Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 17 VIÐSKIPTI Saltverksmiðjan á Suðurnesjum Rættviðer- lenda aðila um leigusamning HITAVEITA Suðurnesja á nú í við- ræðum við bandaríska aðila um hugsanlega leigu á rekstri Saltverk- smiðjunnar. Framleiðsla í verksmiðj- unni hefur nú legið niðri allt frá gjaldþroti hennar fyrir tveimur árum, en Hitaveitan leysti til sín þrotabúið í þeim tilgangi að selja að nýju og hefur kostað eftirlit með henni sem og viðhald á tækjum og búnaði síðan. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra Hitaveitu Suðurnesja, vilja bandarísku aðilarnir tryggja sér rétt- inn til þess að taka verksmiðjuna á leigu, um nokkurra mánaða skeið, á meðan þeir kynna sér rekstrargrund- völl hennar og markaðsmöguleika betur. í framhaldinu myndu þeir síð- an taka ákvörðun um leigu. Júlíus segist reikna með því að samningar þess efnis verði undirrit- aðir á næstu vikum. ----------» ? ? Rowland selur bréfsín í Lonrho London. Reuter. TINY ROWLAND, fyrrverandi for- stjóri Lonrho Plc, hefur endanlega sagt skilið við fyrirtækið, sem hann stofnaði fyrir 30 árum. Lonrho hefur staðfest að Rowland, sem var rekinn úr stjórn fyrirtækis- ins fyrir ári, hafi selt 6% hlut sinn fyrir um 91 milljón punda og kaup- andinn er arftaki hans á forstjóra- stóli, Dieter Bock. Rowlands seldi bréfin viku eftir árlegan hluthafafund Lonrho, þar sem talsmaður hans hélt því fram að Bock verði litlum tima til starfa hjá Lonrho vegna annarra viðfangs- efna og greiddi atkvæði gegn endur- kjöri hans. Gagnrýnin hlaut lítinn hljómgrunn og varð til þess að Rowland ákvað að segja skilið við Lonrho að sögn kunnugra. „Hluthafafundurinn var honum þungbær," sagði heimildarmaður. „Sennilega hefur hann valdið honum hugarangri." Rowland byggði upp Lonroh fyrir- tækið á 30 árum og gerði það að stórveldi, sem stundaði námagröft og átti hótel, fjölmiðla og matsölu- staði víða um heim, ekki sízt í Afríku. Hringrás skipar út 3 þús- und tonnum af brotajárni ENDURVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Hringrás hf. skipaði út hátt á þriðja þúsund tonna af brotajárni í mars. Brotajárnið kemur frá öll- um landshlutum og er selt til Spánar að þessu sinni, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu Mikil vinna fer í að flokka brotajárnið og klippa það niður. Aðf erðir og tæki við vinnslu brota- málma hafa verið þróuð mjög mikið gegnum árin, enda hefur fyrirtækið flutt út um 300.000. tonn af brotajárni á nær 50 árum. TEXTINN á umbúðum lýsis hefur verið þýddur á litháísku. Lýsi á litháísku LYSI hf. hefur .ákveðið að þýða texta á umbúðum sínum yfir á lithá- ísku vegna góðs árangurs af sölu í Litháen á síðustu mánuðum. Fram til þessa hafa umbúðir á vörum fyrirtækisins í Litháen verið á finnsku. Fyrirtækið hafði á síðasta ári u.þ.b. 50% markaðshlutdeild í Litháen og var því ákveðið að ráð- ást í þessa breytingu, að því er fram kemur í frétt frá Lýsi. Þá verður Litháen fyrsti erlendi markaðurinn þar sem selt verður lýsi með sítrónubragði en sú tegund hefur verið fáanleg hér á landi um nokkurt skeið. Útflutningur Lýsis hf. hefur aukist verulega og er nú svo komið að pökkundardeild fyrir- tækisins hefur vart undan eftir- spurn. í dag er lýsi selt í neytenda- umbúðum í Póllandi, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Lettlandi og Litháen auk þess sem tilraunasend- ingar hafa farið til Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Gott tækif æri! Lítill iðnaður ásamt góðri verslun, frábær staðsetning, lág húsaleiga. Ótal möguleikar og gott verð. Hóll - fyrirækjasala, Skipholti 50 B, sími5519400. Hringrás er nú búið hagkvæmari og betri tækjakosti enda hefur verið fjárfest mikið á síðustu árum í öflugri tækjum. Hringrás flytur út brotajárn nokkrum sinnum á ári og leigir sérstaklega til þess skip. Góð- málmar eru aftur