Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 39 FRETTIR I Opinberir starfsmenn mótmæla MÓTMÆLI við frumvörpum ríkis- stjórnarinnar um réttindi, skyldur og lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og um samskipti á vinnumarkaðinum halda áfram að berast. Til viðbótar þeim, sem getið hefur verið um í Morgunblaðinu, hafa eftir- talin félög mótmælt frumvörpunum: Útgarður - félag háskólamanna, opinberir starfsmenn Húsavíkur og nágrennis, opinberir starfsmenn í Vestmannaeyjum, á Akureyri, Suð- urlandi og í Mosfellsbæ, Austur- landsdeild Félags ísl. leikskólakenn- ara, kennarar Tónlistarskóla Reyðar- fjarðar, starfsmenn Gagnfræðaskóla Akureyrar, starfsmenn á Landakots- spítala, starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur, starfsmannafélag Kvennaskólans í Reykjavík, kennarar Kleppjárnsreykjaskóla, Grunnskóla Siglufjarðar, Grunnskólans í Skóg- um, sameiginlegur fundur heildar- samtaka opinberra starfsmanna BSRB, BHMR og KÍ haldinn á Vest- urlandi, Borgarnesi og Kópavogi, Félag íslenskra leikskólakennara, Félag tækniskólakennara og Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar. € 4 4 4 é 1 i i i ? ? » Síðdegisfund- ur um stjórn- mál í Noregi í ERINDI sem flutt verður á vegum „Stjórnmála á laugardegi" næstkom- andi laugardag klukkan 15.30 í setu- stofu veitingahússins Skólabrúar mun sendiherra Noregs á íslandi, Nils Oskar Dietz, ræða um stjórnmál og stefnur í Noregi. Norðurlanda- samstarf er meðal þeirra málefna sem sendiherrann mun fjalla um. Stjórnmál á laugardegi er félag áhugamanna um erlend stjórnmál sem heldur fundi fyrsta og þriðja laugardag hvers mánaðar yfir yetrar- mánuðina kl 15.00 í setustofu veit- ingahússins Skólabrúar. Á fundun- um gefst almenningi kostur á að hlusta á erindi og taka þátt í umræð- um um fyrirkomulag og áhugaverða þróun í erlendum stjórnmálum. Morgunblaðið/Arni Sæberg GUÐMUNDUR S. Guðmundsson og Guðmundur L. Þórsson matreiðslumenn ásamt Elisabet Burmeister, sem búið hefur í Grænlandi í fjölda ára og aðstoðar við undirbúninginn. Grænlenskir dagar í Nor- ræna húsinu og Naustinu KALAK, Grænlensk-íslenska félagið, efnir til grænlenskra daga í Norræna húsinu um helgina. I tengslum við hátíðina verður ferðagetraun, ferða- kynningar, myndasýningarog hand- verk. Þá verður Veitingahúsið Naustið með grænlenskt villibráðarkvöld 15., 16. og 17. mars í tengslum við græn- lensku dagana. Þar verður m.a. boð- ið uppá sauðnautskjöt, sel, hvalhúð, hreindýrakjöt og fleiri grænlenska rétti. Dagskrá þessara daga er eftirfar- andi: Dagskrá í aðalsal Norræna húss- ins laugardaginn 16. mars. 13.00 hátíðin sett. Grétar Guðni Guð- mundsson, formaður KALAK. 13.05 Guðmundur Eyjólfsson sýnir lit- skyggnur frá Paradísar- og Klaust- urdal, S-Grænlandi. 13.30 Jón Böð- varsson, ritstjóri: Sitthvað um sögu norrænna manna á Grænlandi. 14.00 Helena Dejak: Mynd frá Scoresby- sund. 15.00 Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur: Myndasýning frá gönguferð um Nuussuaq-skagann. 16.00 Kirsten Thisted, rithöfundur kynnir grænlenskar bókmenntir. 17.00 Ole Korneliussen, rithöfundur, kynnir og les upp úr verkum sínum. Sunnudagur 17. mars í Nor- ræna húsinu: 13.00 Lars Emil Jo- hansen formaður grænlensku lands- stjórnarinnar. 13.30 Rasmus Lybert, trubador, spilar og syngur. 14.00 Tukuma. Mynd frá Grænlandi fyrir alla fjölskylduna. 16.00 Rasmus Ly- bert, trúbador, spilar og syngur. 16.30 Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafns Akureyrar, flytur erindi um grænlenska mynd- list. 17.30 Bjarni Olesen: Myndir frá stangveiði á S-Grænlandi. 18.00 Dagskrá slitið í Norræna húsinu. 20.00 Lokahóf í Naustinu, græn- lenskt villibráðarkvöld. Dagskrá í aukasal Norræna hússins sömu daga: 13.30 Græn- lenskar kynningarmyndir. 16.00 Bjarni Olesen: Myndir frá stangveiði á S-Grænlandi. 