Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ -£ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 27 3K*t0ti«Mafrife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YFIRGANGUR KÍNVERJA HERÆFINGAR Kínverja í kringum Tævan undanfarna daga eru hrein ögrun við umheiminn. Markmið heræfinganna er að sýna Tævönum og öðrum ríkjum fram á, hver það er sem fer með völdin í þessum heimshluta. Kínverjar hafa ávallt litið á Tævan sem hluta af klnverska ríkinu og tilburðir tævanskra stjórnmálaleiðtoga til að auka vægi ríkisins á alþjóðavettvangi því verið þeim þyrnir í augum. Allt frá því að þjóðernissinnar flúðu til Tævan eftir að hafa beðið ósigur fyrir kommúnistum árið 1949 hefur togstreita átt sér stað á milli Pekingstjórnarinnar og stjórnar þjóðernissinna á Tævan, hvor væri hinn rétti fulltrúi Kína. Hinir síðarnefndu héldu þeirri stöðu í augum umheimsins í tvo áratugi eftir að þeir biðu lægri hlut í borgarastyrjöldinni í Kína en það var ein- göngu vegna þess, að þeir nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar. Eftir sögufræga ferð Nixons, þáverandi Bandaríkjaforseta, til Kína og Kissingers, helzta ráðgjafa hans, komust samskipti Pekingstjórnarinnar og Bandaríkjamanna og þar með allra ann- árra helztu ríkja heims í eðlilegan farveg. Eftir það hefur Tævan- stjórnin ekki notið pólitískrar viðurkenningar á aiþjóðavett- vangi. Hins vegar hefur eitt helzta efnahagsundur síðari hluta aldarinnar orðið á Tævan. Og enn njóta íbúar Tævan verndar Bandaríkjanna eins og sjá má á flugvélamóðuskipunum, sem Bandaríkjamenn sendu á þetta svæði fyrir nokkrum dögum. Með nýrri kynslóð stjórnmálamanna, sem ekki eiga rætur sínar í stjórnmálum meginlandsins fyrir byltingu, hafa stjórnar- hættir á Tævan orðið lýðræðislegri. Það er heldur ekki lengur útilokað að tævönsk stjórnvöld muni komast að þeirri niður- stöðu að æskilegt sé að lýsa yfir sjálfstæði ríkisins. Stöðugt fleiri áhrifamenn á Tævan tetja það ekki lengur mikilvægt markmið að endursameinast Kína. Hér er þó ekki allt sem sýn- ist. Þrátt fyrir hörð pólitísk átök fara gífurlega mikil viðskipti fram á milli Tævans og meginlandsins og gera má ráð fyrir, að Pekingstjórnin muni undir engum kringumstæðum sætta sig við sjálfstæði Tævans. Kínverjar virðast hins vegar ekki geta sætt sig við lýðræðis- legar umbætur á þeim svæðum sem þeir telja tilheyra sér. Þeir hafa sýnt hörku er Bretar hafa reynt að koma á umbótum í Hong Kong, áður en Kínverjar taka við stjórn þar á næsta ári, og það er heldur engin tilviljun að „heræfingarnar" nú skuli eiga sér stað rétt fyrir forsetakosningarnar á Tævan 23. mars. Á síðasta áratug hefur Kína verið eitt helsta hagvaxtarsvæði heims. í fyrra var hagvöxtur í þessu fjölmennasta ríki veraldar rúm tíu prósent. Þjóðarframleiðslan hefur margfaldast á þeim tveimur áratugum, sem liðnir eru frá því Kínverjar fengu aðild að helstu alþjóðastofnunum. Kínverjar eru öflugt herveldi og hafa upp á síðkastið verið að stórefla flotastyrk sinn. Það er ekki góðs vísir ef ráðamenn í Kína þjösnast á nágrannaríkjum sínum. Það kann að vera að aðgerðirnar gegn Tævan séu liður í valdabaráttu um arftaka Dengs Xiaopings. Hugsanlega telja