Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamrahlíð 27, andaðist þriðjudaginn 12. mars. Guðmundur Jónsson, Fri'ða Halldórsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Halldór Guðmundsson, Valrós Sigurbjörnsdóttir, Árni Guðmundsson, Guðrún Hannesardóttir, Einar Rúnar Guðmundsson og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINLAUG SIGMUNDSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 13. mars. Stefanía Baldursdóttir, Atli S. Sigurðsson, Jens B. Baldursson, Þóra Grímsdóttir, Herbert V. Baldursson, Margrét Reynisdóttir, Sigmundur H. Baldursson, Arnfríður Eysteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ROBERT WARMBOE, Hastsings, Minnesota, lést á heimili sínu 9. mars. Áslaug Sólveig Sigurðardóttir Warmboe og fjölskylda. t Systir mín og frænka okkar, GEIRLAUG ÞORBJARNARDÓTTIR, Akbraut, Eyrarbakka, lést á Sólvangi 13. mars. ¦:*¦," - % t m ¦^*"- ¦¦¦:¦ £§/ Jr Anna Þorbjarnardóttir og systkinabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNATAN JAKOBSSON fyrrv. skólastjóri, Leifsgötu 4, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu 13. mars sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 15.00. Jakob Jónatansson, Stefán Jónatansson, Ása Benediktsdóttir, Auður H. Jónatansdóttir, Aðalsteinn K. Guðmundsson, Sigrún O. Jónatansdóttir, Gestur Björnsson, Benedikt Th. Jónatansson, Gréta Lárusdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og stjúp- dóttir, AGNES KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR, Sólvöllum 11, Selfossi, sem lést aðfaranótt 9. mars, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 16. mars kl. 16.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á að láta björgunarsveitir í Árnessýslu njóta þess. Sætaferðir verða frá BSf kl. 15.15. Óli Jörundsson, Kristbjörg Óladóttir, Gestur Haraldsson, María Óladóttir, Svanur Ingvarsson, Agnes Kristi'n, Karen og Eli'n Gestsdætur, Ari Steinar Svansson, Eiríkur Guðmundsson, Margrét Benediktsdóttir. AVONA JENSEN + Avona Josefina Jensen fæddist 16. október 1911 í Vaag á Suðurey í Færeyjum. Hún lést í Reykjavík 6. mars síðastliðinn. For- eldrar: Hans Jakob Jensen og Johanna Soffia Leo. Hún var ein fimm systkina, fjórar systur og bróðir; er nú aðeins eitt þeirra á lífi, systirin Ala Monrad sem býr í Dan- mörku. Avona gift- ist síðla árs 1932 Kristni Þórð- arsyni og eignuðust þau þrjú börn saman, síðar slitu þau samvistum. Þeirra börn eru: John Þórður, f. 1933, Ása Mar- ía, f. 1934, og Hans Jakob, f. 1937. Síðari maður Avonu var Indriði Baldursson, d. 1970 og áttu þau tvö börn, þau eru: Þórir, f. 1947, og Hanna f. 1950. Að lokinni almennri skóla- göngu fór Avona fljótlega að starfa hjá Póst- þjónustunni í sinni heimabyggð og þar starfaði hím, þar til hún fór til Islands vorið 1930 og kom hún til landsins þann 13. apríl 1930. Var hún fyrst í vist hjá sæmdarhjonun- um Filippusi Guð- mundssyni og konu hans Kristínu og síðar hjá prófessor Guðmundi Thor- oddsen. Með fram heimilisstörfum starfaði Avona mikið að sauma- skap og lék hann í höndum hennar. Var sótt eftir vinnu hennar á þessu sviði af þeim sem til þekktu. Var hún í allri handavinnu hugmyndarík og útsjónarsöm sem kom sér vel á árunum fyrir og eftir heim- styrjöldina síðari. Útför Avonu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg amma mín hefur endað sitt lífsskeið. Tómleikatilfinning hellist yfir og minningarnar streyma fram. Manni finnst éins og ömmur og afar