Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. MARZ 1996 23 LISTIR Myndir úr þýskum dánarbúum Morgunblaðið/Ásdís ÓSK Vilhjálmsdóttir við verk sitt í Ráðhúsinu. Skyggnst inn í einkalíf TVÆR tengdar sýningar Óskar Vilhjálmsdóttur standa nú yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og á Mokka. Síðarnefnda sýningin er samvinnuverkefni Óskar og Hjálmars Sveinssonar og ber hún yfirskriftina „Fiskar drekka ekki vatn". „Mér fannst mikilvægt að sýna þessi verk á stöðum eins og þessum þar sem fólk býst ekki endilega við að sjá myndlist heldur verður hún meira á vegi þess," sagði Ósk. Myndir úr þýskum dánarbúum eru innihald sýninganna. í Tjarn- arsalnum hefur 9.500 ljósmyndum, skyggnum, verið komið fyrir þann- ig að þær þekja hluta af suð- urglugganum. Ur fjarlægð séð er verkið eins og litskrúðugur steind- ur gluggi en þegar nánar "er að gáð sjást myndir úr ferðalögum, úr stórborgum, fjöllum, myndir af rokktónleikum og berum stúlkum á Tahiti, Tutankh amoun í Egypta- landi o.s.frv. Þegar sólin fellur á verkið kastar hún myndurri inn í salinn, en á kvöldin eru kastarar sem sjá um að varpa þeim út á yfirborð tjarnarinnar. Á Mokka kaffi eru myndir í römmum með texta undir en hann er framlag Hjálmars. Þær myndir eru orðnar daufar, litir og útlínur eru farnir að mást út enda kemur það í ljós þegar listafólkið er tekið tali að þessar myndir eru útprent- anir á skyggnum sem héngu í glugga í Þýskalandi í um hálft ár og sólin upplitaði. „Sólin bæði gef- ur og tekur - eins og Guð," segir í sýningarskrá. Textinn er skrifaður í dagbókar- formi. Hann er stundum skáldlegur og stundum hversdagslegur og er ekki skrifaður út frá myndunum, að sögn Hjálmars, heldur eru myndirnar valdar af handahófi við textann. „Hér á Mokka vildum við forð- ast að hengja okkur í eitthvað ákveðið tímabil þegar við völdum myndirnar, heldur höfum við þær meira tímalausar. Það er ótrúlegt hve mikið magn er til af svona myndum hjá skransölum og þetta svo persónulegt að enginn kaupir það og því er þessu hent. Mörgum sem sjá þessi verk mín finnast þau óhugguleg því þau eru svo tengd dauðanum. Eg persónulega skammast mín alltaf dálítið þegar ég er að fara svona inní einkalíf ókunnugs fólks þótt í raun hafi ég keypt mér aðgang," sagði Ósk. Fánýttlíf „Mér fannst það mikilvægt þeg- ar ég var að skrifa textann að láta þetta ekki líta út fyrir að vera grín á millistéttartúrista, sem taka mikið af svona myndum, heldur reyni ég að sýna myndunum virð- ingu með því að vera ekki of mik- ið að setja mig inn í líf ókunnra persóna. Með þessu gefum við myndunum nýtt líf og þær lifna við í hugum áhorfenda sem byggja sér sínar eigin sögur í tengslum við þær. Ég er ekki að reyna að vera eitthvað sérstaklega skáldleg- ur og nota athyglisverðar og hnyttnar setningar héðan og þaðan ásamt öðru," sagði Hjálmar. Þau sögðu aðspurð að gerð svona verks með islenskum mynd- um yrði örugglega allt öðruvísi. „Hér eru svo góð tengsl milli kyn- slóða þannig að ég get ekki ímynd- að mér að myndir séu eitthvað ruslahaugavandamál hér eins og úti." „Ferðalangar" í Fold SYNING á olíumyndum Soffíu Sæmundsdóttur verður opnuð i Gallerí Fold við Rauðarárstíg laug- ardaginn 16. mars kl. 15. Sýninguna nefnir hún Ferðalangar. Soffía stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands og lauk þaðan próf i úr grafíkdeild árið 1991. Hún hefur haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum. „I verkum sínum eru henni f erðalangar og fram- andi slóðir hugleiknar, en jafnframt leitar hún í fornar íslenskar ," segir í kynningu. Sýningin stendur til 31. mars og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 1(M7 og sunnudaga frá kl. 14-17. SOFFÍA við eitt verka sinna. BIOBORGMI: SYMP KL. 4.55, 7, 9 OG 11.1Q, I THX BÍÓHÖLLIIU: SÝIUD KL. 5, 7, 9 OG 11.10, í THX í * Vferð stgr. CÁ 1 GR 1400 • H: 85 B: 51 D: 56 cm •Kælir: 1401. f^ Verðstgr. Í44.500 3 GR1860 • H:117B:50D:60cm •Kælir: 140ltr. • Frystir: 45 Itr. c Verð stgr. "*"\ 48.600,-j n ;¦ ^indesir GR 2260 •H:140B:50D:60cm •Kælir:180ltr. • Frystir: 45 Itr. GR2600 •H:152 B:55 D:60cm • Kælir: 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. .../ eldhúsið og sumarbústadmn. B R Æ Ð U R N I R GR3300 •H:170B:60 D:60cm • Kælir: 225 Itr. • Frystir: 75 Itr. iaOKMSSON Lágmúla 8 • Sími 553 8820 Umboösmenn um land allt Vesturland: Málnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirölnga, Borgarnesl.Blómsturvelllr, Hellissand'- Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestflrðlr: Gelrseyrarbúðin, Patreksfirði. Ftafverk.Bolungarvfk.Straumur.fsafirði. Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hðlmavfk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga,*Blönduós(. Skagfírðingabúð.Sauðárkróki. KEA bygglngavðrur, Lónsbakka, Akureyrl.KEA, Siglufirði.ólafsfiröi og Dalvlk, Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstðöum. Kf.Vopnfirðlnga.Vopnaflrðl. Stál, Seyðlsflrðl. Verslunln Vík, Neskaupsstað. Kf.Fáskrúðsflrðlnga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rós, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavik. Rafborg, Grindavík. :....... - ....'¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.