Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 43
JVl MORGUNBLADIÐ IDAG BRIDS Um.sjón Guömundur Páll Arnarson REESE er látinn. Hann var umdeildur maður. Hitt er óumdeilt að bestu ritverk Reese hafa mótað brids- heiminn í hálfa öld og sem spilari var hann í fremstu röð. Það sem fellir skugga á minningu Reese er hins vegar Buenos Aires-málið svonefnda, en á HM í Arg- entínu 1965 voru þeir Reese og Boris Shapiro vændir um svindl og í framhaldi af því úthýst úr alþjóðamótum. Um þetta mál hafa verið ritaðar tvær bækur, önnur til að sýna fram á sekt þeirra (eftir Alan Truscott), hin er varnarræða, rituð af Reese sjálfum. Breska bridssambandið varði þá félaga, en Alþjóðasamband- ið var sannfært um sekt þeirra og tók aldrei í mál að leyfa Reese að keppa á þess vegum. Shapiro sóttist ekki eftir því og sneri' sér að klúbbrekstri. Sem rithöfundur var Re- ese orðfár og beinskeyttur. Hann var á móti óþarfa blaðri og kom iðulega beint að kjarna málsins. Skap- gerð hans var jafnframt þannig háttað, hann þótti þurr á manninn og óvæg- inn. Reese var ejtt sinn boð- ið til íslands. í bréfi sem forystumenn bridshreyfing- arinnar hérlendis rituðu Reese, sagði eitthvað á þá leið að þeim þætti heiður í því fóiginn að fá hann til landsins til að keppa við íslenska spilara. Ekki væri þó svigrúm til að greiða þóknun fyrir heimsókn hans, en auðvitað yrði reynt að gera dvöl hans á landinu sem ánægjulegasta^ Svar Reese var stutt: „Ég hef brids að atvinnu. Ef mig langar að lyfta mér upp, þá spila ég golf." Hann kom aldrei. Bretar unnu Bermuda- skálina 1955 með Reese innanborðs. Spilið að neðan er þaðan komið, úr leik Breta og Bandaríkjamanna. Til morguns geta lesendur íhugað bestu leiðina í sex laufum suðurs, en Reese vann spilið á öruggan hátt. Norður ? ÁG93 ¥ KG8743 ? Á3 ? 4 Suður 4 D542 f ÁIO ? - ? ÁKG10976 Vestur hafði hindrað kröftuglega í tígli og kom svo út með tígulníu, sem er nokkuð grunsamlegt spil. Arnað heilla OJTARA afraæli. í dag, ÖOföstudaginn 15. mars, er áttatíu og fimm ára Hallur Þorsteinsson, vistmaður, hjúkrunar- heimilinu Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Ásg-ötu 16, Raufarhöfn. Hann tekur á mótr gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Garðbraut 83, Garði frá kl. 17-21. OAARA afmæli. Mánu- OV/daginn 18. mars nk. verður áttræður Ólafur Gíslason, fyrrverandi fulltrúi Pósts og sima, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki. Kona hans er Guðrún Svanbergsdótt- ir. Þau hjónin hafa opið hús og taka á móti gestum nk. sunnudag eftir kl. 16 í veit- ingasalnum Kaffi Krók- Krókurinn. Þau eiga einn- ig 50 ára brúðkaupsafmæli. rJÍXARA afmæli. A I V/morgun, laugardag- inn 16. mars, verður sjötug Magnþóra Þórarinsdótt- ir, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Hún tekur ásamt börnum sínum á móti frændfólki og vinum í Golfskálanum í Leiru frá kl. 16-19 á af- mælisdaginn. /*/\ARA afmæli. I dag, Ol/föstudaginn 15. mars, er sextug Anna Gísladóttir, stöðvarstjóri Pósts og sima, Búðardal. Hún dvelur erlendis á af- mælisdaginn ásamt eigin- manni sínum Flosa G. Valdimarssyni. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningarnar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: /*/\ARA afmæli. I dag, \J v/föstudagin'n 15. mars, er sextug Theodóra Sveinsdóttir, Hæðargarði 10, Reykjavík. Hún og maður hennar Sigurður Sveinsson Hálfdanarson eru að heiman. Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Pennavimr SAUTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á íþróttum, tón- list og safnar peningaseðl- um: Alexander Kwapong, P.O. Box 1726, Koforídua, E/R, Ghana. ÁTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á bókmenntum og tónlist: Armah Atiemo, c/o Atiemo Addo, P.O. Box 637, Koforídua, E/R, Ghana. SEXTAN ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, tón- list og póstkortum: Agyei Ouah Clifford, P.O. Box 1534, Koporidm, E/R, Ghana. STJORNUSPA cftir Frances Drakc FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 43 Stálvaskarm/11/2hólfi FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að ávinnaþér traust og afla góðra vina. Hrútur (21. mars - 19. apríl) ffwjí Þú þarft að gefa þér tíma fyrir einkamálin í dag, og taka til hendi á heimilinu. Þegar kvöldar bíður þín vina- fundur. Naut (20. apríl - 20. maí) tfjjf; Þú hefur lagt hart að þér við vinnuna, og getur nú farið að' undirbúa verðskuldað sumarleyfi. Barn leitar ráða hjá þér. Tvíburar (21.maí-20.júní) íöfc Þér hefur ekki samið vel við náinn vin að undanförnu, og þú ættir að kynna þér hvað veldur, svo unnt verði að leysa málið. Krabbi (21.júni-22:júlí) HI8 Þótt þú hafir margt á þinni könnu, ert þú vel fær um að leysa þau verkefni sem þér verða .falin. Afkoman fer batnandi. Ljón (23.júli-22.ágúst) <e^ Gerðu þér ekki of háar hug- myndir um tryggð vinar þeg- ar á reynir. Vinurinn getur valdið vonbrigðum. Slakaðu á með ástvini. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Þú hefur vanrækt ástvin að undanförnu, og ættir að bæta þar úr í dag með góðri gjöf. Ný sambbnd í vinnunni reyn- ast vel. Vog (23. sept. - 22. október) $^ Þú færð spennandi verkefni (vinnunni, sem gaman verður að takast á við. Þetta er tæki- færið, sem þú hefur beðið eftir. Nýttu þér það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Cfljjj Þú ert með einhverjar efa- semdir varðandi tilboð um viðskipti, og ættir að kanna málið rækilega áður en þú tekur ákvörðun. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) &3 Fagnaðu ekki of fljótt, ef óvæntur gestur lætur sjá sig. Tilgangur hans er allt annað en góður, eins og þú kemst að raun um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ff€$ Þeim, sem hafa beðið eftir kauphækkun eða bættri stöðu í vinnunni, verður að ósk sinni í dag. Ástvinir fagha saman í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðyR Vinur er óvenju dulur í dag, en þú skalt ekki taka það til þín. Ástæðan er þér óviðkom- andi, og samband ykkar er áfram gott. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ^>, Taktu ekki á þig fjárhagsleg- ar skuldbindingar án þess að leita ráða hjá þeim, sem til þekkja. Ástvinur er að und- irbúa samkvæmi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár aí þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SJAÐU Laugavegi 40, sími 561-0075 ^ VATNSVIRKINN ÁRMÚLA21,S.533 2020 Framtalsaðstod - skatttrygging Get bætt við einstaklingum með og án reksturs. Innifalin í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging, en hún felst í því að framteljandi hefur með einu gjaldi í upphafi greitt fyrir: 1. Framtalsaðstoð 2. Skattútreikning 3. Svör við hverskonar fyrirspurnum frá skattyfirvöldum 4. Kærur til skattstjóra og æðri yfirvalda 5. Munnlegar upplýsingar um skattamál viðkomandi allt árið 1996 Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á skrifstofu minni kl. 09.00-17.00 alla virka daga. Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratugareynslu undirritaðs meðan færi gefst. Sanngjarnt verð. Skaliþjoiiiisiiiii sf. - Bcrgur Guðnason hdl. - Lögskipti Suðurlandsbraut52, 108 Reykjavík. Sími 568 2828 - Fax 568 2808. SJAÐU Laugavegi 40, sími 561-0075. Andlit er einscglistaverk... ... það verðskuldar fallegaumgjörð! KomduogSJÁÐU!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.