Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ringulreið og gripdeildir í Sarajevo Hópar múslima ræna eigum Serbaíllidza Sarajevo. Reuter. HÓPAR múslima hafa látið greip- ar sópa um hús Serba, sem flúðu frá Ilidza, úthverfi í Sarajevo, eftir að hverfið komst undir yfir- ráð Bosníustjórnar. Þeir fáu Serb- ar sem ákváðu að búa áfram í hverfinu segja múslima hafa rænt eigum þeirra og ógnað þeim. Meðan Serbarnir kvarta yfir árásum og yfirgangi múslima deila múslimskir og króatískir lögreglumenn um hvernig bún- ingur sameiginlegra sveita þeirra eigi að vera á litinn. Króatar vilja ekki að búningurinn verði grænn þar sem þeir tengja þann lit íslam. Þeir vilja bláa búninga, en múslimar leggjast gegn þeim lit þar sem hann minnir þá á bún- inga Króata sem börðust gegn þeim árið 1993 og í byrjun 1994. Ástandið í Ilidza hafði skánað í gær en lögreglusveitir Samein- uðu þjóðanna fengu þó enn hjálp- arbeiðnir frá Serbum sem kvört- uðu yfir árásum múslima. Spenna í Grbavica Mikil spenna er einnig í Grbavica, eina hverfinu í Sarajevo sem er enn undir yfirráðum Serba, en það á að heyra undir stjórn Bosníu frá og með næsta þriðjudegi. Flestir serbnesku íbú- anna í hverfinu ætla að flýja og nokkrir þeirra hafa kveikt í hús- um sínum til að koma í veg fyrir að múslimar geti notað þau. Serbnesk yfirvöld hafa beint tugum þúsunda flóttamanna frá Sarajevo til bæja í austurhluta Bosníu sem múslimar hafa flúið vegna „þjóðernishreinsana" Serba. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna hafa varað við því að setjist fólkið að í þessum bæj- um, oft í húsum múslima og Kró- ata, verði ógjörningur að fram- fylgja því ákvæði friðarsamning- anna sem kveður á um að flótta- menn geti snúið aftur til fyrri heimkynna sinna. Reuter TVEIR vopnaðir serbneskir hermenn í Sarajevo bera kross úr kirkju í hverfinu Grbavica. Kirkjunni var lokað í gær þar sem Serbar undirbúa flótta úr hverfinu, sem verður undir yfirráðum Bosníustjórnar í næstu viku. 1 VIi 1 £ E ' ——¦ """"TT • t • • • ** 1 - . .«- Ij. .1. íl' í..... i , , a y ^ mmim ^-.w. Vj ¦ '• : :. ¦•'." ';"* •,^ Sl *> ¦ * ¦.-» .. ' *>-l ^^5 %:*-~' flMk ¦ fcffc.Vl W *• " • lfc^, 1 ^gjHJ *%mW .^*rjJ^»P^....v'" ¦¦ T eme****0*'*" . *g"R. ^ 1 'mmmmmm^-mmmmmm*** m,Æ. '".J. lr ^m Pilí^""*/* EVRÓPUÞINGMENN eru reiðir yfir að verða útílokaðir frá ríkjaráðstefnu ESB.. Evrópuþingmenn gagn- rýna Frakka og Breta Strassborg. Reuter. ÞINGMENN á Evrópuþinginu í Strassborg gagnrýna Bretland og Frakkland harkalega fyrir að hindra þátttöku þingsins í ríkjaráð- stefnu ESB, sem hefst í lok mánað- arins. „Almenningur mun ekki sætta sig við að umræður fari fram fyrir luktum dyrum," sagði Klaus Hansch, forseti þingsins, í umræð- um á miðvikudag. Ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands telja að fulltrúár þings- ins, sem almenningur í aðildarríkj- um ESB kýs beinni kosningum, eigi ekki heima á ríkjaráðstefn- unni, enda sé hún einvörðungu samkunda ríkisstjórna aðildarríkj- anna. Pauline Green, leiðtogi flokka- hóps sósíalista á EÞ, sagði í um- ræðunum að það væri ótrúlegt að tvö af elztu lýðræðisríkjum Evrópu neituðu að samþykkja að lýðræðis- lega kjörnir fulltrúar yrðu áheyrn- arfulltrúar á ráðstefnunni. „Skilja þeir ekki að þeir hætta á að stað- festa efasemdir almennings um að Evrópa sé ekki fyrir hann eða snú- ist um hann?" sagði Green. EVRÓPA^ „Fjarlæg og óaðgengileg stófnun" „Hvernig vill Evrópusambandið láta líta á sig?" spurði leiðtogi flokkahóps frjálslyndra, Gijs de Vries, á blaðamannafundi. „Sem stofnun, sem vill ekki hlusta á rök? Síðan hvenær hefur lýðræðið hræðzt röksemdir? Ef aðildarríkin sýna hroka og kjósa að semja fyrir luktum dyrum, styrkir það ímynd Evrópusambandsins sem fjarlægrar og óaðgengilegrar stofnunar." Evrópuþingið samþykkti á mið- vikudag með 267 atkvæðum gegn 170 ályktun um þær breytingar, sem þingið telur að ríkjaráðstefnan eigi að gera á stofnsáttmála Evr- ópusambandsins. Þingið vill meðal annars að í sátt- málanum verði stefnt að því að draga úr atvinnuleysisvandanum og að þar verði að finna markmið um að stuðla að umhverfisvernd með þvi að tillit sé tekið til umhverfisins Við mótun flutninga-, viðskipta-, orku- og landbúnaðarstefnu. Þingið vill að neitunarvald ein- stakra aðildarríkja í ráðherraráðinu verði takmarkað við meiriháttar breytingar á stjórnskipan banda- lagsins, til dæmis breytingar á sátt- málanum og inngöngu nýrra