Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 31 MIIMIMINGAR FANNEY MAGNUSDOTTIR GUÐJÓN S. ÖFJÖRÐ + Fanney Magnúsdótt- ir, Fossheiði 48, Sel- fossi, fæddist að Miðkoti í Þykkvabæ, Rang., 24. september 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Valdís Helga- dóttir, f. 7. júlí 1912, d. 20. júlí 1983, og Magnús Ingibergur Kjartansson, f. 23. sept. 1904, d. 29. ágúst 1942. Bræður hennar voru: Guðmann, f. 8. sept. 1932, d. 21. okt. 1933; Sævar, f. 18. júní 1936, kvæntur Karítas Ösk- arsdóttur, og Hilmar, f. 28. sept. 1942, d. 18. sept. 1988, kvæntur Guðbjörgu Krisljáns- dóttur. Hinn 4. júlí 1952 giftist í dag er til moldar borin móðir okkar, Fanney Guðrún Magnúsdótt- ir. í okkar huga var hún sú sterka kona sem gott var að leita til þegar eitthvað bjátaði á, en jafnframt sú besta og ljúfasta kona sem við höf- um umgengist, með mikla réttlætis- kennd og góð við alla. Það var mikið reiðarslag þegar sú frétt barst okkur að mamma væri komin með krabbamein. Okkur féllust alveg hendur, enda allir ný- búnir að ganga í gegnum þessi sömu veikindi með pabba okkar, Guðjóni S. Öfjörð, sem barðist við þennan sjúkdóm í ein sex ár og lét aldrei neinn bilbug á sér finna fram til síðasta dags. Mamma veiktist í byrjun þessa árs. Þá var hún nýkomin frá Akur- eyri þar sem hún dvaldi hjá systur okkar um jólin og áramótin, alveg alsæl með að vera komin heim á Fossheiðina, heim í rúmið sitt nota- lega. Baráttan hennar mömmu stóð Fanney manni sínum Guðjóni Öfjörð Sigfússyni frá Lækjar- móti í Flóa. Hann lést 29. mars 1994. Börn þeirra eru fjögur: Jóhanna, f. 19. ágúst 1951, gift stutt eða rétt rúman mánuð og allt- af var hún að hugsa um að aðrir hefðu það nógu gott og lét ekki buga sig í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm. Mamma var mjög trúuð kona og það var falleg stund sem við áttum saman síðustu stundina á Sjúkrahúsi Suðurlands með prestin- um okkar og Sævari bróður hennar og tengdasonum. Það var eins og hún hefði verið að bíða eftir þessari stund því hún lést nánast á sömu stundu og presturinn hafði lokið máli sínu. Það er svo sárt að horfa á eftir foreldrum sínum, með svo stuttu millibili að því fá orð ekki lýst. En lífið heldur áfram og við systkinin stöndum saman sem aidrei fyrr. Elsku mamma. Vonandi ertu búin að hitta pabba, sem þú saknaðir svo mikið. Vonandi hafið þið það alltaf sem best. Við viijum þakka starfs- fólki Sjúkrahúss Suðurlands á Sel- fossi og krabbameinsdeild Landspít- MARGRET ELISABET MAGNÚSDÓTTIR + Margrét Elísabet Magnús- dóttir fæddist í Bolungar- vík 24. nóvember 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 22. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Siglufjarðar- kirkju 2. mars. Elskuleg mágkona mín, Már- grét Eh'sabet Magnúsdóttir, er fallin í valinn eftir erfið veikindi. Hún fæddist í Bolungarvík 24. nóvember 1930. Ég kynntist henni vel þegar hún giftist bróð- ur mínum. Margrét var glæsileg kona, Ijúf og þægileg í um- gengni, sérstaklega lagin við allt sem hún tók sér fyrir hendur, en vildi láta sem minnst fyrir sér fara. Það sýndi sig í veikindum hennar, hún kvartaði sjaldan. Bróðir minn, Jóhannes Þór, og Margrét eignuðust eina dóttur, Sigríði Eddýju, hún sýndi móður sinni mikla umhyggju í veikind- um hennar og bróðir minn keyrði margar ferðirnar milli Siglufjarð- ar og Reykjavíkur, alveg óþreyt- andi þó hann væri sjálfur veikur. Já, svona er lífið, maður hugsar lítið um það fyrr en einhver hverfur á braut frá okkur. Margrét varð þess aðnjótandi að lítill drengur fæddist í ágúst, sannkallaður sólargeisli, sonur Eddýjar og Magnúsar. Hann var skírður Jóhannes Markús. Mar- grét var viðstödd skírn hans og gat notið þess að fylgjast með honum í nokkra mánuði. Ég veit að það var henni mikils virði. Ég á margar góðar minningar um Margréti. Elsku bróðir, Sigríður Eddý og fjölskylda og nánustu ættingj- ar. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Guð blessi minningu hennar. Geirlaug Egilsdóttir. + Guðmundur Smári Magnús- son fæddist á Akranesi 28. ágúst 1968. Hann lést í Reykja- vík 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 13. mars. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en oröstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Bjarna Olesen óg eiga þau einn son og Jóhanna átti einn son fyrir. Guð- laug, f. 27. jan. 1954, maki Þór Valdimarsson og eiga þau tvo syni. Magnús, f. 22. mars 1957, maki Ásdís Styrmisdóttir og eiga þau tvö börn og fyrir átti Magnús eina dóttur. Birgitta, f. 3. okt. 1964, maki Hafsteinn Jakobsson og eiga þau tvo syni. Guðjón S. Öfjörð fæddist á Lækjamóti í Sandvikurhreppi 18. september 1929. Hann lést 29. mars 1994. Útför Fanneyjar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16.30. alans í Reykjavík, deild 11 E, hjúkr- unarfræðingum og læknum á báðum stöðum fyrir frábært starf og góða umönnun foreldra okkar. Bestu þakkir til sóknarprestsins okkar fyr- ir frábæra samverustund daginn sem mamma lést. