla. Aðspurður um hærra vöru- og orku- verð sagðist Guðmundur ekki vera viss um að útgjöld fjölskyldunnar væru svo miklu hærri úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu, þegar á allt væri litið, „orkukostnaðurinn er hærri en á móti kemur lægri húsaleiga. Vöruverð er nokkuð hærra en bifreiðakostnaður er t.d. mun lægri hér en á höfuðborgar- svæðinu þannig að þegar á heildina er litið er framfærslukostnaður úti á landi sennilega mjög svipaður." Hveragerði Vöknuðu viðjarð- skjálfta ÍBÚAR Hveragerðis vöknuðu upp við snarpa jarðskjálfta í fyrrinótt. Sterkasti kippurinn mældist 3,7 á Richter-kvarða, en skjálftarnir áttu upptök sín aðeins 3 kílómetrum norður af bænum. Alls mældust um 100 skjálftar frá því í fyrrinótt og fram á miðjan dag í gær og voru 12 þeirra yfir 2 á Richter. Líkur eru á að fleiri skjálftar verði á þessu svæði á næstu dögum. Engar skemmdir urðu í skjálftun- um og er aðeins vitað til að smáhlut- ir hafí oltið um koll. íbúum varð þó mörgum hverft við, enda fundust kippirnir vel, þar sem upptök þeirra voru svo nærri. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, sagði að hrinan nú væri framhald á hræringum á þessu svæði, sem hófust fyrir tveimur árum. „Þetta byrjaði í júlí 1994 og mesta skjálftavirknin var fyrir norð- an Hveragerði í ágúst það ár. Þá mældust snðrpustu kippirnir 4 á Richter. Skjálftavirknin færðist svo suður undir Hengilinn, en und- anfarna daga hefur hún færst nær Hveragerði á ný og upptökin voru mjög nálægt núna." Stærsti kippurinn kom kl. 5.35 og mældist hann 3,7 á Richter, en tæpri mínútu áður var annar svip- aður, sem mældist 3,5. Þessir kippir fundust víða, að sögn Ragnars, með- al annars í Reykjavík og á Akranesi. Ragnar Stefánsson segir að líkur séu á að skjálftavirkni verði áfram á þessu svæði á næstu dögum. Utandagskrárumræða á Alþingi um kynferðislega áreitni Þörf á víðtækri löggjöf um kynferðislega áreitni ÞINGMENN boðuðu í gær að lagð- ar yrðu fram tillögur og lagafrum- vorp á Alþingi um meðferð kyn- ferðislegrar áreitni og aðgerðir til að draga úr slíku. Kvennalistinn undirbýr nú til- lögur og lagafrumvörp sem taka til kynferðislegrar áreitni. Guðný Guðbjörnsdóttir þingmaður flokksins sagði að slík löggjöf þyrfti að skapa vinnuumhverfi sem drægi úr líkum á að fólk yrði fyr- ir. kynferðislegri áreitni á vinnu- stað, koma á fót ódýru og skil- virku fræðslukerfi fyrir atvinnu- rekendur og gera fólk meðvitað um rétt sinn. Þarf upplýstari lögfræðinga Guðný sagði að að mati Kvenna- lista þyrfti mun víðtækari löggjöf um kynferðislega áreitni en nú er til og upplýstari lögfræðinga og dómara en fyrirfinnast á íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir formað- ur Þjóðvaka sagði að þingmenn flokksins myndu beita sér fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um að settar yrðu reglur um með- ferð kynferðislegrar áreitni í opin- berum stofnunum og á vinnustöð- um og hvernig fara ætti með kvartanir um slíkt athæfi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagðist telja rétt að þingið og ríkisvaldið tækju þátt í því að marka skýrar reglur um þessi mál. Ekki væri vafí á að málum af þessu tagi hefði lengi ekki ver- ið sýndur nægilegur skilningur en um leið yrði að ganga fram af varfærni og ofstækislaust. Vanþekking Guðný Guðbjörnsdóttir þing- maður Kvennalista hóf í gær um- ræðu utan dagskrár á Alþingi um ásakanir um kynferðislega áreitni 5 opinberum stofnunum og sagði tilefnið mál sem kom upp í.Há- skóla íslands í haust og svo hið erfiða mál sem nú skipti þjóðinni í fylkingar. Guðný sagði umræðu um kyn- ferðislega áreitni loksins komna upp á yfirborðið hérlendis en þau mál hefðu lengi verið í opinberri umræðu í nágrannalöndunum. Og fyrstu viðbrögðin sýndu fram á vanþekkingu og þörf á markvissu fyrirbyggjandi starfí á þessu sviði. Guðný sagði að hvergi væri að fínna skilgreiningu á kynferðis- legri áreitni í íslenskum lögum og skýran farveg skorti til að taka á slíkum málum. Vanmáttur kirkj- unnar til að taka á máli málanna þessa dagana væri átakanlegur og afleiðingin væri sú að hvorki væri sannað sakleysi biskups né sekt, og viðkomandi' konur sætu uppi með áburð frá próföstum um að þær færu með rangt mál. Sú staða væri óviðunandi fyrir alla aðila. Því væri brýnt að bæði lög- gjafarvaldið og framkvæmdavald- ið tækju þetta alvarlega og fyrir- byggðu að slík mál gætu komið upp aftur. Engin mál í ráðuneytum Davíð Oddsson sagði að ný ákvæði hefðu verið sett í hegning- arlög um kynferðisbrot árið 1992 og væri refsiramminn varðandi kynferðisbrot hér á landi nú strangari en á hinum Norðurlönd- unum. Þar væri ra.a. kveðið á um að það gæti varðað allt að 2 ára fangelsi að maður misnotaði sér aðstöðu sína, ef annar væri honum háður í atvinnu sinni, til að áreita hann kynferðislega. Davíð sagðist hafa óskað eftir upplýsingum um það frá ráðuneyt- isstjórum hvort mál af þessu tagi hefðu komið upp þar. Enginn ráðu- neytisstjóri hefði kannast við að mál varðandi kynferðislega áreitni væru til meðferðar í ráðuneytun- um, en á hinn bóginn hefðu ráðu- neytin verið upplýst um mál af þessu tagi, sem hefðu komið upp í einstökum stofnunum en verið útkljáð án atbeina ráðuneytis, stundum með því að þeir sem ásak- aðir voru hættu þar störfum. Nær allar konur áreittar Kristín Ástgeirsdóttir þingmað- ur Kvennalista fullyrti að nærri hver einasta kona í okkar samfé- lagi hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni af einhverjum toga, mis- alvarlegri þó. Hjálmar Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist taka undir að ástæða væri til að setja reglur og auðvelda leiðir til lausn- ar í áreitnimálum og hvers kyns misbeitingu aðstöðu. Hann sagðist leggja þunga áherslu á að brýn nauðsyn væri á skýrum boðleiðum og fumlausum viðbrögðum. Tryggja yrði tilfinningalega áheyrn og einnig öryggi þeirra sem hefðu umkvartanir fram að færa. Tryggja þyrfti öryggi beggja aðila og menn yrðu að kunna að taka á erfíðum og óþægilegum málum. Mikilvægt væri að bregðast við slíkum málum af ábyrgð, virðingu og trúnaði við alla málsaðila jafnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.