Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stuttar og síðar sumarkápur Einnig stakir blazerjakkar Léttir sumaijakkar í úrvali. Gott verð. Verið velkomin. Mörkin 6 - sími 588 5518 ^%í. LÍV' . (við hliðina á Teppalandi) ^'os — Bílastœði við búðarvegginn — ^ Opið alla laugardaga frá kl. 10 - 16 Vöxtur - frjósemi - langlífi Drottningarhunang, ferskt og óunnið er undursamlegt náttúruefni sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum, ekki síst börnunum. Drottningarhunang er orkugjafi, sem eykur orku, viöheldur heilbrigði í sál og likama og er án efa fullkomnasta fjölvítamín og stein- efnaforði sem maðurinn hefur aðgang að. HallgrímurP. Magnússon læknir, heldur fyrirlestur og svarar spurningu um hreint óunnið Drottningarhunang, áhrif þess á líkámann, Candida sveppasýkingu, við GRÆNA VAGNINN í Borgarkringlunni, 2. hæð, laugardaginn 16. þ.m. k1.14.00-15.00. Áhugafólk hjartanlega velkomið. Útsölustaðir: Blómaval, Sigtúni, Reykjavik og Akureyri. Kornmarkaðurinn, Laugavegi 27, Reykjavik. Heilsuhornið, Akureyri, Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Hollt og Gott, Skagaströnd. Heilsukofinn, Akranesi. Heilsubúðin, Hafnarfirði, Studio Dan, Isafirði. Sendum í póstkröfu um land allt. Borgarkringlunni, 2 hæð, símar 85 42 117 & 566 8593. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 og 4. flokki 1994 Innlausnardagur 15. mars 1996. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.452.881 kr. 1.290.576 kr. 129.058 kr. 12.906 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.497.121 kr. 1.00Œ.000 kr. 1.099.424 kr. 100.000 kr. 109.942 kr. 10.000 kr. 10.994 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. KSG HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADtlLD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 I DAG Carlos Manuel Lopez (2.370). ___ 33. Hxe7+! - Rxe7 34. Rxd6+ - Kg8 35. Re6+ og svartur gafst upp, því hann getur ekki tafið óumflýjanlegt mát nema með því að gefa báða riddara sína. Skáklíf á Kúbu hefur dalað mjög í kjölfar hruns Sovétríkjanna, en það var áður með því blómlegasta sem þekkt- ist. Skáksamband Kúbu hefur varla efni á að senda fullskipað landslið á Ólympíumót. Atskákmót Kópa- vogs hefst í kvöld kl. 19.30 og lýkur á morgun, en þá hefst taflmennskan kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi og mótið fer fram í félags- heimili Taflfélags Kópa- vogs, Hamraborg 5. Farsi /tþettcujagbi, eg þér'U/áérúm húergr. o/rttóc -fyrir trypgioga^sötumónrujm." SKAK IJmsjón Margcir Pctursson Hvítur mátar í sjötta leík STAÐAN kom upp á móti á Kúbu í ár í viðureign Julio Espinosa (2.335), sem hafði hvítt og átti leik, gegn Ást er... stundum allt sem eftirer. TM R#g U.S. P«t OH — all nght* rasarved (c) 1996 Lcs Angeies Timat Syndicata EN elsku Magnús minn. Ég er bara að skoða . . . VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ábending til sjónvarpsstöðva KENNARI hafði sam- band við Velvakanda og vildi vekja athygli á því að misbrestur er á því að auglýstir dagskrárlið- ir í Sjónvarpinu séu á réttum tíma. Til dæmis var Kontrapunktur sl. sunnudag sýndur 20 mínútum eftir auglýstan tíma. Einnig vill kennar- inn vekja athygli á því að ofbeldismyndir eru sýndar á Stöð 2 yfir dag- inn, þegar börn og ung- lingar geta oft komist í sjónvarp án umsjónar foreldra. Tapað/fundiö Gulur hanskí tapaðist í bíóferð Á sunnudagskvöldið sl. gekk ég frá Bjamarstíg að kvikmyndahúsinu Regnboganum og þaðan eftir Hverfísgötu niður á Smiðjustíg. Eg var með gula leðurhanska. Á göngunni var ég eitthvað annarshugar og í bíóinu var ég ekkert að hugsa um hvort ég væri með báða hanskana. Nú hálfri viku seinna sit ég uppi með stakan hanska og sakna hins óumræðilega, enda ennþá hanskaveður. Sá sem finnur sólgula leðurhanskann minn er vinsamlegast beðinn um að koma honum á mína hönd. Síminn minn er 515 3900. Takk fyrir, Eva. Armband tapaðist TVÖFALT perluarm- band tapaðist 19. janúar sl. Farið var frá Möðru- felli í leigubíl að Gerðu- bergi (sennilega Bæjar- leiðum), síðan að hjúkr- unarheimilinu Eir í Graf- arvogi. Ef einhver hefur fundið armbandið, vin- samlegast hringið í síma 567-2899 eða 557-9020. Myndavél tapaðist OLYMPUS myndavél gleymdist eftir tónleika eldri borgara í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 10. mars. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Vigdísi í síma 567-6648 eða 557-3459. Gæludýr Kettlingur fæst gefins LÍTILL þriggja mánaða kettlingur (fress) fæst gefins. Uppl. í síma 557-5918. HÖGNI IiREKKVÍSI Yíkveiji skrifar... A AÁRSFUNDI Landsbankans í síðustu viku fengu fundar- menn harla óvenjuleg bókarmerki með ársskýrslu bankans. Merkin voru unnin úr sútuðu fiskroði af þorski og laxi. Því var slegið fram á fundinum til gamans að hér væri um að ræða afurðir af helstu nytja- fískum Landsbankans! Forráðamenn bankans hafa þó líklega blendnar tilfínningar í garð laxins. Bankinn hefur orðið fyrir þungum búsifjum vegna gjaldþrota í laxeldi, en menn þar á bæ eru hins vegar sagðir hafa mikið dálæti á laxveiðum. XXX VINUR Víkverja var fjúkandi reiður þegar hann hitti hann á förnum vegi í gær. Hann þurfti að reka erindi hjá embætti Tollstjór- ans í Reykjavík. Þangað kom hann klukkan fimm mínútur í þijú. Dyrn- ar voru þá læstar og ung stúlka tjáði manninum að skrifstofan lok- aði klukkan þrjú. Það var alveg sama þótt vinurinn benti stúlkunni á að klukkan væri ekki orðin þrjú, hún gaf sig ekki og neitaði að hleypa honum inn. Þegar vinur Vík- veija kom út í bílinn sinn voru þijú fréttir að hefjast í útvarpinu. Svona framkoma hjá þjónustu- stofnun er auðvitað fyrir neðan all- ar hellur. Viðskiptavinir banka hafa flestir upplifað það að koma einni til tveimur mínútum eftir lokun en samt verið hleypt inn. - Hitt er svo líka spurning hvort þjónustustofnun eins og Tollstjóra- embættið geti leyft sér að loka al- mennum afgreiðslum klukkan þijú á daginn. Sama er að segja um aðrar stofnanir eins og embætti sýslumanna. Víst er að þettatíðkað- ist ekki ef einhver samkeppni ríkti á þessum markaði. xxx VlKVERJI flaug með Flugleið- um frá London til Keflavíkur á mánudaginn og varð eftirminni- lega var við að kokkarnir sem elda ofan í farþegana eru snjallir. Boðið var upp á sérlega ljúffenga máltíð; einhversTionar laxahræru í forrétt, kjúkling með steiktum blaðlauk og fleiru góðgæti í aðalrétt og með fylgdi mjög bragðgóð terta í eftir- rétt. Bandarísk hjón sem voru sessunautar Víkveija voru á sama máli og rómuðu matseldina. Flug- freyja upplýsti að allur matur í vél- unum sé nú eldaður heima á Fróni, a.m.k. í Evrópuflugi, en kostur fyr- ir heimferð ekki keyptur erlendis eins og tíðkaðist - og Víkveiji get- ur upplýst að stór munur er á gæð- um þess sem boðið er upp á á heim- leiðinni síðan sú breyting varð. xxx * URSLITAKEPPNI íslandsmóts- ins í handknattleik er nú í algleymingi og lítið orðið um óvænt úrslit ennþá. Litlu munaði þó að deildar- og bikarmeistarar KA töp- uðu fyrir Selfyssingum í fyrsta leik liðanna á Akureyri á dögunum. Eft- ir að hafa séð síðustu mínútu leiks- ins í sjónvarpi getur Víkverji ekki annað en furðað sig á því hvernig dómararnir færðu KA-mönnum jafntefli á silfurfati og þar með fram- lengingu, en í henni náðu heima- menn að knýja fram sigur. Skammt var til leiksloka þegar dæmdur var ruðningur á einn Selfyssinginn - sem var fráleitur dómur að sjá, KA-menn brunuðu fram og fengu dæmt vítakast þegar aðeins ein sek- únda var eftir, án þess þó að varnar- maður gestaliðsins kæmi nálægt leikmanni KA sem komst í skot- færi! Víst er að stemmningin er ætíð góð í KA-heimilinu, og talað er um að áhorfendur þar hafí oft áhrif á dómarana, en er þetta ekki full langt gengið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.