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matt. Jochumson þýddi.) Blessuð sé minning þeirra. Jóhanna, Guðlaug, Magnús og Birgitta. Er ég kveð elskulega mágkonu mína og jafnframt góða vinkonu kemur áleitin spurning upp í hug- ann, af hverju fékk hún ekki að vera lengur á meðal okkar? En ég veit að ég fæ ekkert svar frekar enn fyrri daginn. Frá þeim degi er ég kom inn í fjölskylduna hefur Fanney reynst mér sem besta systir, hún var einn af föstu punktunum í tilverunni, í gleði og sorg tilbúin að gleðja og tilbúin að hjálpa. Fanney fékk ekki að njóta áhyggjuleysis bernskunnar lengi, aðeins tólf ára gömul missti hún föður sinn úr berklum. Má nærri geta hvort það hafi ekki tekið á hina ungu stúlku. Hún stóð svo sannar- lega við hlið móður sinnar og reynd- ist bræðrum sínum afskaplega góð og nærgætin. Heyrði ég þá oft ræða um það og bættu þá við „eins og við vorum óþekkir". En þeir reyndu að bæta systur sinni það upp síðar. Nú er Sævar orðinn einn eftir af litlu fjölskyldunni við Smiðjustíginn. GUÐMUNDUR SMARI MAGNÚSSON Miðvikudaginn 13. mars kvöddum við tryggan félaga og sannan mótorhjólamann. Þessar línur úr Hávamálum finnst okkur lýsa manngæsku Smára, við munum sakna þess um ókomin ár að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Vottum foreldrum, börnum, unnustu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Félagar í Bifhjólasamtðkum Lýðveldisins, Sniglar. Fanney> heyrði ég aldrei minnast á annað en gleðistundirnar og þakk- læti til frændfólksins sem rétti þeim hjálparhönd. Fljótt fór hún að vinna fyrir sér og sjálfsagt hefur hún stungið einhverju að öðrum ef ég þekki hana rétt. í kringum tvítugt réð Fanney sig í kaupavinnu á bæinn Byggðarhorn í Flóa. Á næsta bæ var ungur pilt- ur, Guðjón að nafni. Þarf ekki að orðlengja það að þarna var komið mannsefnið hennar. Byrjuðu þau búskap á Selfossi, þar sem elsta barnið fæddist, en lengst af bjuggu þau á Eyrarbakka þar sem Guðjón var með verkstæði en hann var rennismiður, harðduglegur og lag- inn. Á Eyrarbakka ólust börnin upp og helgaði Fanney fjölskyldunni krafta sína og umhyggju, sem hún átti í svp ríkum mæli. Uppskar hún líka eins og hún sáði því börnin hennar reyndust henni svo sannar- lega vel, þegar hún þurfti sjálf á þeim að halda. Fyrir um það bil tíu árum fluttu þau hjón aftur á Selfoss því heilsa Guðjóns var ekki sem best. . Oftast þegar við Sævar fórum á Selfoss komum við til Fanneyjar. Var tekið á móti okkur alla tíð með höfðingsskap og minnumst við þess og alls annars góðs með þ&kklæti. Meðan Jóhanna, móðir Fanneyjar, lifði ríkti sá skemmtilegi siður að þau komu öll upp í Laugarás til okkar á jóladaginn. Var verið til skiptis hjá okkur Sævari eða Hilm- ari og Guggu. Voru þetta ánægju- stundir sem hún minntist oft á með gleði. Var mikið hlegið og gantast en svo bætti hún við „mikið hafið þið þurft áð hafa fyrir þessu". Svo fór fjölskyldan að stækka, tengdabörn bættust í hópinn og því næst barnabörn sem veittu ömmu sinni ómælda gleði alla tíð síðan. Þau þurfa nú bæði stór og smá að sjá á eftir ömmu sinni. Það verður tómarúm í hjarta þeirra núna. Það sýndi sig best í veikindum hennar hvað hún átti marga góða vini sem vildu gleðja hana með hringingum, blómum og heimsóknum jafnvel um langan veg, enda kunni hún að meta það. Hún sýndi alveg einstakan dugnað og æðruleysi í erfiðum veik- indum sínum. Elsku Jóhanna, Gulla, Maggi, Birgitta og aðrir ástvinir Fanneyjar, megi ljósið lýsa í gegnum sorgarský- ið. Elsku Fanney mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og fjöl- skyldunni allri. Ég veit að þú færð góða heimkomu. Karítas. Mig langar til að minnast elsku- legrar vinkonu minnar Fanneyjar Magnúsdóttur í fáum orðum og þakka fyrir allar góðar samveru- stundir sem við áttum. Það var alltaf gaman að hitta Fanneyju því hún hafði einstakt lag á að sjá skoplegu hliðarnar á öllum málum. Jafnvel í erfiðum veikindum sínum gat hún fengið alla í kringum sig til að hlæja þó sannarlega væri fólki ekki hlátur í huga. Það er mikil eftírsjá að Fanneyju en minning um góða konu mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Slgurðardóttir.) Við sendum börnum Fanneyjar og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Þuríður Ingólfsdóttir og fjölskylda. Boddíhlutir og lugtir Nýkomin stór sending af boddíhlutum í f lestsr gerðir bifreiða Hagstætt verð KlavörubúÓin FJÖÐRIN Skeifunni 2 - Simi 588 2550 Falleg oggagnleg fermingargjöf Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettíorð Islensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettíorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 4.600,- Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Oröabókaútgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.