Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 25 AÐSENDAR GREIIMAR Enn um Borgarnes í REYKJAVÍKURBRÉFI Morg- unblaðsins þ. 3. mars sl. (hér skammstafað Rvbr.) er enn á ný reynt að gera tortryggilegar ákvarð- anir sem ég tók við framkvæmd úreldingar Mjólkursamiagsins í Borgarnesi. Reynt er að draga íjöður yfir ákvarðanir fv: landbún- aðarráðherra, Halldórs Blöndal, sem hann tók áður en ég kom að þessu máli. Slíkt ætti að vera óþarft, því ég fæ ekki séð að sá samn- ingur við Kaupfélag Borgfirðinga, sem lá fyrir er ég kom í ráðu- neytið og gerður var af Hagræðingarnefnd í umboði fv. landbún- aðarráðherra, hafi á einn eða annan hátt verið andstæður regl- um frá 22. apríl 1994 (ekki frá 1995 eins og höfundur Rvbr. segir) eða þeim lagaákvæðum sem þær reglur byggja á. Úreldingarstyrkur eða eignakaup I Rvbr. er spurt: „Hvers vegna voru settar reglur um að leita skyldi eftir almennum tilboðum í hinar úreltu eignir mjólkursamlagsins...“ og vitnað til reglnanna frá 22. apríl 1994. Svar við þessari spurningu er að finna á fleiri en einum stað. Fyrst má nefna að í áfangaskýrslu Sjömannanefndar frá í maí 1992 um mjólkurframleiðslu er lagt til að veita styrk til úreldingar á mjólk- urbúum gegn því að búið verði úrelt í heild og tryggt að eignir þess verði ekki teknar aftur í notkun til mjólk- ui’vinnslu. í skýrslunni er lagt allt annað til en það að verðmiðlun- arsjóður eignist úreltar eignir mjólk- urbúanna eins og eftirfarandi texti skýrslunnar ber með sér, en þar segir: „Frá úreldingarfé verði dregið það verð sem fæst við sölu fasteigna og véla, enda telji stjórnin (í reglun- um Hagræðingarnefnd - innskot mitt) að eignin hafi verið seld á eðlilegu verð. Séu eignirnar áfram í eigu rekstraraðila búsins (hér Kaupfélag Borgfirðinga - innskot mitt) skal miða við matsverð þeirra“ (leturbr. mín). Næst nefni ég reglur sem fv. landbúnaðarráðherra, Hall- dór Blöndal, setti 22. apríl 1994 um ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hag- ræðingaraðgerða í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu en þar segir svo í 2. gr-.: „Þegar heimild landbúnað- arráðherra um að úrelda mjólkurbú liggur fyrir skal greiða styrk af verðmiðlunarfé fyrir eignir sem teknar eru til úreldingar." I þeirri grein segir ennfremur: „Sé unnt að selja eignirnar til annarra nota, er heimilt að draga frá hálft söluverð þeirra, að frádregnum sölukostnaði. Nefnd (Hagræðingarnefnd - inn- skot mitt) skal láta leita eftir al- mennum _ tilboðum í viðkomandi eignir.“ í stuttu máli endurspegla reglurnar álit Sjömannanefndar, veittur er styrkur til úreldingar fast- eigna og véla sem lækkar í ákveðnu hlutfalli af söluandvirði sé unnt að selja en sé ekki unnt að selja lækk- ar hann í hlutfalli af matsverði hinna úrelta eigna, sem þá haldast í eigu mjólkurbúsins. Farið að leikreglum Hvernig skyldu þá þessi atriði hafa verið útfærð í samningi milli Hagræðingarnefndar og Kaupfé- lags Borgfirðinga um úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga, sem öll framkvæmdin byggir á og var undirritaður þremur vikum áður en málið kom til minna kasta? í