Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 QIQAJÍ MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ástarþríhyrningar, stjórnsamir feður og ráðagóðir riddarar Söngleikur Rodgers og Hammerstein, Oklahoma, verður frumsýndur af nemendum Söngskólans í Reykjavík í íslensku óperunni í kvöld. Þröstur Helgason iylgdist með æfíngu og ræddi við nemendur sem segja það dýrmæta reynslu að setja upp verk af þessu tagi. ÞAÐ ER engin djúp alvara eða margræður boðskapur í söngleiknum Oklahoma sem verður frumsýndur af nemend- um Söngskólans í Reykjavík í Ís- lensku óperunni í kvöld. Oklahoma er þvert á móti hreinn og beinn gleðileikur, fullur af ærslum ungra og tápmikilla kúreka og glæsilegra sveitapía, fullur af dans og söng sem aldrei verður þungur og tor- meltur. Þetta er einn af vinsælustu söngleikjum allra tíma, saminn af bandaríska tvieykinu Rodgers og Hammerstein árið 1943 en Okla- homa færði þeim Pulitzer-verðlaun- in eins og South Pacific gerði einn- ig sjö árum síðar. Oklahoma var sýnt 2.248 sinnum á Broadway og var það met sem stendur enn og verður sennilega seint slegið. Sam- starf þeirra Rodgers og Hammer- stein stóð í sautján ár og lauk með The Sound of Music sem fræg kvik- mynd var gerð eftir með Julie Andrews í aðalhlutverki. Ástarþríhyrningar Söguþráður Oklahoma hverfist um tvo hefðbundna ástarþríhyrn- inga, með örlitlum tilbrigðum þó; annars vegar ¦ er það Curly sem hrífst af Laurey og" hún af honum en þráast samt við því hann getur ekki alveg litið framhjá öllum hinum stúlkunum, hún gefur því vinnu- manninum Jud eilítið undir fótinn án þess að hafa nokkurn áhuga á honum en Jud verður strax yfir sig hrifinn sem flækir vitanlega málin meira en fyrirséð var; hins vegar er það Will sem hefur reynt að ná í einföldu sveitapíuna Annie sem skilur ekkert í öllum þeim áhuga sem strákarnir sýna henni en auk Wills er í þeim hópi farandsalinn, Ali Hakim, sem vill allt nema kvæn- ast henni, um tíma virðist þó stefna í það en allt fer vel að lokum og hin sanna ást sigrar. Inn í atburða- rásina fléttast auðvitað stjórnsamir feður, ráðagóðir riddarar og Ella frænka sem öllu ræður hvernig sem allt veltur. Hörgull á strákum Aðalhlutverkin fimm eru í hönd- um þeirra Garðars Thórs Cortes (Curly), Hrafnhildar Björnsdóttur (Laurey), Davíðs Ólafssonar (Will), Huldu Bjarkar Garðarsdóttur (Annie) og Kristjönu Stefánsdóttur (Ella frænka). Aðspurð hvort sagan í Oklahoma sé ekki svolítið gamal- dags segja þau að svo sé að vissu leyti. „En það er hins vegar ýmis- legt i honum sem á jafnvel við núna og fyrir fimmtíu árum," segir Garð- ar Thór og bætir við að það hefði verið rætt innan hópsins að færa söngleikinn fram í tíma en það hefði verið mjög erfitt vegna ýmissa stað- ¦ -íCÍSé 9 l'- jí 4fPJ y,, J^HK mJÞ:^Éb^m 3 B^ ¦ 2^JW^M fe^ 1 'fy*^ ¦^íÉ^' ' 1 7/ *-r .^Wf?\ £ * ¦•*--. "& 1 % ju* /tíjfMBslagltk. JnK^ . i 1 /pP ¦ ^"tBw k' ¦ Jm =™" ™"á II ,11 1 ¦ r 1 "'BI'fl ¦¦ ^k ¦ - _ ' ¦*í- n flHnm .__ Morgunblaðið/Jón Svavarsson GARÐAR Thór Cortes í hlutverki Curly sem vill gefa hvað sem er til að eignast Laurey, jafnvel hnakkinn sinn. reynda sem koma fram í textanum og_snúið hefði verið að breyta. Öll eru þau í óperudeild Söng- skólans, það er á 7., 8. eða 9. stigi. „Það sama- er að segja um flesta aðra sem taka þátt í uppfærsl- unni," segir Davíð, „en þó eru nokkrir af fyrri stigum, einkum strákar sem mikill hörgull er á í skólanum; nemendur eru þar um 120 talsins en af þeim eru aðeins um 25 strákar." Dýrmæt reynsla Sýning sem þessi er hluti af námi við Söngskólann og er færð upp annað hvert ár að jafnaði. Nemend- ur velja verkið ekki sjálfir heldur skólinn en hann sér einnig um að skipa í hlutverk ásamt leikstjóra sem í þetta skipti er Halldór E. Laxness. Tilgangurinn með því að láta nemendur setja upp heilt verk á sviði er að gefa þeim tækifæri til að afla sér reynslu í því að koma fram. „Við öðlumst hér dýrmæta reynslu af að vinna með leikstjóra og að syngja á sviði sem við höfum fengist mismikið við áður," segir Kristjana. Hrafnhildur segir að vanalega séu sett upp óperuverk en það sé mjög dýrmætt fyrir þau að setja upp verk eins og Oklahoma. „Verk af þessu tagi krefst nefnilega jafn- mikils af okkur í leikrænni tjáningu og í