Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Einu sinni var éghóra... LEIKUST Kaffileikhúsið ENGILLINN OG HÓRAN Höfundur: Lesley Ann Kent, Þýðing: Didda Jónsdóttir. Leiks^jóri: Jón Ein- ars. Gústafsson. Leikmynd: Þorgerð- ur Sigurðardóttir. Ljósahönnun, tæknistjórn og hijóð: Björgvin Franz Gíslason. Leikarar: Bergh'ót Arnalds, Bryndís Petra Bragadó ttir og Ragn- hildur Rúriksdóttir. Dansari: Lára Stefánsdóttir. Miðvikudagur 13. FYRIRSÖGNIN vísar í upphafs- orð einþáttungsins Engillinn og hóran eftír bandaríska leikskáldið Lesley Ann Kent. Þetta er fyrsta verk höfundar til þessa og flutti hún það sjálf á leiklistarhátíð í Los Angeles fyrir örfáum árum. Hér er verkið sett á svið með þremur leikkonum og einum dansara sem allar túlka hliðar sömu persónu og hlýtur þessi lausn að gera verkið miklum mun leikrænna. Skipting hlutverksins liggur í eðli textans. Leikstjórinn, Jón Ein- ars. Gústafsson, sem hér þreytir frumraun sína, kemur greinilega til verks vel undirbúinn og því-í stakk búinn til að ná hámarksáhrif- um með verkinu. Þýðing Diddu Jónsdóttur lætur mjög vel í eyrum og hún nær að skapa hæfilega upphafna stemmningu án þess að fórna nokkru af áhrifamætti text- ans. Óneitanlega er nokkuð takmark- að hvað hægt er að leika sér með ijósabúnað kaffileikhússins, en hér er tjaldað því sem til er og tekst vel til. Sérstaklega hefur tekist vel til með val á tónlist, sem ýtir enn undir upplifun verksins, auk þess sem hljóðíð er ótrúlega tært, enda hljómburður góður í þessu gamla timburhúsi. Leikmyndin er vel skipulögð, gefur gott leikrými á því sem er í raun mjög lítið svæði og styður þannig leikendur og. leikstjóra í túlkun sinni á verkinu. Það er ekki auðvelt að skapa trúverðugan mannabústað með öllu því sem til- heyrir á örfáum fermetrum og jafn- framt leikurum aðskilið rými og svæði til athafna en hér tekst leik- myndahönnuði það með glæsibrag. Leikurinn er í sérflokki og ekki er verra að vegna smæðar leikhúss- ins er leikið í ótrúlegri nálægð við áhorfendur. Bryndís Petra Braga- dóttir túlkar þann hluta persónunn- ar sem er dekkstur. Hún er hæfi- lega tælandi og áreitin í túlkun sinni óg skapar skýra mynd af firr- ingu og ákveðinni kaldhæðni — jafnvel tilfinningadoða. Ragnhildi Rúriksdóttur er hér uppálagt að þræða meðalveginn. Hún er hér konan sem hefur upplif- að margt en segir frá atriðum úr lífi sínu svona meðan hún sinnir húsverkunum - og brosir út í ann- að. Hún hefur - eins og nútíma- fólk neyðist til af nauðsyn - bælt tilfinningar sínar niður. Sársaukinn er orðinn eins og dauft bergmál af því sem var og minnir annars- hugar þolandann á liðna tíð. Þessar tvær leikkonur leika af einstöku öryggi. Bergljót Arnalds fer með hlutverk konunnar sem er hrædd og auðsærð og er því í ákveðinnj andstöðu við þær tvær stöllur. Óöryggi hennar var aug- ljóst en hún nýtti það til að gefa persónunni meiri dýpt. Það er fá- gætur kostur á leikara að geta túlkað tilfinningar af slíkri næmni og ákafa. Lára Stefánsdóttir dans- ar hlutverk engilsins sem sýnir konuna sem hreina tilfínningaveru án orða. Framlag hennar var góð viðbót við textann og gaf verkinu aukna vídd. Sú lausn sem hér var kosin að gefa fjögur ólík sjónarhorn á per- sónu konunnar í verkinu minnir á að raunverulegar persónur hafa marga ólíka fleti sem oft er erfitt að túlka í skáldskap. Hér gefst því einstakt tækifæri til að njóta verks þar sem texti, þýðing, leikstjórn, umbúnaður og leikur leggjast á eitt við að skapa sérstætt verk sem segir okkur ný sannindi um konuna í dag og kvenímynd allra tíma. Ekki er það verra að kostur gefst á að njóta einstakra veitinga, græn- metisfæðis og lífrænt ræktaðra guðaveiga, sem kannski áttu sinn þátt í að kvöldið hefur í minning- unni á sér draumkenndan blæ. Sveinn Haraldsson. AÐSENDAR GREINAR Tukuma DANSKA myndin Tukuma sem gerist í Grænlandi verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Tukuma þýðir á grænlensku „Sá sem á of annríkt". Flestum Græn- lendingum finnst það eiga vel við Dani. Myndin fjallar um Erik sem fer til Grænlands til að leita skýringar á