Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX í fótbolta á Klambratúni FÓTBOLTINN heillar ætíð og skiptir þá litlu máli hvemig viðrar. Enginn er verri þó hann vökni og ungi fótboltakappinn á myndinni lætur hellirigningu ekkert á sig fá. Einbeitnin skín úr augun Jóns Einars Hjartar- sonar þegar þrumuskotið er tekið og glæsilegt mark er greinilega að verða að veru- leika. Framtíðin Ieiðir svo í Ijós hvort hann heldur sig við æfing- ar og leiki á Klambratúni eða leikur listir sínar á keppnisvöll- unum þegar hann vex úr grasi. Tímabili tollfrjáls innflutnings á inniræktuðu grænmeti lýkur í dag Búast má víð hækkun um tugi prósenta Verð þriggja grænmetistegunda frá júní 1994, kr./kg 100 Q.4 |. ,1-4- 4 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I. -I-) I t l I I I I I I t- J JÁSONDJ FMAMJ J JÁSONDJ FMAMJ J J ÁSONDJ FMAMJ LJÓST er að verð á inniræktuðu grænmeti kemur til með að hækka verulega hér á landi á næstunni í kjölfar þess að tímabili tollfrjáls inn- flutnings samkvæmt samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði lýkur í dag, 15. mars. Búast má við að kílóverð á tómötum, agúrkum og paprikum hækki um tugi pró- senta ef verðþróunin verður með sama hætti og verið hefur síðustu tvö ár þegar þessu tollfijálsa tíma- bili hefur lokið. \ Samkvæmt samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði er skylt að leyfa tollfijálsan innflutning á inniræktuðu grænmeti á tímabilinu frá 15. nóvember til 15. mars ár hvert. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur nú gefið út reglugerð þar sem kveðið er á um tollmeðferð þessara grænmetistegunda og samkvæmt henni kemur magntollur til viðbótar verðtolli á þær grænmetistegundir sem fluttar eru inn í samkeppni við innlenda framleiðslu, þ.e.a.s græna papriku, tómata og agúrkur, þó þannig að full tollvernd samkvæmt heimildum kemur til framkvæmda í áföngum. Hins vegár leggst ein- ungis 30% verðtollur á gula og rauða papriku og jöklasalat (iceberg) að svo komnu máli. 398 kr. magntollur á papriku Samkvæmt upplýsingum landbún- aðarráðuneytisins leggst nú 15% verðtollur og 99 króna magntollur á hvert kíió af tómötum í innflutningi. Þetta er helmingur af mögulegri toll- vemd, en hækkar um næstu mán- Vegna veikinda birtist ekki teikning frá Sigmund í Morg- unblaðinu í dag. aðamót í þijá fjórðu hluta eða 22,5% verðtoll og 148 króna magntoll. Full tollvernd tekur gildi um miðjan apríl, þ.e.a.s. 30% verðtollur og 199 króna magntollur. Sama gildir varðandi gúrkumar, nema að meiri tollvemd kemur fyrr til framkvæmda. Frá 23.mars hækkar magntollurinn í 148 krónur á kíló og verðtollurinn í 22,5% og um mánaðamótin er full tollvernd komin til framkvæmda. A græna papriku Ieggst 7,5% verðtoliur og 100 króna magntollur nú. Sú toll- vemd tvöfaldast um næstu mánaða- mót og nemur þá helmingi af mögu- legri tollvemd og verður 15% verð- tollur og 199 króna magntollur. 16. apríl kemur full tollvemd til fram- kvæmda og verður verðtollurinn þá 30% og magntollurinn 398 krónur á hvert kíló. Ef skoðuð er verðþróun á tómöt- um, agúrkum og papriku undanfar- in tvö ár, á þessum árstíma og þeim mánuðum sem í hönd fara, kemur í ljós að kílóverð þessara tegunda hækkar um hundmð króna sam- kvæmt visitölu neysluverðs sem Hagstofa íslands reiknar út. Þannig hækkar paprika úr 394 kr. kílóið í apríl i fyrra í 692 kr. eða um tæpar 300 krónur. Svipaða þróun má sjá á árinu 1994 nema að hún er held- ur fyrr á ferðinni. Þá var kílóverðið í mars 390 kr., en hækkaði í 518 kr. f apríl og síðan í 620 kr. í maí. Verðið á tómötum í mars í fyrra var 169 kr. kílóið, en það hækkaði í 406 kr. í apríl og síðan í 564 kr, í maí áður en það lækkaði í júní i tæpar 300 kr. kílóið. Árið áður hækkuðu tómatarnir úr 183 kr. í 352 kr. milli mars og apríl og síðan í 453 kr. i maí áður en kílóverðið Iækkaði í júní í 228 krónur. Verðið á agúrkum hækkaði milli janúar og febrúar í fyrra úr 178 kr. í 369 kr. kílóið og hélst nálægt því þar til í maímánuði að það lækkaði niður fyrir 300 krónur og í 188 kr. í júní, Árið áður hækkaði verðið milli mars og apríl úr 266 kr. í 393 kr. áður en það lækkaði í 181 kr. kílóið í maí. Sögukennsla í framhaldsskólum Kennslan er í sífelldri þróun RÁÐSTEFNA um sögukennslu í fram- haldsskólum hefur verið haldin áður, en að sögn Þorsteins hefur verið hlé á því um nokkurt skeið. Nú vonast menn til þess að ráð- stefnan á laugardag verði til þess að fleiri og tíðari fundir verði með sögukennurum og öðrum sagnfræðingum sem hafa áhuga á sögukennslu í framhaldsskólum. Á ráðstefnunni á laugar- dag verða flutt stutt erindi um námsmat í sögu og stöðu sögukennslunnar, um