16.30 Guðmundur Eyjólfsson sýnir litskyggnur frá Paradísar- og Klausturdal, S-Græn- landi. 17.00 Haraldur Örn Ólafsson: Mynd af gönguför yfir Grænland- sjökul. Sunnudagur 17. mars: 13.00 Grænlenskar kynningarmyndir. 14.00 Jón Viðar Sigurðsson, jarð- fræðingur: Myndasýning frá göngu- ferð um Nuussuaq-skagann. 15.00 Grænlenskar kynningarmyndir. 16.00 Helena Dejak: Mynd frá Scor- esbysund. 16.30 Haraldur Örn Ólafs- son: Mynd af gönguför yfir Græn- landsjökul. 18.00 Dagskrá slitið í Norræna húsinu. Uppeldismálaþing haldin í Reykjavík ogáAkureyri KENNARAMENNTUN, simenntun, uppeldisháskóli er yfirskrift uppeld- ismálaþinga sem Kennarasamband íslands, Hið íslenska kennarafélag og Félag íslenskra leikskólakennara halda nú í fyrsta sinn sameiginlega. Uppeldismálaþingin verða haldin kl. 9-17, 23. mars á Scandic Hótel Loftleiðum í Reykavík og 13. apríl í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þar verður fjallað um kennara- menntun í nútíð og framtíð á Is- landi og í Evrópu, framhalds- og endurmenntun kennara og skóla- stjóra og rök með og á móti þeim hugmyndum sem fram hafa komið um Uppeldisháskóla. Fyrirlesarar á þinginu í Reykjavík- verða dr. Friedrich Buchberger, pró- fessor við Pádagogische Akademie í Linz, Austurríki og Sidsel Germet- en frá Hogskolen í Osló, Noregi. Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla íslands, dr. Ólafur Proppé, prófessor við Kennarahá- skóla íslands, dr. Rannveig Trausta- dóttir, lektor við Háskóla íslands, Jóhanna Einarsdóttir, endurmennt- unarstjóri við Fósturskóla íslands, Margrét Björnsdóttir, endurmennt- unarstjóri við Háskóla íslands, Ólaf- ur Jóhannsson, endurmenntunar- stjóri við Kennaraháskóla íslands, Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri við Fósturskóla íslands og Halldór Har- aldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur. Á þinginu á Akureyri verða fyrir- lesarár dr. Andrew Burke, prófessor við St. Patrick's Dublin City Uni- versity, írlandi, og EUen Wisloff við Hogskolen í Westfall, Noregi, Guð- mundur H. Frímannsson, forstöðu- maður kennaradeildar við Háskól- ann á Akureyri, dr. Ólafur Proppé, prófessor við Kennaraháskóla ís- lands, dr. Rannveig Traustadóttir, lektor við Háskóla Islands, Hjörtur Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri, Ólafur Jóhannsson, end- urmenntunarstjóri við Kennarahá- skóla Islands, Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri við Fósturskóla íslands og Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur. Á báðum þingunum munu leik- skólakennarar, grunnskólakennarar og framhaldsskólakennarar segja frá því hvernig kennaramenntun nýtist í starfi. Öllum áhugamönnum um uppeld- is- og skólamál er bent á að hafa samband við skrifstofur kennarafé- laganna og skrá sig á þingið. Skrán- ingu fyrir uppeldismálaþingið í Reykjavík lýkur- 18. mars og fyrir uppeldismálaþingið á Akureyri 29. Athugasemdir við skýringar ATVR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vín- landi: „Vöruval ÁTVR á vönduðum úr- valsbjór er nánast ekkert. Viðleitni Vínlands til að bæta úr því með fram- boði á t.a.m. Jenlain bjór frá Brass- erie Duyck, rekst á einhyerja furðu- lega innanhússreglu ÁTVR sem kveður á um að Islendingar megi ekki kaupa minna magn af bjór en 1,5 lítra í senn. Innkaupastjóri ÁTVR, Svava Bernhöft, ber því við í Mbl. í gær (13. mars) að reglurnar séu tilkomnar „af'þörf fyrir mörk um þessi kaup". Við erum engu nær um hver sú „þörf" er og grunar helst að um heimatilbúna hentugleikaþörf sé að ræða, líkt og ef apótekin fengju einkasölurétt á tannburstum og neit- uðu að selja færri en sex í einu. Inn- kaupastóri ÁTVR segir: „...