kínversk stjórnvöld það sér í hag að að hamra á utanaðkom- andi óvini á sama tíma og hinn hugmyndafræðilegi grunnur stjórnarinnar er að molna. Sé þetta hins vegar tákn um það sem koma skal er ástæða til að hafa áhyggjur. Ekki má útiloka að Kínverjar séu að hefja sókn til að festa sig í sessi sem öflugasta ríki þessa heimshluta og jafnvel taka við hlutverki Bandaríkjanna sem mikilvægasta flotaveldi Kyrrahafsins. Þá er hætta á að Tævandeilan sé upphaf- ið að frekari átökum, sem gætu raskað valdajafnvægi Asíu og ógnað þeim einstaka efnahagsárangri sem þar hefur orðið síð- ustu áratugina. BRÁÐABIRGÐALÖG Sjö þingmenn úr fjórum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem felur í sér þrengingu á heimild til útgáfu bráðabirgðalaga. Frumvarpið er nokkurt skref til réttrar áttar. Við nútímaaðstæður er auðvelt að kalla Alþingi saman með eins til tveggja sólarhringa fyrir- vara. Á það hefur verið bent, að með svo víðtækri heimild til setningar bráðabirgðalaga, sem nú er í gildi, væri löggjafinn, Alþingi, að afsala sér allt of miklu valdi til framkvæmdavalds- ins. Það myndi og auka aga í starfsháttum stjórnmálamanna og annarra, sem treyst hafa á það að þeir gætu skorið úr ágreiningi á síðustu stundu með bráðabirgðalögum, ef heimildin yrði afnumin. Útgáfa bráðabirgðalaga er hvorki heimil í Finnlandi né Sví- þjóð. í Danmörku er þröng heimild til útgáfu bráðabirgðalaga, en henni hefur ekki verið beitt í marga áratugi. Morgunblaðið er á hinn bóginn þeirrar skoðunar, og vísar í því efni til gjör- breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og breyttra starfshátta Alþing- is, að tímabært sé að stíga þetta skref til fulls og fella heimild- ina alveg niður, enda snýst þetta mál um hornstein lýðræðis- ins, það er að efla sjálfstæði löggjafans gagnvart framkvæmda- valdinu. Aðalfundur Flugleiða hf. var haldinn í gær #Hægt að auka umsvif verulega án þess að fastur kostnaður aukist að sama marki Komið að nýj- um kaflaskilum Stefnt er að því að ný framtíðarsýn Flugleiða, markmiðssetning og nýtt skipulag liggi fyrir í öllum meginþáttum áður en hafist verður handa um áætianagerð ársins 1997. Þetta kom fram í ræðu Harðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns. MIKLAR breytingar hafa orðið í rekstri Flugleiða á undanförnum tíu árum og margt unnist. Allri þjón- ustu félagsins og ásýnd hefur verið breytt með markmiðssetningu og í kjöl- farið öflugu átaki og endurnýjun á flestum sviðum rekstrarins, að því er fram kom í upphafsorðum Harðar Sig- urgestssonar, stjórnarformanns Flug- leiða, á aðalfundinum í gær. Hörður vék sérstaklega að útflutn- ingi fyrirtækisins á þjónustu sinni og sagði m.a.: „Fá íslensk fyrirtæki eru jafn alþjóðleg í starfsemi sinni og Flug- leiðir. Arið 1995 komu liðlega 50% af heildartekjum fyrirtækisins og um 72% af tekjum alþjóðaflugs af erlendum markaði. Stefnir í, að þetta hlutfall eigi enn eftir að hækka. Félagið rekur nú tíu söluskrifstofur í eigin nafni er- lendis, er þátttakandi í rekstri fyrir- tækja sern sérhæfa sig í sölu Islands- ferða í fjórum löndum og dreifir og selur þjónustu sína í gegnum alþjóðleg tölvukerfi sem spanna allan heiminn. Heildargjaldeyristekjur