aðild- arríkja. Evrópuþingið telur að styrkja eigi vald sameiginlegra stofnana ESB í baráttunni gegn eiturlyfjum og í innflytjenda- og flóttamannamál- um. Þá vill þingið að ESB styrki utanríkis- og varnarstefnu sína og að Vestur-Evrópusambandið verði hluti af Evrópusambandinu. Síðast en ekki sízt vill þingið auka eigin völd, meðal annars með því að það kjósi forseta fram- kvæmdastjórnar ESB. Frakkland og Bretland munu væntanlega berj- ast gegn auknum völdum þingsins á ríkjaráðstefnunni, en Þýzkaland er hins vegar bandamaður þess. Evrópuráðherra Þýskalands Bretar vonlausir Bonn. The Daily Telegraph. ÞJÓÐVERJAR virðast hafa gefíð upp alla von um samstarf við Breta í Evrópumálum. Einn æðsti samn- ingamaður Þjóðverja innan ESB, Werner Hoyer Evrópuráðherra, segir ágreininginn við Breta vera „óleys- anlegan". Hoyer hleypur reglulega í skarðið fyrir utanríkisráðherra Þýskalands á ráðherraráðsfundum Evrópusam- bandsins og hellir hann úr skálum reiði sinnar f garð Breta í langri grein í Siiddeutsche Zeitung á mið- vikudag. Segir hann eðlismun á ágreiningnum við Breta og önnur ríki. „Hin praktísku vandamál sem koma upp í samskiptum við hlutlaus ríki snúast ekki um grundvallará- greining, líkt og raunin er í deilum við Breta, og hægt er að leysa þau," segir hann. Þolinmæði á þrotum „Ég ítreka það stöðugt við Breta að við viljum hafa þá með um borð og að við viljum ekki byggja upp Evrópu án þeirra. Ef þeir hins vegar neita því staðfastlega að koma um borð er ég sannfærður um að þeir muni ekki tefja ferðina mikið leng- ur." Hoyer segir að koma muni að því að Bretar verði að gera það upp við sig hvort að þeir vilji í raun ekki taka þátt í sameiginlegum ákvörðun- um um utanríkis- og öryggismál. Breskir fjölmiðlar hafa túlkað grein Hoyers sem svo að þolinmæði Þjóðverja í garð Breta sé brátt á þrotum. Greinin sé einnig til marks um að Þjóðverjar hyggist knýja fram frekari samruna á ýmsum sviðum og að Bretar verði að gera það upp við sig hvort að þeir vilji vera með eða ekki. Stjórnarerindrekar segja að Hoyer hafi ritað greinina eftir margra mán- aða undirbúningsviðræður vegna ríkjaráðstefnunnar. Telji harin að Bretar hafi reynt að stöðva tillögur hans í nær hverju einasta máli. Um milljón Afgana send heim STJORNVOLD í Iran hafa ákveð- ið að nema dvalarleyfí rúmrar milljónar afganskra flóttamanna í landinu úr giídi í næstu viku. Fólkinu verður gert að snúa til heimalandsins innan árs. Íranir ætla að flytja 250.000 flóttamenn til Afganistans um Túrkmenistan í apríl, samkvæmt samkomulagi ríkjanna þriggja fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Þingmenn fjarlægðir með valdi? FORSETI neðri deildar japanska þingsins, Takako Doi, var í gær komin á fremsta hlunn með að beita valdi til að stöðva setuverk- fall þingmanna er hindra at- kvæðagreiðslu í nefnd um fjárlög. Helsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Shinshinto, neitaði að senda fulltrúa á sáttafund hennar í gær. Verkfallið hafði staðið í 11 daga og eru áhyggjur vegna fjárlagadeilunnar farnar að valda verðfalli á fjármálamörkuðum. Clinton með nógu marga kjörmenn BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur ekki enn tilkynnt með form- legum hætti að hann gefi kost á sér til endur- kjörs. Nafn hans hefur á hinn bóginn verið á kjörseðl- um í forkosn- ingum demó- krata og raun- verulegir mót- frambjóðendur eru engir. Á þriðjudag var forsetinn búinn að fá nógu marga kjörmenn á lands- þingi flokksins, sem verður í ág- úst, til að tryggja sér að verða kosinn frambjóðandi demókrata í haust. 700 N-Kóreu- menn hafa flúið land UM 700 Norður-Kóreumenn hafa flúið til Kína, Rússlands og fleiri landa að undanförnu vegna efna- hagsþrenginga og skorts á brýn- um nauðsynjum í heimalandinu, að sögn suður-kóreskra embætt- ismanna í gær. Fólkið hefur flest beðið um landvist í Suður-Kóreu. Talsmaður stjórnvalda í Seoul hafði eftir forseta landsins, Kim Young-sam, að ekki væri hægt að veita öllum flóttamönnunum hæli, velja yrði og hafna. Um 550 n-kóreskir flóttaménn búa fyrir í Suður-Kóreu. Jóhannes Páll páfi veikur TALSMAÐUR Páfagarðs, Joaqu- in Navarro-Valls, sagði í gær að Jóhannes Páll II. páfí væri með nokkurn hita en ekki al- varlega veikur. Páfi er 75 ára gamall. Fyrr um daginn jóhanncs hafði opinber- páll II. um skyldustörfum hans verið af- lýst vegna veikindanna. Clinton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.