Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 37 Halli, ömmubróðir minn, er áttræður í dag. Mig langar að nota tækifærið og skrifa nokkur orð um hann um leið og ég óska honum innilega til hamingju með af- mælið og alls hins besta í framtíðinni. Halli er einn af sex bræðrum ömmu minnar, Guðríðar Margrétar Hansdótt- ur, sem lést síðastliðið sumar. Ég ólst upp í Ólafsvík og kynntist Halla því aldrei neitt fyrr en árið 1987 þegar ég kom heim til lengri dvalar frá Sviss með Martin, eigin- manni mínum, og okkur vantaði húsriæði í Reykjavík. Við vorum- svo heppin að fá inni hjá Halla í Skaftahlíðinni. Hann dekraði við okkur í alla staði og ég kynntist í fyrsta sinn þessum stórmerkilega frænda. Hann á fátt sameiginlegt með öðrum gömlum mönnum sem ég þekki. Halli er hress og jákvæður og yfirmáta sjálfstæður. Hann ekur um eins og herforingi og lætur sig ekki muna um að skreppa fyrirvaralaust landshorn- anna á milli ef þörf krefur. Hann er opinn gagnvart hugmyndum og lífsviðhorfum ungs fólks, hann hefur jafngaman af að umgangast það og jafnaldra sína. Hann lifir lífinu lifandi. Það er langt í frá að Halli sé sestur í helgan stein þótt hann sé löngu kominn á eftirlaun. Hann hefur starfað sem smiður mestallt sitt líf og gerir enn. Hendurnar eru stórar og vinnulúnar en þær eru ekki aðeins lagnar við smíði, eins og hann sýndi síðast í sumar þegar hann smíðaði glugga fyrir foreldra mína í Ólafs- vík, heldur leikur saumnál einnig í höndunum á honum. Ég naut stundanna með Halla í Skaftahlíðinni þegar hann sat í stólnum sínum, hlustaði á ríkisút- varpið og saumaði út. Þau eru ófá listaverkin sem fjölskyldan á eftir hann og ömmu heitna, Guðríði. Halli er myndarlegur í eldhúsinu og hefur gaman af að prófa eitt- hvað nýtt. Hann hefur einnig gam- an af útiveru, hefur tamið hesta og stundar enn hestamennsku. Ég gæti haldið lengi áfram en nú læt ég þessari upptalningu_ lokið. Elsku Halli frændi. Ég er fegin að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og allar góðu gjafirnar sem þú hefur gefið fjölskyldunni. Lifðu heill. Þín Guðríður Margrét Hallmarsdóttir, Sviss. BRIPS Umsjón Arnór G. llagnarsson Undanúrslitin hefjast í dag íslandsmótið í sveitakeppni, undan- úrslit-24 sveita, hefst í dag kl. 15.10 í Bridshöllinni Þönglabakka. Spilað verður alla helgina og lýkur síðastu umferðinni á sunnudag rétt fyrir kl. 19. Áhorfendur eru velkomnir. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Þegar 5 umferðum er lokið í baró- meter tvímenningi deildarinnar er röð efstu para eftirfarandi: ÓskarKarlsson-ÞorleifurÞórarinsson 109 Priðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 71 Guðbjörg Jakobsd. — Halla Ólafsd. 68 Halldór Svanbergss. - Kristinn Kristinss. 61 Ólafurlngvarsson-ZaniohHamedi 40 Evarð Hallgrímss. - Jóhannes Guðmundsson 38 Bridsfélag Hreyfils Úrslitin í „board a match“ hrað- sveitakeppni félagsins sem lauk mánu- daginn 4. mars urðu eftirfarandi: Sveit Rúnars Gunnarssonar 242 SveitBirgisKjartanssonar 234 Sveit Sigurðar Ólafssonar 227 Mánudaginn 11. mars hófst 5 kvölda butler tvímenningur. Staða þriggja efstu para eftir fyrsta kvöldið: Sigurður Ólafsson—Flosi Ólafsson . 