ferðaþjón- ustunnar árið 1995 voru 18,7 milljarð- ar en gjaldeyristekjur Flugleiða einna voru um 7 milljarðar. Félagið er því útflutningsfyrirtæki í fremstu röð." Nýir áfangastaðir vestan haf s Flugleiðir hafa ákveðið að hefja flug til tveggja nýrra áfangastaða vestan hafs á þessu ári, Boston í Massachu- setts og Halifax í Nova Scotia. Hörður benti á að við uppbyggingu þessara nýju áfangastaða væri enn byggt á því leiðakerfi Flugleiða sem skapað hefði verið á síðastliðnum sex árum með því að tengja flest flug saman í skiptistöðinni í Keflavík. „Með samtengingunni á Keflavík- urflugvelli er unnt að selja flug til þessara nýju áfangastaða vestanhafs, á íslandi og á sautján markaðssvæðum í Evrópu. Eftir gamla leiðakerfinu hefði aðeins verið unnt að selja það á þrem- ur stöðum, vestan hafs, á Islandi óg væntanlega í Lúxemborg. Með teng- ingu Ameríku- og Evrópuflugs er far- þegum frá öllum viðkomustöðum í Bandaríkjunum safnað saman í Kefla- vík snemma morguns og þeir dreifast á flugvélar á leið til allra viðkomustaða í Evrópu. Dæmið snýst svo við seinni- part dags. Þá koma farþegar frá Evr- ópu allir til Keflavíkur og dreifast á vélar á leið vestur um haf. Tekjugrunn- ur nýrra leiða verður því mun styrkari en orðið hefði með hinu gamla leiða- kerfi. Á þessu ári gerir félagið ráð fyrir að flytja samtals 36 þúsund farþega á þessum nýju áætlunarleiðum og að auki liðlega l.OOOtonn af vöru, mest ferskan físk frá íslandi vestur. Með þessari viðbót eru áfangastaðirnir vest-. anhafs samtals orðnir sex og í Evrópu og Grænlandi verða þeir átján á þessu sumri en tíu yfir veturinn." Innanlands- flugvöllur á heima í Reykjavík FLUGLEIÐIR hafa beint því til stjórnvalda að nú þegar verði hafist handa um að endurbæta Reykjavík- urflugvöll. Þetta kom fram í svari Sigurðar Helgasonar, forstjóra, við fyrirspurn Guðjóns Andréssonar á aðalfundinum. „Við höfum vissulega miklar áhyggjur af þeirri umræðu og stöðu Reykjavíkurflugvallar," sagði Sig- urður. „Við höfum beint því til fjár- veitingavaldsins og samgönguráð- herra og þeirra aðila sem málið skiptir að nú þegar verði hafist handa um að endurbæta Reykjavík- urflugvöll og vitum að það er á áætlun, Við erum sammála því að það þurfi að vera hér mjög sterkur innanlandsflugvöllur og að hann eigi heima í Reykjavík en ekki Keflavík, þá sérstaklega vegna hagsmuna okkar viðskiptavina úti á landi. Við munum berjast fyrir því að Reykja- víkurflugvöllur verði endurnýjaður varanlega og að hann verði áfram miðstöð okkar innanlandsflugs því það er til hagsbóta fyrir okkar við- skiptavini." Þungamiðja rekstrarins í markaðs- og sölustarfið í ræðu sinni fjallaði Hörður nokkuð um þróunina meðal alþjóðaflugfélaga og sagði hugmyndir um stækkun ein- inga og samstarf flugfélaga hafa breyst. „Ekki er lengur sama áhersla og fyrr á sameiníngu félaga eða að þau eigi hlut hvert í öðru. Þess í stað leggja stór flugfélög áherslu á að ná hag- kvæmni stærðar með öflugu markaðs- samstarfi, samtengingu leiðaneta og samstarfi á flugvöllum. Þannig tengja hin stærri flugfélög í dag saman mark- aði í Evrópu, Ameríku og Asíu. Jafn- framt er það viðurkennt að minni flug- félög með sérstöðu eiga sjálfstæðan