fyrsta lagi er samið um að Hagræð- ingarnefnd greiði bæt- ur fyrir þær eignir sem eru teknar til úrelding- ar. í öðru lagi að Ha- græðingarnefnd mark- aðssetji eignirnar í samráði við K.B. í þriðja lagi að tjárhæð sem nemur helmingi söluverðs dragist frá upphæð úreldingar- bóta sem greiðast K.B. Allt er þetta í fyllsta samræmi við reglurnar frá 22. apríl 1994 sem nefndin vann eftir og þá stefnu sem Sjömannanefnd markaði í því áliti sem hún skilaði fv. landbúnaðarráðherra í maí 1992. Um þessi atriði varð aldrei ágrein- ingur milli Hagræðingarnefndarinn- ar og undirritaðs enda reglumar sem unnið var eftir skýrar svo sem áður er rakið. í Rvbr. er því haldið fram að Morgunblaðið, Björn Arnórsson og Vilhjálmur Egilsson, líti svo á að „hér hafi eignir ríkisins (leturbr. mín) verið auglýstar til sölu.“ Hér er alvarlegur misskilningur á ferð- inni eins og ég hef bent á hér að framán því ekkert í áliti Sjömanna- nefndar, í reglunum um hagræð- ingaraðgerðirnar eða í samningnum sjálfum, gefur einustu vísbendingu til að ætla að eignirnar verði ríkis- ins, þvert á móti. Ég vil einnig benda á að engin skrif Hagræðingarnefnd- arinnar til mín gefa minnstu ástæðu til að ætla að ágreiningur hafi verið milli mín og nefndarinnar um fram- kvæmd þessa máls. Ég tel þvert á móti að ég hafi farið að vilja nefnd- arinnar en ekki gengið gegn honum. Það rökstyð ég með því að vitna í bréf sem nefndin skrifar mér, þegar hún felur mér samninginn til ákvörðunar og afgreiðslu. í því bréfi segir nefndin að „umrædd úrelding- a rgjörð feli í sér mikilvægasta skref til hagræðingar í mjólkuriðnaði sem stigið hefur verið fram til þessa og falli að einu og öllu að áfanga- skýrslu Sjömannanefndar." Ég er hvattur til þess af nefndinni í þessu bréfí að láta samninginn koma til framkvæmda svo fljótt sem unnt er, en þar segir: „Með hliðsjón af framansögðu mælir nefndin ein- dregið með því að samingur um Hagræðingarnefnd valdi þann kost að af- henda mér málið, segir Guðmundur Bjarna- son, eftir að fulltrúar KB höfðu hafnað tillögu nefndarinnar um að markaðsverð eignanna yrði metið 60,8 millj. kr. og jafnframt hafnað því að auglýsa eignirnar að nýju. úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgarnesi komi til framkvæmda strax og unnt er (leturbr. mín).“ Ég fór eftir þessari áskorun m.a. þegar ég ákvað að staðfesta samn- inginn í stað þess að fresta honum eða hafna að beiðni Sólar hf. Beiðni um höfnun kom frá Sól hf. í þeim tilgangi að komið yrði á samrekstri Sólar hf. og Kaupfélags Borgfirð- inga. Hefði ég sem landbúnaðarráð- herra orðið við ósk Sólar hf. um að hafna samningnum milli Hagræð- ingarnefndarinnar og K.B. þá hefði mátt tala um ágreining milli mín og nefndarinnar. Lái mér svo hver sem vill fyrir það að ég skuli draga þá ályktun að skrif Rvbr. gegn mér í þessu máli séu til að ganga erinda Sólar hf. Enginn ágreiningur við Hagræðingarnefnd Að lokum ætla ég að svara þeim fullyrðingum sem fram koma í Rvbr. um að ég hafi haft ráðgjöf Hagræð- ingarnefndarinnar að engu í þessu máli. í bréfinu segir, og vitnað til úttektar blaðsins á málinu 22. febr- úar sl.: „Hugmyndir nefndarinnar voru á þá leið að eignirnar yrðu auglýstar til sölu að nýju eða kaup- félaginu yrði gert að greiða um 80 milljónir króna fyrir áframhaldandi not (leturbr. mín).