gerð og gildi ritgerða, um það hvers vegna Islendingar eigi að hafa samband við miðald- ir og um hvað eigi að kenna í íslandssögu eftir 1945 auk hugleiðingar um kennslu ís- lenskrar miðaldasögu. Hver er tilgangurinn með svona ráðstefnu? „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að þarna fá sögukennar- ar tækifæri til þess að bera saman bækur sínar um kennsluna. Það finna allir framhaldsskólakennar- ar fyrir því að endurmenntun kennara og öll umræða um kennslu er mjög mikilvæg og því nauðsynlegt að hittast og ræða málin. Við höfum haldið fræðslu- fundi og aðra fundi í gegnum tíð- ina, en upp á síðkastið hefur það starf verið heldur dauflegt. Nú er greinilega hugur í mönnum, ekki síst yngri kennurum, að fara af stað aftur og það er tilfinning mín að þessi ráðstefna marki upp- hafið að meira starfi. Þá er hug- myndin líka sú að nota tækifærið með fundinum til að hvetja kenn- ara til þess að setjast niður og semja námsefni." Er ráðstefnan helguð einhverju ákveðnu tímabili sögunnar, eða bara sögukennslu aimennt? „Sagan er viðamikii og alveg ómögulegt að taka hana alla fyrir í einu. Það var því ákveðið að byija á íslandssögunni og helga þessa ráðstefnu að mestu leyti miðaldasögu íslands. Síðan bíða önnur verkefm annarra ráðstefna og funda. Ástæðan fyrir því að við lögðum upp með þetta efni, miðaldasögu íslands, er meðal annars sú að fyrir fjórum árum var tekið upp nýtt námsefni í mið- aldasögu Islands í framhaldsskól- um. Menn vilja gjarnan gera það efni upp nú og ræða hvernig til hafi tekist." Er einhver ágreiningur uppi um það hvaða stefnu sögukennsla í framhaldsskólum hefur tekið? „Ekki ágreiningur endilega, en óneitanlega eru mismunandi áherslur til. Eitt erindanna á ráð- stefnunni er til dæmis undir yfir- skriftinni: Hvað á að --------- kenna í íslandssögu eft- ir 1945? Það hefur nokkuð borið á því að minni áhersla hefur verið lögð á nútíma- sögu, enda vill það verða veikur punktur hjá sagn- fræðingum og sögukennurum að þeir virðast feimnir við að takast á við þetta nýja. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, er einn þeirra sem hafa lagt áherslu á mikilvægi nútímasögunnar og þeir eru margir sem telja að kennsla hennar þyrfti að vega þyngra. Þessi mál verða væntanlega meðal þeirra sem rædd verða á ráðstefn- unni og hún gæti þannig orðið upphaf umræðu um áherslur og aðferðir við kennslu nútímasögu. Ég hef ekki á tilfinningunni að Þorsteinn Þórhallsson ► Þorsteinn Þórhallsson, fæddur 2. júlí 1956, er sögu- kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hann er með BA- próf í sögu frá Háskóla íslands og MA-próf frá Comell Uni- versity í Bandaríkjunum. Þá er hann með próf í uppeldis- og kennsjufræðum frá Kennarahá- skóla íslands. Þorsteinn situr í sljórn Sagnfræðingafélags ís- lands og er ráðstefnustjóri á ráðstefnu sem félagið heldur í samráði við Félag sögukennara um sögukennslu í framhalds- skólum á morgun, laugardag- inn 17. mars, kl. 13.30 á Korn- hlöðuloftinu. Þorsteinn er kvæntur Rögnu Steinarsdóttur, bókaverði og eiga þau þrjú börn á aldrinum 2ja til 18 ára. í framhaldsskólum í neinni kreppu, en Kennsla í sögu mann- kyns mætti vera meiri sögukennsla landsins sé menn eru alltaf að þróa kennsluna og hugsa upp nýjar leiðir og að- ferðir. Þetta hefur hver gert í sínu horni, en ég tel að það sé nauðsyn- Iegt að menn hittist á fundum og ráðstefnum til að miðla hugmynd- um og aðferðum og ræða kosti þeirra og galla.“ Hvað með tæknina? Eru sögu- kennarar ekki farnir að nýta sér möguleika hennar, til dæmis aI- netsins, í ríkari mæli? „Það eru sumir kennarar, sögu- kennarar eins og aðrir, farnir að fikta við Internetið og við munum fljótlega þurfa að bera saman bækur okkar um árangur þess. í MH hefur netið komið að góðu gagni við sögukennsluna, til dæm- is þar sem nemendur sem voru að læra um indjána í Bandaríkjun- um komust í samband við þá í gegnum netið. Þá hafa sumir kennarar bent nemendum sínum á upplýsingaöfl- -------- un á tölvum, til dæmis gagnasafn Morgun- blaðsins. Nemendur eru almennt mjög spenntir fyrir þeim tækifærum sem tæknin býður upp á í náminu.“ Nú er sögukennsla íslenskra framhaldsskóla nokkuð í föstum skorðum. Hvernig er kennslunni háttað í samanburði við fram- haldsskóla í nágrannalöndum okk- ar. Eru þessir nemendur að læra sömu mannkynssögu? „Mér finnst að kennsla í sögu mannkyns mætti nú vera meiri. Þekkingin vill verða brotakennd hjá sumum nemendum, en það er af miklu að taka og erfitt að koma því við að nemendur fái heildstæða yfirsýn yfir sögu mannkyns. Oft- ast verða menn að velja og hafna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.