rekstrar- og tilverugrundvöll. Árangur þeirra er því betri sem sérstaða þeirra er meiri. Sérstaða Flugleiða er, að þær eru íslenskt fyrirtæki; það þjónar ís- lendingum, nýtir sérstöðu sína til að skapa markaði fyrir erlenda ferðamenn á Islandi, og legu landsins til að vera skiptistöð í alþjóðaflugi yfir Atlantshaf- ið." Stokka þarf spilin upp á nýtt „Árið 1990 settu Flugleiðir fram formlega framtíðarsýn sína og höfuð- markmið. Að baki lá mikil vinna og undirbúningur að breytingum. Flest af þeim markmiðum sem þá voru sett, hafa náðst. Þessi stefnumörkun varð grundvöllur þess árangurs sem náðst hefur í rekstrinum síðan. Nú er komið að nýjum kaflaskilum. Ný' framtíð grundvallast á þeim ár- angri sem náðst hefur, en í ljósi harðn- andi samkeppni og breyttra kringum- stæðna á mörkuðum er nú nauðsynlegt að marka nýja stefnu. Stokka spilin upp á nýtt. Nýta frekar þá sérstöðu sem Flugleiðir hafa í alþjóðaflugi. Það er ljóst að ný stefna mun taka mið af því að flytja þungamiðju rekstr- arins í vaxandi mæli í markaðs- og sölustarfíð og til þess verður beitt nýju skipulagi, stjórnunaraðferðum og upp- lýsingatækni. Áhersla verður lögð á að nálgast viðskiptavininn mun meira en fyrr. Stefnt er að því að skipta fyrir- tækinu í skýrar afmarkaðar rekstrar- einingar og setja gleggri markmið um árangur og afkomu einstakra þátta. Það á við bæði um markaðseiningar og framleiðslueiningar félagsins. Jafn- framt þessu verða sett ný fjárhagsleg markmið um arðsemi og efnahag fyrir- tækisins í heild." Nýta þarf frekar samkeppnisforskot íslands „Flugleiðir hafa alla tíð tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar og átt verulegan þátt í örum vexti henn- ar," sagði Hörður ennfremur. „Á árinu 1995 komu um 189 þúsund ferðamenn til landsins og má ætla að hátt í 150 þúsund þeirra hafi ferðast með Flugleið- Morgunblaðið/Sverrir FRÁ aðalfundi Flugleiða. Á myndinni sjást nokkrir af stjórnendum Flugleiða, þeir Ólafur Ó. Johnson, Grétar Br. Kristjánsson, Sigurður Helgason, Hörður Sigurgestsson og Páll Þorsteinsson. Hluthafar Hlutafé, þús.kr. Hlutfall, % 1. Burðarás hf. 31.12.95 15.3.95 2. Lífeyrissj. verslunarm. 3. Sjóvá Almennar hf. 4. Garðaeinir sf. 5. Hlutabréfasjóðurinn hf. 6. Anna Kristjánsdóttir 7. Grjétar B. Kristjánsson 8. Lífeyrissj. Austurlands 9. Birkir Baldvinsson hf. lO.Auðlindhf. 11. íslenski hlutabréfasj. hf. 12. Draupnissjóðurinn hf. 13. Hlutabréfasj. VÍB hf. 14. Sigurður Helgason 15. Lífeyrissj. Norðurlands 699.795 699.795 126.788 129.790 124.213 122.600 40.493 41.993 39.341 41.541 30.460 31.460 27.000 28.000 26.915 23.022 | 46.022 21.882 I i uc 17.413 L*-J0,85% 19.570 H0,95% 17.706 110,86% 17.034 Hl0,83% 34,02 I 34,02% 6,16% 6,31% 16.856 16.856 0,82% 0,82% 16.144 ¦ 0,79% pi 15 stærsiu hluthafar Flugleiða hf. Hlutdeild: 60,63% Heildarhlutafé, kr. 2.056.540.000 um. Þegar litið er til kynningar- og sölustarfs erlendis á íslenskri ferðaþjón- ustu er hlutur Flugleiða jafnvel enn veigameiri. Liður í stefnumótun félags- ins nú er m.a. að meta með hvaða hætti megi samhæfa enn betur en gert hefur verið hinn eiginlega flugrekstur og rekstur annarra greina ferðaþjónustu með eflingu eigin starfsemi og með