Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 9 FRETTIR Jóhamia Sigurðar- dóttir á Alþingi Skuldir heimila jukust í þjóðarsátt JÓHANNA Sigurðardóttir þingmaður Þjóðvaka sagði á Alþingi á þriðjudag, að á þjóð- arsáttartímanum árin 1990 til 1995 hafi skuldir heimilanna aukist um 120 milljarða króna að raungildi, eða um 440 þús- und krónur á hvert manns- barn, á sama tíma og fyrir- tæki greiddu niður skuldir sín- ar um 24 milljarða króna. Jóhanna sagði að á síðustu sjö árum hefðu launþegar tek- ið á sig verulegar byrðar á sama tíma og byrðum var létt af fyrirtækjum. Af skulda- aukningu heimilanna mætti rekja um 30 milljarða skulda- aukningu til neyslu. Þetta væri augljóslega hluti af her- kostnaði launafólks við þjóðar- sáttina. Fram kom hjá Jóhönnu að af svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar á Alþingi, mætti ráða að til ríkið hafi skattlagt skuldir fólks um 17-18 milljarða á þjóðarsáttar- tímanum, einkum með stimpil- gjöldum. Til viðbótar kæmi þóknun innheimtuaðila og lánastofnana. Jóhanna mælti fyrir þings- ályktunartillögu um aðgerðir til að bæta stöðu skuldara en samkvæmt tillögunni á ríkis- stjórnin m.a. að undirbúa til- lögur um að draga úr gjald- töku og skattlagningu hins opinbera vegna skulda ein- staklinga, setja þak á inn- heimtuþóknun og gjaldtöku lögmanna og fjármálastofnana vegna vanskila skuldara. Hagsmunaráð Orators Prófið gott að forminutil HUGBUNAÐUR FYRIRWIMDOWS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA ^IKERFISÞRÓUNHF. ^^ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 HAGSMUNARÁÐ Orators, félag laganema, hefur komist að þeirri niðurstöðu að próf í almennri lög- fræði 20. janúar sl. hafí að forminu til verið gott próf þó það hafi bæði haft kosti og galla. Ekki sé hins vegar ástæða til að kvarta yfir því frekar en orðið er. „Kröfurnar, sem gerðar voru á prófinu, eru miklar en erfitt er að meta hvort þær hafi verið meiri en venjulega. ðháður prófdómari fór yfir prófúrlausnirnar og skv. regl- um lagadeildar, hefur hann jafn mikið að segja um endanlega ein- kunn nemenda og kennarinn. Að þessu athuguðu telur hagsmunaráð ekki þörf frekari aðgerða í sam- bandi við þetta tiltekna próf," seg- ir í bréfi Orators til kennara í laga- deild. Hvað kostina varðar, segir að prófið hafi verið mjög víðtækt, byggt á átta spurningum sem höfðu 10-20% vægi. Með því hafi náðst meiri heildarsýn yfir kunnáttu nemenda en með fáum spurningum Islenskt vatnverði aðgengilegt GERUM íslenskt vatn aðgengilegt á almannafæri og boðum til sam- keppni um útlit drykkjarvatnshana og slagorð, segir í tillögu Sylviu Briem, sem borgarráð hefur vísað til stjórnar veitustofnana. í erindi Sylviu til borgarráðs kem- ur fram að hún hafi starfað að ferða- málum á einn eða annan hátt síð- ustu 22 ár. Bendir hún á að land- kynning hafi framar öllu beinst að íslensku vatni, hreinu og tæru. Víst sé það hollt og gott en óaðgengilegt fyrir vegfarendur, sem leið eiga um borgina. Útlendingar spyrji um og leiti eftir vatnshönum, sem hvergi er að finna. Bendir hún á að æskilegt væri að staðsetja drykkjarvatnshanana, sem víðast um borgina og nefnir útivistarsvæðið í Laugardal, í Oskju- hlíð, við göngustíga og í opinberum byggingum. og miklu vægi þeirra. „Þetta er mjög í takt við það sem laganemar hafa verið að fara fram á. Þá er það almennt mat þeirra, sem tóku prófið, að flestar spurningarnar hafi verið skýrar. En þótt prófíð hafi verið gott að þessu leyti, hefur komið fram gagnrýni stúdenta á skýrleika einstakra spurninga og að gerðar hafi verið of miklar kröf- ur til hverrar spurningar miðað við þann tíma, sem þeim var ætlað. Erfitt er fyrir hagsmunaráð að meta þennan þátt. Það er ljóst að endanlega er það mat kennara hvaða kröfur eru gerðar til prófúr- lausna. Þá var sett út á að hluti námsefnis barst nemendum seint frá kennurum. Þegar það gerist, er ljóst að erfiðara er fyrir nemend- ur að skipuleggja nám sitt og er því mikilvægt að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Á þessum vanda er tekið í drögum að verklagsreglum fyrir lagadeild sem samþykkt voru á kennslumálaráðstefnu Orators í nóvember 1994." OoBf listar yf ir rör Vinna - efni - ráðgjöf Einar Guðmundsson pípulagningameistari LAUFBREKKU 20 / OALBREKKU MEGIN - KÖP. SÍMÍ 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356 Kjólar - Kjólar á kr. 4.490. Stærðir: S-M-L-XL. HflHl Mfuiwmlm Qf 0 Eiðistorgi 13,2. hæð, yfir torginu, sírni 552-3970. Margir litdr. Takmarkað magn. jmuur Antihttuitir, KÍapfKurstUj 40, sunLSS2 7977. ...blabiö - kjarni málsins! NÝ SENDING FRÁ DANIEL D. :.¦.::.-.. : - f \ ¦^ ¦ ¦¦ . .¦¦¦¦; :¦ . ¦ ¦:,. ... ¦' ..: ¦. . .¦./ HT K S2 S VNEÐST VIÐ DUNHAGA " ^ \\ SÍMI 562 2230 Kvenlegt • Vandað • Glæsilegtfyrir þig! Fólk er alltaf aðvinna íGullnámunni: 80 milljónir Vikuna 7. til 13. mars voru samtals 80.671.393 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Petta voru bæöi veglegir Silf urpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæökr. 7. mars Mónakó.............................. 148.605 7. mars Háspenna, Hafnarstræti..... 53.801 8. mars Keisarinn............................ 194.253 8. mars Háspenna, Laugavegi........ 151.419 8. mars Mamma Rósa, Kópavogi... 74.211 9. mars Hard Rock Café................. 106.860 9. mars Ölver.................................. 56.888 10. mars Háspenna, Laugavegi........ 137.216 12. mars Háspenna, Laugavegi........ 357.100 13. mars Háspenna, Hafnarstræti..... 113.309 13. mars Spilast. Geislag., Akureyri.. 112.630 13. mars Mónakó.............................. 81.554 Staöa Gullpottsins 14. mars, kl. 11.00 var 4.781.326 krónur. *<kH.£'^, Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síoan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.