“ Samkvæmt þessu lá að sjáifsögðu alltaf fyrir að eignirnar gætu orðið áfram í eigu Kaupfélagsins eins og er í dag! Hér er höfundur Rvbr. enn á ný að búa til sögu um ágreining milli mín og nefndarinnar. Til að sýna fram á að hér var heldur ekki um ágreining að ræða hvað þetta atriði varðar, vil ég benda á hvaða kosti nefndin taldi koma til greina eftir að mark- aðsfærslu eignanna lauk 1. júní 1995. • í fyrsta lagi að ganga til sam- inga við K.B. um viðmiðun á mark- aðsverði eignanna. • í öðru lagi að augiýsa eignirn- ar aftur til sölu í samráði við K.B. • í þriðja lagi að afhenda mér málið, nái framantaldir kostir ekki fram að ganga. Nefndin valdi þann kost að af- henda mér málið eftir að fulltrúar K.B. höfðu hafnað tillögu nefndar- innar um að markaðsverð eignanna yrði metið 60,8 millj. kr. og jafn- framt hafnað því að auglýsa eignirn- ar að nýju. Mín niðurstaða, svo sem áður hefur komið fram, leiddi til þess að hagræðingarstyrkur til K.B. varð 227 millj. kr. Aftur á móti ef farið hefði verið eftir lokatillögum Hag- ræðingarnefndarinnar þá hefði styrkurinn orðið 223 millj. kr. Mis- munurinn er aðeins 4 millj. kr. Það er bitamunur en ekki fjár í þessu stóra dæmi. Þá má einnig benda á að þó svo að markaðsvirði eignanna hefði verið metið á 80 millj. kr., eins og nefnt hefur verið, hefði styrkurinn numið 213 millj. kr. eða einungis 6,2% lægri fjárhæð en ég samdi um. Að sjálfsögðu er allveru- legur munur þar á milli en þó ekki sá að hann réttlæti það fjölmiðlafár sem búið hefur verið til. Spytja má hvers vegna samið var um áður- nefnda tölu í stað annarrar. Svarið er, að ég sættist á að miða við hlut- fallslega sama markaðsverð og gert var við úreldingu Mjólkurbúsins á Patreksfirði, sem fv. landbúnaðar- ráðherra tók ákvörðun um vorið 1993. Mjólkursamlag Patreksfirð- inga hélt úreltum eignum, skuldbatt sig til að hætta mjólkurframleiðslu og frá úreldingarbótum var dreginn helmingur af metnu markaðsverð- mæti úreltra eigna á nákvæmlega sama hátt og gert var hjá Mjólkur- samlaginu í Borgarnesi. Ég vona að þeir sem fremur vilja hafa það sem sannara reynist, sjái af þessu að við úreldingu mjólkur- búsins í Borgarnesi var farið að þeim leikreglum sem fv. landbúnað- arráðherra, Halldór Blöndal, setti skv. tillögum Sjömannanefndar, svo og skv. þeim samningi sem Hagræð- ingarnefnd gerði við K.B. Vissulega má deila um öll mannanna verk en ég taldi ekkert það hafa komið fram í málinu sem gerði það að verkum að nauðsynlegt væri að breyta þeim reglum eða framkvæma uppgjör með öðrum hætti í Borgarnesi en áður hafði viðgengist. Höfundur er landbúnaðarráðherra. NYTT - NYTT VOR /ttuuý 'SCtrft i&Cað, 15% kynningarafsláttur af nýjum tegundum. Merinoull - silki, angóra, mohair, viskose.... meiriháttar. Garnhúsið, Suðurlandsbraut 52 v/Fákafen (bláu húsin), sími 568 8235. Guðmundur Bjarnason kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.