nánara samstarfi við aðra innlenda að- ila. Markmiðið væri að styrkja félagið og innlenda samstarfsaðila þess með samstarfi í samkeppni á alþjóðlegum ferðamarkaði. Nýta enn frekar þá sér- stöðu og samkeppnisforskot sem ísland skapar." Þá sagði Hörður ennfremur að það hlyti að verða þáttur í nýrri framtíðar- sýn Flugleiða nú, að marka einnig skýra stefnu varðandi markaðssetningu og sölu á eigin þjónustu félagsins og ann- arri íslenskri ferðaþjónustu á erlendum markaði. „Samkeppni um sölu íslands- ferða er hörð og fer vaxandi. Við erum ekki ein í heiminum. Félagið þarf að láta reyna á, að mun stærri hluti af markaðssetningu og sölu íslensku ferða- þjónustunnar á erlendum mörkuðum verði í íslenskum höndum á þeim mark- aðssvæðum sem skipta mestu máli, bæði austan hafs og vestan. Stefnt er að því að ný framtíðarsýn Flugleiða, markmiðssetning og nýtt skipulag liggi fyrir í öllum meginþáttum áður en hafist verður handa um áætl- anagerð ársins 1997." Hægt að auka umsvif verulega Hörður Sigurgestsson sagði að brýnt væri fyrir félagið að nýta betur fasta- kostnað. „Því er þörf á vexti. Það á að vera hægt að auka verulega umsvif fyrirtækisins í millilandaflugi, án þess að auka fastakostnaðinn að sama marki. Flugleiðir hafa sett sér mark- mið um 15% fjölgun farþega í alþjóða- flugi nú á milli ára. Félagið hefur tek- ið Boeing 757-200 flugvél á langtíma- leigu til að sinna nýjum flugleiðum vestur um haf og til að auka tíðni í ferðum til Evrópu. Þotur í rekstri fé- lagsins eru þar með orðnar átta. í reynd þýðir þessi aukning á umsvifum Flug- leiða að velta fyrirtækisins í heild mun aukast um 10% á milli ára." Um flugflota félagsins sagði Hörður að áfram yrði fylgst náið með verðþró- un á flugvélamarkaði og það metið hvort skynsamlegt yrði að selja fleiri flugvélar af núverandi flugflota. Jafn- framt er þegar fylgst með þróun nýrra tegunda með endurnýjun flugflotans í huga. Stjórn heimilað að kaupa 10% í félaginu sjálfu Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 7% arð af nafnvirði hlutafjárins en jafnframt var stjórn félagsins heim- ilað að gefa út ný hlutabréf í félaginu fyrir allt að 250 milljónum króna. Ef sú heimild verður fullnýtt þýðir það um 12% aukningu á heildarhlutafé. Þá var samþykkt tillaga um að stjórn félagsins verði heimilt að eiga allt að 10% af eigin bréfum. Má kaupverð bréfanna verða allt að 10% yfír meðal- söluverði, skráðu hjá Verðbréfaþingi íslands á síðasta tveggja vikna tíma- bili áður en kaupin eru gerð. í þessu skyni er félagsstjórn heimilt að ráð- stafa allt að 615 milljónum. „Stjórninni þykir eðlilegt að hún hafí heimild til að kaupa hlutafé í félag- inu, ef einhverjar þær kringumstæður koma upp að það séu hagsmunir félags- ins að það verði gert," sagði Hörður í umsögn sinni um tillöguna. Stjórn Flugleiða var endurkjörin á fundinum en í henni eru auk Harðar þeir Grétar Br. Kristjánsson, Árni Vil- hjálmsson, Benedikt Sveinsson, Halldór Þór Halldórsson, Haukur Alfreðsson, Indriði Pálsson, Ólafur Ó. Johnson og Páll Þorsteinsson. KRISTJANA Milla Thorsteinsson, fyrrver- andi stjórnarmaður í Flugleiðum, gagn- rýndi harðlega afstöðu stjórnenda félagsins gagnvart verkfalli