söngnum. Og þar sem kröfur um leikræna hæfileika óperusöngv- ara eru alltaf að verða meiri og meiri er þetta mjög dýrmæt reynsla. Það er líka ágætt að fá að takast á við öðruvísi tónlist en við erum vanalega að fást við í skólanum, nú eru líka gerðar þær kröfur til söngvara að þeir geti sungið hvað sem er, ekki aðeins óperu." „Það er einnig mikið dansað í þessu verki og það er ekki síður mikilvæg reynsla," segir Hulda Björk, „auk þess höfum við unnið alla undirbúningsvinnu sjálf; við hönnuðum og smíðuðum leikmynd- ina og gerðum búninga undir hand- leiðslu Huldu Kristínar Magnús- dóttur og Þorgeirs Ólasonar, við höfum líka séð um alla kynningu á verkinu, fjölmiðlatengsl og annað slíkt sem maður þarf víst ekki síst að kunna skil á. Þetta hefur verið gríðarleg vinna en reynslan er ör- ugglega þess verð." Verkið er þýtt af Óskari Ingi- marssyni og Guðmundi Jónssyni. Tónlistarstjóri er Magnús Ingimars- son og dansstjóri er David Green- all. Lýsingu annast Halldór E. Lax- ness og sýningarstjóri er Kristín Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Flosason, saxófónleikari, á æfingu með Sinf óníuhljómsveit íslands. A mörkum djass og klassíkur SIGURÐUR Flosason, saxófón- leikari, leikur einleik með Sinfón- íuhljómsveit íslands við frum- flutning á sænsku verki fyrir saxófón og strengi í íþróttahúsi Digranesskóla á morgun, laugar- dag. Verkið heitir Zones og er eftir Ulf Adáker sem samdi verk- ið sérstaklega fyrir Sigurð. „Verkið er á mörkum klassískrar tónlistar og djass," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið, „en það blandar saman þessum tveim- ur tegundum tónlistar. 011 hlut- verk strengjanna eru fullskrifuð en hlutverk saxófónsins er skrifað að hluta en byggist einnig á spuna. Þetta er rólegt og lýrískt verk og mjög aðgengilegt fyrir hlustendur." Að sögn Sigurðar er Adáker kunnur djassisti í heimalandi sínu, bæði sem trompetleikari og sem tónskáld. „Við höfum unnið tölu- vert saman undanfarin ár," sagði Sigurður, „ogþessi hugmynd varð til hjá okkur fyrir allnokkru. Þetta er skemmtilegur viðburður því það er ekki mjög algengt að Sinfóníuhyómsveit Islands frum- flytji erlend tónverk og það ger- ist heldur ekki á hveijum degi að verk sé sérstaklega samið fyr- ir íslenskan hljóðfæraleikara." Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni Tónlist fyrir alla og verða einnig haldnir á Selfossi, í Borgarnesi, Keflavík og Grinda- vík. Frátekið borð í Borgarleikhúsinu LEIKÞATTURINN Frátekið borð, örlaga- flétta í einum þætti eftir Jónínu Leósdótt- ur verður frumsýndur í Höfundasmiðju Leik- félags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu á morgun laugardag kl. 16. Leikþátturinn tekur um 45 mínútur í flutn- ingi og fjallar um tvær konur af landsbyggð- inni sem setjast við > sama borð á veitinga- Jónína Leósdóttir stað í Reykjavík. Kon- urnar þekkjast ekki en í ljós kemur að það er engin tilviljun að ein- mitt þær tvær sitja við þetta borð. Örlögin hafa leitt þær saman - með dyggri aðstoð veraldlegra afla. Leikarar eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdótt- ir. Fagleg aðstoð, As- dís Skúladóttir. Menningarmiðstöð í Grindavík ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera Kvenfélagið í Grindavík „Gamla Kvennó" að menningarmiðstöð bæjarins. Unnið er að endurbótum á húsinu, bæði utan og innan, og er það nú þegar tilbúið til notkun- ar fyrir ýmsa starfsemi. Kvenfélagshúsið var byggt árið 1930 fyrir atorku og dugnað kven- félagskvenna. Það gegndi lykil- hlutverki í skemmtanalífi bæjarins á árum áður og voru haldnir þar dansleikir, tónleikar, sýnd leikrit o.m.fl. Nú hefur menningarnefndin fengið nýtt hús til umráða og er því ætlað það hlutverk að vera Menningarmiðstöð Grindavíkur- bæjar. Laugardaginn 16. mars mun myndlistarmaðurinn Sigurður Þórir opna málverkasýningu í húsinu. Sýningin stendur yfir dagana 16.-24. mars og verður opin frá kl. 16-19 alla dagana. Þar sýnir han verk unnin með olíu, vatnslita- og pastellitum, svo og pennateikn- ingar. Sýninguna nefnir Sigurður Þórir: Úr hugarheimi. Allir eru velkomnir í Kvennó laugardagin 16. mars kl. 16. Við opnunina munu nemendur úr Tón- listarskólanum leika nokkur lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.