ég reikna heldur ekki með því að bindindis- menn væru ánægðir yfir því að við færum að selja eina og eina dós". Nú eru bindindismenn auðvitað ólík- legustu viðskiptavinir ÁTVR og væri e.t.v. nær að spyrja álits þau 90% þjóðarinnar sem ekki eru bindindis- menn. Auk þess virðist það heldur illa ígrundað áfengisvarnarsjónarmið sem skikkar þann sem ætlar að fá sér einn bjór til að kaupa 1,5 lítra. Loks telur innkaupastjórinn líklegt að „aðgengi barna og unglinga myndi aukast í bjórinn" ef hann væri seldur í smærri sölueiningum. Að „aðgengi" barna í bjórinn ykist er ekki beint sannfærandi átylla því varla fengju börn afgreiðslu í Ríkinu þó Jenlain bjór væri seldur þar í 750 ml flöskum. Frá sjónarhóli Vínlands snýst málið fyrst og fremst um það hvort vandaðir úrvalsbjórar eins og Jenlain eigi að geta fengist í Ríkinu eða ekki. í löndum þar sem bjór- menning á sér eldri hefð en hjá okk- ur er Jenlain bjór almennt seldur í annars vegar 750 ml flösku með kampavínstappa og hinsvegar 4x250 ml kippu. Hvoru tveggja var hafnað af ÁTVR og hefur Vínland nú staðið í stappi við einkasöluna út af þéssu máli í hartnær eitt ár án þess að nokkur viðhlítandi skýring hafi feng- ist á 1,5 lítra lágmarksskammti hins íslenska bjórkaupanda. Ekki svo að skilja að Vínland telji einn og hálfan lítra af góðum bjór hættulegt magn. Hinsvegar finnst okkur að fólk eigi sjálft að ráða hvaða magn það kaup- ir en ekki t.d. innkaupastjóri ÁTVR sem virðist haldinn þeim óheppilega misskilningi að miða þjónustu ATVR við þarfir bindindismanna frekar en bjórmanna. Nú hefur Brasserie Duyck fallist á að selja Jenlain bjór í 6 x 250 ml kippum til ÁTVR og væntir Vínland þess að hann verði fáanlegur í versl- unum ÁTVR ekki síðar en 1. maí n.k." Þorbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri Vínlands. Tónleikar The Prod- igy annað kvöld TÓNLEIKAR hljómsveitar- innar The Prodigy verða haldnir í Laugardalshöll ann- að kvöld, laugardagskvöldið 16. mars. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20 með hafnfirsku teknósveitinni Súrefni síðan tekur við Glide og þá rokkhljómsveitin Botn- leðja. Svala Björgvinsdóttir ásamt breska dj. Femi B. eru næst á svið og því næst Thor Inc, Þórhallur Skúlason. Gus Gus er síðust upphitunar- hljómsveita en strax á eftir kemur The Prodigy fram á svið. Hljóðkerfið, sem notað er, er langstærsta kerfi sem sett hefur verið.upp hér á landi og það sama á við um ljósa- búnaðinn. Nokkur fjöldi er- lendra blaðamanna og út- sendara frá hljómplötufyrir- tækjum hafa boðað komu sína. Húsgæsla er í höndum ÍTR og öryggisgæsla er í höndum Væringja en auk þessa verður brunagæsla og Útideild RKÍ verður með eftir- lit. SVR verður með ferðir í helstu hverfi Reykjavíkur og nágrennis að tónleikum lokn- um. Algjört áfengisbann verð- ur á tónleikunum. Stórtónleikar í Smáranum 16. mars STÓRTÓNLEIKAR í Smáranum í Kópavogi hefjast laugardaginn 16. mars kl. 17. Það er knattspyrnudeild Breiðabliks sem gefur íbúum á Stór-Reykjavíkursvæðinu tækifæri til að koma á tón- leika með íslenskum stjörnum á borð við Bubba Morthens, Emilíönu Torrini, KK, Pöpum, Brasssveitinni Karnivala og stórsveitinni Maðurinn sem aldrei sefur. Kynnar verða fþróttafréttamennirnir Samú- el Örn Erlingsson og Valtýr Björn' Valtýsson. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður Sigfús Halldórsson. • Miðaverð er 1.000 kr. Styrktaraðilar tónleikanna eru Ölgerð Egils Skallagríms- sonar, Visa ísland, Sparisjóð- ur Kópavogs, Samskip hf., Prentsmiðja G. Ben/Edda, Hans Petersen hf. og Domin- o's pizzur. Skiltabrú stórskemmd EKIÐ var á skiltabrú á Vesturlandsvegi og hún stór- skemmd. Lögreglan í Reykja- vík biður þann sem það gerði, eða vitni að óhappinu, að hafa - samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar. Skiltabrúin er vestan brúarinnar á Höfðabakka, við afrennsli upp á brúna og upp í Árbæjarhverfi. Bíl með há- fermi hefur verið ekið undir brúna, svo hún skemmdist. Óhappið hefur orðið á tímabil- inu frá kl. 17 á miðvikudag og fram á fimmtudagsmorg- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.