flugfreyja á síðasta ári á aðalfundinum í gær. Benti hún á að samningar flugfreyja hefðu verið búnir að vera lausir í tvö ár þegar sest var niður til að semja við þær. Skynsamlegra hefði verið hjá yfirmönnum fé- Iagsins að taka sér eina viku í það á þessum tveimur árum að reyna að semja við flugfreyj- urnar áður en allt var farið í óefni. „Síðan tóku yfirmennirnir sér frí í hálfan mánuð til að þjálfa sig til að vera um borð í vélunum og vinna síðan í verkfallinu," sagði Kristjana. „Það finnst mér sóun á vinnuafli að geta ekki sest niður á tveimur árum og leyst úr þessu eina máli, í staðinn fyrir að láta þetta ganga svona langt og vera svo að hrósa sér af því að ganga inn í störf flugfreyjanna. Ef þetta hefði verið einhver önnur stétt, t.d. flug- virkjar eða flugmenn sem eru sérhæfðir, skrif- stofustúlkur eða tölvumenn, þá hefði engum dottið í hug að haga sér svona. Þetta finnst mér sýna að það hefði mátt hugsa málið betur og fara í þessa samninga fyrr. . Kristjana Milla Thorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður Afstýra mátti flugfreyju- verkfalli með góðum vilja Þegar litið er á reikningana þá eru 70 milljón- ir hlægilegur hluti af fjórum milljörðum sem er kostnaðurinn við flugreksturinn í félaginu. Á sama tíma og verkfallið var hjá flugfreyjun- um var samið við flugmennina og flugvirkjana. Það hefði mátt semja við flugfreyjurnar með góðum vilja. Þá er ekki verið að tína til önnur mistök serrf aðrir starfsmenn gera. Það eru allir mannlegir og ég býst við því að oft hafi komið fyrir mistök í fyrirtækinu, sem hafa kostað það milljónir, sem enginn fær að vita um. Þess vegna flnnst Kröfur frá Flugfreyju- félaginu komu stjórn- endum í opna skjöldu mér þetta nokkuð furðulegt og skrýtið að nefna flugfreyjurnar, þetta er eins og dropi í hafið og hefði mátt koma í veg fyrir," sagði hún. Sigurður Helgason, forstjóri, sagði í svari sínu til Kristjönu að margir fundir hefðu verið haldnir með flugfreyjum. „Kröfur frá Flug- freyjufélaginu komu okkur gjörsamlega í opna skjöldu og voru það háar, að við áttum engra kosta völ að samþykkja þær eða ganga að þeim. í þrjá daga voru hér 25 stjórnendur Flugleiða á námskeiði, dag og nótt, og gátu haldið uppi samgöngum að meira eða minna leyti til Evr- ópu. Ég held að það hafí bætt mjög hag félags- ins og aukið hróður þess. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem yfirmenn félagsins fara í störf annarra í verkfalli. Það er mjög alvarlegt þegar svona fyrirtæki er not- að í verkfalli til að knýja fram launahækkanir, sérstaklega hjá stéttum sem hafa töluvert góð laun miðað við marga aðra. Við munum tapa mjög miklum peningum ef fyrirtækið stoppar. Vorið 1988 fóru verslunarmenn í verkfall þann- ig» að afgreiðslufólk í Leifsstöð hætti vinnu. Nokkrir yfírmenn sáu um að innrita fólkið. Við munum halda áfram að grípa þannig inn í störf ef aðilar fara í verkfall hjá félaginu. Það er algjörlega löglegt og fyrir því er hæstaréttar- dómur. Ef við ráðum við að halda fyrirtækinu gangandi þegar stéttir fara í verkföll þá munum við halda þyí áfram. Við hugsum um hag fyrir- tækisins, hag hluthafanna og hag okkar við- skiptavina. Þetta er lítið land, samgöngur