Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 52
Tröllakirkja ÞJÓDLEIKHÚSID *f0miÞIafeÍfe MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI S69 1100, SlMBRÉF S69 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 15. MARZ 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi Frumvarp um lífeyrismál ' verður ekki afgreitt nú FRUMVARP um breytingar á lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna verður ekki afgreitt á þéssu þingi í ósátt við kennara, að sögn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands íslands, segir að mál- ið sé nú komið í allt annan farveg og meiri líkur á að tilflutningur grunnskóla frá ríki til sveitar- félaga geti farið fram. Davíð sagði á Alþingi í gær, að þetta mál þyrfti nú ekki að vera þröskuldur í vegi fyrir flutningi reksturs grunnskóla til sveitarfélaga í »-~sumar. Samkvæmt frumvarpi um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla halda grunnskólakennarar sömu réttindum og þeir hafa nú í lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, þegar rekstur grunnskólans færist frá ríkinu til sveitarfélaga. Umdeild lífeyrismál Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubanda- lags, sagði að í öðru frumvarpi um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem verður rætt á Alþingi í næstu viku, væri dreginn til baka hluti af þeim réttindum sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu um grunnskólakennara. Hann spurði Davíð hvernig ríkisstjórnin ætlaði að taka á þessu máli til að menn yrðu sáttir við verkefna- flutninginn. Davíð sagði það vilja ríkisstjórnarinnar að 'frumvarpið um opinbera starfsmenn gengi fram á þessu þingi. Auðvitað þyrfti þingið að skoða það mál vel og kanna hvort í því væru atriði sem gengju ekki upp gagnvart öðrum lögum. Hins vegar lægi fyrir, að lífeyrismálin væru helsti Þrándur í Götu þess að samkomulag gæti náðst á milli manna um verkefnaflutninginn. Davíð sagðist hafa lýst því yfír áður, að ekki stæði til að breyta lögum um lífeyrissjóðinn þannig, að áunninn réttur einstaklinga sem nú væru í störfum myndi breytast. Og fara yrði nákvæmlega ofan í þetta frumvarp og gæta þess að menn yrðu ekki bótalaust sviptir réttind- um eða rétti sem menn hefðu ástæðu til að ætla að þeir byggju við, þótt breytingar á sjóðn- um væru nauðsynlegar til að styrkja stöðu hans og tryggja meira jafnræði í lífeyrissjóðum lands- manna en verið hefði. Setur málið í annan farveg Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, sagði yfirlýsingu forsætisráðherra mik- ilyæga og hún setti málið í allt annan farveg. „Ég lít svo á að ríkisstjórnin sé með þessu að viðurkenna að málflutningur opinberra starfs- manna varðandi lífeyrissjóðsmálin hafi átt við rök að styðjast. Ég hef boðað stjórn og fulltrúa- ráð Kennarasambandsins til fundar á mánudag til þess að taka afstöðu í nýju ljósi," sagði Eirík- ur. Hann sagði að það að málið yrði tekið upp á næsta haustþingi færði það í námunda við næstu samningaviðræður. „í því ljósi er staðan orðin allt önnur. Nú er mun líklegra en áður að flutningur grunnskólans til sveitarfélaga gangi vel fyrir sig," sagði Eiríkur. Frumvarp til skaðabótalaga 33% hækkun skaðabóta ALLSHERJARNEFND Al- þingis hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga uni breytingu á skaðabótalögum. Frumvarpið felur í sér að margföldunarstuðull laganna hækkar úr 7,5 í 10. Sólveig Pétursdóttir, formaður alls- herjarnefndar, segir að hækk- unin þýði 33% hækkun á var- anlegri örorku og þar með samsvarandi hækkun á skaðabótum. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að dómsmálaráð- herra skipi nefnd til að vinna að heildarendurskoðun skaða- bótalaga. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en í október 1997. ¦ Margföldunarstuðull/4 Nefndum bannað að fundaá þingtíma ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, hefur lagt bann við því að fastanefndir þingsins haldi fundi á auglýstum fundatíma Al- þingis. Olafur upplýsti þetta þegar Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Alþýðubandalags, gerði at- hugasemdir við slælega mætingu þingmanna í upphafi þingfundar í gærmorgun. Mæting þingmanna aðfinnsluverð Þá átti að taka upp að nýju umræðu um réttindi kennara og skólastjórnenda grunnskóla en þeirri umræðu var frestað í síðustu viku vegna fjarveru forsætis- og fjármálaráðherra en þeir voru báð- ir í útlöndum. Kristinn sagði að- finnsluvert hve fáir þingmenn væru mættir þegar ræða ætti svo mikilvægt mál og sagði að þing- menn, sérstaklega stjórnarþing- menn, hefðu mætt illa til funda undanfarið. Hann benti m.a. á að tvær þingnefndir, sjávarútvegs- nefnd og efnahags- og viðskipta- nefnd, væru á fundum úti á landi á sama tíma og þingfundir stæðu yfir. Leggur til bann við nefndafundum - Nefndirnar héldu fundi í Hvera- gerði frá því á miðvikudag fram að hádegi á fimmtudag en þing- fundir hófust kl. 10.30 á fimmtu- dagsmorgun. Olafur G. Einarsson sagðist hafa gert athugasemdir við þessa nefndafundi og lagt bann við að nefndafundir yrðu haldnir á þingfundatíma nema haft væri samráð við forseta um það. Kófsveitt aðsnoða RAGNHILDUR Jónsdóttir, húsfreyja á bænum Fagradal^ í Mýrdal, var kófsveitt við að „snoða" féð þegar Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, rakst inn í fjárhúsið til hennar nú í vik- unni. Féð í Fagradal var rúið í haust, eins og gengur, og var nú verið að rýja aftur til að drýgja tekjurnar. Sjálf er Ragnhildur mikil prjónakona og þekkir hún sömuleiðis all- ar kindurnar sínar með nafni. Rannsókn á ásökun- um í garð biskups RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að fram fari rannsókn á ásökunum á hendur biskupi íslands, hr. Ólafi Skúlasyni, um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar. Akvörðun ríkissaksóknara kemur í kjölfar greinargerðar frá biskupi þar sem krafist er rannsóknar á sakarefnun- um.- Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari segir að biskup hafi ritað sér erindi 11. mars síðastliðinn og borið fram þá kröfu við embætti rík- issaksóknara að fram fari opinber rannsókn vegna rangs sakarburðar og ærumeiðandi aðdróttana í sinn garð. Greinargerð biskups var í ítar- legumáli ásamt fylgiskjölum. „A grundvelli þess og eftir athug- un hef ég mælt fyrir um opinbera rannsókn á þessum sakarefnum og falið Rannsóknarlögreglu ríkisins að annast þá rannsókn. Málinu var vís- að þangað í dag," sagði Hallvarður í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Biskup hafði áður farið fram á opinbera rannsókn á þessu máli en Ríkíssaksóknaraembættið taldi þá ekki tilefni til rannsóknar að svo stöddu. Hallvarður segir að nú sé tilefni til rannsóknar á grundvelli þeirrar greinargerðar sem biskup hafi sent sér og fylgiskjala hennar. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af biskupi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.