Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd k). 5, 7, 9 og 11, í SDDS. a. ioára. I Sýnd kl. 5,9 og 11. Sýnd í sal B kl. 5.Bi.i4ára. >¦¦¦• Sýnd kl. 7. Kr. 750. BIOLIN/VN Spennandi JUMANJI kvikmynda-getraun. Sími 904-1065. Verð 39.90 mín. Nýtt í kvikmyndahúsunum Regnboginn forsýnir mynd- ina „Leaving Las Vegas" REGNBOGINN forsýnir um helgina stórmyndina „Leaving Las Vegas" en myndin hefur hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda, segir í fréttatilkynningu. í aðalhlutverkum eru Nicolas Cage og Elisabeth Shue en þau eru bæði tilnefnd til Oskarsverðlauna fyrir lé?ik í aðalhlutverki ásamt Mike Figgis, sem er tilnefndur til Óskars- verðlaun fyrir leikstjórn og handrit myndarinnar. Myndin fjallar um drykkfelldan handritshöfund, Ben Sanderson (Cage), sem er rekinn úr starfi vegna ofdrykkju. Hann afræður að fara til Las Vegas og drekka sig þár í hel á fjórum vikum. Þar kynn- ist hann gleðikonunni Seru (Shue). Þau verða bæði ástfanginn þótt bæði viti að samband' þeirra eigi enga framtíð. Myndin lýsir á áleitin og afar áhrifaríkan hátt dökkum hliðum mannlífsins. ELISABETH Shue og Nicolas Cage í hlutverkum sínuni. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir John O'Brian sem stytti sér aldur stuttu eftir að hann seldi kvikmyndaréttinn að sögunni. Hjólað í London ? T5FÍKSKA leik- konan Joely Ric- hardson lauk ný- lega við að leika í Disney-myndinni „101 Dalmatians" í London. Þegar hvíld gafst frá tök- um skellti hún sér stundum í hjól- reiðatúr og var þessi mynd tekin þegar einn slíkur stóð yfir. Joely leikur Anitu í myndinni, sem frumsýnd verður síðla þessa árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.