á móti fluttir út með gámum í skipum Eimskipa vikulega. Útskipunin hefur aðeins tekið tvo daga en þar nýtur Hring- rás hagstæðrar staðsetningar sinnar í Sundahöfn. Mikligarður og Samvinnulífeyrissjóðurinn Riftun vegna óvenjulegs greiðslueyris HÆSTIRÉTTUR hefur rift greiðslu Miklagarðs hf. á láni sem Samvinnu- lífeyrissjóðurinn veitti fyrirtækinu í mars 1993. Byggir dómurinn á því að um óvenjulegan greiðslueyri hafi verið að ræða. Samvinnulífeyrissjóðurinn lánaði Miklagarði hf. 10 milljónir króna hinn 5. mars 1993 og skyidi lánið endurgreitt tíu dögum síðar. Slík skammtímalán hafði sjóðurinn áður veitt Miklagarði. Þegar að gjalddaga kom var sjóðnum afhentur tékki fyr- ir fjárhæðinni, en hann reyndist inni- stæðulaus. Frá 18. mars til 8. júní þetta ár voru þrjár milljónir greiddar af bankareikningi Miklagarðs, en tæpar 6,8 milljónir voru greiddar með því að Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans, sem var deild í Landsbankanum, var falið að selja í umboðssölu viðskiptavíxla í eigu Miklagarðs. Andvirði þeirra var lagt inn á tékkareikning lífeyrissjððsins. Bú Miklagarðs hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 15. júní 1993 og höfðaði þrotabúið mál, þar sem greiðsla skuldar félagsins við lífeyris- sjóðinn með víxlum í eigu þess svo skömmu fyrir frestsdag við gjald- þrotaskipti teldist vera greiðsla með óvenjulegum greiðslueyri, í merkingu laga um gjaldþrotaskipti. Hæstirétt- ur féllst á þetta og sagði að við mat á því, hvort um óvenjulegan greiðslu- eyri hafí verið að ræða, yrði að líta til þess í hvaða formi greiðslan fór frá skuldara, en ekki í hvaða mynd hún barst kröfueiganda. Greiðsla á peningakröfum með viðskiptabréfum frá þriðja aðila geti almennt ekki talist venjulegur greiðslueyrir í við- skiptum. Ekki h'afi verið samið fyrir- fram um greiðslu í þessu formi og þær höfðu ekki tíðkast við endur- greiðslur fyrri skammtímalána. „Skiptir í því efni engu málr, hvort stefndi hafði vitneskju um uppruna þess fjár, sem lagt var inn á banka- reikning hans eftir sölu víxlanna," segir í dóminum. Hæstiréttur rifti. því greiðslu Miklagarðs hf.á tæpum 6,8 milljón- um til Samvinnulífeyrissjóðsins, sem er gert að endurgreiða þá fjárhæð með vöxtum, þar af dráttarvöxtum frá 28. mars 1994, þegar héraðs- dómsstefna var birt. Að auki greiðir Samvinnulífeyrissjóðurinn þrotabúinu samtals hálfa milljón í málskostnað. Tilkynning frá Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf. Sjúklingar greiði hlut Tryggingastofnunar ríkisins í segulómrannsóknum Frá og með 18. mars næstkomandi mun Læknisfræðileg myndgrein- ing ehf. innheimta hjá sjúklingum hlut Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði af segulómrannsóknum, eins og hann er samkvæmt samningi Læknisfræðilegrar myndgreiningar og Tryggingastofnunar frá 12.janúar 1995. Læknisfræðileg myndgreining á engra annarra kosta völ en að grípa til þessa ráðs vegna þess að: • Tryggingastofnun ríkisins hefur hafnað því að greiða hlut sjúkratrygginga í þessum rannsóknum hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu. • Læknafélag Reykjavíkur og Tryggingastofnun hafa nú gert samning sín á milli þar sem ekki er tékin afstaða til samnings Læknisfræðilegrar mynd- greiningar og Tryggingastofnunar varðandi segulómrannsóknir. • Fyrirsjáanleg eru málaferli varðandi greiðslur Tryggingastofnunar vegna segulómrannsókna hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu. Læknisfræðilegri myndgreiningu þykir miður að þessi kostnaður skuli lenda á sjúklinguní en telur að þeir eigi ótvíræðan rétt á endur- greiðslu frá Tryggingastofnun samkvæmt lögum um almanna- tryggingar að undanskildu sjúklingagjaldi. Læknisfræðileg myndgreining ehf. - Röntgen Domus Medica - Egilsgötu 3, 101 Reykjavík, s. 551 9333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.