56 Óskar Sigurðsson - Sigurður Steingrímsson 52 Brynjar Valdimarsson - Rúnar Gunnarsson 51 Fél. eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Laugardaginn 9. mars var spilaður mitchell í Risinu á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík vegna tíu ára afmælis félagsins. Verðlaun eru helg- ardvöl að Bifröst í Borgarfírði. N/S Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson 327 Lárus Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 310 Gunnar Bjartmarz - Sólveig Bjartmarz 306 Alfreð Kristjánsson - Hannes Ingibergsson 281 A/V Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 307 Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 307 Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 292 Einar Einarsson - Helgi Vilhjálmsson 287 Svo þökkum við öllum þátttökuna í þessu afmælismóti. Hraðsveitakeppni Bridsfélags Breiðfirðinga Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í hraðsveitakeppni Bridsfélags Breiðfirðinga og hefur sveit Sveins R. Þorvaldssonar náð afgerandi for- ystu, sem hún er ólíkleg að láta af hendi. Sveitin skoraði 130 impa yfir meðalskor á síðasta spilakvöldi, sem hefur sennilega tryggt þeim sigurinn í keppninni, þó að einu kvöldi sé ólok- ið. Staða efstu sveita er nú þannig (talan í sviganum er skorið á síðasta spilakvöldinu): Sveinn R. Þorvaldsson 1.274 (670) Hjörra 1.164 (580) Ingibjörg Halldórsd. 1.129 (551) Bridsfélag Suðurnesja SVEIT Guðfinns KE hefír nú tekið forystuna í aðalsveitakeppni félagsins, Sparisjóðsmótinu, en sveitin hefir unnið þrjá síðustu leiki sína með 25 stigum. Sveitin hefir unnið alla leiki sína til þessa og er með 157 stig. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar er ekki langt undan, hefir einnig unnið alla sína leiki og er með 156 stig. Sveit Gunnars Guðbjörnssonar er í þriðja sæti og Svala K. Pálsdótt- ir í fjórða sæti en staðan er nokkuð óljós vegna frestaðra leikja. Áætlað er að spila KASKÓ úr- slitakeppni fjögurra efstu sveita á laugardag fyrir páska en það verð- ur nánar tilkynnt síðar. Spilað er á mánudögum í félags- heimilinu kl. 19.45. Bridsfélag byrjenda Sl. mánudag var spilaður tvímenn- ingur hjá félaginu. Þátttakan er aðeins á uppleið, en 10 pör mættu og urðu úrslit þessi: Lilja Kristjánsdóttir—Dagbjartur Jóhannesson 143 Guðrún Gestsdóttir - Erla Bjarnadóttir 140 Helga Haraldsdóttir - Karl Stefánsson 121 Andri M. Bergþórsson - Bergþór Bjamason 120 Gunnar Haraldsson - Hörður Haraldsson 112 Meðalskor 108 stig. Næstkomandi mánudag verður spil- að að venju og eru pör hvött til að mæta jafnvel þótt spilafélaga vanti, en reynt er að bjarga því á staðnum, en spilamennska hefst að venju kt. 19.30 í Þönglabakkanum. Bridsfélag Kópavogs Catalinumótið bytjaði síðasta fimmtudag, butler tvímenningur. 24 pör mættu, staðan eftir 6. umferðir: ÞorsteinnBerg-JensJensson 43 Alfreð Kristjánsson - Hannes Ingibergsson 38 Jón Steinar Ingólfsson - Þröstur Ingimarsson 37 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 33 Sigurður Siguijónsson - Ragnar Bjömsson 32 'V • X. ^ LTSÖLL'STAÐiR Maria Galland Reykjavik: Ingóllsapótek Kringlunni, Asýnd. Kópavogur: Snyrtistofan Rós. Hafnarfjörður: Dísella, Miðbæ. Bolungarvík: Loufið. Hvammstongi: Mirrn. Akureyri: Vöruhús KEA. Neskaupstaður: Snyrtistofan Rokel. Hornafjorður: Hórsnyrtistolu AFMÆLI HALLGRIMUR