eru mjög mikilvægar fyrir landið og það má alls ekki stöðva þær. Það nær engri átt að örfáir litlir þrýstihópar geti gert það. Við höfum hvatt hið opinbera til að breyta vinnulöggjöfinni og vonumst til þess að það verði gert. Við munum standa fast á því að líða ekki verkföll sem eru óraunhæf. Við mun- um ekki taka á móti eða ganga að 50-60% kaupkröfum og ekki láta stilla okkur upp við vegg." Góðarhorfurí rekstri Flug- leiða á þessu ári Sigurður Helgason HORFUR í rekstri Flugleiða eru góðar á þessu ári og rekstrar- áætlun gerir ráð fyrir hagnaði. Á síðasta ári flutti félagið fleiri far- þega en nokkru sinni fyrr og gert er ráð fyrír aukningu á þessu ári, að því er fram kom hjá Sigurði Helga- syni, forstjóra Flugleiða á aðalfundin- um í gær. I skýrslu sinni á fundinum benti Sigurð- ur á að hagnaður hefði orðið af rekstri Flug- leiða árið 1995 annað árið í röð en tap hafði verið á rekstrinum næstu tvö árin þar á undan. „Þó rekstrarár- angur síðustu tveggja ára hafi verið jákvæður má lítið út af bera. Stjórnendur Flugleiða notuðu því árið 1995 öðru fremur til að huga að stefnumótun. Staða og möguleikar Flug- leiöa hafa verið vegin og metin með tilliti til áætlaðrar þróunar í alþjóðaflugrekstri fram til ársins 2005. Með þessu verð- ur lagður grunnur að framtíðarþróun leiðakerfis og flugflota ásamt ákvörðunum um framtíðarmarkaði." Flugfreyjuverkfallið kostaði 70 milljónir Heildarhagnaður Flugleiða á síð- asta ári var tæplega 656 milljónir króna. „Afkoma félagsins batnar um 32 milljónir króna á milli ára þrátt fyrir um 70 milljóna króna kostnað vegna verkfalls Flugfreyjufélags ís- lands og undirbúning fyrir flug á nýja áfangastaði í áætlunarflugi á árinu 1996," sagði Sigurður. Hann rakti fyrir fundarmönnum helstu niðurstöður ársreiknings og kom fram að hagnaður af.reglulegri starfsemi án fjármagnsliða og skatta var 1.023 milljónir og rekstrarhagn- aður var því tæplega 6,4% af veltu. Á árinu 1994 var rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi án sömu liða rúmlega 1.190 milljónir króna eða 8,1% af veltu þess árs. Rekstrarhagn- aður sem hlutfall af veltu minnkar því um 1,7 prósentustig á milli ára. Ástæðu þessarar lækkunar er að leita í sölu og endurleigu tveggja elstu Boeing 737-400 flugvéla félagsins um áramótin 1994-1995. Við þá aðgerð hækkuðu rekstrargjöld félags- ins vegna leigugjalda en fjármagns- gjöld lækka sökum þess að andvirði seldu flugvélanna var notað til að greiða upp langtímalán tengd flugvél- unum. Bókfært eigið fé hækkar um 700 milljónir Rekstrartekjur voru um 15,9 millj- arðar króna og hækkuðu um 8% frá árinu 1994. Aukninguna má einkum rekja til meiri tekna af farþegaflutn- ingum í áætlunarflugi milli landa. Rekstrargjöld voru 14,9 milljarðar króna og hækkuðu þau um 9,9% á milli ára vegna aukinna umsvifa, hærri leigugjalda og verkfalls Flug- freyjufélags Islands. Þá féll til kostn- aður við undirbúning að opnun nýrra áfangastaða vestanhafs í vor. Hrein fjármagnsgjöld voru tæplega 761 milljón en voru 944 milljónir á árinu 1994. Hagnaður af reglulegri starfsemi, þ.e.a.s. rekstrarhagnaður að frádregnum hreinum fjármagns- gjöldum, var 262 milljónir á árinu 1995 samanborið