andláti bróður síns. Hann heillast af landinu og lifnaðarháttum Græn- lendinga. Grænlandsævintýri Eriks gerbreytir hugarfari hans og lífi. Meðal leikara eru Thomas Eje, Naj Rosing Olsen, Rasmus Lyberth, Benedikte Schmidt og Rasmus Thygesen. Myndin er með dönsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjálfstæð lögmanna- stétt og réttarríkið DÓMSMÁLARÁÐ- HERRA hefur kynnt stjómarfrumvarp tíl laga um lögmenn. í ljósi þess, að nýverið hafa verið sett lög til að treysta sjálfstæði dómstóla. Mannrétt- indasáttmáli Evrópu leiddur í lög og Alþingi samþykkt nýjan mann- réttindakafla í stjórn- arskrá var þess vænst, að frumvarpið bæri þess nokkur merki, að áfram yrði haldið á þeirri braut að auka mannréttindavernd borgaranna og treysta réttaröryggi þeirra. Var við því búist að tekið yrði tillit til þjóðrétt- arlegra skuldbindinga íslands og alþjóðlegra viðhorfa eins og þau birtast í stefnumarkandi yfirlýsing- um Sameinuðu þjóðanna. Þetta hef- ur ekki gengið eftir og veldur áhyggjum. I frumvarpi dómsmálaráðherra er gengið þvert á hugmyndir um nauðsyn sjálfstæðrar og óháðrar lögmannastéttar í landinu og Lög- mannafélag íslands svipt því hlut- verki sem það hefur gegnt í því skyni að viðhalda sjálfstæðri lög- mannastétt. Lagt er til, að dóms- málaráðherra veiti einn leyfi til málflutnings og svipti lögmenn starfsleyfum. Hann hefur úrslita- vald um efni siðareglna lögmanna, þ.e. hvað teljist góðir lögmanns- hættir. Dómsmálráðherra skipar meirihluta lögmannaráðs, en þrátt fyrir það er ráðið einungis ráðgef- andi standi vilji ráðherra til að svipta lögmann starfsréttindum sín- um. Ráðherra þarf ekki að fá ákvörðun sína um að svipta lög- mann starfsréttindum staðfesta fyrir dómi. Samkvæmt skýrslu þeirrar deild- ar Alþjóðanefndar lögfræðinga í Genf, sem fjallar um sjálfstæða dómara- og lögmannastétt, voru 572 dæmi um harðræði gegn dóm- urum og lögmönnum skráð í heim- inum á tímabilinu júní 1993 til des- ember 1994. Vitað er um 72 aftök- ur dómara og lögmanna víðsvegar í heiminum á tímabilinu. Aðrir „hurfu", sættu árásum eða hótun- um um ofbeldi, voru pyntaðir, svipt- ir frelsi eða sættu viðurlögum vegna starfa sinna. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt þörfina á því að vernda dómara og lögmenn með því að stofna á árinu 1994 til sér- staks embættis (special rapporte- ur), sem m.a. er ætlað að rannsaka brot gegn sjálfstæði dómara og lög- manna. Þessi mikilvæga ákvörðun er til staðfestingar þeirri skyldu ríkja að tryggja sjálfstæði dómara og lögmanna og vernda þá fyrir ólögmætum hindrunum í starfi. I Grundvallarreglum um hlutverk lögmanna, sem samþykktar voru á vegum Sameinuðu þjóðanna árið 1990 segir m.a., að lögmannafélög hafi mikilvægu hlutverki að gegna við framkvæmd starfs- og siða- reglna og vernd félagsmanna fyrir ofsóknum og óviðeigandi takmörk- unum og ágangi. Þeim sé ætlað að veita þeim lögfræðiaðstoð sem hennar þarfnast og eiga samstarf við stjómvöld um framgang réttlæt- is og vemd ' almannahagsmuna. Stjómvöldum er skylt að tryggja öryggi lögmanna þegar því er ógn- að vegna starfa þeirra. Oheimilt er að gera lögmönnum viðurlög vegna yfírlýsinga sem þeir gefa í góðri trú í starfí sínu fyrir dómstólum eða stjórnvöldum. Réttaröryggi borgaranna En hversvegna skyldu Samein- uðu þjóðimar láta sér annt um dóm- ara og lögmenn og vilja tryggja sjálfstæði þeirra í starfi? Það er að Ragnar Aðalsteinsson sjálfsögðu liður í að vernda mannréttindi þau sem tryggð eru í lögum og stjómarskrá eins og segir í 8. gr. mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóð- anna. Borgaramir skulu eiga athvarf hjá dómstólum landsins til að fá hlut sinn réttan. Þeir eiga kröfu á réttl- átri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvil- höllum dómstóli. í réttlátri málsmeðferð fyrir dðmi felst m.a. rétturinn til að njóta aðstoðar lögmanns hvort sem er í einkamáli eða saka- máli. Svo mikilverður er réttur þessi talinn, að ríkjum er skylt að tryggja hinum efnaminni ókeypis lög- mannsaðstoð bæði utan réttar og fyrir dómi þegar slíks er þörf. Til þess að rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi verði meira en tálsýn ein verður að tryggja aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómurum og lögmönnum. Rétturinn til óháðra og sjálfstæðra dómara er beinlínis tryggður í stjórnarskránni, en rétturinn til sjálfstæðra og óháðra lögmanna einungis óbeint' með hinu nýja stjórnarskrárákvæði um „réttláta málsmeðferð". Ekki er um rétt til handa dómurum og lögmönnum að ræða heldur rétt borgaranna til réttaröryggis. Verði þessi réttur skertur eða takmarkaður er jafn- framt verið að grafa undan réttar- ríkinu. Lögmenn þurfa oft að takast á við vald í margbreytilegustu mynd- um í starfi fyrir skjólstæðinga sína. Samþjappað vald er víða að finna í samfélaginu og er þá ekki einung- is átt við hið opinbera vald, heldur og formlegt og óformlegt vald sam- taka og einkaaðila. Það krefst stundum mikils siðferðilegs þreks af lögmanni að takast á við slíkt vald I starfi. Þá getur riðið bagga- muninn að tryggja sér með lögum að ekki sé hætta á því.að vegið verði að velferð lögmannsins með því að svipta hann starfsréttindum hans og sú vitneskja hans að hann geti treyst á stuðning vel skipu- lagðrar lögmannastéttar ef í harð- bakkann slær. Eitt helsta hlutverk lögmannafélaga er að veita félags- mönnum sínum nægjanlega vernd Með frumvarpi dóms- málaráðherra er stefnt þvert á viðtekin alþjóð- leg sjónarmið um sjálf- stæða og óháða lög- mannastétt, segir Ragnar Aðalsteinsson, á sama tíma hefur í Evrópu austanverðri verið unnið að löggjöf sem ætlað er að tryggja borgurunum aðgang að sjálfstæðri og óháðri lögmannastétt til jafns við þá sem búa í álfunni vestanverðri. til að þeir geti sinnt störfum sínum lögum samkvæmt og af trú- mennsku. Til að sinna því hlutverki þarf slíkt félag að vera öflugt og talsmenn þess að njóta óskerts málfrelsis. Með frumvarpi dómsmálaráð- herra er stefnt þvert á viðtekin al- þjóðleg sjónarmið um sjálfstæða og óháða lögmannastétt. A sama tíma hefur í Evrópu austanverðri verið unnið að löggjöf sem ætlað er að tryggja borgurunum aðgang að sjálfstæðri og óháðri lögmannsstétt til jafns' við þá sem búa í álfunni vestanverðri. Öðruvísi aðhefst ríkís- stjórn íslands. í athugasemd með frumvarpinu er engin grein gerð fyrir markmiði löggjafarinnar og ekkert finnst þar um sjálfstæða og óháða lögmanna- stétt. Engin vísbending er um að sá sem frumvarpið samdi hafi um slíkt fengist eða íhugað þjóðréttar- legar skuldbindingar og alþjóðlega réttarþróun og viðhorf. Vonandi verður ekki reynt að andæfa gegn þróun innlendra og alþjóðlegra mannréttindalaga með samþykkt frumvarpsins. Höfundur starfar sem lögmaður hjá A&P Lögmönnum íReykjavík. Um krufningar I ANNARS vel skrifaðri grein Þor- bergs Kristjánssonar, fyrrverandi sóknar- prests, í Morgunblað- inu 9. mars 1996, stendur þessi setning: „Ættu læknar t.d. ekki að virða vilja látins manns hafi hann fyrir lok lífs ljáð andúð sína á krufningum eða ef menn hafa ástæðu til að ætla að slík meðferð væri andstæð viðhorf- um hans. Og væri ekki jafn eðlilegt að taka tillit til vilja vanda- manna í þessu sambandi, liggi ekk- ert fyrir um afstöðu hins látna? Jafnframt segir svo síðar í grein- inni: „Lög um dánarvottorð eru túlkuð þannig, að ekki þurfi að taka til greina fyrirmæli hins látna eða andmæli vandamanna." Túlkun landlæknisembættisins á lögum um dánarvottorð er sú að alfarið skuli tekið tillit til vilja hins látna og taka skuli mið af vilja nánustu aðstandenda varðandi Ólafur Ólafsson krufningar nema efum réttarkrufningu sé að ræða að beiðni lög- reglu. Ef um rétt- arkrufningu er að ræða koma til lög um rétta- röryggi. í þeim tilvik- um skal mannskaða- rannsókn framkvæmd en krufning er ekki nauðsynlegur þáttur í því ferli. Eg efast um að nánari ákvæði í lög- um breyti nokkru þar um. Meginmálið er að krufning er ekki leyfi- leg ef það er andstætt vilja hins látna eða Krufning er ekki leyfí- leg, segir Ólafur Ólafs- son, ef hún er andstæð vilja hins látna. nánustu ættingja nema um rétt- arkrufningu sé að ræða. Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.