HANSSON SHIQ auglýsingar FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 1773158 'h = Sp. I.O.O.F. 12 = 1773158’/2 = 9.0. ^ Vidurkenndur meistari % &íeikisamtðk (ÉkimdsjB} Heilunarkvöld Opið hús öll föstudagskvöld milli kl. 20 og 23 á Sjávargötu 28, Bessastaðahreppi, fyrir alla þá, er hafa lært Reiki hjá viðurkennd- um meistara, til þess að þjálfa sig og spjalla. Einnig er öílum þeim, er vilja þiggja Reiki-heilun (hluta Reiki) og fræðast, boðið að koma. Aðgangur ókeypis. Símsvari 565 5700, sími 565 2309. Áður auglýst Toyota- skíðagöngumót verður haldið í Hamragili á morg- un, laugardag, kl. 14.00. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 13.00 á móts- stað. Upplýsingar í síma 551 2371. Mótsstjóri: Ágúst Björnsson. Skíðafélag Reykjavíkur. ÉSAMBAND (SLENZKRA , KRISnMIBOÐSFÉLAGA Langlyndi Guðs Samkoma í kvöld kl. 20.30 á Holtavegi 28. Pizzur til sölu gegn vægu verði frá kl. 19:00. Kjartan Jónsson kemur i „sóf- ann'' og ræðir um framtíð ís- lensks kristniboðs. Leikræn tjáning i umsjón Fríðu Kristinsdóttur. Hugleiðing: Sr. Ólafur Jóhanns- son. Söng- og vitnisburðastund eftir samkomu. Þú ert hjartanlega velkominn. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 flytur Njörður P. Njarðvík erindi: „Kristin mystík í íslenskum fornbókmenntun; Hó- meliubók og Sólarljóð" i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu og um- ræðum. Á sunnudögum kl. 17 er hugleiðslustund. Starf Guðspekifélagsins er ókeypis og allir velkomnir. FERÐAFÉLAG 4 ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - S/MI 568-2533 Aðalfundur Ferðafélagsins 20. mars Aðalfundur Ferðafélagsins verður haldinn í Mörkinni 6 (stóra sal) nk. miðvikudagskvöld, 20. mars, kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Sýnið félagsskírteini við inngang- inn. Munið sunnudagsferðirnar 17. mars: Skíðaganga yfir Leggja- brjót kl. 10.30. Skíðaganga á Mosfellsheiði kl. 13.00 og Vetr- arganga að T röllaf ossi kl. 13.00. Örnefni, saga og bókmenntir Félagar Fi og annaö áhugafólk athugið, að þið hafið ekki misst af örnefnanámskeiöi Þórhalls Vilmundarsonar, þó fyrsta fyrir- lestrinum sé lokið. Hægt er að skrá sig á þá fyrirlestra sem eft- ir eru, þ.e. 18. og 25. mars og 1. apríl. Verð 3.000 kr. og gögn- in frá fyrsta fyrirlestrinum eru innifalin í verði. Námskeiðiö er i Hátíðarsal Háskólans. Upplýsingar og skráning fer fram hjá Endurmenntunarstofn- un Háskólans í símum 525 4923 og 525 4924. Ferðafélag islands. ~r" lIXTID Stýrimannaskólinn í Reykjavík Kynningardagur Stýrimannaskólans laugardaginn 16. mars 1996 frá kl. 13.30-17.00. „Sigling til framtíðar“ Dagskrá: Kl. 13.30: Starfsemi skólans, ásamt tækjum og kennslugögnum, kynnt. Fyrirtæki og stofnanir í þágu sjávarútvegsins kynna starfsemi sína og þjónustu. / Kl. 14.00: TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, kemur á svæðið, ef veður leyfir. Afhending leitarsjónauka frá Þyrlusjóði í Hátíðarsal Sjómannaskólans. Kl. 15.00: Splæsingakeppni. Nemendur reyna með sér í vírasplæsingum. Kvenfélagið Hrönn verður með kaffiveitingar í matsal Sjómannaskólans. Árshátíð Stýrimannaskólans verður haldin um kvöldið á Hótel íslandi með tilheyrandi gleði og gamni. Verið velkomin. STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.