Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Umgengni við fersk- vatns- auðlindir SKÚLl Skúlason flytur fyrir- lestur í Deiglunni á morgun, laugardaginn 16. mars kl. 14. Fyrirlesturinn er annar tveggja með yfirskriftinni „Maður og náttúra" en dr. Páll Skúlason hélt þann fyrri í febrúar. Fyrirlestur dr. Skúla nefnist Tengsl manns og náttúru; sam- skipti og umgengni_ okkar við ferskvatnsauðlindir Islands. Dr. Skúli Skúlason er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1978. Hann hefur lokið B_S- prófi í líffræði við Háskóla ís- lands, meistaragráðu í dýra- fræði frá háskólanum í Gueiph í Kanada og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Hann hefur síðan verið deildarstjóri fiskeldisbrautar Hólaskóla. Sýning Fríðu framlengd SÝNING Fríðu S. Kristinsdótt- ur í Gallerí AllraHanda í Gróf- argili hefur verið framlengd til 22. mars næstkomandi. Á sýningunni eru myndverk og þrívíð verk ofin með tvöföld- um vefnaði, úr hör, vír, tágum og myndvefnaður úr ull. Fríða er mynd- og hand- menntakennari og kennir á handíðabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti og er með vinnustofu i Listhúsinu við Engjateig. Sýning Fríðu í Gallerí Allra- Handa er opin alla virka daga frá kl. 15 til 18 og á laugardög- um frá 10 til 12. Gospeltón- leikar í Gler- árkirkju GOSPEL-TÓNLEIKAR verða haldnir í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 16. mars, kl. 21. Þeir eru liður I gospel-helgi sem ungu fólki úr ýmsum söfn- uðum og æskulýðsfélögum á Akureyri og Reykjavík hefur verið boðið til. Búist er við um 60 þátttakendum sem rnynda stóran kór og æfa gospel-tónlist sem Norðlendingum gefst kost- ur á að heyra á tónleikunum. Enn er möguleiki að vera með. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónustu, sem vera átti í Grenivíkurkirkju á sunnudag, er frestað til 31. mars næst- komandi, Pálmasunnudags. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Svalbarðskirkju sunnudags- kvöldið 17. mars kl. 21. Talsmaður einkaskóla á Skútustöðum Bagalegt að fá ekki afdráttarlaust svar EYÞÓR Pétursson, talsmaður rekstrarstjórnar einkaskólans að Skútustöðum í Mývatnssveit, segir félagsmáiaráðuneytið skjóta sér undan að svara afdráttarlaust hvort samþykkt sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps sé lögleg, en hún er þess efnis að greiddur verði rekstr- arstyrkur til einkaskólans gegn því að foreldar undirriti yfirlýsingu um að ekki verði sótt um styrkinn aftur eftir þetta skólaár. Hann segir bagalegt að fá ekki úr þessu skorið, en búið sé að þvæla þessu máli fram og aftur í hálft ár. Rekstrarstjómina sárvanti styrkinn sem er að upphæð tæpar tvær millj- ónir króna til að greiða fyrir akstur skólabarna. Fyrir liggi að sveitar- stjórn sé heimilt að greiða einka- skólanum styrkinn og sækja á móti um framlag úr Jöfnunarsjóði. „Þrátt fyrir þessa heimild ætla þeir að hundsa okkur. Við lítum svo á að meirihluti sveitarstjórnar sé að hafna því að fá þessa peninga inn í sveitarfélagið og þá líklegast á þeim forsendum að hann renni til ákveðins hóps sem ekki er meirihlut- anum að skapi,“ sagði Eyþór. Hann sagði meirihluta sveitar- stjórnar í raun viðurkenna að í lagi sé að greiða styrkinn og sækja um framlagið en áður verði að þvinga foreldra til að undirrita yfirlýsingu um að þetta verði ekki gert aftur. „Það myndi ekkert venjulegt stjórn- vald haga sér með þessum hætti,“ sagði Eyþór. Fáir kostir Rekstrarstjórn einkaskólans sagði hann eiga fá kosti í stöðunni og engan góðan. Það væri fýsilegur kostur að kæra málið til umboðs- manns Alþingis en tíminn væri naumur, það gæti tekið hálft ár að fá álit hans en þegar væri búið að þvæla þessu máli milli sveitarstjórn- ar og ráðuneyta í hálft ár. „Við verðum öll kominn á hausinn áður en álitið bærist,“ sagði Eyþór en foreldrar barnanna í einkaskólanum eru í ábyrgð fyrir skólaakstrinum. Rekstrarstjórn mun ræða máiið næstu daga og væntanlega verður haldinn fundur með foreldrum barn- anna í einkaskólanum um næstu skref í málinu í næstu viku. Krabbameinsleit áfram á Akureyri Námsbraut í leikskólakennslu við Háskólann á Akureyri Tímamót í menntun leikskólakennara Freyvangsleikhúsið Sumar á Sýrlandi FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frumsýnir söngdagskrána Sum- ar á Sýrlandi annað kvöld, laugardagskvöldið 16. mars kl. 21. Leikstjóri er Skúii Gautason. Verkið er unnið út frá tónlist- inni á plötunni Sumar á Sýr- landi sem hljómsveitin Stuð- menn gaf út 17. júní 1975 og náði miklum vinsældum hjá þjóðinni á sínum tíma og hey- rast af og til enn þann dag í dag lög af plötunni. Stofnaður hefur verið kór við Freyvangsleikhúsið og er þessi sýning frumraun hans. Sljórn- andi kórsins er Karl Olgeirsson. Skúli Gautason vann talaðan texta í samvinnu við leikhópinn. Tónlistarstjórinn Karl Olgeirs- son hefur útsett tónlistina og stjórnar hljómsveitinni Damask- us sem leikur undir í sýningunni. Matsölustaðurinn Kvenna- skólacafé hefur á boðstólum kvöldverð fyrir sýningargesti Freyvangsleikhússins. