Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. MARZ 1996 21 LISTIR DANSKAR bækur eru enn lesnar hér á landi og virðast eiga sér trygga aðdáendur og kaupendur. í tilefni Danskrar viku hefur Ey- mundsson í Austurstræti danskar bækur á boðstólum. Eftir því sem afgreiðslufólk sagði er töluverð eftirspurn eftir dönskum bókum, einkum skáldsögum. ¦ Benny Andersen vinsæll Við opnun sölusýningarinnar á þriðjudaginn áritaði skáldið Benny Andersen bækur sínar. Andersen er eitt þeirra skálda sem gera húmor ekki útlægan úr skáldskap sínum. Mér var tjáð að á innan við klukkutíma hefði bók hans með vísum Svantes selst í 40-50 eintökum. Á miðvikudag- inn þegar ég leit inn hjá Ey- mundsson var töluvert af fólki í búðinni og meðal þeirra sem þar glugguðu í bækur voru rithöfund- ar, bókasafnari og fleira áhuga- samt fólk. Þó nokkurt úrval danskra skáldsagna er á þessum markaði. Fyrst rak ég augun í minninga- bókina Jörð í Afríku, Den afrik- anske Farm eftir Karen Blixen sem kostar í kilju 995 kr. Rétt hjá lá önnur kunn bók, Himmer- landshistorier eftir Johannes V. Svante seldist í hvelli Danskir bókadagar með upplestri danskra rithöfunda og annað danskt efni stendur nú til boða. Jóhann Hjálmarsson leit inn á danskan bókamarkað hjá Eymundsson í Austurstræti. Jensen á 1.870 kr. Vitanlega voru einnig á boðstólum skáldsögur eftir Klaus Rifbjerg sem sendir aldrei frá sér færri en nokkrar bækur á ári og höfunda á borð við Thorkild Hansen og Deu Trier Merch. Suzanne Brogger er annar frægðarhöfundur, djörf og op- inská að dönskum hætti. Skáld- sögurnar kosta yfirleitt í kiljum um eða yfir 1.000 kr. Morgunblaðið/Sverrir Á DÖNSKUM bókadögum gefst tækifæri til að kynnast danskri skáldsagnagerð. Á ferðalagi og í eldhúsi Sérstakt Benny Andersen-borð er í Eymundsson og einhverjar bækur skáldsins enn fáanlegar. Annar metsöluhöfundur í hópi ljóðskálda er Piet Hein, enda nóg af Gruki eftir hann. Nýjasta ljóða- bók Henriks Nordbrandts er fáan- leg á 1.750 kr. og heitir Omveje med Himlens Part. Hjemfalden eftir Soren Ulrik Thomsen kostar 1.850 kr., en hann gistir nú ísland ásamt Benny Andersen og fleiri rithöfundum. Svo vikið sé að öðrum bókum má fá góðan Gyldendals Atlas fyr- ir 4.650 kr.; Russiske billeder 1894- 1994 fyrir 4.065; Store tenorer á 1.490 kr. og Dansk kunst 2.445 kr. Danir eru mjög framarlega í handbókum, ekki síst um lönd og þjóðir og má fá eina slíka splunku- nýa, Turen gár til Spanien fyrir 1.155 kr. Meðal, fjölbreyttra mat- reiðslubóka er I kokkenet med Dan- marks bedste kokker fyrir 1.740 kr. Þessar síðastnefndu bækur eru veglega og smekklega útgefnar. Eins og til að minna á að Dan- ir eru sælkerar og vilja vera það á fleiri sviðum en í bókmenntum leynist meðal bókanna marsipan frá Anthon Berg og konfekt frá hinum sama. Einu sinni voru stórar danskar bókasýningar haldnar í Reykjavík og bókabúðir voru með danskar bækur í fjölbreyttu úrvali. Þessir tímar eru ekki alveg liðnir og ljóst að áhugi á dönskum bókum er fyrir hendi og að hann byggist á gamalli hefð. Bókmenntalega séð er vegur Dana með ágætum og sjálfir leggja þeir áherslu á að vera evrópskir og líka nýstárlegir, með öðrum orðum heimsborgara- legir í skáldskap. Danski bókamarkaðurihn hjá Eymundsson stendur til 1. apríl, en þá tekur við bandarískur bóka- markaður í versluninni. Málverka- sýning og fyrirlestur SÝNING á málverum eftir Tuma Magnússon verður opnuð í Slunkaríki á ísafirði laugardag- inn 16. mars klukkan 16. Verkin eru unnin beint inn í sýningarsalinn með málningu og glerlitum og mynda þar eina heild. Slunkaríki er opið frá kl. 16-18 og stendur sýningin til 7. apríl. Myndlistin á ári endurmenntunar Menningarmiðstöðin Edin- borg í samvinnu við Hótel ísa- fjörð hafa fengið Halldór Björn REYRSYKUR, tekk, ametyst. Unnið í tölvu 1995. Runólfsson listfræðing til að halda fyrirlestur um „Myndlist- ina á ári endurmenntunar" og fleira á laugardag á hótelinu kl. 17. Hvað sér apinn? NANA Petzet og Olafur S. Gísla- son opna myndlistarsýningu í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b, laugar- daginn 16. mars kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar, „Hvað sér apinn", er spurningin um sköpunarhæfni einstaklingsins í upplýsingasamfé- lagi nútímans. Nana Petzet er fædd í Múnehen 1962 og Ólafur S. Gíslason í Reykjavík sama ár. Þau eru búsett í Hamborg í Þýskalandi og eiga að baki langan sýningarferil. Þetta er fyrsta sameiginlega sýning þeirra. Ólafur sýnir verkefni þar sem hann hefur sett upp aðstöðu fyrir almenning á mismunandi stöðum til að tjá sig í formi skrifa, teikn- inga og málverka. Nana sýnir verk sem gerð eru á tímabilinu 1972-1996. Síðan 1988 hefur viðfangsefni hennar verið eðlisfræði, náttúruvísindi og í síðustu verkum umhverfismal. Gestur í setustofu safnsins er finnski myndlistarmaðurinn Pekka Tapio Pyykönen. Sýning hans ber heitið „Útsýnisturnar". Pekka Tapio útkskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1994 en áður hafði hann lokið námi frá Kuopio Academy for handicraft and Applied Art í Finnlandi. Hann býr og starfar á íslandi. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 31. mars. HEIMILDARKVIKMYNDIN „Orrustan um Stalingrad" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag kl. 16. Myndin er að mestu sett saman úr fréttamyndum sem teknar voru á vígstöðvunum við Volgu vetur- inn 1942-1943, þegar orrustan mikla um borgina Stalingrad var Orrustan um Stalingrad í MÍR háð, en sigur Sovéthersins í þeirri orrustu olli straumhvörfum í styij- öldinni. Fréttamyndir þessar voru tekn- ar beggja vegna víglínunnar, bæði af Sovétmönnum og Þjóðverjum. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (y..u..ijj.iTj Balleftkvöld í íslensku Óperunni ^* 8., 10., 16. og 22. mars 1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.