eigi alltaf að vera á sínum stað og það tómarúm sem myndast við fráfaíl þeirra verð- ur ekki fyllt upp af neinum öðrum. Amma var einstök kona, sérstök í fasi, yfirveguð og róleg en þó stutt í kímnina. Mikil handverkskona var hún og prjónaði og saumaði þvílíkar flíkur og fígúrur að unun var að, stórar kisur og risastórir jólasveinar voru meðal þess sem við barnabörn- in nutum. Einu sinni tók hún þátt í prjónasamkeppni og vann með glæsibrag enda handbragð hennar einkar vandað. Amma var heimskona í sér, mik- ið fyrir ferðalög og veisluhöld en varð að láta sér nægja mun minni skammt af þeim lystisemdum en hún hefði kosið þar sem líf alþýðu- konunnar bauð ekki upp á mikið í þeim efnum, en þegar annaðhvort var í gangi, lék amma á als oddi og naut sín vel. Það var með ólíkind- um seinni árin er amma var orðin mjög fótafúin og lasin að ef ferð til útlanda stóð til hresstist hún til muna og með degi hverjum er brott- för nálgaðist var sem hugurinn bæri hana hálfa leið þótt tæpast væri hún ferðafær. Minnisstæð er okkur ferð hennar til Færeyja fyrir örfáum árum, heilsan leyfði eigin- lega ekki að hún færi, en æsku- stöðvarnar ætlaði hún að sjá í hinsta sinn og út fór hún. I Danmörku bjó amma í 10 ár og þangað var gott að koma enda amma bæði gestrisin og stresslaus og þótt t.d. óvæntir gestir slæddust með var það ekkert mál, bara lagt á borð fyrir einn í viðbót og öllum leið vel. Margar góðar stundir átt- um við í vinalegu íbúðinni í Kaup- mannahöfn enda dvaldi ég heilt sumar hjá ömmu í góðu yfirlæti. Margs er að minnast og margt að þakka. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði - takk fyrir allt Anna Hansdóttir. Amma Vona er dáin. Dánar- fregnin kom ekki á óvart. En samt er eins og maður sé alltaf óviðbúinn slíkri frétt. Einhver óútskýranleg tilfinning fer í gegnum huga manns og hjarta þegar maður reynir að horfast í augu við þessa ákvörðun almættisins. . Avona Jensen, eða Amma Vona, eins og við systkinin kölluðum hana, fæddist í Færeyjum árið 1911 og bjó þar til 18 ára aldurs. Til íslands fluttist hún árið 1930 og vissi ekki frekar en aðrir hvað framtíðin bæri í skauti sér. En hér á íslandi beið hennar erfið ævi að ýmsu leyti. Hún giftist tvisvar. Drykkjumönnum í bæði skiptin. Þeir íétúst báðir árið 1970. Hún eignaðist fimm börn. . Þrjú með fyrri manninum sínum og tvö með þeim seinni. Hún kom þeim öllum til manns, þrátt fyrir að oft væri þröngt í búi og húsnæðið ekki alltaf upp á marga fiska, m.a. bjó hún í bragga í nokkur ár. Mínar fyrstu minningar um ömmu Vonu tengjast jólagjöfunum og sunnudagsheimsóknum í Eski- hlíðina. Þessar heimsóknir eru mér minnisstæðari en aðrar heimsóknir frá þessum tíma. Þær voru fram- andi og spennandi. Mér fannst amma Vona vera öðruvísi. Hún var ekki eins og hin amman, sem var t Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, TÓMAS BJARNASON, áðurtil heimilis íBreiðumörk 5, Hveragerði, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 13. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN EINARSSON bakarameistari, Hlíf, ísafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu fsafirði 13. mars. Útförin verður auglýst síðar. Soffía Löve. alltaf stjanandi í kringum alla og bakandi kleinur. Hún bjó líka í öðru- vísi húsi í Eskihlíðinni (þar sem Hagkaup byrjaði). Þarna hitti ég líka frændur mína og frænkur sem ég hitti ekki of oft, og urðu því fagnaðarfundir. Jólagjafirnar frá henni voru líka öðruvísi. Það var sérstök eftirvænting sem fylgdi því að opna pakkana frá henni, því ávallt fylgdi með í pakkanum eitt- hvað sem hún hafði búið til sjálf. Hún var mikil hannyrðakona og hlaut m.a. fyrstu verðlaun í prjóna- samkeppni. Hún hneigðist einnig til bóklesturs og las mikið allt til síðasta dags. Amma Vona fluttist til Danmerk- ur þegar ég var unglingur, og bjó þar í nokkur ár í sömu blokk og systir hennar. Það kom sér vel fyr- ir mig síðla sumars 1978, þegar ég kom til Kaupmannahafnar, þá 19 ára gamall, ásamt tveimur félögum mínum. Við höfðum unnið sumar- langt í Færeyjum og þóttumst nú hafa efni á því að skoða heiminn. Við gistum nokkrar nætur hjá ömmu. Fyrsra morguninn spurði hún okkur hvað við hefðum gert kvöldið áður. Ég svaraði að við hefðum farið í „Kristjaníu". Þá færðist áhyggjusvipur yfir andlit ömmu og benti hún okkur á að þetta væri hættulegur staður. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá ömmu komast í tilfinningalegt uppnám, ef svo má að orði komast. Amma var frekar lokuð persóna og var ekki að flíka tiifinningum sínum í tíma og ótíma. Við félagarnir keypt- um pkkur síðan „interrail" lestar- miða og fórum til Spánar. Segir ekki af ferðum okkar, fyrr en á heimleiðinni, að við þurftum að skipta um lest í Hamborg, þá orðn- ir skítblankir. Það var um tvær lest- ir að velja til Kaupmannahafnar og vorum við félagarnir ekki sammála um það hvor lestin væri betri. Það varð úr að ég tók ekki sömu lest og þeir, en við ákváðum að hittast hjá ömmu. Það er skemmst frá því að segja að þeir urðu á undan mér. Amma varð úhyggjufull yfir því að ég skyldi ekki koma með þeim ög varð hún meira en lítið fegin þegar ég loksins birtist. Við gistum hjá ömmu um nóttina. Morguninn eftir tók amma mig á eintal, og var engu líkara en hún hefði lesið hug minn, því hún rétti mér peninga, sem hún taldi mig þurfa til heimferðarinnar. Eftir veik og hallærisleg mótmæli tók ég við þeim. Eftir að amma flutti aftur til ís- lands, bjó hún lengst af hjá dóttur sinni á Hofteignum. Árið 1991 varð hún mikið yeik og var lögð inn á spítala. Mér er það minnisstætt er ég heimsótti hana þangað, þá ný- kominn frá Svíþjóð, eftir tveggja ára búsetu þar. Hún fagnaði mér innilega og spurði hvernig mér hefði líkað í Svíþjóð. Ég sagði að mér hefði líkað vel. Þá spurði hún við hvorn staðinn mér hefði líkað bet- ur, ísland eða Svíþjóð. ísland, svar- aði ég. í Svíþjóð er ég á útivelli með þeim ókostum sem því fylgir, en hér er ég á heimavelli, hér á ég heima. Þá sagði amma setningu sem ég mun seint gleyma: „Ég á hvergi heima, ég er bara farfugl sem settist hér að." Heimþrá þjak- aði ömmu mína á hennar fyrstu árum á íslandi. Heimþrá er skrítið fyrirbæri og sennilega er ekki hægt að skilja það, nema hafa kynnst því af eigin raun. Fjarlægðirnar voru „lengri" í „gamla daga" og ferðalög tóku lengri tíma. Sumar eftir sumar fór amma í heimsókn til Færeyja sjóleiðina, með eitt, tvö og þrjú börn með sér. í þessu samtali okkar á spítalan- um, minntist hún á dauðann. Hún sagði, að eftir 80 ár í þessum heimi væri orðið tímabært að yfirgefa hann. Hún virtist vera sátt við að deyja. Hún hafði verið mikið veik, og allir héldu að hún væri að deyja. En hún hætti við, hennar tími var ekki kominn og hún lifði fimm ár í viðbót. En núna er hún amma mín, far- fuglinn, flogin burt úr þessum heimi, yfir í annan betri. Blessuð sé minning hennar. Hilmar Hansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.