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað Háskólanum á Akureyri að setja á stofn náms- braut í leikskólakennslu við kenn- aradeild háskólans. Nám í leik- skólakennslu er þriggja ára nám, 90 einingar og lýkur með B.Ed,- prófgráðu. Kennsla á þessari námsbraut hefst næsta haust. Guðmundur Heiðar Frímanns- son forstöðumaður kennaradeild- ar Háskólans á Akureyri sagði að um tímamót væri að ræða í íslenskri skólasögu þar sem nám fyrir leikskólakennara væri nú í fyrsta sinn skipulagt á háskóla- stigi. Þá væri námið einnig mikil- vægur þáttur í að efla starfsemi Háskólans á Akureyri og kenn- aradeild hans. „Ég er bæði stoltur og glaður yfir því að menntamála- ráðherra hefur heimilað okkur að Kennsla hefst næsta haust fara fyrst af stað með þetta nám og treystir okkur þar með fyrir því að þróa þetta nám frá upp- hafi. Ég vonast til þess að við rísum undir þeirri ábyrgð,“ sagði Guðmundur Heiðar. Rektor Háskólans á Akureyri hefur skipað starfshóp til að vinna að námslýsingum og gera tillögur að inntöku nemenda á leikskóla- braut. I honum sitja dr. Ingólfur Á. Jóhannesson, lektor í kennara- deild, sem er formaður, Guðrún Alda Harðardóttir, formaður Fé- lags íslenskra leikskólakennara, og Trausti Þorsteinsson fræðslu- stjóri. Starfsmaður hópsins er Anna Þóra Baldursdóttir lektor. Stefnt er að því að námskeiðslýs- ingar, a.m.k. fyrir fyrsta ár leik- skólabrautar, liggi fyrir áður en ný kennsluskrá háskólans kemur út í vor. Skortur á leikskólakennurum Guðmundur Heiðar sagði mik- inn skort á menntuðum leikskóla- kennurum, ekki síst á landsbyggð- inni, og ætti hann því von á að stór hóþur fólks myndi sækja um að komast að. „Það er veruleg þörf í landinu, bæði nú þegar og fyrirsjáanleg næstu 20 til 30 árin. Það er því þörf á nokkuð stórum útskriftarhópum á hveiju ári tölu- vert langt fram í tímann,“ sagði Guðmundur Heiðar. Morgunblaðið/Benjamín Vorverk að vetri til Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. EINMUNA veðurblíða hefur leikið við eyfirska bændur sem og aðra Norðlendinga undanfarnar vikur. Er nú svo komið að jörð er alauð og þess vegna upplagt að dreifa búfjáráburði á tún en ástand þeirra er líkara því að kominn væri miður maí. Gunnar Jón- asson á Rifkelsstöðum hefur síðustu daga notað tækifærið og dreift mykjunni um víðan völl og stendur því vel að vígi þegar önnur vorverk hefjast fyrir alvöru í sveitinni. Regin- munur er á þessum vetri og hinum fyrri hvað veðráttu snertir, þegar snjór og klaki lágu yfir öllu langt fram eftir vori. að krabbameinsskoðun á Akureyri fellur ekki niður. Spurningin snýr frenjíur að því hvernig hún verði framkvæmd. Það þarf að komast að niðurstöðu i því máli og það verður gert á fundi á Akureyri á næstunni,“ sagði Sólveig. Vonum hið besta Guðmundur Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar, sagði að ef veita ætti sömu þjónustu og á síðasta ári þyrfti að auka fjárframlög til starfseminnar. Annar möguleiki væri að hagræða á öðruin sviðum, til að geta haldið krabbameinsleit áfram. Þessir möguleikar yrðu kannaðir á næstunni. Of snemmt væri að spá fyrir um hvað yrði gert, en menn vonuðu hið besta. ■ iviorgunDiaoio/Denjamin ÚR sýningunni, Sara Blandon, Særún Siguijónsdóttir, Vigdís Garðarsdóttir, Erna Ólafsdóttir og Harpa Garðarsdóttir frá vinstri. KRABBAMEINSLEIT verður ekki hætt á Akureyri. Þetta var niður- staðan af fundi í heilbrigðisráðu- neytinu í vikunni. Eins og komið hefur fram hefur stjórn Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri ákveðið að loka krabbameins- leitarstöðinni á Akureyri til þess að mæta sparnaði, sem stöðinni er gert að ná á árinu. Sólveig Guðmundsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, sagði að á fundinum hefði verið farið yfir málið og rætt um þann verksamning sem ráðuneytið er með við Krabbameinsfélagið og framkvæmd hans. „Niðurstaðan af fundinum núna varð sú að menn ætla að skoða fyrirkomulag og framkvæmd verksamningsins. Það er þó ljóst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.