við 246 milljónir á árinu 1994. Þar við bætist 359 millj- óna söluhagnaður og hlutdeild í hagn- aði dótturfélaga. A fundinum var upplýst að hluti Flugleiða í hagnaði Úrvals var 29 milljónir, hagnaður af Kynnisferðum 24 milljónir og hagn- aður Amadeus ísland rúmlega 5 millj- ónir. Heildareignir Flugleiða voru bók- færðar á tæplega 20 milljarða króna um síðustu áramót. Bókfært eigið fé var jákvætt um tæplega 5,3 milljarða og hefur staða félagsins batnað um 700 milljónir frá fyrra ári vegna rekstrarhagnaðar og sölu flugvélar. Eig- infjárhlutfall hefur því hækkað úr 21% í rúmlega 26%. Handbært fé frá rekstri var rúmlega 2,1 milljarður króna á árinu 1995 en var tæplega 2 milljarðar á árinu 1994. Tap af rekstri innanlandsflugs Sigurður sagði að enn væri nokkurt tap af rekstri innanlandsflugsins en einingin skilaði sem fyrr framlegð til sameig- inlegs rekstrarkostnaðar Flugleiða. „Á árinu var rekstur innanlandsflugsins gerður sjálfstæðari innan heildarstarfsemi félagsins. Með því er stefnt að því að auðvelda aðlögun að aukinni sam- keppni sem blasir við á árinu 1997. Þá gengur í garð lokakaflinn í flug- málalöggjöf Evrópusambandsins sem te heimilar öllum þeim sem uppfylla grundvallarskilyrði til flugrekstrar að hefja flug á flugleiðum með yfir 12 þúsund farþega. Jafnframt er unnið að því að finna leiðir til að styrkja þá þætti í rekstri innanlandsflugsins sem veikja samkeppnisstöðu þess," sagði Sigurður. I umræðum á fundinum benti hann á að markaður innanlandsflugsins færi minnkandi eftir því sem vega- sambandið færi batnandi. Bíllinn væri meginsamkeppnisaðilinn í inn- anlandsfluginu. Vestmannaeyjaflugið hefði gengið illa og þar væri félagið að keppa við ferju sem væri niður- greidd af ríkinu. „Við búumst við að afkoman batni töluvert á þessu ári, ^ en í fyrra gerum við ráð fyrir að hafi verið yfir 100 milljóna tap af innanlandsfluginu þrátt fyrir fram- legð upp í sameiginlegan kostnað. Við verðum að ná hagnaði út úr inn- anlandsfluginu. Sem betur fer þá eig- um við ekki þessar vélar, sérstaklega í ljósi þess að Fokker-verksmiðjurnar eru líklega að fara á hausinn þessa dagana. Við erum með þær á leigu og getum skilað einni vélinni eftir rúmt ár. Okkur sýnist að það geti verið skynsamlegt að skila einni Fokker-50 vélinni og vera eingöngu með þrjár vélar." Viðræður við SAS um viðhaldsverkefni ^ Hann vék jafnframt í ræðu sinni að viðhaldsdeild félagsins og benti á að hún hefði náð verulegum árangri í öflun viðhaldsverkefna frá erlendum aðilum. „Markmið viðhaldsdeildar hefur verið að sérhæfa sig í verkefn- um tengdum Fokker 50 flugvélum og miðar vel að því marki. A árinu náðust samningar við SAS-Commut- er um stórskoðanir á þremur af Fokk- er 50 flugvélum félagsins. Skoðanir voru gerðar á sumarmánuðum og gengu mjög vel. Flugfloti SAS-Commuter saman-' stendur af 22 Fokker 50 flugvélum og eru Flugleiðir í viðræðum um stór- skoðanir á öllum flotanum. Þá gerði viðhaldsdeild félagsins skoðanir á tveimur Fokker 50 flugvélum fyrir Maersk Air ásamt því sem félagið hefur tekið að sér viðgerðir á vara- hlutum fyrir aðra rekstraraðila Fokk-T er 50 flugvéla."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.